Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JÚLl 1977 Hamrahlíðarkórinn er kominn úr mikilli frægðarför á kórahátíð í ísrael, að því er fregnir hermdu, er flugu á undan honum heim. Tínlistarstjóri hátíðarinnar hafði lát- ið eftir sé hafa, að allir hefðu verið furðu lostnir yfir þeim menningarblæ og þeirri sönggleði, sem einkennt hefði þennan íslenzka kór ungmenna. Og kórinn var alls staðar með, þar sem fáir kórar voru valdir á tónleika, svo sem á opnunartónleikunum í Tel Aviv, í sjónvarpsupptöku og víðar. En til að fá betri fréttir af ferð kórsins, ræddi fréttamaður Mbl. við söngstjórann, Þor- gerði Ingólfsdóttir, en auk hennar voru með í förinni frá Hamrahlíðarskóla Guð- mundur Arnlaugsson rektor og Árni Böðvarsson, kennari. 3500 áheyrendur hlustuðu á lokatónleikana í Mann hljómleikasalnum f Tel Aviv, þegar Ilamrahlfðarkór- inn flutti verk eftir Purcell og Mendelsohn ásamt nokkrum öðrum kórum undir stjórn Willf Gohls. Myndin er tekin í lokin, þegar kórstjórum voru afhentir heiðurspeningar hátfðarinnar. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar Hamrahlfðarkórnum Hamrahlíðarkórinn úr ísraelsför: Ferdin var eitt ævintýri Viðtal við Þorgerði Ingólfsdóttur Nýtt glæsilegt safnahús f Tel Aviv. Hamrahlfðarkórinn hélt þar tónleika f stærsta samkomusalnum. I upphafi viðtalsins var Þor- gerður beðin um að útskýra fyrir okkur hvers konar hátíð þetta var, hver voru tildrög þess að Hamrahliðarkórnum var boðið og gang ferðarinnar. — Þarna er um að ræða alþjóð- lega kórhátið, sem haldin er i óbeinum tengslum við listahátið- ina í Israel og með sömu yfir- stjórn, sagði hún. Listahátíðin er árleg en kórahátíðin haldin annað hvert ár er nokkurs konar undan- fari listahátiðar, sem hefst daginn eftir að kórahátíð lýkur. Nafnið á kórahátíðinni er Zimriya, komið af orðinu Zamír, sem þýðir nætur- gali. Þessi hátíð stendur í tvær vikur og er kórum boðið til henn- ar víðs vegar að. Kórar eru valdir til þátttöku og borgaður fyrir þá kostnaður upp að vissu marki. Af þeim 18 erlendu kórum, sem boð- ið var i þetta sinn, vorum við eini kórinn, sem allt var borgað fyrir utan fargjaldið. ísraelska utan- ríkisráðuneytið greiddi það sem á vantaði. En þar sem við vorum nærri 50 talsins og fargjaldið 80—90 þúsund krónur á mann, þá var það töluverð upphæð. Frá Reykjavikurborg og menptamála- ráðuneytinu fengum við 800 þús- und krónur samtals, en söfnuðum svo með öllu mögulegu móti fé i vetur, með auglýsingablaði, bollu- bakstri og fleiru, og deildum svo á okkur afganginum. — Tildrög þess að okkur var boðið, voru þau, að í fyrra tókum við þátt i hinni miklu hátíð Evropa Cantat í Bretlandi. Þar vakti mikla athygli kór frá ísrael. Hann var stjarna hátiðarinnar, enda eru ákaflega góðir kórar þar. Tóniistarstjóri ísrael, Henry Klausner, var boðinn þangað. Hann kom m.a. í þeim tilgangi að líta eftir kórum, til að bjóða á Zimriya hátíðina. Hann varð þá svo hrifinn af Hamrahliðarkórn- um, að hann bar fram boð til okkar við rektor þar á staðnum. Þorgerður var að því spurð hvort ekki væri erfitt að halda uppi svo góðum kór i skóla, þar sem sifellt væri um endurnýjun að ræða, og að hafa svo umfangs- mikia söngskrá æfða við þessar aðstæður. Hún játaði því, sagði stöðugar breytingar yrðu óhjá- kvæmilega á söngfólki. Þetta hefði versnað mikið siðan nýja kerfið var upp tekið i Hamra- hlíðarskóla, því nú eru nemendur þar ekki reglulega i fjögur ár, heldur geta sumir verið styttra I skólanum. — Fólk fer þegar það er farið að kunna að vinna og njóta þess virkilega að syngja i kórnum, sagði hún. Þessir nemendur, sem eru á aldrinum 16—21 árs, leggja gifur- lega mikið á sig til viðbótar nám- inu. Þorgerður sagði, að reikna mætti með æfingum í 9 klukku- stundir á viku að jafnaði. Og miklu meira þegar um ferð eins og þessa er að ræða, frá þvi skóla lauk og þar til farið var; voru kóræfingar á hverju kvöldi og ail- ar helgar. Því þarf gífurlegan áhuga til að vera með. Um hina fjölbreyttu söngskrá, sem boðið er upp á, sagði Þorgerður, að hún væri nauðsynleg til að standa jafnfætis úrvalskórum. Ef ekki væri við það miðað, þá kæmi kór- inn ekki til greina í boð sem þessi. — Það vakti mesta athygli í tsrael að þetta skyldi vera skólakór og frá svo lítilli þjóð, sagði Þor- gerður. Þegar Jsraelsmenn heyrðu hver fólksfjöldinn er hér, þá héldu þeir að þetta hlyti að minnsta kosti að vera úrvalskór úr öllu landinu. — Hvernig gekk? Alveg ólýsan- Iega, svaraði Þorgerður um hæl, þegar spurt var. — Ferðin var eins og ævintýri. Kannski tókst okkur fyrst og fremst svona vel af því að þessi hópur ungs fólks er svo samhentur. Krakkarnir voru alveg frábærir. Þau gerðu sér í upphafi grein fyrir því, að ef við legðum i þetta mikla verkefni, þá væri ekki um neitt annað að ræða en að leggja sig allan fram. Og Islendingar eru svo duglegt fólk og kraftmikið þegar þeir vilja. Alla ferðina vorum við í stffri vinnu og hitinn var að jafnaði um 35 stig, stundum meira. Þegar við fórum frá Jeríkó var 41 stigs hiti i skugga. Heitur vindur, harmatan, blés og fyrri vikuna sem við dvöldumst i ísrael og allir höfðu áhyggjur af okkur. Við erum vön að vera i íslenzkum upphlutum í söngferðum, bætti Þorgerður við, en i þetta skipti treystum við okk- ur ekki til þess. Stelpurnar keyptu allar samskonar efni í hvíta kjóla og saumuðu þá á sig, hver eftir sínu höfði. Og strákarn- ir voru allir i samskonar Ijósum skyrtum. Þó komu nokkrar stúlkur fram i íslenzkum búning- um á lokatónleikunum. Nú fáum við að heyra ferðasög- una. Flogið var af stað 3. júli með viðkomu í Frankfurt og lent í Tel Aviv klukkan að ganga sjö næsta morgun. Það var erfitt upphaf á ströngu ferðalagi. Og æfingar hóf- ust strax. — Hátíðin er byggð upp á tvennan hátt, útskýrði Þorgerður. Annars vegar með sjálfstæðu tón- leikahaldi kóranna, 18 erlendir og 9 fsraelskir kórar tóku þátt í hátiðinni. Hins vegar var þessum 2500 söngvurum, sem þarna voru saman komnir, skipt i hópa sem unnu saman að flutningi á stórum kórverkum. Þannig syngja 4—5 kórar saman í svokallaðri „Work Shop“ og á lokatónleikunum í Mann Auditorium komu þeir fram f 4 flokkum undir stjórn frægra stjórnenda. Raunar treystu ekki allir erlendu kórarn- ir sér til þess að taka þátt i þessu, en við vildum reyna það. Það er hluti af markmiðinu með þessari hátíð að læra að vinna saman undir stjórn þessara reyndu manna. Við sungum með þremur ísraelskum kórum og einum bandarískum og æfðum í 6 daga undir stjórn W'lli Gohl. Aftur á móti fór tónleikahald einstakra kóra fram úti um allt land. — Við komum fram á opnunar- tónleikum hátiðarinnar í Jerúselem 6. júli, ásamt fleiri kór- um, hélt Þorgerður áfram frásögn sinni. Tónleikarnir stóðu f hálfa fjórðu klukkustund og var út-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.