Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JULI 1977 í Straums- víkursiglingu með Magna, sem margir kalla enn „nýja Magna”, þótt hann sé kominn yfir tvítugt Og loks ætlaði gömul smáósk að rætast hjá mér, nefnilega Straíimsvíkursigling með dráttar- bátnum Magna, á fögrum sumar- degi. Það er meira en að segja það, að vera aðaldráttarbátur í stærstu höfn landsins, og svona því til áréttingar rifjaðist upp erindi úr kvæði Tómasar úr Fögru veröld sem jafn einstaklega lítt ljóðnæm- ur maður og ég er, lærði þegar Fagra veröld kom út fyrir langa löngu, nokkrar linur úr fyrsta er- indi kvæðisins Við höfnina. „Hér heilsast fánar framandi þjóða. Hér mæla skipin sér mót, sævarins fákar, sem sæina klufu. og sigruðu úthafsins rót. Og höfnin tekur þeim opnum örmum og örugg vfsar þeim leið.“ Magni var kominn út úr hafnar- mynninu, var kominn á móts við stóru baujurnar fyrir olíustöðina i Örfirisey. Kom þá öslandi á eftir okkur og tók viðstöðulaust fram- úr Magna Akranesfjerjan Akra- borg: Við baujurnar lá rússneskt oliuskip, sem var að losa. Var þessi olíutankari orðinn svo léttur að framan, að stefnið bar við him- in. Minnti hann á hraðbát. Þetta var einn hinna fáu júli- daga, sem komið höfðu og hann hangið þurr daglangt. Það var að vísu ekki neitt afspyrnu bjart yfir, en litir mildir og þægilegir. Það er mikil andleg endurnýjun í svona reisu. Magni stefndi nú beint út bugt- ina. Enn hefur Engey ekki náð fyrri reisn aftur, eftir að þeir vetrardag einn fyrir nokkrum ár- um báru eld að húsunum tveim sem stóðu þar á háeyjunni, nokkr- um mánuðum eftir að framtaks- samir menn hér í bænum fóru þangað út í sjáifboðavinnu, tóku sig til og máluðu húsin, a.m.k. framhliðina er vissi mót landi, sjálfum bænum. Ég man að fram- takið vakti vissulega athygli. Það gladdi augað að horfa til eyjarinn- ar af Skúlagötunni t.d., — Síðan húsin hurfu hefur Engey verið eins og kollóttur hrútur. Það er jafnvel dálítið einkenni- legt að ekki skuli hafa verið stofn- að Engeyjarfélag, sem hefði það á stefnuskrá sinni að láta Engey gegna merkara hlutverki en að vera afdrep fyrir útigangshross. Er Engey ekki kjörinn staður fyrir fuglaparadís Reykjavikur? Mætti ekki hugsa sér að láta reisa þar veglegt minnismerki, sem á einhvern hátt væri tengt sögu lands og þjóðar eða bara sögu Reykjavíkur? — Minnis- merki sem væri þannig úr garði gert að í því mætti koma fyrir ljóshjálmi Engeyjarvita. — Þetta var svona hugdetta. Nú nálguðumst við á Magna hinn gamla útvörð Reykjavíkurhafnar — Gróttuvita. Þó Magni hafi ekki gert mjög víðreist um dagana og hann lítt um sollinn sæ siglt skildist mér á skipverjum, sem sátu niðri og drukku kaffi, að sjóferðasögur af Magna væru vissulega til þar um borð, — tengdar ferðum hans í útsynningi eða norðanbáli í skammdegi vetrarins, t.d. í Hval- fjarðarferðum. Við fjarlægðumst Gróttuvita. Það er alltaf vinalegt að horfa í land til vitans, þó mjög hafi nú dregið úr þeim áhrifum eftir að Albert vitavörður féll frá. Engin trilla við bryggjustúfinn og fugla- hræðan á stönginni horfin. Húsið — á fullu — á ytri höfninni. Magni á sfnum yngri árum Gömul, lítíl ósk rættist > < 0 i m. mynni Straumsvíkurhafnar. — Magni var stundvís, en klukkan hálf sex átti hann að vera mættur við skipið. Við sigldum rétt innan við þá viðfrægu Valhúsagrunnsbauju. Reyndar var hún augljóslega i landi, í sumarfrii að láta rúst- berja sig og mála fyrir veturinn. Baujan sem víkareraði fyrir hana og hélt vörð á Valhúsagrunni var lík oliutunnu — og var ekki einu sinni í baujulitum. Nú var kallað frá Líberíurisan- Losun farmsins úr Liberfu-skipinu St. Paul, sem hófst á mánudagsmorgni fyrir tveim vikum mun væntanlega Ijúka nú um helgina og skipið láta úr höfn. Þegar skipið kom með súrálsfarminn mikla risti það rúmlega 30 fet. 1 gær þegar Ijósmyndari Mbl. tók þessa mynd, var líða að því, að Magni geti ekki talizt boðlegur dráttarbátur í aðalhöfn landsins. — Hann valdi ekki verkefnunum af nægilegu öryggi fyrir stærri skip og farm, sem hingað koma. Mér skildist á Magnamönnum, er við röbbuðum saman um þetta, að ekki mætti skilja orð þeirra á þann veg að úr því sem komið væri, lægi ekki annað fyrir en að láta Einar í Sindra hirða bátinn í brotajárn. Er ekki hugsanlegt að lengja Magna svo setja mætti í djúprista skipsins orðin 15 fet. einmanalegt. Varpið var svo mikið í Gróttu þegar Albert gekk þar um, að sumar kollurnar, sem hann taldi sig þekkja frá ári til árs, áttu hreiður heimundir eld- húsglugganum. Ur brú Magna horfum við nú beint til suðurs. 1 fjarska lá það stóra skip, sem Magni skyldi tak- ast á við: Stærsta skip sem fært hefur verið til hafnar hér á landi fyrr og síðar, 56,000 tonna Lí- beríuskip með súrál til álversins í Straumsvík. Mér virtist skipið all- verulega sigið undir farmi. Undarlegt þótti mér að brúin, sem er aftast á skípinu, virtist ekki vera tiltakanlega margra hæða. Nú fengi Magni að takast á við verðugt verkefni, sem flagga hefði mátt fyrir, en úr því varð nú ekki. Já, i hugum margra er Magni enn „Nýi Magni“, sagði áhöfnin þó liðin séu rúmlega 20 ár frá því honum var hleypt af stokkunum og hann fullsmiðaður vestur í Stálsmiðjunni. Erlendis myndi það þykja eðli- legt í alla staði að svona verkefni, að færa rúmlega 50.000 tonna skip af ytri höfn upp að hafnar- bakka, væri tveggja dráttarbáta verk. — Myndi þá annar fara á undan og draga skipið inn , en hinn vera til taks og halda i „skottið á honum“. — Örugglega myndu þessir dráttarbátar hvort um sig vera miklu öflugri en Magni. Mikil breyting hefur orðið á varðandi þær kröfur sem svona dráttarbátar þurfa að geta staðizt. Það mun að öllu óbreyttu senn hann öflugri vélar? Þvi má ekki stækka Magna eins og önnur stál- skip, en skipastækkun er ekki lengur eitthvert tæknilegt stór- mál fyrir okkur hér á landi? Því ekki það? Við höfum nálgazt Líberíudall- inn, en hann hafði þó lítt stækkað við það. Ur brú Magna hafði skipstjór- inn talstöðvarsamband við súráls- skipið. í brú þess var svarað á íslenzku. Þar var kominn hafn- sögumaður frá Hafnarfjarðar- höfn, og varð fyrir svörum. — Þeir skiptust á einhverjum upp- lýsingum varðandi dráttinn á stóra skipinu inn á Straumsvíkur- höfn. A ratsjá Magna mátti sjá að stóra skipið var næst landi i um 100 metra fjarlægð. Sá stóri, var farinn að slóa i áttina að hafnar- um til Magna og honum sagt að koma að framstefni skipsins og taka þar á móti dráttarkaðlinum. Alvörustundin nálgaðist nú óð- um. Við vorum lika komnir svo nærri dallinum að öll stærðar- hlutföll voru nú allt önnur, — þetta var auðvitað stærðar skip. Það var heppilegt hve veðrið var hagstætt þennan dag fyrir alla aðila, en þó mest fyrir Magna. Svona stórt skip yrði ekki neitt lamb að leika sér við ef eitthvað hreyfði vind og sjó. Undir slíkum kringumstæðum hefði ekki verið tekin nein áhætta með það að láta Magna færa skipið inn á Straums- vikurhöfn, heldur beðið eftir veðri. Svona risar eru sennilega lítt bandvanir. Höfnin sjálf þar syðra er það litil að svigrúm er ekki mikið ef eitthvað ber útaf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.