Morgunblaðið - 07.08.1977, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.08.1977, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977 Við námum í síðustu sunnudagsgrein minni staðar við merkilegt gáfufólk á sið- ustu öld, en nú skulum við skoða okkur sjálf í spegli orða Páls Postula: „Bæði kann ég að búa við lítinn kost, og ég kann einnig að hafa alls- nægtir". Kunnum við það, íslenzkir menn, á þessu herrans ári? Óneitanlega bendirsitt hvað í þjóðlifi okkar til hins gagn- stæða. Raunar er afsökun okkar sú, og fram hjá henni verður ekki gengið, að eftir alda örbirgð og skort búum við loks nú við efnalega hag- sæld og raunar auðsæld á við það, sem feður og mæður áttu við að búa. Er það að undrast um barn, sem i fyrsta sinn fær fallega flík, að það vilji klæðast henni dag- lega? Á það er vafalaust hægt að færa sönnur, að meðferð okkar í fjármunum er æði barnaleg. En þrátt fyrir allt, sem við finnum okk- ur til afsökunar, er það þó víst, að einn öruggasti mæli- kvarði á manngildi er sá að kunna það, sem Páll postuli kunni í þeim efnum, og raun- ar ekki hann einn heldur margir aðrir, að láta hvorki fátækt beygja sig né auðsæld gera sig að flóni. En áður en lengra er haldið út I þær hugleiðingar skulum við gefa því gaum, hverju postulinn þakkaði fyrst og fremst það, hann. Englar birtust honum, og heimur þeirra var honum eins öruggur veruleiki og hinn jarðneski. Og þó var munurinn mikli sá, að Páll trúði fastlega því, að jarð- neski heimurinn stæði aðeins um stund og raunar stutta stund. Hann trúði á nálæg heimsslit. Enandlega heim- inn vissi hann ævarandi, óforgengilegan. Á þeirri bjargföstu sann- færingu byggði postulinn og hún hafði kennt honum þá vandlærðu list, að búa við þröngan kost án þess nokkur sæi á honum og að hafa allsnægtir án þess að hagg- ast. Kunnum við þetta, íslenzk- ir menn? Að kunna fótum sínum for- ráð ! stundlegum efnum, að vilja með drengilegum hætti tryggja sinn hag svo að ekki verði öðrum byrði er heil- brigðum manni eðlilegt. Pað vilja allir, þótt misjafnlega takist. En um það er hér ekki að ræða, heldur hitt: Er þér list sú léð, sem Páll hafði til fullnustu á valdi sínu, að hvorugt haggi þérvelgengni né skarður hlutur? Við geysilegar framfarir í veraldlegum efnum hefur mannssálin dregizt aftur úr þróuninni. Yfir nálega allan heim gengur háreist bylgja efnishyggju, einkum vest- saman tal? Kaup og aftur kaup, peningar og aftur pen- ingar. Verður þessi gegndar- lausa mammonshyggja til þess að auka manngildið? Verður ekki á þessum leiðum margur „af aurum api", eins og í forníslenzkum fræðum er komizt að orði. Og þegar svo er komið kunna menn hvor- ugt, hvorki að bera efnalega velgengni án þess að bíða tjón á sál sinni né að bera stórmannlega efnahrun og efnatjón. „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjör- ir", skrifaði Páll örlátum vin- um I Filippíborg. Trúarlíf hans hafði kennt honum að meta hvorki né vanmeta efnisgæðin en vera þeim aldrei svo háður að án þeirra gæti hann ekki lifað stór- mannlega. Hann vissi, að „heimslán er valt sem hrökkvi strá" (Jón Magn.), og hann vissi heim handan jarðneska sjónarhringsins, hann vissi veröld að veraldar baki. Samfélag hans við upp- risinn Krist hafði sannað hon- um heim, sem handan við jarðneska sjónarbauginn beið, og þvi skipti það hann svo miklu minna máli þótt á ýmsu ylti um veraldargengi og veraldarlán. Raunar hafði Páll kunnað þessa list áður en hann gerðist kristinn og hafði þó þá ekki þekkt nema aðra hliðina: að alast upp og Manngildi og meðferð fjármuna að hann kunni þá vandlærðu list, að þola jafn stórmann- lega allsnægtir og að eiga ekki neitt. Þvi svaraði hann vinunum i Filippí, sem höfðu sent honum peningagjöfina: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir". Þungamiðjan í trúarlífi Páls var samfélag hans við Krist. í trúarheimi hans er Kristur hinn mikli, daglegi veruleiki. Ekki að öllu leyti kenning Krists eins og við þekkjum hana af guðspjöllunum Guð- spjöllin voru enn ekKÍ rituð, eins og við þekkjum þau í dag, þegar Páll gerðist kristinn maður. En Kristur sjálfur, lifandi upprisinn Kristurnægði honum. Um nálægð hans var Páll sér daglega meðvitandi, og vitranagáfu sinni treysti rænan heim og velferðarríkin svonefndu. Þaðerhlustað mjög á það, sem landflótta menn og landrækir úr kommúnistarikjunum segja, þegar þeir koma vestur í auð- valdslöndin og kynnast hugs- unarhætti og lifsmynstri manna þar. Flestir þeir menn mæla þungu varnaðarorði gegn efnishyggju og pen- ingadýrkun þeirri, sem þeir kynnast á Vesturlöndum. Þið stefnið í glötun, segja þeir, með ykkar skefjalausu dýrk- un á efnalegum verðmætum, sem við öfundum ykkur af að vissu marki, og þvi frjáls- ræði, sem við erum í okkar löndum sviptir en þið notið eins og óvitar. Hver eru algengustu um- ræðuefnin hér í okkar ást- kæra landi, þegar menn taka lifa sem ungur maður við velgengni í veraldarefnum. Hinni hliðinni kynntist hann, örbirgð og allsleysi eftir að hann vigði líf sitt hinum krossfesta, upprisna. Og þá varð Páll stærstur. Fagurlega þýddi Jakob. Jóh. Smári Ijóðaflokk brezka bókmenntafræðingsins, skáldsins og sálarrannsókna- mannsins Myers um Pál postula: Gegn um líf, dauða, synda og sorgamistur, sjá, Hann mér nægir, siðast bæði og fyrst. Kristurer hinzt, því Krist- ur var mér fyrstur, Kristur er fyrst, ég síðast hrópa á Krist! í þeim skóla hafði Páll lært stórkostlega lexíu. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. i Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu , « m CoacHmti^i * \m Til sölu Chevrolet pallbíll, árgerð 1975, með drifi á öllum hjólum. Bílnum fylgir hús eins og sést á myndinni, fullinnréttað með eldhúsi, hita og svefn- plássi fyrir 4. Einnig fylgir bílnum annað hús, lægra, óinnréttað. Gísli Jónsson & Co. h.f. Sundaborg — Sími 86644 ® NÝJA LÍNAN FRÁ MERCEDES BCNZ Mercedes Benz pallabíllinn (pick-up) er hægt að fá í nokkrum gerðum t.d. með stærra húsi, auknu farþegarými, sem er hentugt fyrir vinnuflokka. Lipur og þægilegur bíll, með ýmsum tæknilegum nýjungum. Hægt að fá hvort heldur er með bensín- eða dlselvél. Leitið nánari upplýsinga. RÆSIR HF. Skúlagötu 59 sfmi 19550 EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU VNV

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.