Morgunblaðið - 07.08.1977, Síða 25

Morgunblaðið - 07.08.1977, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977 25 Gagnlegir dagar nauðsynlegt samstarf Rætt við þátttakendur í norrænum kristnum menningardögum DAGANA 3.—5. ágúst voru haldnir svonefndir norrænir kristnir menningardagar I Norræna húsinu í Reykjavik, og var það stjóm Samnorrænu kirkju- stofnunarinnar. Nordiske Ekumen- iske Institutet, sem efndi til þess- ara menningardaga. Um leið var haldinn aSalfundur stofnunarinnar og fór hann fram á Akureyri 31. júli s.l. Mbl. ræddi viS þrjá þátt- takendur og eiga þeir sæti i stjórn Samnorrænu kirkjustofnunarinn- ar. Johannes Asgaard er frá Dan- mörku og er hér ásamt konu sinni, Anna Maria Aagaard. en hún flutti fyrirlestur- um dönsku skáldkonuna Ulla Ryum. Johannes Aagaard er prófessor i guðfræði við háskólann I Árósum. — Ég hef einu sinni áður komið til Islands, það var fyrir 5 árum er við sátum aðalfund stjórnar Sam- norrænu kirkjustofnunarinnar en hann er haldinn til skiptis I öllum Norðurlöndunum. en ég hef verið I stjórninni I 1 5 ár. Hver eru nú helztu verkefni stofn- unarinnar? — Það má segja að það sé sam- ræming og samstarf á öllum svið- um, við reynum að hafa samstarf I menningarmálum, stjórnmálum og samræma skoðanir ef hægt er, og yfirleitt að viðhalda sem mestu sam- starfi og samskiptum milli kirknanna á Norðurlöndunum. Þessi samtök eru orðin um 30 ára og er þetta eiginlega eini vettvangurinn fyrir svo almennt og víðtækt samstarf milli Norðurlandanna. Þá má nefna að Norðurlöndin reyna að koma fram sem einn aðili I Alkirkjuráðinu, þ.e. standa sem mest saman á þeim vettvangi. Þessi stofnun tekur til allra kirkjudeilda, einnig kaþólskra. og má e.t.v segja að við séum þar skrefi framar, en aðrar hliðstæðar stofnanir. — Á hverju ári eru skipulagðar ýmsar ráðstefnur á vegum stofnun- arinnar og sækja þær að meðaltali 50—60 manns. Á þessum ráð- stefnum er fjallað um ýmis mál, svo sem samstarf kirkjudeilda, kristni- boð, samstarf og samskipti við önn- ur og óllk trúarbrögð. tekin fyrir hjónabandsvandamál og mannleg samskipti, þróunarmál og fleira. Þessar ráðstefnur eru mjög gagnleg- ar og eru þær oft þrjár til fjórar á ári hverju. en ekki höfum við ráðist I að halda þær hérlendis ennþá vegna fjarlægðarinnar, sagði Johannes Aa- gaard að lokum Johannes Aagaard frá Danmörku. Ljósm. Ól. K.M. Johannes brskup frá Finnlandi. Ljósm. Rax. Sjóndeildarhring- urinn stækkaði Frá Finnlandi er kominn biskup Johannes (metropóllt) I Helsingfors, biskup orþódoxu kirkjunnar þar og hann greinir aðeins frá sinni kirkju- deild: — Þetta er fremur lítíl kirkja I Finnlandi, meðlimir eru nálægt 60 þúsund og söfnuðirnir eru alls 25 I landinu. Hún var stofnuð fyrir 900 árum og má því segja að hún hafi verið hluti af Finnlandi, hluti af Lars Thunberg frá Svlþjóð. Ljósm. Rax. menningu landsins I öll þessi ár. Annars hefur þessi kirkjudeild kom- ið frekar seint til Vesturlanda. en eftir slðari heimsstyrjöldina fer út- breiðsla hennar að vaxa að marki I Finnlandi. Johannes biskup flutti fyrirlestur um menningaráhrif orþódoxu kirkj- unnar I Finnlandi og lýsti hann m.a þar hvernig kirkjudeildin hefði breiðzt út um landið —- Þvl er ekki að neita, sagði Johannes. að orþódoxakirkjan á við nokkra erfiðleika að striða og er það m.a. vegna þess hversu dreifð hún er um landið, tiltölulega fáir eru á hverjum stað og gerir þetta t.d. börnum erfitt fyrir i skólanum hvað varðar uppfræðslu I trúarbrögðum Það hefur lika gerzt tiltölulega fljótt. aðallega um og eftir strlðsárin, að hún breiddist út um landið. en hún hefur einnig verið meira og betur kynnt um landið en ella vegna þess- arar dreifingar. — Fjölgun I okkar kirkjudeild er fremur hæg, þar sem um 90% hjónabanda eru blönduð. þ.e annar aðilinn er af annarri kirkjudeild og verður það oftar þannig að börnin tilheyra þeirri kirkjudeild, sem ekki er sú orþódoxa En hins vegar er þróunin aðeins að breytast I hina áttina. Þá gat Johannes biskup um að æskulýðsstarf orþódoxu kirkjunnar væri mjög vadandi og hún hefði yfir :ð ráða nokkrum stöðum þar sem reknar væru sumarbúðir fyrir börn og unglinga og dveldu nokkur hundruð barna og unglinga í sumar- búðum i nokkrar vikur i senn — Þessi dagskrá hér og heim- sóknin til íslands hefur verið mjög skemmtileg og gagnleg, hér hefur maður kynnzt enn fleirum og þessi samskipti deildanna eru nauðsyn- leg. Þá hefur einnig verið tækifæri til að sjá smáhluta af íslandi og hefur þessi heimsókn öll stækkað sjóndeildarhringinn svolltið, sagði Johannes biskup að lokum. Fyrsta dagskrá sinnar tegundar Slðast var rætt við dr. Lars Thun- berg dósent frá Svlþjóð, en hann er þekkt skáld þar og hefur gefið út nokkrar Ijóðabækur og visindarit Las hann upp frumort Ijóð sin á einni dagskránni. Dr. Thunberg er forstöðumaður fyrir Samnorrænu kirkjustofnunina sem hefur aðsetur i Sigtuna I Sviþjóð Hann greindi i nokkrum orðum frá stofnuninni: — Þessari stofnun var komið á fót 1940 og er aðalaðsetur hennar I Sigtuna, sem er skammt frá Stokk- hólmi. Henní tilheyra kirkjudeildir á öllum Norðu»löndunum, m a bapt- istar, kaþólskir, meþódistar og hjálp- ræðisherinn og alls eru þetta 16 samtök eða deildir, sem mynda San- norrænu kirkjustofnunina. Aðal- fundir hennar eru haldnir einu sinni á ári til skiptis I Norðurlöndunum, við vorum I Danmörku I fyrra og verðum með hann i Finnlandi á næsta ári — Þessir menningardagar hér núna eru eiginlega hinir fyrstu sinn- ar tegundar sem við efnum til, en aðalverkefnin hafa verið ráðstefnu- hald og útgáfa timarita og árbókar, þar sem er að finna allt um starfsemi stofnunarinnar frá árí til árs Annars eru þessar ráðstefnur stundum erfið- ar í framkvæmd, t d vegna málaerf- iðleika fyrir Finna og vegna fjar- Framhald á bls. 15 Önnur vandamál sem S.Þ. hafa viðurkennt eru: hernumdu svæð- in, sem ísraelar hafa tekið i Gaza og á Golanhæðum og vesturbakka Jordan. Og loks: Chile. Eiginlega er ekki ástæða til að gera veður út af öðru, a.m.k. ekki opinberlega. Annað skilst manni sé i bezta lagi. Þetta er sem sagt heimsmyndin sem við blasir í dag. Það væri ekki ofsagt, að full- yrða að þessi orð Halldórs Laxness séu meiri en litil kald- hæðni: „Nú er það einganveginn meiníng mín, að ekkert geti verið rétt sem kemur frá nefndum". Fyrrnefnd afstaða S.Þ. hefur komið frá nefndum og nefndar- nefndum. En lítum nú á nokkur dæmi sem fyrr er ymt að. Undir stjórn jafnmerks Arabaleiðtoga og Sadat er, hafa Egyptar ekki haft í öðru merkara að snúast á heima- vígstöðum en lögfesta ákvæði þess efnis, að hver sá sem turnast frá múhameðstrú skuli réttdræp- ur. Hvað segðu nú íslendingar, ef það væri leitt í lög hér á landi, að hver sá sem gengur úr þjóðkirkj- unni skuli gjalda þess með lífi sínu samkvæmt lögum? Þá hefur verið nýleitt i lög i öðru múhameðstrúarlandi, Pakistan, að hendur skuli höggva af þjóf- um. Þannig er verið að vekja upp miðaldir með nýrri löggjöf, úti um allar trissur. Blóðvellir heimsins Eitt þeirra landa, sem er hvaó virkast i FIDE, Argentina, er að verða hálfgerður blóðvöllur og nýjustu fréttir af gerræðisstjórn- inni þar eru þess efnis, að stjórn- völd aki andstæðingum svo Iitið beri á í merktum sjúkrabílum út fyrir bæi og borgir, lífláti þá þar og husli eins og hunda. En á alþjóðaþingi FIDE i Luzern var sótzt eftir afstöðu Argentínska skáksambandsins, en það er að undirbúa mikið mót i nafni FIDE. Vonandi verða þátttakendur ekki keyrðir á milli i sjúkrabílum. En sem sagt: Argentína er ekki vióurkennt vandamál, hvorki hjá S.Þ. né FIDE. Astæða: þar var ekki sósialista steypt af stóli (að visu rangt orð, ætti að vera: marxista). í Uruguay er hryðjuverkastjórn svo mögnuð að engu tali tekur, i Paraguay er það eitt vinsælasta sportið að fara á indiánaskyttiri, eins og menn skjóta gæsir og hreindýr á Islandi, og mestur hluti Suður-Ameríku liggur i blóði hefnda, hryðjuverka og ein- ræðis, og allir vita hvernig ástandið er i Afríku. Þar eru ýmist engin mannréttindi eða lít- il. Ýmist engar kosningar eða málamyndakosningar eins og i Egyptalandi og Túnis, svo að nefnd séu dæmi af betra taginu. Nú er þó talið, að verið sé að undirbúa kosningar i þeim tveim- ur löndum i Afriku, þar sem ástandið hefur verið hvað skikk- anlegast/Ghana og Efri Volta. En þar með er upptalið. í Mið-Ameríku og Karabíska hafinu eru ógnarstjórnir. Allir vita hvernig ástandið er í Uganda, þar sem dómsmálaráðherrann fór nýlega á alþjóðafund til að verja stefnu landsins í mannréttinda- málum, sem hann gerði eins og að drekka vatn, en notaði samt tæki- færið til aö flýja land, svo að ekki sé talað um heilbrigðisráðherr- ann, sem heldur því fram, að Amin hafi oft lofsungið manna- kjöt í hans eyru. Malik, utanríkisráðherra Indó- nesíu, þykist hafa efni á þvi að gagnrýna mannréttindastefnu Carters Bandarikjaforseta, en í Indónesíu er enn um 50 þúsund pólitiskir fangar, sem skiptast í þrjá flokka: þá sem stjórnin þyk- ist hafa sönnunargögn gegn, þá sem hún viðurkennir að skorti sannanir gegn og þá sem hún seg- ist ætla að láta lausa á næstu fjórum árum. Margir þessara fanga eru kommúniar. A Filipps- eyjum er einræðisstjórn, svo og i Suður-Kóreu sem stendur og allir vita hvílíkur vitfirringur stjórnar Norður-Kóreu. I Vietnam eru framin hryðjuverk á vegum kommúnista og Kambódía er harmsaga með eindæmum í sam- anlagðri sögu mannkynsins, ef marka má þær fréttir, sem helzt er á að byggja frá þessu ógæfu- sama landi. I Epiópiu eru blóðhundar fyrri tegundar, Mengistu, sem lætur drepa fólk og selur svo foreldrum lik þess fyrir blóðpeninga. Hann hefur farið i fína heimsókn til Moskvu og er marxisti. I Mið- baugsgineu, Macias og kallar sig kraftarverkið eina og minnir á fjallið eina á Reykjanesi. Hann er blóðhundur af versta tagi i landi, sem var álíka fjölmennt, þegar það hlaut sjálfstæði á siðasta ára- tug og Island er nú. Um 25% landsmanna hafa flúið, en ótaldir eru þeir sem æskulýðsfylking kraftaverksins hefur drepið. Mun nú liggja við landauðn. Hvað segðu íslendingar ef 100—150 þús. manns hefðu flúið ógnar- stjórn hér eða verið drepnir? Samanburður við okkar fámenna og tiltölulega friðsama land er nærtækastur og mest upplýsandi. Samvizku- spursmál Þetta eru aðeins örfá dæmi, nánast tekin af handahófi, og fleiru mætti bæta við, s.s. frá Persiu og Libýu. þar sem ein- ræðisseggir og miðaldaskraut- fjaðrir vaða i olíupeningum. En hér verður látið staðar numið. Skinhelgi og hræsni riða ekki við einteyming á okkar yfirborðslegu öld. En nefndirnar og yfirlýsing- arnar segja samt. að ekkert af þessu hafi gerzt. Það sem hefur ekki verið staðfest af nefndunt tilheyrir víst ekki veruleikanum, a.m.k. ekki opinberum veruleika. Þau ógnarverk, sem eru ekki viðurkennd af S.Þ. eru ekki blett- ur, hvorki á einum né neinum. Þau eru i hæsta lagi umhugs- unarefni og samvizkuspursmál hvers og eins einstaklings i heim- inum, ekki sizt okkar, sem tókum þingræði og almenn mannréttindi í arf. Við eigum að hætta að hlusta á nefndir, en leggja þeim mun betur eyrun við þvi, sem fólk segir. En gleymum því þá ekki, að eitt eru stjórnvöld, en annað óbreyttir borgarar kúgaðra ríkja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.