Morgunblaðið - 31.07.1977, Page 11

Morgunblaðið - 31.07.1977, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JCLl 1977 11 Gönguferðir og fjallaferðir hafa aukist mikið t Skátabúðinni við Snorrabraut hittum við verslunarstjórann, Pál Guðmundsson, sem bauð okkur inn á skrifstofu inn af búðinni. F.vrst spurðum við Pál hver ætti og ræki búðina. — Iljálparsveit skáta í Reykja- vfk er eigandi og sá aðili sem rekur búðina, en hún ke.vpti hana af skátunum um áramótin 1970—1971 og þá hóf ég störf hér sagði Páll. En áður fyrr þegar skátarnir ráku búðina miðaðist hún að mestu við þeirra þarfir. Þá spurðum við Pál hvort ekki hefði orðið mikil breyting á rekstrinum frá þvi að hann tók við verslunarstjórninni. Það hafa orðið gífurlegar breyt- Páll Guðmundsson verzlunar- stjóri f Skátabúðinni. ingar á vöruvali verslunarinnar siðustu árin og kemur þar greini- lega fram mikill aukinn áhugi íslendinga á göngu og fjallaferð- um, en vörur fyrir þá hópa eru nú orðnar snar þáttur í öllum rekstri búðarinnar. Einnig hefur skiða- menning Reykvikinga aukist mjög hin seinni ár. Áður en Páll gerðist verslunar- maður var hann sölumaður hjá heildsölufyrirtæki, svo við spurð- um hann þvi næst hvernig honum hefði likað umskiptin og almennt hvernig honum þætti að starfa í verslun. Það var gífurlegur munur að skipta þar sem maður var miklu frjálsari og að vinna i verslun er mjög gott, skemmtilegasta starf sem ég hef unnið, sagði Páll. Þá spurðum við Pál hvort allur gangur búðarinnar væri ekki árs- tiðabundinn. — Viðskipti verslana með þess- ar vörur eru alltaf mjög árstíða- bundin. Sumarið er best, en veðr- ið ræður auðvitað mestu um þetta. Ef slæmt veður er, selst bókstaflega ekki neitt og svo er allt á hvolfi ef gott veður er. Þá spurðum við Pál um álit hans á þeim deilum sem standa um opnunartíma sölubúða. — Ég er fylgjandi ákveðnum reglum þar að lútandi, annað gæti leitt til ofnotkunar á starfsfólk- inu. Að lokum spurðum við Pál, hvernig hann ætlaði að eyða verslunarmannaherlginni. — Eg ætla í tjald upp i Húsafell sagði Páll að lokum. Hækkandi kostnaður og verðbólg- an helztu vandamálin RAFIÐJAN er verzlunar- og þjónustufyrirtæki í Kirkjustræt- inu f Reykjavfk og þar hittum við að máli Höskuld Stefánsson þar sem hann var á leið út f bæ en svaraði nokkrum spurningum áð- ur en hann fór af stað: Já, það eru margir snúningar í kringum þetta, sagði Höskuldur við keyrum öllum vörum út og má eiginlega segja að við þurfum að sinna vörunum næstu 10 árin eft- ir að við seljum þær þvi viðgerðir og varahlutaþjónusta er alltaf nokkuð mikil. Það fer mestur tím- inn i þau störf. Eru mörg vandamál sem steðja að verzluninni? — Helztu vandamál sem ég held að steðji að verzlun i dag eru hækkanir á alls kyns opinberri þjónustu, t.d. sima og rafmagni. Svo má nefna að telex þjónusta hefur á tiltölulega skömmum tima hækkað úr um það bil 100 þúsund krónur á ári i rúmlega 700 þúsund krónur og þetta er vissulega mjög erfitt fyrir verzl- arirnar að bera þessa hækkuðu liði án þess að mega gera tilraun til að ná þeim inn aftur. — Annað, sem hefur mikil áhrif á t.d. þessa grein verzlunar eru hvers kyns áveiflur i efna- hagslifi og við getur t.d. þurft að láta vinna mjög mikla yfirvinnu um tíma, en svo koma dauðir tim- ar þar sem ekkert er að gera og þá nýtist starfskrafturinn illa. Líka má ilefna að það liggur við að Höskuldur Stefánsson verzlunar- stjóri f Rafiðjunni. Ljósm. Emilfa. búið sé að koma því viðhorfi inn hjá sumu fólki að verzlunarmenn séu alltaf að stela af þvi og allt þetta gerir verzlunum erfitt fyrir. Álagning er lögboðin hjá okkur rúmlega 14% og hún á að vera nóg til að greiða allan kostnað við þessa grein, en það stendur allt í járnum með það, ekki sízt ef ekki er leyfilegt að reikna hækkaðan kostnað inn i okkar vöruverð, eins og við þyrftum að gera. En hvað með verðbólguna? — Verðbólgan hefur rýrt allt fjármagn nema náttúrlega hjá þeim sem eiga einhverjar eignir. Nú þetta eru stór og mikil vanda- mál sem þarf að leysa og þetta þykir kannski dálitið dökk hlið á málunum, en það verður samt sem áður að segja þetta eins og það er. — En það er gott fólk sem verzlar hér, allt saman gott fólk og ánægjulegt að eiga samskipti við það. Hvað á að gera um helg- ina? Jú, það á að fara út úr bæn- um, rétt eins og aðrir, sagði Höskuldur Stefánsson að lokum. I I I I I I I Jóhannes Jónsson verzlunarstjóri er hér hjá ávaxtadeildinni. Ljósm. Rax. Þar verzla nærri tíu þúsund manns á viku Rætt við Jóhannes Jónsson í SS-Austurveri 1 kjörbúð Sláturfélags Suður- lands í Austurveri hittum við að máli verzlunarstjórann, Jóhannes Jónsson, en þar hefur hann verið við verzlunarstjórn í tæp 3 ár. Áður var hann verzlunarstjóri f Matardeildinni f Ilafnarstræti og ekki er hann alveg nýr af nálinni í verzlunarstéttinni, þvf við þessi störf hefur hann unnið f um 14 ár. — Já, ég fór úr prentinu yfir i verzlunarstörfin og ég verð að segja að mér finnst það mun líf- legra. Annars má segja að ég sé að hálfu leyti aiinn upp með Slátur- félaginu þvi faðir minn var verzl- unarstjóri i Hafnarstrætinu áður og hann vann í 46 ár hjá félaginu, svo ekki var nú farið illa með hann. Er mikill munur á verzlunun- um í Hafnarstræti og hér? — Já, starfsaðstaðan er mun betri hér, þetta hús er byggt sem verzlunarhús, en Matardeildinni þurftum við alltaf að vera að breyta, nú og svo er þessi verzlun mun stærri. Hjá okkur vinna núna 35—37 manns og ef við telj- um þetta saman í heilsdagsstörf eingöngu þá eru það um 25. — Langflestir koma hingað á föstudögum til að gera innkaupin til helgarinnar og við erum nú þegar í dag, fimmtudag, farin að finna að fólk er að byrja helgar- innkaupin og nestiskaup til ferða- laga. Að meðaltali korna hér milli 14 og 16 hundruð manns á dag en á föstudögum allt upp i 2500 manns. Annars er alltaf nóg að gera, það þarf að panta inn vörur og koma þeim fyrir. Hefur vinnutiminn ekki breytzt þessi ár sem þú hefur verið við verzlunarstörf? — Nokkuð er það og lika ef litið er lengra aftur í timann og man ég t.d. eftir því að unnið var til kl. 10 á kvöldin við að úrbeina kjöt án yfirvinnugreiðslu og á laugardögum var opið til kl. 4, enginn sagði neitt og „mórallinn" var góður. Þetta hefur síðan verið að breytast smám saman og nú er öll eftirvinna greidd og þessi aukni kostnaður kemur niður á viðskiptavininum i minni þjón- ustu. Eru einhver sérstök vandamál sem að ykkur steðja um þessar mundir? — Raforkuverðið er á oddinum hjá okkur núna og er Félag mat- vörukaupmanna að vinna að því að fá það mál lagfært. Þetta hefur verið að siga á ógæfuhliðina allt frá áramótum og t.d. greiddi ég nýlega rafmagnsreikning fyrir 65 daga uppá 1201 þúsund krónur sem mér finnst orðið all hátt. Nú, álagning á landbúnaðarvörur er ekki raunsæ samanborið við það umstang sem þær krefjast og það er t.d. undarleg pólitik að það þurfi jafnvel að nota álagningu á grænar baunir til að greiða niður smjörið. Hér vantar þvi einhverja raunhæfa verzlunarálagningu. Svo kemur e.t.v. einhver keppi- nauturinn og fer að bjóða grænar baunir á mun lægra verði og stel- ur þar með frá okkur lifibrauð- inu. — Það er þessi „hönd-í-hönd“ afgreiðsla sem er orðin of dýr miðað við þá álagningu sem við fáum á hana. Við erum að reyna að mæta aukinni samkeppni en það er erfitt, sérstaklega vegna þessarar dýru afgreiðslu. En við höfum reynt að halda þessari þjónustu óbreyttri og t.d. sendum við vörur heim, uppí Breiðholt ef vill, en það er dýrt að gera það og fá 100 kr. fyrir meðan leigubill sömu leið kostar kannski um 1500 kr. En margir kjósa fremur að verzla í þessum búðum heldur en stórmörkuðum þar sem vöruúrval er minna. Hins vegar er ekki þar með sagt að við munum sitja auð- um höndum og við höfum t.d. keypt húsnæði hér við hliðina þar sem við hyggjumst reyna eitthvað nýtt. — Nú, kjarasamningarnir síð- ustu eru þannig gagnvart verzlun- unum að þær hafa ekki séð neinar kjarabætur og það hlýtur að verða erfiður róður að mæta auknum launakostnaði án breyt- inga i álagningu. Okkur finnst það einnig undarleg pólitík að hækka allt varðandi húseignir o.fl. en svo eru sífellt yfir okkur eftirlitsmenn til að gæta þess að við seljum ekki haframjölspakk- ann einni krónu of dýrt. En við höfum nú verið blessunarlega lausir við allar ákærur úr þeirri átt. Heldurðu að minni búðirnar hverfi? — Þær mega ekki hverfa, fólk- ið verður að hafa þær og það yrði t.d. mikill sjónarsviptir af því ef t.d. þessar litlu búðir sem margar eru i Vesturbæhum ættu eftir að hverfa og þar yrði varla búandi ef þær færu. En viðst eru mennirnir orðnir einir með þessar búðir, fjölskyldurnar aðstoða og þar mega mennirnir ekki fara i frí og þeir mega ekki vera veikir. Þeim á sjálfsagt eftir að fækka, þessir kaupmenn kjósa frekar að vinna annars staðar og njóta réttinda launþega, en það væri vissulega synd ef þær hættu. Að lokum sýndi Jóhannes okk- ur ávaxtadeildina, sem hann sagði að væri sitt uppáhald og hann gat þess í leiðinni að yfirleitt væri það gott fólk sem þarna kæmi til að verzla, litið urn vandamál og hann væri heppinn með starfs- fólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.