Morgunblaðið - 07.08.1977, Síða 35

Morgunblaðið - 07.08.1977, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977 35 Á SÍÐUSTU tveimur ár- um hafa birzt í Lesbók Morgunblaðsins u.þ.b. 25 greinar um föng Halldórs Laxness í Skáldsögur sín- ar, einkum íslandsklukk- una. Það er Eiríkur Jóns- son, kennari í stærðfræði við Kennaraháskóla Is- lands, sem hefur skrifað þessar greinar og lagt mikla vinnu í það að rannsaka þær heimildir sem Laxness notar í ís- landsklukkunni. Hafa þessar rannsóknir Eiríks vakið mikla athygli og nú í byrjun júlímánaðar fékk hann styrk frá Vísindasjóði að upphæð 500 þúsund krónur til þess að halda áfram rannsóknum sínum í Kaupmannahöfn á „til- urð skáldsögunnar, ís- landsklukkan“, eins og segir í bréfi þar að lút- andi frá Vísindasjóðnum. Nokkrum dögum eftir styrk- veitinguna hélt Eirikur til Kaupmannahafnar, og hugðist dvelja þar til ágústloka, en þá þarf hann að mæta til kennslu við Kennaraháskólann. Af per- sónulegum ástæðum þurfti hann þó að koma hingað heim eftir einungis þriggja vikna dvöl ytra og er nú staddur hér á landi. Er óvíst hvernig eða hvenær honum gefst tími til að halda aftur utan til rannsókna, en hann kveðst þurfa um tveggja mánaða tíma í Höfn til að ljúka þessum rannsóknum, væntanlega leysast þau mál þó fljótlega. Mbl. hafði samband við Eirík og innti hann eftir ýmsu, sem varðar rannsóknir hans. „Aldrei litið á sjálf- an mig sem dómara“ — Ég byrjaði á þessu af því að ég hafði oft lesið Islands- klukkuna og mig langaði til að vita hvernig svona sögur yrðu til. Fyrst rakst ég á samsvörun við íslandsklukkuna í öðrum bókum árið 1948 og þar eð ég hef rannsóknarskyldu í sam- bandi við kennsluna i Kennara- háskólanum, hóf ég að kanna þetta og hef fengizt við þær rannsóknir síðan 1972 og tekið þær fram yfir rannsóknir á mínu kennslusviði þ.e. stærð- fræði. — I mínum skrifum um þessi mál hef ég alla tið sett mál mitt fram á hlutlausan hátt, enda hef ég aldrei litið á sjálfan mig sem einhvern dómara um vinnubrögð Halldórs Laxness, eða söguna sjálfa. Ég er ekkert hæfari til þess, en hver annar íslendingur, öðru máli gegnir náttúrulega ef um útlendinga er að ræða. Mér finnst mjög spennandi að fást við þetta og athyglisvert að kanna hvernig „Mig langaði til að vita hvemig svona sögur yrðu til" I Rætt við Eirík Jónsson um rannsóknir hans á föng- um Halldórs Laxness í Islands- klukkuna höfundur nýtir samtíma- heimildir við ritun þessarar sögu. Menn geta svo náttúru- lega deilt um það hvort þetta sé til góðs eða ills fyrir verkið. Það má geta þess i þvi sambandi að Halldór hefur verið svo vin- gjarnlegur að leyfa mér að skoða öll þau þrjú eða fjögur handrit, sem hann skrifaði að Islandsklukkunni og þegar ég hef fundið eins mikið af föng- um hans í söguna og ég frekast get hyggst ég kanna hvernig hann hefur nýtt þau í hand- ritunum öllum, breytt þeim og fellt þau burt eftir atvikum. — Það hefur komið í ljós við þessar athuganir minar að suma kafla sögunnar tekur Halldór nær orðrétta opp úr öðrum bókum, aðra kafla ein- ungis efnislega og enn aðrir kaflar í samtímaheimildum hafa orðið honum kveikjan að algerlega nýjum hugmyndum i verkinu. — Varðandi það sem heyrzt hefur frá ýmsum um það að þetta sé einhvers konar niður- rifsstarfsemi af minni hálfu, er litið að segja, enda hef ég ekki virt slíkt svars þó greinar þess efnis hafi birzt í blöðum. Vist er það rétt að það er venja að geta í bókum heimilda sem eru notaðar við samningu verksins, einkanlega ef um beinar til- vitnanir er að ræða, en ég vil benda á að þegar Vefarinn mikli frá Kasmir kom út i ann- að sinn sleppti Halldór allri heimildaupptalningu þrátt fyrir margar beinar tilvitnanir. Hann segir þar aó hann hafi gert það sökum þess að slikt hæfi ekki skáldverki. Margir hafa og sagt að skáldverk eflist að mun með raunsönnu sögu- sviði. — Annars segir Halldór mjög vei frá þessu i grein sem heitir „Myndlist okkar forn og ný“. Þar segir hann m.a.: „Listaverkið er ekki aðeins sú Ameríka sem listamaðurinn hefur fundið, heldur sá heimur, sem hann hefur skapað. ,,í þessu tilfelli má líkja föngum hans við Ameriku, en islands- klukkunni við þann heim, sem hann hefur skapað. „Halldór þrýstir saman mannkynssögunni“ — Það er margt athyglisvert sem kemur i ljós við þessa rannsókn, m.a. það að Halldór þrýstir saman mannkynssög- unni I mörgum tilfellum, þann- ig að í islandsklukkunni, sem á að gerast á árunum frá 1684—1729, koma fyrir atburð- ir, sem í raun gerðust löngu fyrir þann tima og sumir jafn- vel allt aftur á 16. öld. Þar má t.d. nefna það þegar segir frá því í sögu Halldórs að hinn þýzki Uffelen bauð danakóngi 5 tunnur gulls fyrir ísland. Þetta á sér raunar stoð í raun- veruleikanum, því á 16. öld bauðst Uffelen nokkur til að lána þáverandi danakóngi 500 þúsund dali gegn þvi að fá Is- land að veði. En þessir 500 þús- und dalir eru nákvæmlega sú upphæð sem er að verðgildi 5 tunnur gulls. — Það er að sjálfsögðu úti- lokað að grafa upp öll föng Laxness í Íslandsklukkuna, þó hægt sé að komast nærri þvi. Það kemur fyrir að það er sagt - frá sama atburðinum í 10 bók- um, þá er ekki alltaf auðvelt að greina hvað heimild Laxness hefur notað ef hann segir frá þessum atburði i islandsklukk- unni. — Það eru þó vissulega nokkur rit sem Halldór hefur stuðzt við í meiri mæli en önn- ur, af erlendum rítum ber hæst ýmsar danskar bækur. T.d. „Danmark i Fest og Glæde", sex binda verk sem kom út árið 1935 og fjallar um skemmtanir og samkomur i Danmörku frá örófi alda til útgáfuársins. Ur öðru bindi þess verks er t.d. komin lýsingin á veizlunni i Jagaralundi * i islandsklukk- unni. Eins má nefna sjö binda verk sem heitir „Dagligt liv i Norden i det 16. árhundrede", sem kom út um siðustu alda- mót. Úr því verki er tekin lýs- ingin á heimsókn Snæfríðar til Gullinlós með beiðnina um að mál föður hennar verði tekið upp að nýju. Það er að sjálfsögðu einungis lýsingin á staðháttum og að- stæðum sem hér um ræðir. Lýs- ingin á hallarskála Guilinlós sérstaklega. Sagan af handtöku Jóns Hreggviðssonar i „Lukk- stað og frásögnin af her- mennsku hans er mjög byggð á verki um hernaðarsögu Dana og Norðmanna auk ævisögu Jóns Indiafara. Einnig notar Halldór mikið ritverkið „Köbenhavn" eftir Carl Bruun og Danmerkursögu Holms. Af öðrum heimildum má nefna nokkuð af verkum Luthers og enska bók, sem heit- ir „The idea of Perfection in Christian Theology" t öllum þessum ritum er oft visaó til annarra verka og á ég eftir að kynna mér þau, er það einmitt það sem ég hafði i hyggju að gera i Kaupmannahöfn í ár. „Hafa kostað mig geysimikla vinnu“ — Þrátt fyrir það að islenzk- ir bókmenntafræðingar hafi skrifað mikið um Laxness og verk hans, hafa þeir ekkert fjallað um þau mál sem rann- sóknir mínar snúast um. Senni- lega er það vegna þess að þeir hafa talið að Peter Hallberg hafi gert þessu viðeigandi skil, en svo er alls ekki. Hann setur fram ýmsar tilgátur um þetta efni sem ekki standast, m.a. um veizluna í Jagaralundi. Umfjöllun Hallbergs um Framhald á bls. 15 Kjallaragrein í Politiken i danska blaðinu Politiken birtist sl. fimmtudag kjallara- grein eftir Eirfk Jónsson um föng Halldórs Laxness i þann kafla Islandsklukkunnar, sem fjallar um veizluna i Jagara- lundi. i greininni segir Eirikur m.a. aó likja megi heimildanotkun Laxness við aðferðir Snorra Sturlusonar, þegar hann samdi sögu Olafs helga. Eirikur segir ennfremur i greininni að með því að nota samtima frásagnir gæði Laxness islandsklukkuna raunsönnu sögusviði. Síðan er í greininni kafli úr miklu dönsku ritverki, „Danmark i Fest og Glæde,“ borinn saman við frá- sögnina í Islandsklukkunni um veizluna á Jagaralundi. Segir Eiríkur um það atriði að í is- landsklukkunni láti Laxness sögusviðið halda sér nær óbreytt frá því sem það sé í heimildunum, en bæti hins veg- ar við ýmsum atriðum svo les- andinn skynji hinn íslenzka veruleika sem djúpan undirtón. i tilefni af birtingu þessarar greinar i Politiken ræddi blm. Mbl. við Eirik og birtist viðtalið hér á síðunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.