Morgunblaðið - 07.08.1977, Side 2

Morgunblaðið - 07.08.1977, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977 „Stórkostleg upplifun” EINS og greint var frá f Mbl. á föstudag var leikritið Inuk flutt á fimmtudagskvöld á esperanto f tilefni af alþjóðaþingi esper- antista, sem lauk í gær f Reykja- vík. Blm. Morgunblaðsins var við- staddur sýningu þessa á þessu kunna verki. Að lokinni sýning- unni var Ieikurunum ákaft fagn- að og þeir kallaðir fram hvað eft- ir annað ásamt þýðanda verksins, Baldri Ragnarsyni. Blm. náði tali af nokkrum sýniningargestum, þegar þeir voru að tínast úr Þjóðleikhúsinu glaðir í bragði, og spurði þá hvað þeim hefði fundizt um þessa sér- stæðu sýningu. Fyrstur varð fyrir svörum tutt- INNLENT Málverkasýn- ing í t>rast- arlundi GUNNAR I. Guðjónsson hefur nú opnað málverkasýningu í Þrastar- lundi og sýnir þar 21 olíumálverk. Gunnar hefur áður haldið 6 einkasýningar, m.a. sýnt á Kjar- valsstöðum, og tekið þátt í mörg- um samsýningum. Sýning Gunnars í Þrastarlundi stendur út ágústmánuð. ugu og þriggja ára Þjóðverji, Klaus Schubert. Hann sagði að þetta væri afskaplega athyglis- vert leikverk og mjög ólíkt þeim verkum, sem áður hefðu verið sýnd á þingum esperantista, einn- ig sagði hann að framburður leik- aranna hefði verið með ágætum. W. Bruijnesteijn, rúmlega fert- ugur Hollendingur, tók i sama streng og sagði m.a. að leikararnir hefðu talað esperanto alveg óað- finnanlega og sýningin hefði í heild verið stórkostleg upplifun. Hann sagði að hann hefði farið áður á nokkur þing Esperantista víða um lönd, en aldrei séð neitt jafneftirminnilegt og þessa sýn- ingu á þeim þingum. Næst tók blm. tali þýzk hjón um þritugt, Peter og Heike Fritz. Þau sögðust hafa verið mjög hrifin af sýningunni og leikverkið fjallaði um mjög áhugavert efni, hefði verið vel leikið og mál og fram- setning eindæma góð. Þau hjón sögðust upphaflega hafa kynnzt esperanto á námskeiði árið 1972 og hefðu þau heillazt svo af því að þau hefðu ákveðið að læra það til hlítar. Einn íslenzku gestanna, Ölafur Þ. Kristjánsson, sagðist hafa séð Inuk áður á islenzku og hefði hann ekki getað greint neinn mun á þeirri sýningu og þessari. G.F. Makkink, sjötugur magist- er í líffræði í Hollandi, sagði að honum þætti þetta verk mjög gott og það sýndi vel líf Eskimóa eins og það hefði verið fyrr á öldum og einnig lýsti það vel þeim vanda- málum sem þeir ættu nú við að glima vegna erlendra menningar- áhrifa. Hann sagði að þetta verk fjallaði í raun um mun víðara svið en bara Grænland, sama máli gegndi um indíána í Ameríku og svertingja í Suður-Afríku. Heimilid ’77: Á annað hundrað sýningaraðilar NÚ ER unnið af fullum krafti við undirbúning sýningarinnar „Heimilið ’77“, en hún verður opnuð hinn 26. ágúst n.k. f Laugardalshöllinni í Reykjavfk, að viðstöddum 600—800 boðsgest- um. Þessar upplýsingar komu fram f viðtali við Bjarna Ólafsson, framkvæmdastjóra Kaupstefn- unnar, sem hefur veg og vanda af undirhúningi sýningarinnar, en sfðasta sýning á vegum Kaup- stefnunnar var 1975. Þá sýningu sóttu 75 þúsund manns og var það met að sögn Bjarna sem sagði jafnfram að 55—60 þúsund gesti þyrfti að fá á sýninguna f ár til að standa undir öllum kostnaði. Alls eru það á annað hundrað aðilar, sem sýna vöru sína og þjónustu í 75 sýningardeildum innanhúss, og fyrir utan Laugar- dalshöllina verður m.a.bílasýning, sýning á hjólhýsum, tjöldum og tjaldvögnum og sumarhúsum. Þá verður Landssamband hjálpar- skáta með útisýningu, en Bjarni Ólafsson sagði að þeim hefði verið boðið að kynna þarna starfsemi sína án endurgjalds. Þá gat Bjarni þess að ailur undirbúning- ur væri nú fremur snemma á ferðinni og hefði starfsfólk unnið að undirbúningi nú á annan mán- uð, í ársbyrjun hefði verió búið að ráðstafa öllum sýningabásunum innanhúss. Þetta er fimmta sýn- ingin á vegum Kaupstefnunnar á þessum áratug og sagðist Bjarni Ólafsson vonast til að endar næðu saman, en gera mætti ráð fyrir að velta sýningarinnar yrði milli 60 og 70 miiljónir króna. Er þá ekki talinn með sá kostnaður, sem fyrirtækin sjálf leggja út í við sínar deiidir. Sýningunni lýkur að kvöldi sunnudags hins 11. septem- ber. Fjölmennasta þjóð- hátíð frá upphafi? ÞJÓÐHÁTÍÐ í Vestmannaeyjum hef- ur verið haldin » eindæma blíðu. Hátíðin hófst með setningu á föstu- dag klukkan 14.00. Sólskin hefur verið allan tímann ýmist með logni eða smágolu í Herjólfsdal. Fjöldi gesta hefur sennilega aldrei verið jafnmikill eða um 8000 manns. Þá hefur hústjöldum fjölgað mjög. en það er hefð í Eyjum að hver fjölskylda hefur sitt hústjald inni í Herjólfsdal meðan á hátíðinni stendur uppdekkað með húsgögn- um. Dagskrá þjóðhátíðarinnar hefur gengið mjög vel. Nokkur þúsund manns hlýddu á kvöldvöku á föstu- dagskvöld, en fyrr um daginn hafði verið bjargsig í Fiskhellanefi þar sem Óskar Svavarsson bjargmaður sýndi listir sínar, þá var mikil frjáls- íþróttakeppni. þar sem sjálfur Evrópumeistarinn í kúluvarpi, Hreinn Halldórsson var meðal kepp- enda. Hann varpaði kúlunni 20.70 m. Lúðrasveit Vestmannaeyja lék í dalnum, barnagaman var yfir dag- inn og margt fleira. Á miðnætti á föstudagskvöld hljóp Sigurður Reimarson með kyndil að þjóðhátíðarbálkestinum sem stóð frammi á Fjósakletti. Köst- urinn logaði glatt fram undir morg- un. Mikilli birtu sló yfir dalinn er eldur var tendraður i kestinum en í sama mund kveiktu þrjátíu félagar úr íþróttafélaginu Tý á blysum í hlíðum Herjólfsdals. í hinum fjölmörgu tjöldum sem þarna voru við mjög vel skipulagðar götur heyrðist söngur og gleði, en hátiðin hefur farið hið bezta fram, utan það að nokkuð hefur borið á ölvun hjá unga fólkinu. Nokkrir voru sendir til baka með fyrstu ferð með Herjólfi. Þá var stolið nokkrum fjármunum af fólki um borð í Herjólfi, en skip- verjum tókst að hafa hendur í hári þjófanna fljótlega. Á föstudagskvöld var dansað til klukkan 04.00 en siðan sungið i tjöldum fram á dag. Blómarósir að koma upp tjaldi sínu. Austurlenzkt hof í Herjólfsdal. Frá EM í bridge: Islendingar fengu mínus- stig gegn ísraelsmönnum Islenzka bridgelandsliðið tap- aði illa fyrir Israelsmönnum i 10. umferðinni sl. föstudagskvöld. Endaði leikurinn með þvi að ís- lenzka liðið fékk 3 mínusstig gegn 20. Eru þetta fyrstu mfnus- stigin sem sveitin fær í mótinu. Efstu sveitirnar halda sínu striki. Sviar tróna á toppnum með 161 stig. Israelsmenn fylgja þeim fast eftir með 151 stig og nú eru ítalir komnir í þriðja sæti með 141 stig. Röð næstu þjóða er þessi eftir 10 umferðir: Danmörk 138, Sviss 137, Bretland 136, Noregur 119, Pólland 116, Ungverjaland 110, Holland 109, Belgía 105, Þýzkaland 95, Irland 94, Frakkland 91, ísland 85, Júgóslavia 76, Austurríki 62,5, Finnland 58, Spánn 52, Grikkland 40, Tyrkland 34, Portúgal 23,5. I kvennaflokki eru ítölsku kon- urnar efstar með 80 stig, þær dönsku hafa 61 stig og þær brezku 59 stig. í gær spilaði íslenzka sveitin við gestgjafana og í gærkvöldi við Portúgali sem nú eru i neðsta sæti. Á morgun verður aðeins einn leikur. Er það gegn brezka landsliðinu, en Bretar og islend- ingar eru góðir kunningjar eftir heimsókn þeirra til landsins fyrir fimm árum. Morgunblaðið mun reyna að segja frá úrslitum helgarinnar í þriðjudagsblaðinu — en vegna þess hve blaðið fer snemma í prentun á laugardögum náðust engar fréttir af mótinu í gær. Gerði ekki skriflegt tilboð 1 BLAÐINU f gær var sagt að vestur-þýzki afbrotamaðurinn Ludwig Lugmeier hefði gert ákveðið leigutilboð f veitingastof- una Vitabar við Bergþórugötu. Eigandi veitingastofunnar hafði samband við blaðið i gær og kvaðst ekkert skriflegt tilboð hafa fengið frá Þjóðverjanum og ekki vita til þess að hann hefði viljað fá veitingastofuna leigða, en tilboð hefði borizt frá óskild- um aðila, þó af leigu yrði ekki. Blaðið hefur öruggar heimildir fyrir því, að Lugmeier hafði hug á þvi að taka Vitabar á leigu, en bindandi tilboð hefur hann ekki gert samkvæmt þessum síðustu upplýsingum. Þakkarávarp Öllum þeim, er sendu mér heillaóskir á 95 ára afmæli mínu, sendi ég mínar beztu þakkir og kveðjur. Jón H. Þorbergsson. Skipsmenn á varðskipinu Tý sprengdu fyrir nokkru tundurdufl f loft upp við Þvottárskriður f Alftafirði, en talið er að tundurduflið hafi legið þarna f fjörunni f mörg ár á kafi í sandi. Myndina tók Helgi Hallvarðsson er duflið var sprengt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.