Morgunblaðið - 31.07.1977, Síða 43

Morgunblaðið - 31.07.1977, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULI 1977 43 WALKER VANN JOHN Walker, heimsmethafi í milu- hlaupi sigraði i 1 500 metra hlaupi á móti sem fram fór i Sviþjóð í fyrra- kvöld. Hljóp Walker á 3:40.8 mín. og var þvi langt frá sinu bezta. Marg- ir aðrir þekktir frjálsiþtóttamenn kepptu á móti þessu, m.a. heimsmet- hafinn í kringlukasti Mac Wilkins frá Bandarikjunum sem sigraði i sinni grein, kastaði 65.30 metra. — 4000 manns Framhald af bls. 44 lygndi þegar liði á daginn og útlit fyrir að þar yrði kominn steikjandi hiti seinnipartinn. 80—90 tjöld voru komin á mót- ið á Eiðum og voru það aðallega keppendur í Andrés Andar- keppninni ásamt foreldrum, en auk keppninnar verða fjöl- breytt skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa. Dansleikir voru í Valaskjálf og á Reyðarfirði, og margir tjölduðu á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum eða um 450 manns og einnig inni í Atlavík, og var gert ráð fyrir að þetta fólk hefði tjöld sín þar til að geta stundað dansleikina og næturrölt, sem ekki er fyrir hendi á sjálfu mótssvæðinu á Eiðum — Þjálfuðu Norð- menn Finna? Framhald af bls. 1 Enn er margt óljóst í máli þessu, en aðalritstjóri Morgen- bladet, Christiansen, sem á sínum tíma var yfirmaður i hernum, heldur þvi fram í blaði sínu að upplýsingar Blindheims séu rétt- ar. — Útvarp Framhald af bls. 4 16.20 Popphorn Þorgeir Astvaldsson kvnnir. 17.30 Sagan „Cllabella" eftir Mariku Stiernstedt Þýðandinn, Steinunn Bjar- man, les (11). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Gísli Jónsson menntaskóla- kennari fiytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Benedikt Bjarnason kaup- maður í Bolungarvfk talar. 20.00 Mánudagslögin 20.30 Afrfka — álfa andstæðn- anna Jón Þ. Þór sagnfræðingur fjallar um Tanzaníu og Ruanda Burundi. 1 þættinum verður rætt við séra Bern- harð Guðmundsson. 21.00 „Visa vid vindens ángar“ Njörður P. Njarðvfk kynnir sænskan vfsnasöng. 21.30 Útvarpssagan: „Ditta mannsharn" eftir Martin Andersen-Nexö Síðara bindi. Þýðandinn, Einar Bragi, les (15). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Búnaðarþáttur Sveinn Tryggvason fram- kvæmdastjóri ræðir um verzlun með búvörur. 22.35 Danslög ÞRIÐJUDIkGUR 2. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.),9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Vilborg Dagbjartsdóttir les þýðingu sína á „Nátt- pabba“ eftir Marfu Gripe (7). Tilkynningar kl. 9.30. Létt iög milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Ilalifax trfóið leikur Trfó nr. 2 op. 76 fyrir fiðlu, selló og píanó eftir Joaquin Turina / Anna Moffo syngur Söngva frá Auvergne, frönsk þjóðlög f útsetningu Canteloube við undirleik hljómsveitar undir stjórn Leopold Stokovskf / Francis Poulenc og Jacques Février leika ásamt hljóm- sveit Tónlistarháskólans í Parfs Konsert f d-moll fyrir tvö pfanó og hljómsveit eftir Francis Poulenc; Georges Prétre stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sólveig og Halldór" eftir Cesar Mar Valdimar Lárusson les (12). 15.00 Miðdegistónleikar llallé hljómsveitin leikur „Ilyllingamars" op. 56 nr. 3 úr svftunni „Sigurður Jörsalafari" eftir Edvard Grieg; Sir John Barbirolli stjórnar. Fflharmonfusveitin f Stokkhólmi leikur Sinfónfu nr. 2 í D-dúr op. 11 eftir Ilugo Alfvén; Leif Segerstam stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Sagan: „Úllabelia" eftir Mariku Stiernstedt Þýðandinn, Steinunn Bjar- man, les (12). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Um inngangsfræði sam- tfmasögu Jón Þ. Þór sagnfræðingur flytur sfðara erindi sitt. 20.00 Lög unga fóiksins Asta R. Jóhannesdóttir kynn- ir. 21.00 Iþróttir Hermann Gunnarsson sér um þáttinn. 21.15 Fidelio kvartettinn leik- ur Strengjakvartett nr. 1 f d-moll eftir Juan de Arriaga 21.45 Predikarastarfið Séra Arelfus Níelsson flytur erindi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan; „Sagan af San Michele" eftir Axel Munthe Ilaraldur Sigurðsson og Karl tsfeld þýddu. Þórarinn Guðnason les (21). 22.40 Ilarmonikulög Milan Gramantik og hljóm- sveit hans leika. 23.00 A hljóðbergi „Um ástina og lffið“, danskt kvöld á listahátíð 1974. Upp- lestur, söngur og samtöl. Flytjendur: Lone Hertz, Bonna Söndberg, og Torben Petersen (áður útvarpað f júnf 1974). 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. — Skemmti- og frídagur Framhald af bls. 10 hinn fjölskreytta samkomustað á túninu á Artúni. Kl. 12H—1. Hvíld og hressing- ar. Kl. 1—2 Ræðuhöld, hornablást- ur og söngur. Kl. 2—3 Matartími. Kl. 3—4 Lotterí, hringspil, boltaspil og aðrar skemmtanir. Kl. 4—5 Ræðuhöld. Kl. 5—5H 4'eðhlaup, sem allir viðstaddir geta tekið þátt f. Tvenn verðlaun. Kl. 5'A—7!4 Dans og ýmsar aðr- ar skemmtanir. Kl. 8 Flugeldar. Kl. 8V4 Ileimför í fylkingu. Aðeins félagsmenn og gestir þeirra geta tekið þátt f skemmtun þessari og verða allir hluttakend- ur að bera einkenni það, sem fé- lagsstjórnin gefur út í þessu skyni. Einkennin geta félags- menn fengið hjá herra kaup- manni Gunnar Þorbjörnssyni. Nefndin." — Þetta hefur verið sameiginleg- ur frfdagur launþega og vinnu- veitenda, segir Magnús, og fram- an af var hann ekki fastákveðinn dagur en sfðar er það ákveðið að frídagur verzluna __manna skuli vera 2. ágúst ár hvert og enn nokkru seinna er hann bundinn við fyrsta mánudag í ágúst. — Nú, þessi fyrstu ár gekkst V.R. fyrir hátfðadagskrá og skemmtiferðum jafnvcl um næsta nágrenni Re.vkjavfkur en með aukinni bflaeign lands- manna hefur fólk farið meira í ferðir á eigin spýtur og þvf hafa þessar ferðir lagst niður með ár- unum. — Ég held að þessi dagur skipi ákveðinn sess f hugum verzlunar- fólks, hann er sameiginlegur frí- dagur vinnuveitenda og launþega eins og hann hefúr alltaf verið og þótt aðrar stéttir hafi einnig frí þennan dag og sumar stéttir séu jafnvel komnar með það innf sfna kjarasamninga, getum við glaðst yfir þvf. Það er oft sagt að frídag- ar okkar séu orðnir of margir, en ég er sannfærður um að vinnu- veitendur í verzlunarstétt njóta þessa dags eins og aðrir og þetta er orðin ein mesta ferðahelgi árs- ins, fólk er farið að undirbúa ferðir sínar út um land með góð- um fyrirvara og kannski ýta þess- ar mörgu skemmtanir um helgina undir það. Eg vil bara að lokum óska öll- um góðrar ferðar og ánægjulegr- ar verzlunarmannahelgar með þeirri von a>i veður haldist gott. — Grettissund Framhald af bls. 23 í sjósókn á áraskipum og í starfi sem bóndi, sem þurfti að sækja heyskap langt að við erfiði, sið- ast en ekki sízt sem lögreglu- þjónn og yfirlögregluþjónn f höfuðstað landsins. Allt fór honum vel úr hendi. En Erlingur Pálsson ólst upp við mikla vinnu á sjó og landi og mikið ábyrgðarstarf sem lög- regluþjónn, því vitaskuld er það það starf á Islandi, sem er með þeim allra nauðsynlegustu og virðingarverðustu og blátt áfram verðskuldar rétta umgengni þeirra, sem þess starfs njóta. Og það er ákaflega gaman fyrir lögreglusveitina að það skyldi vera maður úr henn- ar hópi, sem var fær um að fara slóð Grettis Asmundarsonar, enda voru lögregluþjónar i tíð Erlings Pálssonar, og eru sjálf- sagt enn, miklir afreksmenn og óragir í framgöngu. í dag er hálf öld siðan Erling- ur Pálsson, þáverandi yfirlög- regluþjónn i Reykjavik, svam Grettissund, Drangeyjarsund. Sunnudaginn 31. júlí 1927, kl. 5.37 siðdegis, lagði Erlingur Pálsson til sunds frá suðurodda Drangeyjar að sögn sjónarvotts. Veður var gott, sjór lygn og austan andvafi. Þessi bliða stóð u.þ.b. hálfa leiðina og var hann þá búinn að synda i eina klukkustund og sóttist mjög vel sundið. Nokkuð snögglega breytti um átt, vindur norð- vestlægur en nokkuð vestan- stæður, varð allhvass og illvig bára. Fór nú sundið að sækjast seint. Eftir fjórar klukkustund- ir og 25 minútur tók Erlingur land á svonefndu Hrossavíkur- nefi innan við Reykjaá. Synti hann alla leiðina þolskriðsund. Vegalengd er 7,5 kilómetrar og sjávarhiti mældist vera 9 stig. Þvi er trúað, að Grettir Asmundarson hafi synt milli Drangeyjar og Reykjastrandar. Að Erlingur Pálsson synti þetta sund er vottfast og staðreynd. Visa Stefáns G. Stefánssonar verður fleirum en Erlingi Páls- syni áskorun, sem dugar til Grettissunds um aldir. Tryggvi Öfeigsson. — Líflegt fólk Framhald af bls. 10 hjá okkur fat'i allir ánægðir út þegar fólk er að kaupa föt. Hvað kosta karlmannaföt í dag? — Það er á bilinu 28 þúsund og allt uppi 34 þúsund þ.e. föt með vesti og uppi 38—9 þúsund ef keypt er skyrta og bindi lika. Hvernig á að verja verzlunar- mannahelginni? —Það á áð sjálfsögðu að fara út úr bænum og eitthvað suður með sjó, bregða undir sig Iretri fætin- um einhvers staðar úti á lands- byggðinni. Það er urn að gera að nota þennan fridag. sem við eig- um og það er lika gleðilegt að aðrir skuli geta notið hans með okkur. Aítur í Dalnum Nú er Þjóðhátíðin okkar Eyjamanna aftur komin inn í Dai. Sérkennilegasta úti- skemmtistað landsins. Þriggja daga samfelld skemmtun iglaðværðog stemmningu sem lönguer landsfræg.-Ekkert jafnast á við þjóðhátíð í Dalnum. Þjóðhátíð í Eyjum 5.6. & 7. Ágúst ÞAR ER FJÖRIÐ Auk þess að á Þjóöhátíðskemmta allir öllum verður fjölbreytt dagskrá, m.a koma fram: Hljómsveitin Logar, Hljómsveitin Eyjamenn, Ríó tríó og Gunnar Þórðarson, Ási í bæ og Árni Johnsen, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Samkór Vestmannaeyja Frjálsar iþróttir. Knattspyrna, Handknattleikur. Drekaflug. Fallhlífarstökk, Bjargsig Brenna kl. 24.00 föstudagskvöld Flugeldasýning kl. 24.00 laugardagskvotd Dansleikir: Fimmtudagskvöld 4/8’77 í Samkomuhúsi Vestmannaeyja frá kl 21.00 til kl 01.00 Föstudagskvold 5/877 f Herjólfsdal frá kl. 23 00til 04.006/877 Laugardagskvöld 6/877 í Herjólfsdal frá kl. 23.00 til 04.00 7/8 77 Sunnudagskvöld 7/877 í Herjólfsdal frá kl. 22.00 til kl . 01 00 8/877 Knattspyrnufélagið Vestmannaeyjum Valið er auðvelt - Ferðir eru með Flugfélaginu frá Reykjavíkog Herjólfi frá Þorlákshöfn. Verð aðgöngumiða f Herjólfsdal kr. 5000 - innifalið verð á dansleikina í Dalnum. I Herjólfsdal verður veitingasala og fullkomin læknaþjónusta, barnaleikvöllur og góð tjaldaðstaða I stórkostlegu umhverfi. Velkomin á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.