Morgunblaðið - 07.08.1977, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGÚST 1977
„Bros 0g
y tra útlit
dugir
skammt’’
Síðan eru liðin fjórtán ár og frísk-
lega sveitastúlkan þykir i dag ein
af beztu ljósmyndafyrirsætum
Evrópu. Hún vann sér nafn á einu
og hálfu ári í háborg tízkunnar,
París, og þessu nafni hefur hún
haldið fram á þennan dag. Hún
hefur ekki látið mynda sig í París-
artfzkublöðunum s.l. sjö ár, held-
ur hefur hún unnið gegnum sviss-
neska umboðsskrifstofu fyrir
þýzka verðlista og blöð, en þrátt
fyrir það segja kunnugir að
GUDRUN sé enn þá stórt nafn i
Guðrún Bjarna-
dóttir ein af
beztu ljósmynda-
fyrirsætum
Evrópu í dag
Parísartískuheiminum. Hún hef-
ur náð þeim árangri að vera starf-
andi og eftirsótt ijósmyndafyrir-
sæta í fjórtán ár, frá þvi að vera
ungligamódel til þess að vera hin
siðfáguð glæsikona og þegar hún
hefur talað um að hætta, segja
viðskiptavinir hannar: „En Guð-
rún, hvern eigum við þá að nota?“
Eða eins og einn blaðamaður
Morgunblaðsins sagði; „Það eru
allir sammála um að hún ber af
öðrum konum. Persónulega
finnst mér hún fallegasta kona,
sem ég hef nokkurn tíma séð og
eina konan í heiminum, sem ég
held að gæti látið mig fara hjá
merr“
„Pabbi segir ég muni
gifta mig á elli-
heimilinu.“
Guðrún Bjarnadóttir er 34 ára
og séu bornar saman myndir af
henni í dag og fyrir fjórtán árum,
virðist hún sízt hafa látið á sjá í
útliti, með sitt kastaníubrúnt hár
og blá augu og svo til engan and-
listfarða. En starf hennar er líka
fólgið í góðu útliti, en eins og hún
segir sjálf: „I minu starfi kemur
fallegt útlit sjálfsagt að góðum
notum, en það er alls ekki nóg.
Stúlka, sem vill ná góðum árangri
i tízkuheiminum, þarf ekki ein-|
göngu á góðu útliti að halda, hún
þarf einnig góðar gáfur, sterkarl
taugar og mikinn presónuleika.)
Eftirsótt ljósmyndafyrirsæta er
enginn kjáni eða fígúra og -líf
hennar er ekki dans á rósum. Hún
þarf að vinna markvisst og rólega
að þvi að ná árangri og til að
halda honum. Fyrirsætustarfið er
yndislegt starf, en stif vinna eins
og hver önnur, enda er lífið ekk-
ert annað en vinna.
Ofmetnist stúlka yfir að hafa
náð góðum árangri getur hún.
ljósm Rax.
Guðrún og Margrét systir hennar ræddu við blaðamann á kaffihúsi f Reykjavík í vikunni. Margrét hefur
dvalið langdvölum erlendis og var lengi ljósmyndafyrirsæta f Frakklandi eins og „stóra systir“ en
tfzkuheimurinn átti ekki eins vel við hana og þvf gaf hún það starf upp á bátinn.
Á forsíðu Morgunblaðsins 18. ágúst,
1963 er frétt frá AP, þar sem segir að
ung íslenzk stúlka hafi verið kosin ungfrú
alheimur. Þessi stúlka var Guðrún Bjarna-
dóttir úr Njarðvíkum, sem ári áður hafði
hreppt titilinn ungfrú ísland og hafði eftir
það haldið til Parísar til að freista
gæfunnar í tízkuheiminum. I fréttaskeyti
AP um úrslitin í alheimsfegurðarsam-
keppninni segir enn fremur að Guðrún
Bjarnadóttir sé „frískleg, óbreytt sveita-
stúlka".
alveg eins hætt, því ekkert er eins
hættulegt og að vera of öruggur
um að vera kominn á toppinn. Það
sem er erfiðast er að halda sér á
toppinum og þegar þangað er
komið er aðeins ein leið, niður-
leið.“
„Stundum finnst
mér ég áttræð.“
Guðrún Bjarnadóttir kemur
alltaf til Islands öðru hverju og
þá helzt á sumrin. Hún á sjö ára
son, Sigmar Aimery, og er ógift.
„Pabbi segir að ég muni gifta mig
á elliheimilinu“, segir hún hlægj-
andi og siðan — „Hjónaband, ha;
Ekki fyrir mig takk. Ekki strax.
Ég bý í ferðatösku, ferðalög eru
mitt lif. Ég get ekki hugsað mér
að setjast niður á einum stað og
lifa kassalifi. Þess vegna valdi ég
þetta starf og þess vegna tók ég
þátt i fegurðarsamkeppninni í
upphafi, það er til að komást frítt
út, kynnast fólki og komast í sam-
bönd. Það er þetta, sem ungar
stúlkur ættu að gera og það ætti
einnig að brýna fyrir ungum
stúlkum að binda sig ekki of ung-
ar. Þegar maður er tvítugur á
maður að halda út i heim og
freista gæfunnar. A þann hátt
einn færðu tækifæri til að kynn-
ast sjálfri þér. Þegar eiginmaður
og börn eru komin i spilið er það
orðið of seint.“
„Ég hef reynt ótrúlega markt",
segir Guðrún brosandi. „Stundum
finnst mér ég áttræð. Líf mitt
hefur flogið áfram, en ég hef
samt alltaf leitað að minum innra
manni í ys og þýs hversdagslífs-
ins. Einn daginn flýg ég til
Mexíkó og þann næsta er ég kom-
in til Zúrich. Ég hef þurft að
skapa mér visst andlegt jafnvægi,
sem er áunnið. Til að halda
fegurðinni þarf maður að fara vel
með sig, láta ekki streituna yfir-
buga sig og gæta þess alltaf að fá
nægan svefn. Ég hef tamið niér
það að geta sofnað alls staðar og
undir hvaða kringumstæðum,
sem er.“
„Þegar ég var unglingur sótti
ég oft dulspekifundi með pabba.
Dulspeki og innri hugarró leikur
stórt hlutverk í minu daglega lífi.
Ég er einnig trúuð, en hef þó lært
það i lífinu að treysta mest á
sjálfa mig. Vinir? Maður veit
aldrei hverjir eru það i raun ef
eitthvað bjátar á leita ég til fjöl-
skyldunnar minnar hér heima.“
Guðrún þykir eins og segir f meðfylgjandi grein ein af tfu toppljósmyndafyrirsætum Evrópu. Hún byrjaði sem unglingamótel og hefur náð þeim árangri að vera á toppinum f
fimmtán ár. Þessar tfzkuljósmyndir eru af auglýsingakorti Guðrúnar, en slfkt kort hafa allar starfandi ljósmyndafyrirsætur.