Morgunblaðið - 31.07.1977, Síða 35

Morgunblaðið - 31.07.1977, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULI 1977 35 Veröld á villigötu The Man Who Fell to Earth, bresk, 1976. Leikstjóri: Nicolas Roeg. „I MYNDINNI the Man Who Fell to Earth vonumst við til að kynna nýjan stíl, nýtt form, eða áhugavekj- andi tilbrigði við það form, sem þegar ríkir í kvikmynd- um“. (Paul Mayersberg, handritahöfundur myndar- innar). Nýr still, nýtt tjáningar- form i listum hefur ávallt kallað á vandlætingarhróp þeirra, sem halda að heimur- inn standi kyrr og eru ekki tilbúnir að taka á móti nýj- ungum og tilraunum, þróun. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum munu nokkrir slíkir hafa labbað út af þess- ari mynd, enda nokkuð erf- iður biti til að kyngja. Mayersberg hefur þó ekki algjörlega rétt fyrir sér, þar sem hann talar um „að kynna nýjary stíl,“ því Roeg hefur í öllum myndum sín- um (Performance, Wlak- about og Don’t Look Now) verið að fást við svipað efni (þróun mannsins, siðmenn- ingarinnar, veraldlega tækni og hið leyndardóms- fulla) og hann hefur einnig beitt áður sömu frásagnarað- ferðum (tímaruglingi og stöðugum klippingum milli tveggja eða fleiri atriða, sem hvorki eru í tfmaröð né í neinu frásagnarlegu sam- hengi) þó hann hafi aldrei beitt þessari aðferð eins heiftarlega og í þessari mynd. Heiftarlega — vegna þess að þessi aðferð gerir myndina aðeins tormeltari en ella og það er erfitt að sjá, að aðferðin sem slík hjálpi efni myndarinnar eða ljái þvi aukna merkingu nema í einstáka tilfellum. The Man Who Fell to Éarth er að vissu leyti fram- hald af myndinni Walk- about. I báðum þessum myndum er Roeg að fjalla um varhugaverða þróun í siðmenningu nútimans, þró- un, sem stefnir frá hinu fá- brotna, eðlilega samlifi við náttúruna og stefnir ,,ad astra", til stjarnanna. Frum- bygginn í Walkabout kennir börnunum að lifa af land- inu, kennir þeim að þekkja náttúruna, varast hana og hagnýta. Newton (David Bowie) gegnir nákvæmlega sama hlutverki í nýju mynd- inni eins og frumbygginn gerði í hinni, nema hvað annar kemur úr fortíðinni, hinn úr framtíðinni. Báðir eiga að leiðbeina vegvilltri veröld, eða er það? Þegar kemur að þvi að draga sam- an í stuttu máli söguna, efn- ið í The Man Who Fell to Earth byrja vandræðin. Vegna þess að aldrei er um að ræóa sterkan frásagnar- þráð heldur ,,sýnir“ og sam- David Bowie er hæfilega fjarrænn I útliti, til að geta verið „gestur utan úr geimnum**. setningar, verður hver áhorfandi fyrir sig beinlínis að „þræða“ myndina, sög- una saman og vegna þess að mikið af myndinni er sagt i hálfkveðnum visum og laus- ir spottar skildir eftir hér og þar verður að geta í eyðurn- ar til að ná þræðinum sam- an. Sá þráður, sem ég tvinna saman, þarf því ekki að lita út eins og sá, sem þú býrð til og minn þarf ekki á neinn hátt að vera „réttari". Thomas Jerome Newton kemur til jarðarinnar frá stjörnu, sem hefur þornað upp. Fólkið á þessari stjörnu virðist ekki ólíkt jarðarbú- um, en það er að deyja út sökum vatnsskorts og þarf að klæðast loftþéttum bún- ingum með alls kyns slöng- um til að endurnýja sina eig- in líkamsvökva. (Er þetta framtiðarspá okkar eigin heims?). Newton heldur til jarðarinnar (vatnsstjörn- unnar) til að kynnast lífi jarðarbúa og trúlega til þess að undirbúa komu hinna, sem eftir lifa á hans stjörnu. (I myndinni tala jarðarbú- arnir um að hann ætli aó nota geimskipið, sem hann lætur smíða, til að komast „heim“ til sín, en það þjónar litlum tilgangi nema hann komi til baka með hina). Newton kemur greinilega frá stjörnu, sem er allmörg- Candy Clark (Mary Lou) með Newton, sem þolir ekki að ferðast með lyftu! um tækniþrepum á undan okkur en þrátt fyrir það á hann ekki í neinum vand- ræðum með að skilja versl- unarhætti okkar eða hag- nýta sér hráefni jarðarinn- ar. Hann er auk þess svo „framsýnn" (eða umhverfis- lega sinnaður) að hann endurnotar „rusl“ i fram- leiðslu sína. Ef til vill getur þessi kunnugleiki um okkar hagi stafað af því að á hans eigin stjörnu hafi svipað kerfi verið ríkjandi, eitthvað hafi farið úrskeiðis í þróun- inni. Fyrirtækið Newton verður hins vegar smám saman svo stórt i sniðum, að það ógnar rikjandi versl- unarjafnvægi og þegar ekki er hægt að semja í góðu við fyrirtækið, beita jarðarbúar ofbeldi. Ætlunargerk New- tons er hindrað rétt um það leyti sem hann er tilbúinn að leggja upp i geimferðina, hann er lokaður inni og rannsakaður sem læknis- fræðilegt fyrirbrigði með ótrúlega frumstæðum að- feróum (að mati Newtons að minnsta kosti) og m.a. eyði- leggja sérfræðingarnir í honum augun, eða mögu- leil^, hans á að sjá „sýnir". Newton er að lokum gerður „mannlegur” og hann viður- kennir að sennilega hefðu þeir (á hans stjörnu) farið eins með jarðarbúa, sem hefði komið i heimsókn til þeirta (sem undirstrikar enn samskonar hugsunar- hátt og samskonar eiginleika fólksins á þessum tveim stjörnum). Kom Newton til þess að bjarga jarðarbúum frá því að gera sömu mistök og hans fólk gerði? Roeg gerir áhorf- endur mjög vara við þróun og söguiega framvindu, t.d. með herbergjunum, sem liggja að vistarveru New- tons, þar sem honum er haldið föngnum undir lokin (sviðið minnir á lokaatriðið i mynd Kubricks, 2001). Tímaþróunin er augljós i út- liti og húsgögnum þessara herbergja, sem leiða að innsta herberginu, herbergi Newtons, þar sem geimstíll- inn ræður rikjum. Er svarið við framtíðarþróuninni að finna hjá Newton en jarðar- búar svo fákæn , að þeir vita ekki, hvers á að spyrja? En Newton gerir heldur enga tilraun til að gera sjálfan sig skiljanlegan. Roeg og Mayersberg virð- ast gera allt, sem i þeirra valdi stendur, til að láta ekki „hanka” sig á neinum ákveðnum „boðskap” eða staðhæfingum. Með klippi- aðferð sinni, sérstaklega í atriðunum sem sýna kyn- mök (likt og i Don’t Look Now), skapar Roeg tilfinn- ingalega „kælingu” og ákveðin fjarlægðaráhrif, nærri þvi Brechtísk, eins og hann vilji segja: „skoöið en takið ekki þátt i þessu". Að- eins á tveim stöðum í mynd- inni (eftir aðeins eina skoð- un að vísu) virðist Roeg setja fram fastmótaðar skoð- anir og ef til vill eru þær Iykillinn að þessu púsluspili. Það fyrra er hin augljósa vantrú (skilningsleysi?) Newtons á latneska máltæk- inu „Per ardua ad astra“ (gegnum erfiðleikana til stjarnanna), sem greinilega felur í sér gagnrýni á geim- ferðabrölt og vantrú á, að það leysi vandamál mann- kynsins. Hinn „boðskapur- inn“, sem Roeg setur fram, er nátengdur þessum, en það er atriðið, þar sem hann klippir saman samtal Mary Lou (C.andy Clark) og Farnsworth (Buck Henry) og mannfjöldann, sem hyllir Newton við geimfarið. May Lou hefur komið til Farns- worth til að reyna að fá að hitta Newton, en þegar hann býður henni peninga verður hún móðursjúk og heimtar að fá Newton til sín aftur. Hann megi ekki fara. Astin (tillfinningarnar) ráða gerð- um hennar og þegar Farns- worth skynjar skyndilega þennan óbeislaða kraft til- finninganna segir hann í hálfum hljóðum: „Þakka kvik muAd /ÍOCIA SIGURÐUR SVERRIR PALSSON þér fyrir, Mary Lou“. Þetta samtal klýfur Roeg með hyll- ingarhrópum mannfjöldans, sem fagnar Newton og væntanlegri ferð hans „ad astra“. Roeg stillir hér sam- an tilfinningalegum van- mætti og tæknilegri full- komnum, sem mannfjöldinn fagnar. Er Roeg þá að segja okkur það sama og Kubrick, að maðurinn haldi áfram að þróa leikfang sitt, tæknina, uns hún tekur af honum völdin, vegna þess að hann gleymdi að þróa sinn innri mann? Ekki er það óliklegt en hins vegar er The Man Who Fell to Earth svo yfir- full af „sýnum“ og hug- myndum, að það væri glap- ræði að ætla að afmarka hana við einhvern . einn, ákveðinn skilning. Hún kveikir vafalaust umræðu um allt milli himins og jarð- ar og er þannig í sjálfu sér innlegg i þróun hugans, fyr- ir þá, sem leggja á sig þau heilabrot. Hins vegar þarf að skoða myndina nokkrum sinnum (og hlusta ekki sið- ur) til að geta brúað bilin milli allra hinna lausu enda og skynjað merkinguna í hinum hálfkveðnu vísum. Við fyrstu sýn virðist púslu- spilið ekki passa saman og það er auðvitað umdeilan- legt hversu æskileg slík framsetning er. SSP Buck Ilenry, sem sjálfur er handritahöfundur (The Graduate, Catch 22, The Day og the Dolphin), sagði Roeg margsinnis, að hann skildi ekki myndina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.