Morgunblaðið - 31.07.1977, Síða 10

Morgunblaðið - 31.07.1977, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULI 1977 Nafnið Valgarð- ur út í loftið Gunnar Kjarlansson or Þórður Sigurðsson heita Iveir ungir menn er nýlega tóku við rekslri malvöruverslunarinnar við Leiru- hakka f Breiðholti. Er þeir ke.vplu verslunina fyrir skömmu þótti þeim við hæfi að finna eitt- hvert gott nafn á verslunina og eftir mikinn höfuðverk var nafn- ið v'algarður ákveðið út í hláinn. V'ið hittum þá félaga að máli fyrir skömmu f verslun sinni. Við spurðum þá fyrst hvort þetta væri þeirra fyrsta reynsla í verslunarstörfum. Þeir kváðu nei við og sögðust hafa um árabil unnið hjá hinni umtöluðu verslun Hagkaup. Þarna voru því engir nýgræðingar á ferð. Við spurðum þá því næst hvern- ig þeim likaði við verslunarstörf- in almennt. Þeir voru sammála um að starfið væri mjög liflegt og í því kynntust þeir mörgu skemmtilegu fólki. Þá spurðum við þá hvort ein- hverjar róttækar breytingar væru á döfinni þar sem þeir hefðu tekið við verslun i fullum gangi. Þeir kváðu peningaleysi há öllum meiriháttar framkvæmdum, en þeir myndu í fyrstu kappkosta að auka vöruúrval Valgarðs auk bættrar þjónustu. En hjá fyrir- tækinu starfa nú auk þeirra tveggja sjö hálfsdags starfsmenn utan þess að eiginkonur þeirra aðstoða þegar mest er að gera fyrir helgar, Þá spurðum við Gunnar um álit hans á deilum þeim sem eru um opnunartíma sölubúða. Hann taldi rétt og eðlilegt að kaupmenn ákvæðu hvenær þeir vildu hafa opið frameftir á kvöldi og á laug- ardögum til aukinnar þjónustu fyrir viðskiptavini verslananna. Að lokum spurðum við Gunnar hvernig hann ætlaði að eyða helg- inni. Ef gott veður verður ætla ég að mála blokkina sem ég bý í, en ef það verður leiðinlegt verð ég að vinna í húsi sem ég er að byggja, sagði Gunnar að lokum. Verzlunarstarfið mjög líflegt ER við litum inn í bókabúðina Snerru í Mosfellssveit, hittum við fyrir annan eigandann, Snorra Snorrason, en hann á og rekur verslunina ásamt bróður sínum. Þar sem Snorri sér um allan dag- legan rekstur, þar á meðal af- greiðslu, gat hann f fyrstu lítinn tíma gefið sér til að spjalla lítil- lega við okkur. En á þessu augna- bliki var ys og þ.vs í versluninni. En Snorri loks gat gefið sér tíma til að spjaila við okkur spurðum við hann fyrst hvort allt- af væri svona mikið um að vera ! hjá honum. Hann svaraði þvi neit- andi og sagði okkur að nokkuð sérstaklega stæði á þar sem dönsku blöðin væri rétt nýkomin, en i kringum þau væri alltaf tölu-1 vert að gera. Sérstaklega værí kvenþjóðin iðin við kolann. Næst spurðum við Snorra hvenær þeir hefðu byrjað í þessu Hann sagði að nú væri rétt liðið ár frá því að þeir hefðu byrjað. En það var 10. júli á síðasta ári sem þeir bræ.ð- urnir hann og Jón Karl Snorrason opnuðu. Þess má einnig geta sagði Snorri að Snerra er eina búðin sinnar tegundar í sveitinni. Byrj- unin var frekar róleg en þetta hefur farið rólega vaxandi, og nú þegar mest er um að vera hjálpar eiginkona Snorra honum við af- greiðslustörfin. Áður en Snorri tók til við versl- unarrekstur vann hann ýmiss konar skrifstofustörf, svo við spurðum hann þvi næst hvernig honum likuðu skiptin. Hann svar- aði þvi til, að þetta væri geysileg- ur raunur til batnaðar, þar sem verslunarstarfið væri til muna fjölbreyttara og líflegra og einnig hefði hann sérstaklega góða við- Snorri Snorrason, annar eigandi bókabúðarinnar Snerru í Mos- fellssveit. skiptavini, þar sem Mosfeilingar væru. Þá spurðum við Snorra almennt um reksturinn og þar á meðal um þær deilur sem uppi hafa verið up opnunartíma sölubúða. Snorri sagðist vera fylgjandi því að verslunarmenn gætu haft opið eins og þeir frekast vildu til að þjóna viðskiptavinunum sem best. Einnig var Snorri harðorður í garð rikisvaldsins varðandi inn- heimtu söluskatts. En hann taldi að verslunarmenn ættu að fá inn- heimtulaun fyrir þau óþægindi sem þessi skattheimta hefði í för með sér. Að lokum spurðum við hann hvernig hann ætlaði að verja sín- um tíma um verslunarmannahelg- ina. Snorri kvaðst ætla að halda sig heima við og slappa sem best af. Þessi Ijósmynd Sigfúsar Eymundssonar er tekin á frfdegi verzlunarmanna 1896 og sýnir hornaflokk á Lækjartorgi, ásamt félögum f V.R. Skemmti- og frí- dagur í 83 ár Rabbað við Magnús L. Sveinsson Mánudagurinn 1. ágúst er hinn 83. frídagur verzlunarmanna, en það var árið 1894 sem fyrst var haldið uppá skemmti- og frfdag verzlunarmanna. Til að rif ja upp í stuttu máli hvernig þessi dagur var haldinn hátfðlegur fyrstu ár- in sneri Mbl. sér til Magnúsar L. Sveinssonar, frkvstj. 'rerzlunar- mannafélags Reykjavfkur, og bað hann að greina nokkuð frá hvern- ig það bar að, að farið var að halda þennan dag sem frfdag: — Það mun hafa verið á fundi I Verzlunarmannafélagi Reykja- vfkur hinn 8. september 1894 að ákveðið var að efna til skemmti- samkomu þar sem kaupmenn og verzlunarstjórar allra hinna stærri verzlana f Reykjavík höfðu fyrir milligöngu hr. Guðbrands Finnbogasonar boðið að gefa þjónum sfnum frídag í vikunni á Magnús L. Sveinsson. eftir til þess að þeir gætu skemmt sér á einn eða annan hátt. Segir svo í fundargerð '7.R. frá þessum tíma: „Fimmtudagurinn 13. sept- ember 1894 var notaður sem skemmti- og frídagur verzlunar- manna í Reykjavík. Tóku flestir verzlunaarmenn hér f Reykjavík ásamt mörgum öðrum gestum, er þeir höfðu boðið, þátt f þvf. Var dagurinn notaður á þann hátt að menn komu saman á Artúni og skemmtu Ser þar eftir pró- grammi." Til að gefa dálitla hugmynd um hvers konar „prógram" var boðið uppá er birt hér auglýsing um dagskrá fyrir skemmtiferð v.R. á frfdegi verzlunarmanna miðviku- daginn 26. ágúst 1896: „Kl. 10V4 fylkjast menn undir merkjum félagsins á Lækjartorg- inu og leggja á stað með honra- blæstri, söng og bumbuslætti í broddi fylkingar. Kl. 12'á gengur fylkingin inn á Framhald á bls. 43 Líflegt fölk IIERRAIIÚSIÐ f Aðalstræti selur alls kyns fatnað á herra, eins og nafnið bendir til að flestir þekkja kannski og þar slarfa 5 menn ásamt verzlunarstjóranum. Hauk- ur Þorsteinsson er einn þeirra og hann er tekinn lali og spurður fyrst hvaða menntunarkröfur séu gerðar til manna sem vinna í karl- mannafataverzlun: —Við förum á námskeið í fata- breytingum áður en við hefjum störf hér og þar lærum við ýmis atriði varðandi snið á fatnaði og ýmsar smábreytingar, sem þarf að gera á fötum, ef viðskiptavinur óskar þess eða ef vaxtarlag kallar á það. Annars er stærðarflokkun á fötum orðin það fjölbreytt að langflestir finna föt við sitt hæfi, það eru 3 viddir og 3 síddir svo að breytingar sem þarf að gera eru mjög smávægilegar. En við verð- um að kunna skil á þeim, því þá þarf ekki að hafa klæðskera hér á staðnum heldur er honum sent það sem þarf að lagfæra og breyta. Haukur upplýsir að hann hafi unnið í Herrahúsinu í 1V4 ár og var áður í matvöruverzlun: —Þetta er allt öðruvfsi að af- greiða í fataverzlun heldur en að afgreiða matvöru, og finnst mér þetta starf ólíkt fjölbreyttara. Hér koma fleiri menn, með fleiri og mismunandi þarfir, en í mat- vörubúð er mikið til sama fólkið sem þarf sinn daglega mat. En hafið þið ekki fasta við- skiptavini líka? —Jú, það er alltaf viss hópur sem hingað kemur kannski tvisv- ar — þrisvar árlega til að verzla og við erum farnir að þekkja and- litin og jafnvel nöfnin og nokkuð stór hópur viðskiptavina er utan af landi og það er mjög líflegt fólk að afgreiða. Hafið þið mikil áhrif á hvað fólk kaupir? — —Við verðum oft að leið- beina og það er kannski vanda- samast, það koma t.d. mæður og segjast eiga 20 ára son, hvað myndir þú velja á hann spyrja þær okkur og þá verður að reyna að finna það út með viðskiptavin- Haukur Þorsteínsson afgreiðslu- maður hjá Herrahúsinu. Ljósm. Emilfa. inum hvers konar þarfir helzt þarf að uppfylla. Nú margir koma hingað til að kaupa sér alfatnað og þá verðum við einnig að ráð- leggja, segja til um hvað sé heppi- legast saman og svo framvegis. Yfirleitt er auðvelt að leiðbeina fólki og það tekur okkar ráðlegg- ingum mjög vel. Það er erfitt að gera öllum til hæfis, en ég held að Framhald á bls. 43

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.