Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JUU 1977 Könnunarferðir Við höfum áður minnzt á það hér á síð- unni, hversu margir ferðamenn endasendast langar leiðir, án þess að nema staðar og virða fyrir sér fegurð umhverfisins. Það sagði við okkur fóstra um daginn, að fátt þætti henni ömurlegra en að sjá börn í bifreið á ferðalagi sem gerðu litið annað en að lesa blöð um Andrés Önd og félaga eða nákvæmlega það, sem þau gerðu alla daga annars heima hjá sér. Það er næsta ótrúlegt, hvað það getur verið skemmtilegt að vekja athygli barna á náttúrunni, umhverfinu, landinu, bæjunum i kring eða lesa i Landnámu um hina ýmsu staði, sem eru heimsóttir. Og eitt er víst, að börnin þrá að komast út og fara i könnunar ferðir. Við skulum taka okkur góðan tima, leyfa börnunum að ráða ferðinni og koma með tillögur o.s.frv. Hægt er að fara niður að sjó, upp með ám, i gil eða í fjallgöngur. Af nógu er að taka. Við skulum reyna að gefa hugmyndaflugi barnanna lausan taum- inn, leyfa þeim að spyrja og spyrja: „Hvað er þetta eiginlega? Hvað heitir þetta? Hef- urðu séð þetta áður o.s.frv. Forvitni þeirra er oft svo skemmtileg og einlæg, þegar þau fá að vera frjáls og óhindruð. Og þá komast þau líka oft að þvi, að pabbi og mamma eða stóru styskinin vita ekki „allt" — og til þess hafa allir fullt leyfi! Ekki má gleyma að njóta tilverunnar eftir slikar ferðir. Einnig þarf tíminn að vera rúmur til þess. Hvað gerðist? Hvað var rannsakað (steinar, blóm, jurtir, fuglar, skeljar o.s.frv )? Hvernig leið okkur i ferð- inni? Fannst okkur gott að vera saman? Hittum við annað fólk? Og jafnvel þó að við tökum okkur góða og friðsæla stund t.þ.a. ræða saman, verður áreiðanlega eitthvað útundan, sem þarf endilega að taka upp aftur síðar. Það er bæði hægt að fara í styttri og lengri ferðir á þennan hátt, allt frá fáeinum minútum til margra klukkustunda. Öll tilbreytni er góð, en hún þarf að vera undirbúin og hafa eitthvert markmið, ein- hvem tilgang — og oft er gott fyrir eldri börnin að hafa með sér landakort, stórt eða litið. Þau gætu jafnvel haft hvert sitt. Öll börn frá 10 ára aldri hafa t.d. fengið kort í skólanum, sem þau gætu tekið með sér í ferðalög um landið eða keypt landabréf i bókabúðum eða á benzínstöðvum. Þar fást Ijómandi góð landabréf fyrir ca. kr. 625. Með þessu geta þau bæði stytt sér stund- ir, rætt um þá staði, sem ekið er framhjá, öðlazt betri og nánari upplýsingu um landið sitt og sögu þess. í slíkum ferðalögum er einnig gott að nota tækifærið til þess að kenna börnunum áttirnar, læra að þekkja gang sólarinnar, nota áttavita o.s.frv. Þegar öllu er á botninn hvolft er sem sagt unnt að gera miklu meira en að aka og aka og aka sem lengst á sem skemmstum tima. Aðalatriðið er að hefta ekki hugmyndaflug- ið, gefa sér góðan tima og reyna að njóta tilverunnar í sem rikustum mæli. Látið vatn i djúpan disk og búið til litinn korkbát. Möstrin eiga að vera tvær eldspitur, sem snúa brennisteininum upp. Kveikið nú á eldspitunum og gætið allra varúðar reglna Setjið siðan tómt vatnsglas yfir bátinn, svo að hann geti siglt inni í vatnsglasinu. Möstrin halda áfram að loga, en loginn minnkar sifellt af því að súrefnið brennur í glasinu. Eftir nokkra stund hækkar yfirborð vatnsins i glasinu talsvert af því að loft þrýstingurinn fyrir utan glasið þrýstir vatninu upp. — Þjóðarbú- skapurinn Framhald af bls. 14 Ilcimilisstörfin í spurnini’arlistanum voru konur beðnar að áætla vinnu- stundir seni l'æru i heimilis- störfin en aðeeins 99eira tóku afstöðu til þeirra spurninKa. 45 konur töldu sij; eyða 0—44 klst. á viku i heimilisstörf, þar af 28 konur milli 30—44 klst. 39 kon- ur töldu sig eyda 45—74 klst. á viku í þau en 15 konur voru tneð meira en 75 klst. Margar konur svöruðu ekki spurninj’unni, aðrar söj;ðu „misjafnt" eða „veit ekki". Ein sa>;ði „Það fer misjafn tími í heimilisstörfin en barna- uppeldi verður aldrei mælt í klukkustundum, það þarf alltaf að vera á vaktinni." Samkvæmt lögum um rétt- indi og skyldur hjóna, nr. 20 20. júní 1923 er hjónum skyit „hvoru eftir getu sinni og svo sem sæmir hag þeirra, að hjálp- ast að því að framfæra fjölskyldunm með fjárfratnlög- um vinnu á heimilinu og á ann- an hátt." Eflaust valda heimílisstörfin því að svo mikill niunur er á vinnutíma karla og kvenna utan heimilis. Enda kom fram þegar spurt var hvernig menn skiptu með sér verkum á heimilinu að 84.3% af þeim konum sem svöruðu þeirri spurningu unnu ætíð hin hefð- bundnu kvennastörf eins og matargerð, uppþvott, matarinn- kaup, þvott og ræstingu. 13.9% af karlmönnunum unnu þessi störf til jafns við konurnar og 1.8% af karlmönnum sáu um þessi störf að öllum jafn- aði.Hinsvegar sáu 49.3% karl- anna frekar eða alltaf um fjár- málin 38% gerðu það til jafns við konurnar og 7.4% kvenn- anna sögðust fylgjast með fjár- málum heimilisins en tvær konu sögðust ekki fá að fylgjast með þeim. Algengast var aö konurnar sáu um 4—5 manna heimili. Þær áttu flestar þrjú eð a fjög- ur börn. En aldur barnanna hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á heimilisstörfin, hvers eðlis þau eru og hve umfangsmikil. Ennfremur hefur það áhrif á störfin að hve miklu leyti hið opinbera tekur að sér barna- uppeldið. 24 konur höfðu alls 26 aldraða á heimijinu að stað- aldri. 6 af þeim öldruðu þurfti að sinna meira en öðrum á heimilinu eins og með mat og þrifnað. Fjórir sjúklingar voru á heimilum þessara kvenna og tvær konur höfðu þroskahefta Finnskt Lapplandskvöld s Norræna húsinu 31. júlí kl. 20:30 MARTTI ANNEBERG frá Rovaniemi segir frá finnska Lapplandi sem ferðamannahéraðr. Kvikmyndir: Frá Rovaniemi "Ishavets vág" Kaffistofan verðuropin. Allir velkomnir. NH. NORRíNA HUSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS á heimilum sinum. Heimilin virðast taka að sé umönnunar- hlutverk i þó nokkrum mæli þótt þjóðfélagið leggi mikið fé 1 að byggja sjúkrahús og aðrar viststofnanir. Konurnar töldu oft að enginn aukakostnaður fylgdi þessum heimilismönnum og jafnvel að þær þyrftu ekki að sinna þessu fólki meira en öðrum á heimilinu. Að jafnaði borðaði fjölskyld- an sameiginlega 2,5 máltiðir á dag, fæstar 1 Reykjavík 1.5, en flestar til sveita eða 3.8. Þótt stórkostlegt vöruúrval sé fyrir hendi af tilbúnum fatnaði voru það ekki nema 12% sem sjaldan eða aldrei saumuðu til heimilis, rúm 45% sögðust gera það alltaf eða oftast. Var eng- inn munur á svörunum eftir því hvar konurnar bjuggu á landinu. Af þeim konum sem unnu fulla vinnu utan heimilis- ins voru það 50% sem saumuðu alltaf eða oftast til heimilisi ns. Þótt karlmennirnir taki ekki mikinn þátt í hinum hefð- bundnu heimilisstörfum virð- ast þeir, a.m.k. hér á íslandi taka virkan þátt í að koma upp húsnæði handa fjölskyldunni. Það starf er bæði erfitt og tima- frekt hjá mörgum þeirra og virðist skila af sér miklum arði. Engan fróðleik er að finna i skýrslunni um þessi mál, en að sjálfsögöu verður að telja þau störf til heimilhstarfa. Enda er sú vinna skattfr,áls eins og önn- ur vinna sem framkvæmd er á heimilum og sem ekki gefur af sér peninga út í hönd. Mjög erfitt er að áætla hvers viröi matargerð og saumaskap- ur húsmóðurinnar er á. heimil- inu og hvaða áhrif þau störf hafa á afkomu heimilisins og að hve miklu leyti þau fullnægja raunverulegum þörfum heimilismanna. Það virðist orð- ið tímabært að rannsaka það nánar. Konurnar voru einnig spurð- ar að þvi, hvernig þeim líkaði að vera húsmóðir og hefði mátt búast við annari útkomu en varð eftir allt sem búið er að tala og skrifa um hve heimilis- stðrfin séu erfið og leiðinleg. En 72.3% þeirra líkaði starfið rrijög vel, 22,2% sæmilega en ekki nema 2.1% illa eða mjög illa. 10 konur svöruðu ei.ki spurningunni. Aðeins tveimur konum likaði starfið mjög illa. Hcitnilistæki Hér á landi virðast menn ekki telja eftir sér að festa nokkrar milljónir króna í heimilistækj- um. Samkvæmt skýrslunni var tækjakosturinn, sem konurnar á heimilunum höfðu greiðan aðgang að, sem hér segir: höf«)u 98.6'V, kvennanna KykstiKU Hrærivél Saumavél ísskáp Frystikistu Strauvél I'ppþvuttavél Þurrkara (Jtvarp Sjónvarp Síma höfóu 97.2% kvennanna hufrtu 9ti.8,ló kvennanna hufrtu9tí.5% kvennanna hufrtu 9t». 1% kvennanna hufrtu 88.0<rí, kvennanna hufrtu 25.7% kvennanna hufrtu 22.5% kvennanna hufrtu 12.5% kvennanna höfrtu 98.9% kvennanna hufrtu 97.2% kvennanna höfrtu 97.2% kvennanna llljóm flutningstæki höfðti 66.5% kvennanna Þar að auki var bifreið á 270 heimilum kvennanna eða 95.1%, aðeins 14 eða 4.9% höfðu ekki bifreið. Hfbýli Þótt meðaltekjur heimilanna væru innan við 2 milljónir króna á ári voru 90.5% f eigin húsnæði. Algengasta stærð hús- næðisins var milli 100—199 fm. (hjá 62.7%). Ekki nema 1.4% bjuggu í húsnæði sem var minna en 60 fm. en hjá 13% var húsnæðið 200 fm. eða stærra. 100 fm. íbúð kostar í dag 10 millj. kr. en 150 fm. einbýlishús, hinsvegar 20—25 millj. kr. Óhætt mun vera að meta innan- stoksmuni með öllum tækjum o.fl. í slíkum íbúðum á 5—6 millj. kr. og bifreiðina á 1.5 millj. kr. Þær konur sem tóku þátt í könnuninni höfðu að meðaltali búið í 16.8 ár. Það er þvf óhætt að gera ráð fyrir að skuldir í fasteign o.þ.h. nemi þá yfirleitt ekki lengur mjög stórum fjár- upphæðum. Skuldlausa eign heimilanna má sennilega áætla 10—25 millj. kr. eða þvi sem samsvarar um 5—15 ára meðal- tekjum. Ilvernig unnt er að safna svo miklu liggur ekki Ijóst fyrir. Verðbólgan á sennilega stóran þátt í þvf, ennfremur má gera ráð fyrir að meðaltekjurnar hafi ef til vill verið hærri en fram kemur f skýrslunni úr þvf að svo fáir svöruðu spurningum um tekjur. 1 þjóðfélagi okkar eiga menn stundum kost á að græða mikið fé á stuttum tfma. Slíkt fé hafa margir lagt í fast- eignir o.þ.h. En heimilisstörfin hljóta einnig að eiga einhvern þátt í þessari verðmyndum. Hér hefur að sjálfsögðu verið stiklað á stóru í frásögninni um þessa skýrslu. Margan annan fróðleik er unnt að lesa úr henni þótt spurningunum í upphafi greinarinnar verði ösvarað að mestu leyti. Það þyrfti að gefa þeim meiri gaum í framtíðinni. S.ll Dalborg með 8 lestir af rækju Frystitækin ekki nógu öflug •^ÞVI miður hafa dönsku frysti- tækin ekki afkastað eins miklu og þau áttu að gera og er nú verið að reyna að lagfæra tækin til að þau verði hæf til frekari notkunar, sagði Snorri Snorrason skipstjóri á rækjutogarunum Dalborg i sam- tali við Morgunblaðið í dag. Á þriðjudagkom Dalborg til Dalvík- ur með 8 lestir af rækju, sem fengizt höfðu á 3 sólarhringum, mest á Sporðagrunni. Snorri Snorrason sagði, að mik- il rækja virtist nú vera í hafinu norður af landinu og ætti rækju- leysi ekki þurfa setja útgerð tog- arans neinar skorður. Að sögn Snorra átti Dalborg að halda á ný til veiðar í gærkvöldi og sagðist hann vona að nú virkuðu tækin betur. 13 manna áhöfn er á Dal- borgu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.