Morgunblaðið - 31.07.1977, Page 44

Morgunblaðið - 31.07.1977, Page 44
AL'GLYSINGASIMINN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 SUNNUDAGUR 31. J(JLl 1977 Hringvegunnn í lag í fyrrinótt ,,ÞAÐ er fjarað þetta flóð- ið“, sagði Ragnar Sigfús- son, oddviti á Skálafelli, er Mbl hafói samband við hann í gærmorgun til að fá fréttir af hlaupinu i Kol- grímu. ,,Það var um tvö- leytið í nótt, að það var aftur hægt að aka um brúna“, sagði Ragnar. „Þetta byrjaði að sjatna um ellefuleytið í gærkvöldi Engin loðnuveiði ENGlNN loðnubátur tilkynnti afla frá þvi klukkan 17 á föstu- daginn til hádegis í gær, sam- kvæmt upplýsingum Loðnu- nefndar í gær. Ríkisútvarpið: og svo þrufti að gera við veginn, þar sem hann rofn- aði við brúna“. Ragnar sagði, að hlaupið hefði verið i meðallagi. „Það stóð að vísu í lengsta lagi miðað við fyrri hlaup, en það fór ekkert hærra, en það hefur venjulegast gert“. Brúin yfir Kolgrímu var gerð 1935 og hefur nú stað- ið af sér öll hlaupin. Nú er búið að gera nýja brú, tvö til þrjú hundruð metrum neðar og sagði Ragnar að brúarsmíðinni hefði lokið fyrir um þremur vikum. Enn er þó eftir að ryðja að brúnni og setja ána undir hana og kvaðst Ragnar bú- ast við að af þeim fram- kvæmdum yrði ekki fyrr en í spetember. Afnotagjöld hækka um rúmlega 7% NÝSKIPUÐ gjaldskár- nefnd og starfsmenn menntamálaráðuneytisins hafa komizt að samkomu- lagi um að leggja til við ráðherra að afnotagjöld út- varps og sjónvarps fyrir Vætusamt suð-' vestanlands — hlýtt og bjart eystra (JTLIT er fyrir aó áfram verði heldur vætusamt vestanlands og sunnan um þessa helgi, en bjart og hlýtt fyrir austan. Samkvæmt upplýsingum veöurstofunnar var gert ráð fyrir að regnsvæði kæmi upp að vestanverðu landinu í gær- kvöldi og það færí vestur um landið fram eftir nóttu, en í dag verði súld eða skúrir sunnanlands og vestan og útlit er síðan fyrir að suðvestanátt verði áfram ríkjandi á þessu svæði. Á austanverðu landinu var hins vegar gert ráð fyrir að það þykknaði upp í gærkvöldi með rigningu um nóttina en i dag var útlit fyrir að aftur létti tii. síðari helming ársins hækki um um rúmlega 7% miðað við gjöld fyrri hluta ársins. Samkvæmt þessu muni afnotagjald útvarps hækka úr 3250 krónum í 3500 krónur fyrir síðustu 6 mánuði ársins og afnota- gjald sjónvarps úr 7.000 í 7.500 krónur. Gjalddaginn er 1. september n.k. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki fengið formlega i hendur bréf gjaldskrárnefndarinn- ar en þessi afgreiðsla hefði verið gerð með sinni vit- und. Sagði Vilhjálmur að hækkunin væri aðeins minni en hann hefði lagt til við nefndina. Vilhjálmur kvaðst vilja taka fram, að við stjórnar- skiptin 1974 hefði fjárhags- staða Ríkisútvarpsins verið ákaflega slæm og stofn- unin haft miklar yfir- dráttarskuldir í bönkum. „Eina ráðið til þess að rétta við fjárhaginn var að ákveða miklar hækkanir og hefur nú tekizt að rétta af óeðlilegan yfirdrátt og skuld við húsbyggingasjóð stofnunarinnar, en hún hafði þurft að taka lán hjá honum í reksturinn. Fjár- málin eru fyrir allnokkru komin í lag og höfum við síðan hækkað smávægilega af og til svona rétt til að halda i horfinu. Þessi sfð- asta hækkun er innan þessa ramma,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. „Þetta er engin örtröð, heldur svona jafn og þungur straumur", sagði lögreglan um umferðina út úr bænum um hádegisbilið f gær. Sumir voru stöðvaðir, eins og þessi á myndinni, en ekki til yfirlestrar, heldur dró lögregluþjónninn upp úr poka sfnum glaðning handa litla farþeganum f aftursætinu með smáleiðbeiningum handa þeim stóru. Vonandi verður helgaránægja annarra ekki minni en þeirra sem njóta poka lögregluþjónsins. V erzlunarmannahelgin: Um 4000 manns komnir á mótið hjá Úlfljótsvatni Bezta veðrid austan og norðaustanlands FJÖLMENNASTI mótstaður- inn yfir þessa verziunarmanna- hlegi ætlar að verða Úlfljóts- vatn þar sem Rauðhettuhátfðin fer fram en þar voru saman komnir um 4 þúsund manns f gærmorgun og talið að þar ætti enn eftir að fjölga verulega seinni hluta dagsins. Bezta veðrið á landinu virðist vera á Norðaustur og Austurlandi og töluverður f jöldi fólks var kom- inn til mótanna á Laugum og Eiðum. Sunnanlands var yfir- leitt skýjað en úrkomulaust á mótsstöðunum, sem Morgun- blaðið hafði samband við þar. Að því er Arni Þór Eymunds- son hjá umferðarráði tjáði Morgunblaðinu i gærmorgun þá var umferðin ekki byrjuð að nein neinu marki, en hins veg- ar útlit fyrir að fólk væri farið að hugsa sér til hreyfings eftir hádegið, því að mikið hefði ver- ið hringt til upplýsingamið- stöðvarinnar og spurzt fyrir um veðurfar á mótsstöðunum. Hins vegar kvað Arni töluverða um- ferð hafa verið seinnipart föstudags bæði um Borgarfjörð- inn og um Biskupstungnabraut og Þingvallaleið. Umferðin gekk að mestu leyti slysalaust fyrir sig, en þó hafði orðið slys við Sveinsstaði í Húnavatns- sýslu, þar sem bifreið hafði far- ið út af veginum og varð að flytja þrennt i sjúkrahús til Reykjavíkur, svo að meiðsli þar hljóta að hafa verið töluvert alvarleg. Galtalækjarskógur Samkvæmt upplýsingum mótsstjóra þar komu 500 manns þangað þegar á föstudagskvöld í leiðindaveðri, en í gærmorgun hafð stytt upp og tekið að blása frá, þannig að horfur voru á batnandi veðri. Kvaðst móts- stjórinn undrandi yfir þvi hversu margt hefði komið þangað strax á föstudag þrátt fyrir leiðinlegt veður, en lítil umferð var þangað hins vegar árdegis í gær. Attu menn von á því að aftur fjölgaði eftir hádegið, en mótshaldarar von- ast til að fá um 1000 manna lágmark. Engin ölvun var á svæðinu á föstudagskvöld. Úlfljótsvatn Mikill mannfjöldi kom á Rauðhettuhátíðina þegar í fyrradag og var talið að 4 þús- und manns hefðu verið á mótinu i fyrrinótt. Skýjað var þar í gærmorgun en úrkomu- laust og hið bezta veður. Fjöl- breytt skemmtiatriði verða meðan á mótinu stendur, þrjár hljómsveitir leika fyrir dansi auk þess verða tvö diskótek, djasshljómsveit leikur og sér- stök dagskrá verður fyrir börn. Þá verður keppt í fyrsta dreka- fluginu sem haldið er hér á landi og einnig verður mara- þonkossakeppni og fylgdi það sögunni að mikið hefði verið æft fyrir þá keppni í fyrrinótt. Nokkuð bar á ölvun um nóttina en þó ekki meira en búast mátti við þar sem svo margt manna er saman komið. Ekki höfðu orðið nein umtalsverð slys á mótinu, þegar Mbl. hafði samband við mótsstjórnina. Húnaver Þar voru komin um 30—40 tjöld í gærmorgun og hafði fólkið sem þar tjaldaði komið á föstudagskvöld. Skýjað var en úrkomulaust og horfur á að hann héldist þurr 1 dag. í Húna- veri verður skemmtun og dans- leikur, og var búizt við að 400—500 manns yrði á dansleik þar í gærkvöldi. Laugar Þar var mjög gott veður í. gærmorgun, glampandi sólskin og blíða, enda voru þar komin 300—400 tjöld og hátt í tvö þús- und manns komnir á mótsstað- inn. Þar verður skemmtun í fþróttahúsinu, sem nú er i byggingu og dansleikur, en skemmtiatriðin eru sniðin fyrir alla aldursflokka. Var búizt við að enn ætti eftir að fjölga á svæðinu og þar yrði meira margmenni en nokkru sinni frá því að landsmót ungmennafél- aganna var þar haldiö 1961. Eiðar. Sólskin var einnig á mótinu á Eiðum, en nokkur gola í gær- morgun. Búizt var þó við að þar Framhald af bls.43

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.