Morgunblaðið - 31.07.1977, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.07.1977, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5l. JtTLl 1977 „M er ég Éægðnr,” - sagði Einar Benediktsson eftir að hafa nníirritað gjafahréfið lil Háskóta íslands Bærinn Herdfsarvfk stendur við fallega litla vfk. Þar er fallegt f gððu veðri, en getur sjálfsagt orðið hryssingslegt á vetrum, þegar brimar. — Ég var að drekka f eldhúsinu f Herdfarvfk, þegar þessi stóri, tfgulegi maður f sfðum frakka birtist f dyrunum, segir Rafn Bjarna- son. Hann var að slá túnið f Þorkelsgerði er við smelltum af honum þessari mynd. Eftir lát Einars skálds Benediktssonar 12, janúar 1940, erfði Háskóli íslands Her- dísarvík með húsum, húsgögnum og bóka- safni hans. Nú hefur þessi arfur aftur orðið umtalaður vegna um- mæla Katrínar Hrefnu, dóttur skálds- ins, í blaðaviðtali í Vísi, þar sem hún ræð- ir orðróminn um að Einar hafi látizt af syf- ilis, sem hún telur sig nú hafa afsannað með vottorði frá dönskum læknum, er fengu og rannsökuðu sýni úr heila föður hennar, sem geymdur hafði . verið í formalíni frá láti hans. Og í fram- haldi af því segir hún að söguburðurinn hafi óbeinlínis orðið til þess að afkomendur hans voru gerðir arf- lausir og hafi ekki get- að náð rétti sínum. Hún segir: „Allt til þessa dags hefur mér ekki tekizt að fá að sjá eitt einasta plagg undirritað af föður minum, sem gæti réttlætt þessa meðíerð á okkur börnum Einars Benedikts- sonar. Séu þessi plögg aftur á móti fyrir hendi, þá hafa þau verið gerð á hans allra síðustu árum, þegar hann þjáðist af kölkun, eins og fram kemur í danska vottorð- inu, og var raunar burtu úr heim- inum langtimum saman. Hann átti það jafnvel til að spyrja hvort hann hafi ekki átt nein börn. Hafi verið gerðir við hann ein- hverjir samningar á þessum ár-‘ um, eða hann fenginn til að undir- rita einhver plögg, sem mér dett- ur einna helzt í hug, þá getur ekki verið löglcga að því staðið. Ég vil þá að minnsta kosti fá að sjá þess- ar undirskriftir. Það getur ekki verið ósanngjarnt. É'g er nú einu sinni dóttir hans. Eitt er ég viss um: Hann hefði aldrei með fullri rænu gert börnin sin arflaus. Hann varsjálfur lögfræðingur, og vissi hvernig átti að fara að sam- kvæmt lögum. Við systkynin höfum ekki feng- ið nokkurn skapaðan hlut úrdán- arbúi föðurokkar. Ekki einu sinni minjagrip af skrifborði hans. Bækurnar hans fóru til Há- skóla Islands og það veit ég að pabbi hefði líka viljað. En Einar Benediktsson átti umtalsverðar eignir af ýmsu tagi, sem ég vil ekki ræða á þessu stigi málsins. Hvað varð af þessum eignum öll- um? Um eignirnar og ráðstöfun þeirra hefi ég aldrei fengió að sjá nein plögg eða undirskriftir. Og það sem meira er — það finnst blátt áfram ekki nokkur hlutur þessu viðvikjandi neins staðar“. Með fullu ráði og frjálsum vilja Katrin Hrefna fjallar að-vfsu mest i þessu sambandi um hluta- félagið Braga h.f., sem stofnað var tveimur árum fyrir dauða Einars og hefur eignarétt á út- gáfu á verkum skáldsins. En ekki vekur síður athygli, ef dregið er í efa að Háskóli íslands hafi með réttu eignazt Herdísarvíkina. Þar er nýlega búið að gera upp húsið og þar dvelja prófessorar og aðrir kennarar háskólans nú með fjöl- skyldum sinum til hvildar og hressingar að sumarlagi. Blaðamaður Mbl. rölti því þá upp i Landsbókasafn og tók að leita i árbókum Háskóla Islands eftir 1932, er Einar kom í Herdís- arvík. Þar hlyti að vera getið gjaf- ar frá svo merkum manni. Það reyndist rétt. I Árbókinni yfir há- skólaárið 1934—35 er birt eftir- Guðni Gestsson; Ég man vel eftir þvf þegar Einar Benediktsson undirritaði gjafabréfið f Herdfs- arvfk. farandi gjafabréf próf. Einars Benediktssonar, skálds: „Ég undirritaður Einar Bene- diktsson, prófessor, gef hérmeð Háskóla fslands jörðina Herdísar- vík í Selvogshreppi í Árnessýslu ásamt öllum gögnum og gæðum, þar með húsum, öðrum en íbúðar- húsi, sem ríkið þegar á, ennfrem- ur húsgögnum, sem í ibúðarhús- inu eru og bókasafni minu, sem þar er geymt. Gjöfin er gefin í minningu um föður minn, Benedikt sýslumann Sveinsson. Gjöfin er bundin því skilyrði, að núverandi ábúandi jarðarinnar, frú Hlín Johnson, hafi afgjaldalausa ábúð á jörðinn meðan hún lifir eða svo lengi, sen hún óskar, en hún skal þó greiða skatta og skyldur af jörðinni. Gjafabréf þetta er gefið út í tveimur samhljóða frumritum. Herdísarvik 28. september 1935 Einar Benediktsson. Vottar: Bjarni Jónsson Guðni Gestsson. Ég undirritaður hreppsstjóri Selvogshrepps, Þórarinn Snorra- son, votta hérmeð, að Einar Bene- diktsson, prófessor, Herdísarvik, hefur i dag ritað nafn sitt undir þetta skjal, mð fullu ráði og frjáls- um vilja í viðurvist minni og tveggja vitundarvotta. Til staðfestingar er nafn mitt p.t. Herdísarvík 28/9 1935 Þórarinn Snorrason. Og i Árbók H.I. fyrir háskólaár- ið 1939—40 má lesa eftirfarandi og er umrætt bréf sýnilega gert skömmu eftir lát Einars: „Herdísarvík. Abúandi Her- disarvíkur, frú Hlin Johnson, gaf með bréfi dag. 15. febr. 1940 háskólanum hús þau og mann- virki, sem hún hefur látið gera þar: fjárhús fyrir 70 fjár, ishús 10x30 álnir, girðingu um túnið ( um 1100 m), girðingu á austur- mörkum jarðarinnar (um 1500 m, að nokkru leyti eign mæðiveiki- nefndar) sjóvarnargarð (um 120 ni) og girðingu þá, sem fyrirhug- uð er á vesturmörkum jarðarinn- ar (5—6 km). Háskólaráðið hafði g ;fið ábúandanum leyfi til þess að veðsetja jörðina fyrir 5000 kr. veðdeildarláni, til þess að koma upp siðastnefndri girðingu, en ábúandi skyldi standa straum af láninu. Var girðingarefni allt komið til Herdísarvíkur, þegar gjafabréfið var gert, en griðingin ekki komin upp.“ VAR VIÐSTADDUR UNDIRSKRIFTINA Þannig hljóðaði þá gjafabréf Einars Benediktssonar, undir- skrifað af vottum. Þórarinn Snorrason vottar að hann sé með fullu ráði og geri það með frjáls- um vilja. Þórarinn Snorrason? Svo heitir enn hreppsstjórinn í Selvogs- hreppi og býr í Vogsósum. Hringt er til Þórarins — Jú, ég man vel eftir þessu, þó ég væri þá barn að aldri, Það var svo mikið um þessa gjöf talað hér, svaraf hann að bragði. Það kemur i ijós, að sá Þóarinn, sem viðstaddur var gerð gjafabréfsins, var afi hans og al- nafni. En hann segir að annar votturinn, Gisli Gestsson, sé enn á lífi áttræður að aldri, og búi i Þorkelsgerði II. Og einn góðviðrisdag rennur blaðamaðurinn i hlað I Þorkels- gerði í Selvogi. Gísli tekur erind- inu vel: — Jú, jú, ég man vel eftir þvi þegar Einar Benediktsson undir- ritaði gjafabréfið í Herdisarvik. Við Bjarni, sem bjó hér í Guðna- bæ, vorum til kallaðir að votta. Við vorum oft i vinnu i Herdisar- vík, en ég held að við höfum ekki verið það þennan dag. — Eg sá að Einar skrifaði und- ir skjalið af frjálsum vilja og ekki gat ég annað séð en hann væri algerlega með sjálfum sér og vissi hvað hann væri að ger. Þegar hann var búinn að skrifa undir, reis hann á fætur og sagði: „Nú er ég ánægður. Herdísarvíkin er komin í góðar hendur!" — Hvað var þarna i húsinu þá af munum? — Ekkert annað en húsgögn Einars, leðurstólarnir og skrif- borðið og svo mikið af bókum. m mm m ' wm mmmm,' m -w, Herdisarvik er nú notuð sem sumarbústaður fyrir starfsfðlk háskölans. Vésteinn Olafsson, lektor var þar með fjölskyldu sinni er blaðamann bar að garði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.