Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JtJLl 1977 „Ég er ekki að bæta víð meðalmennskuna’ ’ - segir Vilhjálnmr Vilhjálmsson rnn textagerð sína „Ég spurði einu sinni hann pabba gamla, sem á fullt koff- ort af þéttskrifuðum stílabóku- um, hvort hann ætlaði ekki að fara að gefa út ljóðabók. En þá svaraði hann, að það væri alltof mikið af meðalmennskunni til að hann færi að bæta þar á. En hvað mína textasmíð snertir, þá held ég að ég þurfi ekki að skammast min fyrir saman- burðinn viá flest það sem hefur komið á plötum á undanförnum árum. Ég er ekki að bæta við meðalmennskuna með því.“ það er Vilhjálmur Vilhjálms- son sem svo kemst að orði i samtali við Slagbrand. Tilefnið er útgáfa nýrrar stórrar plötu með söng Vilhjálms, þeirrar fimmtándu sem hann hefur sungið inn á, frá því hann fyrst fékk rödd sinni þrykkt í plast með hljómsveit Ingimars Eydals fyrir ellefu árum. En tilefni ummæla Vilhjálms hér að ofan er það, að hann leggur nú meira til en sönginn á plöt- una, hann hefur einnig samið alla textana sjálfur og eru þetta fyrstu textar hans á plötu, að undanskildum tveimur textum, sem hann lagði hljómsveitinni Júdas til á plötuna „Eins og fætur toga“, sem út kom fyrir síðustu jól. En hver finnst honum vera helzti munurinn á að syngja texta sem hann hefur samið sjálfur og texta annarra höf- unda „Mér finnst ég ná miklu meira sambandi við það sem ég er að flytja, ef ég veit nákvæm- lega hvað olli því hugarástandi, er ég fékk ljóðadrullu í það skiptið. Ég kalla þetta alltaf ljóðadrúllu . .. og það er þræl- erfiður niðurgangur," segir Vil- hjálmur og hlær. „Ég get ekki sezt niður hvenær sem er og sagt: Nú sem ég texta, nú kem- ur hann.“ Finnst honum þessi plata þá sýna sannari hlið af Vilhjálmí Vilhjálmssyni en þær fyrri? „Já, auðvitað er miklu meira af sjálfum mér f þessu,“ svarar hann. Hann hikar, en segir svo: „Það er voðalega erfitt að vera hreinskilinn við sjálfan sig. En í flestum textum mínum og vel að söng að minu mati.“ A plötunni eru tiu Iög, tvö eftir Harry Chapin en hin átta eru eftir íslenzka höfunda: Jó- hann Helgason Magnús Þór Sighundsson, Magnús Kjartans- son, Magnús Eiríksson og Finn- boga Kjartansson. Val islenzku laganna fór fram á annan hátt en almennt gerist hér á landi. „Við fórum svolitið skringi- lega i að koka þessari plötu af stað. Ég fjölritaði þó nokkuð af textum og útbýtti til fjölda fólks. Siðan sömdu m'enn lög við texta sem þeim sjálfum datt í hug og sendu mér aftur. Ég fékk allt upp i sex lög við ein og sama textann. Siðan var valið úr lögunum, en hin eru geymd i lagabankanum okkar og eru þar til afnota fyrir hvern sem er. I sumum tilvikuum var kannski um mjög gott lag að ræða, en mér fanst það ekki falla vel að textanum og þá annaðhvort breytti ég textan- um eða samdi nýjan texta. Það má segja að það skiptist til helminga hvort lagið var samið þið textann eða textinn við lag- ið.“ En hefur Vilhjálmur ekkert fengist við að semja lög sjálfur? „Jú, en þar gildir það sem hann pabbi sagði um meðal- mennskuna — ég vil ekkert fara að bæta á hana með mín- um lögum. Ég kæri mig ekki um að senda þau frá mér fyrir almennings eyru. En ég vil þó ekki fortaka það fyrir lífstíð að ég sendi frá mér lög,“ segir hann. I lokin beinast samræðurnar að þeirri breytingu sem hefur orðið á högum Vilhálms i sambandi við sögninn og hann segir m.a.: „Ég var í sex ár atvinnumað- ur í tónlistinni og söng allt upp í 42 stundir á viku. En éftir að hafa hætt þessu alvegý fimm ár og farið að vinna aðra vinnu, þá finnst mér ágætt að gripa í þetta í tómstundum. Ég er mjög feginn að hafa komizt út úr hljóðfæraleiknum ekki verri en ég er, en á meðan ég get haft þetta sem tómstundaiðju, þá er ég ánægður. Það er mikill mun- ur að vera óþvingaður, að þurfa ekki að gera þetta frekar en maðurvill." Vilhjálmor Vilhjálmsson: „Hanann!” Vilhjálmur Vilhjálmsson: „Hana nú" (Jud 009). Vilhjálmur Vil- hjálmsson söngur, slagverk. A8- stoS: Magnús Kjartansson (pianó, synthesizer, klukknaspil, klavi- nett. orgel, raddir), SigurSur Karlsson (trommur. slagverk), Pálmi Gunnarsson (bassi raddir), PórSur Árnason (gítar), Vi8ar AlfreSsson (trompett). Helgi GuSmundsson (munnharpa). Finn- bogi Kjartansson (bassi), Áskell Másson (slagverk), Björn R. Einarsson (básúna), Gunnar Egils- son (klarinett). Carl Billich (pianó). Monika Abendroth (harpa), Gunn- ar ÞórSarson (gitar). Tom Lans- downe (gitar), Pátur Hjaltested (orgel), Lárus Grimsson (blokk- flautur. mini-moog , synthesizer), Magnús Þór Sigmundsson. Björg- vin Halldórsson. ÞuriSur S. SigurSardóttir. Jóhann Helgason og Birgir Hrafnsson (raddir), Söng- flokkur Eiriks Árna (söngur, undir- tektir). Útsetningar: Njudni, Magnús Kjartansson, Jón „bassi" SigurSsson. HljóSritun: Tony Cook i stúdiói HljóSrita hf. i HafnarfirBi. Vilhjálmur Vilhjálmsson er Ijóðum er ég einum of hrein- skilinn til að ég vilji að aðrir fái að sjá það.“ Textar Vilhjálms á þessari nýju plötu eru sumir í því sögu- formi, sem virðist einhverra hluta vegna njóta mests fylgis meðal áheyrenda, en margir textarnir eru hins vegar hug- leiðingar Vilhjálms um lífið og tilveruna eða einhverra hluta hennar. Lifsfyllingin, hamingjuleitin, ástin, vonir og draumar, þessi yrkisefni eru Vilhjálmi hugleikin og veita okkur meiri skilning á mannin- óumdeilanlega einn bezti söngvar- inn á sviSi popptónlistar hér á landi nú. Hann hefur sungiS inn á fjölda hljómplatna. lengst af sem liSsmaSur hljómsveita e8a undir annarra stjórn. Á tveimur nýjustu plötum sínum ræ8ur hann hins vegar ferBinni sjálfur og virSist þa8 henta honum betur. hann virSist afslappaSri og ánægSari sem söngvari a8 svo miklu leyti sem slikt getur heyrzt á söng hans. Nýja platan „Hana nú", er raun- ar merkur áfangi I ferli Vilhjálms. Hann er höfundur allra textanna og er þetta ■ fyrsta sinn sem hann syngur eigin texta á plötu. Sjálfur hefur hann ráSiS lagavalinu, þótt ekki hafi hann samiS lög á plöt- una, en me8 þetta I huga gefur platan vissulega fyllri mynd af listamanninum Vilhjálmi Vil- hjálmssyni en fyrri plötur. f sjálfu sér er ekki mikil breyting heyranleg á söng Vilhjálms frá siSustu plötu. hann syngur einfaldlega mjög vel eins og fyrri daginn. Lögin eru yfirleitt gó8 og nokkrar perlur er þar a8 finna, sérstaklega þó lag Jóhanns Helga sonar, „SöknuS". Textinn, útsetn- ing lagsins og allur flutningur sameinast i a8 skapa óvenjulegt og heillandi lag. Textar Vilhjálms um Vilhjálmi en söngur hans einn sér hefur megnað að veita okkur áður. „Ég vil hafa eitthvert inni- hald í textanum. Ég næ ekki sambandi við texta nema eitt- hvað sé í honum,“ segir hann og greinir okkur síðan frá þeim þremur atriðum sem hann hef- ur efst í huga þegar hann syng- ur lög inn á plötur: „I fyrsta lagi vil ég hafa sönginn eins hreinan og ég get, ekki hanga neðan í tóninum eða rétt ofan við þá. í öðru lagi reyni ég að láta hvert einasta orð textans eru allgóSir. að visu hefur hann ekki fullt vald á bragform inu. en a8 innihaldi og merkingu standa þessir textar framar flestu þvi sem heyrist á islenzkum plötum nú. Undirleikur er prýSisgóSur og á Magnús Kjartansson hrós skilíS. en hann mun hafa veriS verkstjóri undirleikaranna a8 mestu leyti. i heild er þetta mjög áheyrileg plata, á köflum mjög skemmtileg. og fáir veikir punktar, mi8a8 viS þa8 sem gengur og gerist. En umslagiS er ekki fagurt og hana nú! — sh. Björgvin Gislason: Sóléplata BJÖRGVIN GÍSLASON: „Björgvin Gíslason" (SG — 105). Björgvin Gíslason: gitarar, orgel, pianó. moog, clavinet, elka, sitar. Að stoð: Finnur Jóhannsson (söngur). Jóhann G. Jóhannsson (söngur). Jóhann Helgason (söngur), Pétur Kristjánsson (söngur). Albert lce- field (söngur), SigurSur Árnason (bassi), Ásgeir Óskarsson (tromm- ur. ásláttarhljóSfæri söngur), Ás- kell Másson (ásláttarhljóSfæri), Pétur Hjaltested (pianó, elka. org- el), Halldór Pálsson (saxófónn), Lárus Grímsson (flautur), vinir og kunningjar (hópsöngur). Útsetn- ingar og stjórnun: Björgvin Glsla- son, Albert lcefield, SigurSur Árnason og Ásgeir Óskarsson. Hljóðritun: SigurBur Árnason i stúdiói Tóntækni hf. i Reykjavik. Smæð hins islenzka plötumark- aðs hefur valdið því, að ýmsir möguleikar. sem hafa þótt sjálf- sagðir úti i hinum stóra heimi, hafa sjaldan eða aldrei verið nýttir hér. Eitt tilbrigSiS er það, þegar liðsmenn frægra hljómsveita taka upp á því að gera svonefndar sóló- plötur, plötur með þeirri tónlist. koma fram og þá verður textinn líka að vera frambærilegur. í þriðja lagi reyni ég að leggja tilfinningu í flutninginn. Þó er það þannig i einu lagi á plöt- unni að ég læt tilfinninguna ráða ferðinni, kannski á kostn- að hins.“ Vilhjálmur fylgir í textagerð sinni bragfræðireglum „svo langt sem það nær“, segir hann. „Ég var alinn þannig upp, að ég á erfitt með að syngja annað, Pabbi gamli ól mig þannig upp. Ég hef líka gaman af órímuðum ljóðum, en þau falla ekki eins sem þeir hafa mestan áhuga á. og þeir stjórna og bera alla ábyrgð á. Hér hefur það helzt gerzt, að söngvarar hafa spreytt sig á þessu. enda minnst áhættan. Ann- að tilbrígði í plötuútgáfu eru plöt- ur með hljóðfæraleik eingöngu, en ekki söng. Hér á landi eru slikar plötur mjög sjaldan gefnar út, því a8 það er — eins og i fyrra dæm- inu — söngurinn, sem gildir til að tryggja vinsældirnar. Þvi er þessi plata Björgvins Gislasonar merkileg fyrir margra hluta sakir, m.a. vegna þess að þetta er sólóplata af sjaldséðu gerðinni (gitarleikari en ekki söngvari stendur að baki henni) og vegna þess. að minna er um söng á henni en á flestum öðrum plöt- um sem komið hafa út að undan- förnu. Verður því athyglisvert að sjá hverjar viðtökur platan hlýtur. Björgvin Gislason hefur um langt skeið verið i fremstu röð islenzkra gitarleikara. Þótt hlé- drægur sé. virðist hann fyllast fitonskrafti á sviðinu og lætur gamminn geysa i gitarútflúri. inn- blásnu af augnablikinu. Þá er hann ágætur lagasmiður, eins og lög hans á plötum Náttúru, Peli- cans og Paradisar bera vitni um. Það vekur athygli, að á plötunni gefur Björgvin innblæstri augna- bkiksins sjaldan lausan tauminn, heldur eru flest lögin vandlega æfð og bundin i útsetningu. svo til hver einasta nóta. Þá gegna hljómborðshljóðfæri stærra hlut- verki en búizt hafði verið við. Þvi að þótt Björgvin sé ágætis hljóm- borSsleikari, þá er hann fyrst og fremst kunnur sem gitarleikari og því hefði mátt vænta þess að git- arinn yrði i hásætinu. Skemmst er frá þvi að segja, að hljóSfæraleikur allur á plötunni er prýSilegur, en auk Björgvins eiga þar stærstan hlut að máli SigurSur Árnason bassaleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari, sem leika með honum i flestum lag- anna. Er sérlega ánægjulegt að heyra að SigurSur hefur engu gleymt og er enn einn af beztu bassaleikurum okkar. þótt hann hafi að mestu lagt bassann á hill- una fyrir nokkrum árum. Lögin eru ágæt, þótt ekki séu þau eins grip- andi og flest lög Björgvins á fyrri plötum. Björgvin reynir fyrir sér i ýmsum stíltegundum og gefur það plötunni skemmtilegan svip. en þó er ég ekki frá þvi, að lagið Öræfa- rokk, sem byggt er á hughrifum Björgvins af islenzkri náttúrufeg- ur8. geymist lengst i minningunni. Þar virðist Björgvin hafa náð að festa á segulband brot af hljóm- kviðu öræfanna og var svo sannar- lega kominn tími til að íslenzkir popparar sæktu þangað hugmynd- ir til úrvinnslu. — Björgvin hefur fengiS ýmsa kunna söngvara til liðs við sig. enda ekki raddmikill maður sjálfur. Einhvern veginn finnst mér þeirra hlutur ekki eins góður og vænta mátti og gildir þar liklega hið sama og mér finnst helzt vanta i flutning Björgvins sjálfs: að gefinn sé laus taumurinn og leikið „á útopnu", en á þvi sviði er Björgvin flestum fremri. Kannski hefur hlédrægni Björg- vins náð aftur yfirtökunum i þetta skiptiS. --- sh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.