Morgunblaðið - 31.07.1977, Side 15

Morgunblaðið - 31.07.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JXJLl 1977 15 Sjötugur — Ágúst Þor- vaMsson bóndi og fyrr- verandi alþingismaður Agúst á Brúnastöðum á að baki sér langa og merka sögu, sem einn af helstu leiðtogum sunnlenzkra bænda og sem þingmaður Suður- landskjördæmis. Ágúst er einn af þeim sem komið hefur út úr þoku mannlífsins öllum að óvörum eins og svo margir menn úr alþýðu- stétt sem komist hafa til mikilla áhrifa í þjóðlífinu. Samtiðin hef- ur sýnt honum trúnað og með þann trúnað hefur hann farið vel. Hann er einn af þeim mönnum sem hefur vaxið með verkefnun- um. auka virðingu Alþingis ef það slitnaði meira úr tengslum við atvinnuvegina en orðið er. Siðan Alþingi var endurreist 1845 hafa fjölmargir bændur átt þar sæti. Hafa þeir jafnan þótt skipa rúm sitt þar með sóma. I hópi þeirra hafa verið margir af svipmestu mönnum þingsins og nægir þar að minna á nöfn manna eins og Péturs Ottesen, Jóns Pálmasonar og Jörundar Bryn- jólfssonar. Ágúst Þorvaldsson var um fimmtugt þegar hann hlaut sæti á Alþingi. Hann hafði setið í kyrrð á búi sinu og haft ærinn starfa við búskapinn og félagsmál í sveit sinni. Agúst er maður fjöllesinn sér- staklega í fornbókmenntum og ekki mun hin forna og nýja fræði- grein íslendinga, ættfræðin, hafa farið framhjá honum. Hann er ágætlega ritfær og hefur mikið gert að þvi að skrifa afmælis- og minningargreinar um vini og kunningja og meðan hann var þingmaður skrifaði hann fjölda greina um þjóðmál i blöð. Ymsa fróðleiksþætti skrifaði hann eftir fóstra sínum, Katli Arnoddssyni á Brúnastöðum, en hann var vel að sér og langminnugur. Væri feng- ur að þvi ef þessir þættir væru gefnir út i heild. Agúst hefur haldið á málum umbjóðenda sinna af einurð og festu og verið laginn að tryggja þeim málum framgang sem hann hefur barist fyrir. Hina pólitisku baráttu hefur hann rekið á heiðarlegan og manneskjulegan hátt og forðast persónulega áreitni, og öðlast virðingu bæði samherja og andstæðinga í póli- tikinni. Ágúst á Brúnastöðum hefur ávallt minnt mig á hina fornu Haukdæli og um hann má segja eins og sagt var um einn þeirra: „Vitur og kyrrlátur höfðingi." Á þessum timamótum færi ég Agúst og fjölskyldu hans beztu árnaðaróskir. Jón Guðmundsson. Er þaó satt sem þúséró Þaö er auövitaö allur gangur ( á því, en hvort þaö er satt eöa ósatt sem þú sérö í sjón- varpinu, þá er þaö staöreynd | að bezt sérðu í sjónvarpstæki frá Bang & Olufsen og 3r þaö staöreynd ■ NORDMENDE ,------------- Komdu og skoóaðu úrvalið hjá okkur. (^?RP^ENP^ A seinni árum hafa verið uppi raddir um að alþingismenn ættu ekki að sinna öðrum störfum en þingmennskunni og þingið ætti að starfa mestan hluta ársins eins og þing stórþjóðanna. Slik skipan mundi hafa það í för með sér að menn sem starfandi væru í at- vinnulifinu gætu ekki stundað þingmennsku. Þá mundi raunin verða sú að þingmenn yrðu allir langskólagengnir fræðingar úr kaupstöðum. Ekki mundi það bæta ástandið i þjóðfélaginu eða 92 sjómenn hafa slasazt við netaspil á s.l. 6 árum 1 skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa, sem nú er nýkomin út, segir að um þriðjungur slysa á sjó á síðasta ári hafi orðið þegar menn hafi verið að vinna við spil og vindur. Segir að á undanförn- um 6 árum hafi 92 sjómenn slas- azt við netaspil og flestir alvar- lega. Þá segir ennfremur að þar sem öryggisloki hafi verið settur við spil í skipum hafi ekki orðið slys svo vitað sé. 1 skýrslu sjóslysanefndar kem- ur fram, að með reglugerð frá því á árinu 1973 sé fyrirskipað að öryggisloka skuli setja við öll línu- og netaspil í nýjum skipum, svo og i eldri skipum, sem skipta um spil eða ef breytt er lögnum að þeim. Hefur nefndin nú ritað Samgönguráðuneytinu bréf og farið þess á leit, að reglur verði settar þess efnis að öryggisloki verði nú skyldaður við línu og netaspil á öllum skipum, sem not- uðu slík spil og eru stærri en 15 brúttórúmlestir. ALGLYSINGASIMINN ER: 22480 3R*r0unbUþit> NORDMENDE 1 400 Verð 1 70 775 - 1 4” 1 800 Verð 251 465 - 1 8” 2001 Verð 256 638 - 20" UC 7736 Verð 408 322 - fjarstýrt 26" SC 7732 Verð 31 2 880 - ófjarstýrt 22' SC 771 6 Verð 329 880 - palisander BANG & OLUFSEN 22" 3502 Verð 344 980 22" 3602 Verð 344 980 - 22" 3602 Verð 355 875 - 26 4002 Verð 388 555 - ii iii Skipholti 19 sími 23800 Klapparstíg 26 sími 19800 23500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.