Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.07.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JÚLl 1977 33 good'/year HEKLA HF. ^ Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240 0 Auðnustjarnan á öllum vegum. RÆSIR HF. Skúlagötu 59 stmi 19550 Minning — Margrét Björk Kristinsdóttir Fædd. 15. janúar, 1933 Dáin 13. júlf, 1977. Með örfáum orðum ætla ég að minnast vinkonu minnar. Margrétar Bjarkar Kristinsdótt- ur, er andaðist i Landspítalanum 13. júlí s.l. og verður til moldar borin þriðjudaginn 2. ágúst. Margrét fæddist í Reykjavík 15. janúar 1933, dóttir hjónanna Mar- grétar Tómasdóttur frá Hróars- holti i Flóa og Karls Guðmunds- sonar, rafvirkjameistara, frá Króki á Rauðasandi, sem nu er nýlátinn. Ung fór hún til fósturs til föðurbróður síns, dr. Kristins Guðmundssonar, menntaskóla- kennara á Akureyri, síðar ráð- herra, og konu hans, Elsu. Hjá þeim ólst hún upp á Akureyri og var ættleidd af þeim. Vinskapur okkar hófst er báðar unnum á Veiðimálastofnuninni og hélzt æ siðan, þótt leiðir skildu. Hún hafði verið gift Erni Þór og átt með honum einkason sinn, Vilhjálm, en giftist aftur Yngva Ólafssyni sýslumanni í Dalasýslu. Þar bjó hún eiginmanni sínum og syni yndislegt heimili og studdi mann sinn með ráðum og dáó. — Minning Páll Framhald af bls. 34 frá Syðra Langholti, einn af kunnustu listamönnum ís- lenskum á 18. öld. Frá unga aldri starfaði Páll með áhuga að félagsmálum og fann þar farveg fyrir hæfiieika sína. Hann var einn af stofnendum ungmennafélagsins Samhygðar og formaður þess í mörg ár og tók mikinn þátt í störfum þess. Páll var vel máli farinn og tók oft til máls á mannfundum. Talaði hann venjulega tæpitungulaust og dró ekki dul á skoðanir sínar enda ófeiminn með öllu, hver sem i hlut átti. Duldist engum sem á hann hlýddi að hann var hug- sjónamaður sem lét sér fátt óvið- komandi og vildi framfarir lands og lýðs. Hugsjónum ungmennafél- aganna um bindindi var hann trúr alla ævi og gerði sem hann mátti til að vinna þeim skoðunum sinum fylgi, skyggn á það böl, sem ofnotkun áfengis hefir í för með sér. Á fleiri sviðum félagsmála naut áhuga Páls, og áttu félags- samtök vegna landbúnaðar svo og samvinnuhreyfingin i honum góð- an liósmann. Á síðari hluta ævi sinnar starf- aði Páll mikið fyrir sóknarkirkju sína í Gaulverjabæ en þar var hann sóknarnefndarformaður og safnaðarfulltrúi mjög lengi, og einnig milli 20—30 ár meðhjálp- ari við kirkjuna. Störf hans fyrir kirkjuna voru honum kær og unn- in af lifandi áhuga fyrir þeirri stofnun og þeim boðskap sem þar var fluttur. Meðfædd snyrti- mennska Páls og smekkvísi naut sín vel í umgengni við krikjuna og muni hennar og þær athafnir er þar fóru fram. Sjálfur bar Páll nafn hins þjóðkunna kennimanns Páls Siguróssonar í Gaulverjabæ en hann féll frá um það leyti er Páll á Baugsstöðum var í heiminn borinn. Síðustu æviárin sótti elli og vanheilsa fast að Páli enda aldur- inn orðinn hár. Var það þá gæfa hans að Elínu konu hans entist líf og heilsa til að annast hann í ellinni. Önnur gæfa hans og ekki minni var sú að Sigurður sonur hans hélt heimili með foreldrum sinum og reyndist honum frábær- lega vel. Sú umhyggja er hann sýndi föður sinum í elli hans verð- skuldar einlæga virðingu og þökk. Síðustu ævidagana dvaldi Páll á sjúkrahúsinu á Selfossi. Útför Páls var gerð frá Gaulverjabæjar- kirkju hinn 5. febrúar að við- stöddu miklu fjölmenni. Útfarar- ræðuna flutti sr. Magnús Guð- jónsson, sem í 20 ár þjónaði við Gaulverjabæjarkirkju, en allan þann tíma var Páll nánasti sam- starfsmaður hans við kirkjuija. Ræða sr. Magnúsar var áhrifamik- il og merk heimild um lif og starf Páls og hefir hún nú, sem verðugt er komið fyrir almenningssjónir í héraðsblaðinu Þjóðólfi. Eg, sem rita þessar linur hafði fyrst kynni af Páli, þegar hann var orðinn miðaldra maður, sá var aldursmunur okkar. Hann og heimili hans var hiuti af þeirri lifsmynd, sem ég lærði fyrst að þekkja sem barn og alla tíð einn af næstu nágrönnum minum. Þær eru því margar minningarnar sem koma i huga minn. Einn kyrrlátan vetrardag fyrir nær 40 árum var ég sem lítill dregnur staddur á Baugsstöðum. Páll var að fara i róður og gekk frá dyrum fram haóið með háseta sína. Eiín kona hans stóð á dyra- hellunni og kvaddi þá með svo- felldum orðum: „Verið þið bless- aðir, Guð veri með ykkur og leiði ykkur alla heila heim.“ Þetta at-; vik og kveðjuorðin fögru grópuð- ust i huga minn og er mér enn jafnskýrt og það væri nýskeð. Enga kveðju kann ég Páii betri en þessa, nú þegar hann er horfinn yfir landamærin miklu til ann- arra heimkynna. Megi Guð vera með honum og leiða hann heilan he*m- Helgi Ivarsson. FRÁ MERCEDES BENZ NÝJA LÍNAN Allir sem til þekkja vita hversu sýslumannaheimili eru á stund- um þung í vöfum. Ekki taldi Margrét mín eftir sér það sem þurfti til. En þegar. Vilhjálmur litli komst á þann aldur að menntabraut varð ekki lengri i Búðardal, fluttu þau hjón með syni sínum til Re.vkjavikur og sýnir það vel samheldni þeirra að hvorugt vildi missa af honum sjónar er hann héldi áfram námi sínu. í minum augum er Vilhjálmur imynd móður sinnar, ljúfur, blíð- ur og greindur vel. Ég veit að gott er með þeim stjúpum og ætla þeir að halda saman, þótt hún sem tengdi þá sé horfin. Hér langar mig að tilnefna lítið dæmi um vinskap Margrétar við mig og mína. í sumarleyfi mínu fyrir nokkrum árum bauðst mér sérstaklega skemmtilegt verk- efni. Strax og Margrét heryrði um þetta, bauð hún mér að gæta dótt- ur minnar ungrar, og ekki gerði hún það endasleppt við okkur, heldur kom hún sjálf í áætlunar- bíl til Reykjavíkur og fór vestur með telpuna. Svona var vinskap- ur okkar og aldrei bar þar á nokk- urn skugga. Nú sendi ég Yngva, Vilhjálmi og öðrum aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur og segi að lokum að það, að eiga vinskap konu eins og Margrétar er ómetanlegt og hennar skarð verð- ur aldrei fyllt. Ásdfs Hafliðadóttir. 'GOODJYEAR-- HJÓLBARÐAR Við leggjum áherzlu á að eiga á lager flestarstærðiraf: Dráttarvéla- og vinnuvélahjólbörðum Hafið samband við okkur, eða umboðsmenn okkar sem fyrst. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN, LAUGAVEGI 172, SÍMI 28080 Nýtt útlit, og endurbættir á margan hátt. Henta mjög vel í þéttbýli, þar sem þörf er á liprum og þægi- íegum bílum. Og umfram allt eru þeir ódýrir í rekstri og örugg fjárfesting. ALDREI MEIRA ÚRVAL AF HJÓLBÖRÐUM EN NÚ Birting afmælis- og minning- argreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f síð- asta lagi fýrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar m'ega ekki vera í seHdibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.