Morgunblaðið - 31.07.1977, Side 12

Morgunblaðið - 31.07.1977, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JOLÍ 1977 Kaldsklofsfjalla, Háöldu, Mó- gilshöfða, Löðmundar- og Rauð- fossafjalla. Og fjarst í suðvestri sér á Heklu, þar sem hana ber yfir fjallahringinn, hátignar- lega eins og sæmir drottningu íslenzkra eldfjalla. Til norðurs og norðausturs blasa við Kerlingarfjöll og Hofsjökull með Arnarfellunum báðum, en austar ber Hágöngur og Tungnafellsjökul yfir Gjá- fjöll. Þar hefur Heljargjá, hlið- stæða Eldgjár, klofið fjöllin niður að rótum. Lengra til aust- urs gnæfir Bárðarbunga i Vatnajökli, næst hæsta fjall á íslandi, aðeins fáeinum metr- um lægra en Öræfajökull. Þarna er lika Hamarinn og Kerlingar og Tungnaárjökull. I suðaustri er Breiðbakur í Tungnaárfjöllum, Sveinstindur í Fögrufjöllum, auk fjölmargra fleiri. En það tjáir ekki að telja nöfnin ein og ferðast hér um í huganum. Ekkert nema sjálf- sýn megriar að gefa meira en daufan skugga þeirrar fegurð- ar, sem Veiðivatnasvæðið býr yfir á björtum sólskinsdegi. En ferðamaðurinn má ekki gleyma því „að fara hringinn", aka eða labba um Veiðivatna- svæðið allt. Frá Snjóölduvatni blasa í nærsýn við okkur fjöllin í nánd við Landmannalaugar, sem við raunar sáum áður, en þá úr meiri fjarska. Ef við höfum sæmilega traustan bíl eða erum svolítið létt á fæti getum við brugðið okkur suður fyrir Snjóöldu- fjalllgarð og heimsótt Tröllið, klettadrang sunnan í fjöllun- um, þar sem Tungnaá flæmist fram í óteljandi smákvislum eftir breióu dalverpi undir Tungnaár- og Grænafjallgarði. Spottakorni fyrir innan Tröllið er Hreysið, ef til vill forn úti- legumannabústaður. Þangað verðum við að fara gangandi, þvi að bílum verður ekki komið þar við. Þetta er ekki löng leið, h.u.b. klukkustundar gangur frá sæluhúsinu. Þá getum við farið lengri eða skemmri gönguferðir, t.a.m. á Snjóöldu, en þaðan er viðsýni mikið til allra átta. Þægileg gönguferð er að ganga inn með Litlasjó og víða er þar fagurt. Nokkru lengra, eða um 10 km, er inn að Hraunvötnum, sem venjulega eru ekki talin til Veiðivatna, en þó ugglaust framhald þeirra. Um Veiðivatnasvæðið sjálft er hægt að finna sér óteljandi leið- ir, og alls staðar ber eitthvað nýstárlegt fyrir augað. A vötn- unum synda svanir og himbrim- ar auk annarra fugla, og ef til vill gaggar tófa einhvers staðar í holti. Ef bfll er með í förinni er ekki nema rösklega klukku- stundar akstur inn i Jökui- heima, bækistöð Jöklarann- sóknafélagsins. Þegar Tungnaá er lítil er lítill vandi að vaða hana og stíga fæti á Vatnajökul sjálfan. En varúð er skylt að beita í fangbrögðum við ána og jökulinn. Það er þarflaust að verða í vandræðum með tím- ann, þótt dvalið sé hér viku- tíma. Ef við höfum yndi af veiðiskap og höfum verið svo forsjál að afla okkur veiðileyf- is, þá er hægt að renna fyrir silung, því að þetta eru veiði- vötn. Lesendí góður! Ég geri ráð fyrir, að þú sért búinn að vera nokkra daga eða svo sem viku- tíma inn í Veiðivötnum, og að kominn sé timi til þess að hverfa heim. Ef veður er bjart, mundu mig þá um að leggja dálítinn krók á leið þína. Aktu upp að Þórisvatni. Það tefur þig ekki nema svo sem klukku- tima. Þegar þú ert kominn yfir skurðbrúna, skaltu aka svo sem kílómetra norður með vatninu. 1 Þar gengur lítill höfði fram í vatniö og á honum er dálitill 1 hólkollur. Þegar þangað er konrið opnast eitthvert viðasta 8 og fegursta útsýni, sem ég hef séð af vegi, sem nú orðið má kallast þjóðvegur að sumarlagi. Þú verður áreiðanlega ekki fyr- ir vonbrigðum. Ilaraldur Sigurösson. Aslódum Ferdafélagsins Sæluhúsið við ' eiðivötn. Sunnanvert á miðhálendinu, í tungunni milli Tungnaár og Köldukvíslar, er langur og breiður dalur. Hann er ekki ýkja djúpur og liggur frá norð- vestri til suðausturs. Sunnan dalsins rís nrikil röð tindóttra fjalla með skörðum á milli. Þetta er Snjóalda og Snjóöldu- fjallagarður. Noröan dalsins eða norðvestan er löng röð lágra, eldbrunninna og koll- óttra aldna, sem heita Veiði- vatnaöldur. I lægðinni eða dalnum, sem verður þar á millí eru Veiðivötn, einn furðuleg- asti töfra- og tröllaheimur ís- lenzkrar náttúru. Landið er allt eldbrunnið, enda eru Vatnaöld- ur fornir gíghólar og héðan eða af þessum slóðum ætla menn að séu komin hraun þau, er fyrir nokkrum þúsundum ára létu sig ekki muna um að renna til sjávar hjá Eyrarbakka og Stokkseyri. Niðri i dalnum á Veiðivatnasvæðinu sjálfu, er landslag allt mótað af hamför- um eldsins. Lágar gosmalaröld- ur skiptast á við blikandi vötn og úfin sundurtætt hraun. Eftir dalnum endilöngum og langt inn fyrir hann liggur gos- sprunga, þar sem nýrri hraun hafa ollið upp úr, og þau gefa Veiðivötnum ekki hvað minnst- an svip, og við hlið vatnanna orka þau ekki minnst á vegfar- andann. Við skulum nú bregða okkur til Veiðivatna, og helzt ættum við að gefa okkur tíma til þess að dveljast þar nokkra daga. Þetta er ekki nema fjögurra til fimm klukkustunda akstur og fært flestum bílum, þegar líður á sumar, auk þess sem Ferða- félag íslands hefur þangað ferðir öðru hvoru. Við skulum nema fyrst staðar á öldunni norðvestan við Stóra- Fossvatn og litast um. Sól er farið að halla til vesturs, og fyrir fötum okkar blikar hún á Stóra- og Litla-Fossvatn, en í suðaustri sér á Litlasjó, sem er mestur allra Veiðivatna, og Grænavatn. Að baki okkar er Fossvatnahraun, er runnið hef- ur úr gíg þar skammt frá og biasír við okkur. Einhvern tíma þurfum við að gefa okkur tíma til þess að koma þangað. Gígur- inn sjálfur er fagur að lögun og litum, og hraunió tilvalinn tjaldstaður fyrir þann, er kýs að tjalda á grónum harðvellis- bölum níðri undir vatninu. En við skulum ekki tefja hér Haraldur Sigurdsson: Veidi- vötn lengur i bili, en halda áfram förinni vestur yfir Fossvatna- kvíslina aó sæluhúsi Ferða- félags íslands, þar sem okkur er búinn þægilegur náttstaður og við ætlum að hafa náttból. Húsið stendur við Tjaldvatn, sem er eitt af minnstu vötnun- um, en skammt þaðan hafa veiðimenn eða Vatriakarlar, eins og þeir eru stundum nefndir, haft aðsetur um langa hríð. Stendur skáli þeirra enn, og rústir eru þar af öðrum og eldri skálum. Morguninn eftir erum við snemma á fótum og göngum eða ökum upp á Hádegisöldu og Miðmorgunsöldu, sem eru forn eyktamörk frá Tjarnarkoti, veiðimannaskálanum á bakka vatnsins. A Miðmorgunsöldu er hringsjá, sem hjálpar gestinum til þess að átta sig á staðháttum. Hér birtist okkur sýn, sem trauðla á sér nokkurn jafninga á íslandi. Hið næsta okkur er Veiðivatnasvæðið með óendan- lega fjölbreytni meira eða minna hringlaga vatna, því að vötnin standa flest í fornum eldgigum, hvirfingum eða röð- um þeirra, sem gera sitt til þess að gefa þeim sérkennilegt og margslungið yfirbragð. Sums staðar, eins og við Skálavatn, risa hraundrangar á bökkun- um, en annars eru ávalar, mjúkar línur aðaleinkenni landslagsins og sléttar grasvinj- ar á bökkum kvisla og vatna. Handan Skálavatns er landslag þó með nokkuð öðrum svip, hrjúfara og fjölbreyttara. Hér hefur hraun ollið upp úr gos- sprungunni og breytt svip landsins á kafla. Þar skiptast á eldborgir og úfið hraun við grónar lautir og grasi vaxna bolla eða kringlótta pytti með gróskumiklu hvannastóði á bökkum. Hér er skjólasælt, og smágerð fegurð og unaður fjallagróðursins nýtur sín vel í skjóli við úfna snaga og grettar brúnir hraundranganna. Þetta svæði er kallað Pyttlur, og ætti enginn, sem kemur til Veiði- vatna að láta undir höfuð leggj- ast að bregða sér þangað. í suðvestri blasa við litskrúð- ug iiparítfjöll i nánd við Land- mannalaugar: Hábarmur, Brennisteinsalda og Suðurnám- ur, auk annarra dekkri og brúnaþyngri eins og Reykja- og í «•titiéiM*auMtiitiá É í II

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.