Morgunblaðið - 31.07.1977, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 31.07.1977, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULl 1977 41 ...'jj' VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI einhver freistist til að skrifa jafn- réttisrevíu. — Kannski að hún verði meðal skemmtiefna í sjón- varpinu í haustz? Og eins og vera ber með fullkomnu jafnrétti á orði og á borði. M. Skaftafells." Velvakandi þakkar bréfritara fyrir og væri fróðlegt að fá að heyra skoðanir atvinnurekenda t.d. eða annarra sem auglýsa eftir fólki til starfa hvernig gengið hafi að þjóna lögunum i þessu tilliti. % tslendingar raunsæir? „I Velvakanda þann 27. júlí er alllöng grein eftir Eðvarð T. Jónsson í Keflavík i þágu Múhameðstrúar, sem höfundur vill þó ekki láta kalla Múhameðs- trú heldur undirgefni við vilja guðs og segir að Múhameð spá- maður hafi boðað þessa trú með góðum árangri meðal villimanna í Arabiu fyrir 1400 árum. Enginn mun meina ETJ að hafa þessar skoðanir og sizt undirritaður, en þar sem islenzka kirkjan viður- kennir ekki Múhameð (Múghöm- uð) hefur hann ekkert sérstakt gildi hér á landi sem spámaður, heldur aðeins sem sögupersóna og þó engu að siður mjög athyglis- verð sögupersóna. Sigursæld Múhameðsmanna byggðist á þeirri paradís sem hann lofaði hraustum fylgismönnum sinum að loknu lifinu hér á jörð og voru það sólarstrandir með öllu sem þar tilheyrir. En býsna mikill munur var á þeim myndum hans og þvi sem mig minnir að ETJ væri að halda fram í Velvakanda um daginn, um „heim sem er handan tima og rúms . . . i annarri öldutiðni" o.s.frv. Hræddur er ég um að Abú Bekr, Omari, Alí og köppum þeirra hefði þótt slfkt litil umbun þess að leggja á sig „sár og sviða banans" — svo að vitnað sé i þann fræga trúmálarit- höfúnd, sem Snorri Sturluson var. Um tima leit svo út að Múhameðstrú tækist að útrýma kristinni trú að fullu og öllu. Voru aðeins fjögur lönd eftir kristin: Grikkland, ttalia, Frakk- land og að nokkru leyti Bretlands- eyjar. En þá komu Karlungar, Karl Martell og Karlamagnús til sögunnar og snéru við gangi við- burða og þess vegna hefur nafn Karlamagnúsar verið i hávegum haft á Vesturlöndum æ siðan. Það er óhætt að treysta þvi að sú „Múhameðstrú" sem boðar „heim handan tima og rúms“, „aðrar víddir" og allt það mun aldrei festa rætur hér á landi. Til þess eru tslendingar alltof miklir raunsæismenn. Þriðjungur tslendinga eða fleiri telur það sennilegustu skýringuna á þeirri merkilegu reynslu sem nefnd er sambandssýnir, að þær stafi frá öðrum hnöttum. Þorsteinn Guðjónsson." Þessir hringdu . . . % Um snyrti- mennsku og sóðaskap Húsmóðir I Hlfðunum: —Ég get ekki lengur orða bund- ist i sambandi við umhverfi Tóna- bæjar. Trygging h.f. hefur reist hér á lóðinni við Tónabæ mikið stórhýsi, malbikað bilastæðin, lagt gangstétt og prýtt i kringum húsið með blómum og birkitrjám. Þetta er mjög snyrtilegt og ber að geta um það sem vel er gert, en það sorglega er að unglingar og aðrir sem eiga hér leið framhjá eiga það til að slita þennan gróður upp og henda. Þannig sá t.d. kona nýlega um það bil 17 ára unglinga rifa nokkrar trjáplöntur upp og henda þeim burtu. Annað atriði má nefna i leiðinni en það er að ruslafötur eru hvergi sjáanlegar hér kringum Tónabæ, þannig að unglingarnir getá ekki komið frá sér rusli og verba þvi að henda SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Sandomierz i Póllandi í fyrra, kom þessi staða upp í skák þeirra Vaismans, Ungverjalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Liangovs, Búlgariu. 31. Re6! — fxe6, 32. Dxe6+ — Kf8, (Eða 32... Kh8, 33. Kg2 og síðan 34. Hhl + ) 33. f5! — Rc5, 34. Bxc5 — gxf5, 35. Bh5! — Dc7, 36. Bd6H og svartur gafst upp. Sigur- vegari á mótijiu varð Sovézki stór- meistarinn David Bronstein, en næst komu þau Gaprindashvili, Knaak og Nisman. því hér á bílastæðin. Af þessu er mikill sóðaskapur og ekki er hægt að kenna unglingunum alveg um hann, úr þvi að bærinn rekur Tónabæ ætti hann einnig að út- I vega eitthvað af ruslafötum til að rusli sé ekki hent hér og þar. En snyrtimennskan er mikil hjá Tryggingu h.f. og þeir eiga þakkir skildar fyrir hana. HÖGNI HREKKVÍSI V & T © 1977 7- 9 \ 11 i ■ jii. McNaught Syad., !■«. ■ Hundurinn er að klóra í útihurðina og vill komast inn! G3P SIG6A V/öGA £ \tLVtm Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu Lions- félagar Alþjódamót Lionshreyfing- arinnar verður haUið í Bríghton, í Englandi, í september. Þeir UonsWagar sem áhuga hafa eru beðnir að hafa samband við skrifstofu, Samvinnuferða. Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 FERGUSON Amerískur (RCA) myndlampi (IN — LINE SUPER) og Transistorar. Viðgerða - og varahlutaþjónusta. Mjög gott Orri Hjaltason verð Hagamel 8 — sími 16139

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.