Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULI 1977’ Minning: Páll Guðmunds- son Baugsstöðum Hinn 30. janúar s.l. andaðist á sjúkrahúsi nú á Selfossi Páll Guð- mundsson bóndi á Baugsstöðum. Dregist hefur lengur en skyldi að þessa látna heiðursmanns væri minnst og rakin merk ævi hans. Er þessum síðbúnu kveðjuorðum ætlað að ráða þar nokkra bót á. Páll var fæddur á Baugsstöðum hinn 31. júli 1887. Voru foreldrar hans hjónin Guðný Ásmundsdótt- ir og Guðmundur Jónsson. Guðný móðir Páls var frá Haga í Gnúp- verjahreppi en ættuð úr Þing- eyjarsýslu.Guðmundur faðir hans var frá Minna Núpi í Gnúpverja- hreppi. Þau hjón fluttust að Baugsstöðum vorið 1882 og bjuggu þar síðan meðan þau lifðu, eða hátt á fjórða áratug. Baugsstaðir voru ættarjörð Guðmundar. Þar hafði afi hans búið, og á undan honum hans forfeður ailt frá því um 1700. Jörðin Baugsstaðir er með elstu byggðu bólum á landinu og er saga búsetu þar nær eliefu aldir. Er hennar getið í fornritum og þess manns er þar bjó fyrst og hún tekur nafn af. Ætla má eftir þeim ábúendum sem kunnir eru, að hún hafi fyrr á öldum verið 1 tölu höfuðbóla. Þegar Guðmund- ur Jónsson kom þar til bús 1882 var mjög sköpum skipt og gæði jarðarinnar til þurrðar gengin vegna sandfoks og sjávarágangs, en hinsvegar sjávargagn nokkurt og tii verulegs stuðnings við þeirrar tiðar búskaparhætti. Tví- býli var á jörðinni og settist Guð- mundur á vesturhluta hennar, sem var ættareign hans. Þau Guðný og Guðmundur á Baugs- stöðum eignuðust tvo syni sem komust til aldurs. Pál, sem hér er minnst, og Siggeir er var þeirra eldri, f. 1879. I æsku Páls var fjölmennt og athafnasamt á Baugsstöðum og þar i grennd, bæði var sveita- byggðin þéttari og heimilin til muna fjölmennari en nú er, en það sem mestu skipti var að þá var útgerð úr Loftstaðasandi, sem er rétt austan Baugsstaða með hinum mesta blóma. Var sóttur þaðan sjór á vertiðum á opnum áraskipum af fjölda manna viðs- vegar að komnum. Baugsstaðir voru í þjóðbraut þeirra mögru er sóttu verslun austan úr sveitum til Eyrarbakka, og eins og ferða- lögum var þá háttað, fór ekki hjá því að heimamenn hefðu meiri eða minni kynni af fjölda þeirra sem um fóru. Af öllu framan- sögðu má sjá að Páll ólst ekki upp við fásinni, heldur auðugt og fjöl- breytt mannlíf svo sem mest mátti verða i samfélagi þeirrar tiðar. A árunum eftir aldamótin þeg- ar Páll var að verða fullþroska maður hófst fyrir alvöru straum- ur fólks úr sveitunum austan- fjalls til Reykjavikur. Attu þeir Baugsstaðafeðgar kost þeirra bústaðaskipta eigi síður en aðrir og raunar miklu fremur, þar sem Guðmundur var lærður járnsmið- ur en synir hans báðir höfðu stundað sjó á þilskipum við Faxa- flóa. Akvörðun þeirra var samt sú að fara hvergi. Hóf Siggeir búskap á Baugsstöðum með föður sinum 1904, en Páll stundaði vinnu heima og heiman næstu árin eins og best hentaði. Sam- vinna þeirra feðga var með ágæt- um og takmarkið sett hátt að kom- ast til betra efnahags og bæta um leið ábýlisjörð sina þannig að hún kæmist í tölu hinna bestu býla, sem mátti kallast torsótt við verk- tækni og úrræði sem fyrir hendi voru fyrir 60—70 árum síðan. Arið 1918 var mikið og þung- bært umskiptaár fyrir heimilið á Baugsstöðum. Það ár dóu þeir + Ástkær sonur okkar, bróðir og dóttursonur INGÓLFUR BJARNI JAKOBSSON Silfurteigi 2, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju, miðvikudaginn 3 ágúst kl 10 30 GuSrún Ingólfsdóttir. Jakob Guðvarðarson, Guðvarður Þ. Jakobsson, Sigurður B. Jakobsson og Ingólfur Bjarnason. báðir Guðmundur og Siggeir. Guðmundur hinn 6. febrúar, 69 ára, Siggeir hinn 1. desember, 39 ára. Eftir stóðu móðir Páls öldruð og þrotin að kröftum og mágkona hans ekkja Siggeirs, Kristín Jóhannsdóttir, með 5 börn í ómegð. Þessir sorgaratburðir færðu Páli ný viðhorf og ekki auðveld. Fyrst ástvinamissinn, sem var honum átakanlegur. Hitt fylgdi svo með að forsjá heimilis- ins, sem áður hvildi á. herðum þriggja, féll nú með fullum þunga á Pál einan. Efnahagurinn ekki rúmur og margt ógert af þvi sem áformað hafði verið að gera til framfara. Páll gekk til átaka við þessa erfiðleika og tók einn við jörð og búi. A jóladag 1919 staðfesti hann ráð sitt og gekk að eiga æskuvin- Vronu sína og jafnöldru Elínu Jóhannsdóttur frá Baugsstöðum. Var það kvonfang Páli höfuðgæfa lífs hans og hjónaband þeirra frábært til hinsta dags, enda Elin óvenju vel gerð kona, bjartsýn og góðviljuð og harðdugleg til allra starfa. Þeirra Páls og Elínar beið mikið starf. Þau ólu upp að meira eða minna leyti börn Siggeirs og Kristínar og er þakklæti þeirra til fósturforeldranna mikið. Sjálf eignuðust þau Páll og Elín fjögur börn. Tvær dætur og tvo syni. Dæturnar eru Guðný húsfreyja í Laugarási, gift Skúla Magnússyni garðyrkjubónda og Elín Ásta, sem andaðist ung. Synirnir eru Sig- geir bóndi á Baugsstöðum, kvænt- ur Unu Georgsdóttur, og Sigurður bóndi á Baugsstöðum. Páll missti ekki sjónar á þvi marki sem sett hafði verið að hefja eignarjörðina til vegs og virðingar og batt hann miklar og órofa tryggðir við Baugsstaðina og það iífsstarf sem hann hafði valið sér bóndastarfið. Hann var áhugasamur um ailar nýjungar í landbúnaði, sem hann taldi horfa til framfara og hafði sjálfur frum- kvæði um sumar þeirra en i land- inu voru krepputímar og fjár- skortur torveldaði honum fram- kvæmdir. En synir hans komu til starfa um það leyti og vélaöld gekk í garð í sveitum landsins og á efri árum lifði Páll það að sjá draum sinn rætast að sjá Baugs- staðina breytast i hina ágætustu bújörð, bæði að ræktun og bygg- ingum. Eru synir hans báðir bændur á föðurleifð sinni og Baugsstaðirnir án efa i tölu elstu ættarsetra landsins með ábúð sömu ættar, síðan um 1700 eða hátt á þriðju öld að undanskildum árunum 1826—1882. Páll var ágætlega hagur bæði i tré og járn og höfuðeinkenni allra starfa hans voru vandvirkni og snyrtimennska, var þetta svo ríkt i skapgerð hans að því varð allt annað víkja. Gilti þar einu hvort hann vann að mannvirkjagerð eða venjulegum bústörfum, öll störf bæði smá og stór skyldu þannig af hendi leyst að ekki mætti að finna. Starfsævi Páls var að hluta bundin sjósókn og alls var hann á sjó 54 vertíðir. Fyrstu árin á skút- um frá Reykjavík en nær 40 ver- tíðir á opnum bátum, bæði árabát- um og vélbátum, mest af þeim tíma sem formaður úr Tunguósi en Tunguós er hin vestri af tveim- ur lendingum á Loftstaðasandi. Páll var ötull og dugandi sjósókn- ari og barst aldrei á, sem var mikið lán, þar sem djarft var sótt á opnum bátum úr mikilli brim- lendingu. Gtgerð úr Loftstaða- sandi er nú lokið og ekki liklegt að hún verði tekin upp að nýju. Er þar lagður til hliðar bjargræð- isvegur sem án efa hefir verið stundaður frá þvi landið byggðist og oft forðað íbúum nærsveita frá skorti. En Páll var ekki aðeins ötull sjósóknari, i ellinni skráði hann merkar frásagnir af sjósókn sinni og annara. Gagnmerk ritgerð eftir hann um útgerðina í Loftstaða- sandi kom í safnritinu Suðra 2. bindi 1970 og önnur styttri um sjósókn í tímaritinu „Heima er best“ 9. tbl. 22. árg. Bera ritgerðir þessar báðar gott vitni frásagnar- gáfu Páls og ritfærni, var hann þó kominn um eða yfir áttrætt er hann ritaði þær og hafði fá tæki- færi haft til ritstarfa um dagana. Páll Guðmundsson fæddist á þeirri tið að fátækum ungiingum voru litlir sem engir möguieikar til náms, heldur var hlutskipti þeirra að vinna hörðum höndum strax og kraftar leyfðu. Engum sem þekktu Pál duldist að hann hafði ríka hæfileika bæði á verk- legu og bóklegu sviði, hefði nám án efa legið opið fyrir honum i hvoru sem var, voru og f jölbreytt- ir hæfileikar i ætt hans. Þar sem faðir hans var hinn mesti völund- ur og lærður á því sviði en föður- bróðir Páls var hinn kunni fræði- maður og rithöfundur Brynjólfur Jónsson frá Minna Núpi. Sé lengra rakið aftur var einn af forfeðrum Páls Amundi Jónsson Framhald á bis. 33. Minning—Asgeir Þór Sigurðsson Fæddur )5. maí 1967. Dáinn 20* júlí 1977. Á sólbjörtum sumardegi barst okkur sú harmfregn, að systur- sonur okkar, Ásgeir Þór, hefði látist af slysförum. Hann var sonur hjónanna Erlu Hafdisar Sigurðardóttur og Sig- urðar Vals Magnússonar, Grýtu- bakka 18, Reykjavik. I sumar fékk hann að fara í sveit. Honum fannst hann vera orðinn stór, að fara nú I fyrsta skipti frá mömmu og pabba. Hann fór til góðs fólks, sem þótti vænt um hann, og þar undi hann sér vel. En þrátt dró ský fyrir sólu, er hið sviplega slys gerðist. Öllum þótti vænt um Ás- geir, þvi hann var hugljúfur og góður drengur. Söknuðurinn er mikill hjá foreldrum, systkinum, ættingjum og ekki hvað minnst hjá þvi góða fólki, sem hann dvaldi hjá. + Fósturmóðir min JÓHANNA ROKSTAD Marklandi. Garðabæ verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. ágúst kl 13:30 Sigríður Johnsen. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HJALTA GUNNARSSONAR Grænuhlíð 5 Ásta Ásgeirsdóttir Jóhanna Hjaltadóttir Bjöm Helgason Gunnar Hjaltason Jóna Ámundadóttir Maria Hjaltadóttir Jósef Magnússon Friðrik Hjaltason Útför + GUOLAUGAR (LÓU) GUÐMUNDSDÓTTUR Innilegar þakkír fyrir auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns mins, fró Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föður okkar, tengdaföður og afa. fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 2. ágúst kl. 10:30 f.h. ÓLAFS L. ÁGÚSTSSONAR. Skipasundi 29 Steinunn Magnúsdóttir Guðmunda Oddsdóttir Reynihvammi 25 Eskihlíð 9. Kristin Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför ástkærs sonar okkar og bróður + ; Hjartans þakkir til ykkar allra, fyrir okkur sýnda hluttekningu við andlát ÁSGEIRS ÞÓRS SIGURÐSSONAR og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Grýtubakka 18 SIGURÐAR SIGURÐSSONAR er lést af slysförum 20. júli, fer fram frá Fossvogskirkju, þríðjudaginn fyrrverandi afgreiðslum. Bifreiðarst. Íslands 2 ágúst kl. 1 30 Laugarnesvegi 80 Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Sérstaklega þökkum við fyrrverandi starfsfélögum hans, tryggð við Sigurður V. Magnússon Erla H. Sigurðardóttir hann til hinstu stundar Guð blessi ykkur öll. Kristin Ármannsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Guðný Sigurðardóttir Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir Jón Þórir Einarsson Grétar Sigurðsson Leifur Sigurðsson Særún Æsa Karlsdóttir Helena Sigurðardóttir og sonarböm. Guð blessi þau öll og styrki í sorginni. Móðursystkiní. Svo kveðjum við litla frænda okkar með þessu ljóði: Hví var þessi beður búinn Barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni hevrir trúin Hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: Kom til mín. Kristur tók þig heim til sfn. Þú ert blessuð hans f höndum. Hólpin sál með Ijóssins öndum. (Bj. Halld.son fráLaufási.) Hann Asgeir frændi er dáinn. Þetta eru erfið orð að segja litlum frændsystkinum, sem skilja lífs- lögmálið takmarkað. Af hverju hann, sem var svo glaður og full- ur af lffsþrótti, brennur á vörum okkar. En vegir Guðs eru órann- sakanlegir. Það erum við svo oft minnt á. Þegar við krakkarnir komum saman á góðum stundum og hátið- um, ósjaidan hjá ömmu og afa á Réttarholtsvegi 57, var ánægjan og gleðin efst á baugi. En nú er frændinn okkar góði horfinn til Guðs. Og þegar okkur er orðin ljós sú staðreynd, að hann er ekki á meðal okkar, eigum við minn- ingar, sem við geymum, um ljúf- an og góðan dreng. Nú legg ég augun aftur, Ó,Guð, þinn náðarkraftur Mfn veri vörn f nótt. Æ, virst mig að þér taka, Mér yfir láttu vaka Þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbj. Egilsson) Útför hans verður gerð á þriðjudaginn kemur frá Fossvogs- kapellu. Með saknaðarkveðju Frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.