Morgunblaðið - 07.08.1977, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.08.1977, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGOST 1977 Maðurinn minn SIGURJÓN PÁLSSON, múrari, Geitlandi 21, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 10. ágúst kl. 13 30 Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á líknarstofnanir Fyrir hönd vandamanna, Magnússína Ólafsdóttir Útför + KRISTÍNAR E. VÍGLUNDSDÓTTUR, Norðurbrún 1, ferð fram frá Fossvogskírkju, á morgun, mánudaginn 8 þ m kl. 13.30 e.h. Óskar Magnússon. Jóhanna Óskarsdóttir, Vilbogi Magnússon, Rósa Viggósdóttir. t Hjartkær móðir okkar GUÐBJÖRG SIGUROARDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9 ágúst kl. 1 5 Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna Engilbert Þorvaldsson, Jóhanna Þorvaldsdóttir, Sigurjón Þorvaldsson, Elín Þorvaldsdóttir. Útför t ODDRÚNAR ÞORKELSDÓTTUR, Freyjugötu 47, Reykjavik sem andaðist 28 júli s I fer fram þriðjudaginn 9 ágúst frá Fossvogs- kirkju kl 10 30. Guðrún Runólfsdóttir Þorgeir P. Eyjólfsson. Útför t LÁRUSAR JÓHANNESSONAR frv. hæstaréttardómara, verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9 ágúst kl 3 Stefania Guðjónsdóttir, Jóseffna Lára Lárusdóttir, Halldór Bjarnason, Auður Guðmundsdóttir. Guðjón Lárusson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓHANN PÁLSSON, pipulagningameistarí, Blönduhlið 27, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9 ágúst kl 1 30 e h „ Guðrún K. Eliasdóttir, Sveinn Frímann Jóhannsson, Kristján Pálmar Jóhannsson, Velgerður Sigurðardóttir, Ruth Jóhannsdóttir. Lárus Ingólfsson. og barnaborn. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar. tengdamóður, ömmu og dóttur minnar WENNIE SCHUBERT Þórsgötu 6 fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 8 ágúst kl 3 e h Gísli Sigurjónsson, Edith Gisladóttir, Þóra Gisladóttir, Ásdis Gísladóttir, Einar Sumarliðason, Gisli Þór Einarsson, Edith Schubert. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginkonu minnar, systur, móður, tengdamóður og ömmu GUOMUNDU HERBORGU GUÐVUNDSDÓTTUR Klapparstig 16 Ytri-Njarðvik Guðmundur Brynjólfsson Þórhanna Guðmundsdóttir Jóhann B. Guðmundsson Magna Guðmundsdóttir Ólafur Jónsson Hrefna Guðmundsdóttir Miller Ólafur Árnason Margrét J. Guðmundsdóttir Jón Friðrik Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Steingrímur J. Guðjónsson umsjónarmaður Fæddur 30. nóvember 1906 Dáinn 25. júll 1977 Góður maður er genginn. Stein- grímur Jón Guðjónsson fyrrver- andi umsjónarmaður Land- spitalans lést á sviplegan hátt vestur við Purkey á Breiðafirði hinn 25. júlí s.l. Hversu dýrmætt er ekki lífið þegar birta og ylur vermir hjörtu okkar. Þegar sólar- geislar hafa brotist i gegnum skýin og flæða yfir allt og reka myrkur og kulda á braut. Oft nægir þetta okkur til þess að vera glöð og kát, en aðeins um stundar- sakir. En það er til fólk sem hvorki myrkur né kuldi vinnur á, fólk sem hefir öðlast þann skiln- ing og þroska með jákvæðum hugsunum og gerðum, að ekkert raskar ró þess. Það gegnur á meðal okkar og jákvæð hugsun þess streymir frá þvi í verkum og tali og léttir byrðar þeirra er þunga og erfiðleikum er haldið. Það fór ekki mikið fyrir Stein- grími Jóni, aldrei hávaði né læti. Hann gekk hljóðlega um, þros hans var hlýtt og úr augum hans skein mildi og kærleikur. Stein- grímur hafði tekið jákvæða stefnu í lífinu, tileinkað sér það besta, samviskusemi í því er hann tók sér fyrir hendur, sí leitaði að fegurð hvar sem hana var að finna og ekki hvað síst í með- bræðrum sínum. Dálæti hans á börnum bar þess ótvfræð merki, hve trúaður hann var á mannssál- ina. Steingrímur kunni að um- gangast börn. Hann kunni að setja sig í þeirra spor og gat leikið þannig við þau að þau fundu ekki annað en hann væri einn af þeim. Hann kunni að leiða þau áfram til manndóms og þroska og vissi hvenær mátti sleppa af þeim höndum og láta þau sjálf taka á sig ábyrgð fullorðins fólks. Steingrímur kvæntist Margréti Hjartardóttur hinn 9. október 1937 og eignuðust þau fjóra syni, sem allir eru uppkomnir. Synir þeirra hjóna eru allir farnir að heiman en þeiir eru: Jón pípu- lagningamaður, starfsm. Land- spítalans, Helgi fulltrúi hjá Landsbanka Islands, Þorsteinn sölumaður hjá Fasteignaþjónust- unni og Guðjón starfsmaður Reiknistofu bankanna. Allir eru þeir giftir og eiga mannvænleg börn og eru ótaldar þær stundir er þau Margrét og Steingrimur hafa lagt fram til blessunar barnabörnum sínum. Margrét var alin upp í Purkey og héldu þau hjón mikið upp á staðinn og fóru árlega til að dvelj- ast þar, ásamt sonum sínum og venslafólki. Steingrími var sér- staklega annt um þennan stað og hvatti drengina sína til að byggja sumarbústað á eyjunni og þar eð Steingrfmur hafði hætt störfum hjá Landspítalanum sökum aldurs, dreif hann sig út f eyjar til þess að hjálpa til við uppbygging- una. Vini áttu þau hjón í Purk- eynni, þótt nú sé aðeins einn eft- ir, Jón Jónsson bóndi, uppeldis- bróðir Margrétar, er dvalið hefur þar einn í mörg ár. Til hans er gott að koma, það þekkjum við af eigin raun og til hans sóttu Margrét og Steingrfmur og ekki síður drengirnir og voru þar í góðu yfirlæti og tóku til hendi með honum við búskapinn. Áhugamál Steingrfms voru f jölda mörg og ekki hægt að gera þeim nein tæmandi skil í stuttri t Þökkum auðsýnda samúð við útför bróður mins og móðurbróður okkar STEFÁNS ÁRNASONAR Vestmannaeyjum. Árný Sigurðardóttir, Suðurgarði Stefanía, Árni, Jón í. Sigurðsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför dóttur okkar GUÐNÝJAR MARENAR. Sigriður Garðarsdóttir, Kristinn Jónsson. t Þökkum af alhug hluttekningu vegna fráfalls og jarðarfarar JÓNASAR BJÖRNSSONAR, fré Dæli, Vtðidal. Sérstakar þakkir viljum við færa öldruðu fólki er lagði á sig langt ferðalag til að heiðra minningu hans. Helga Jónasdóttir Ágúst Frankel Jónasson, Sigriður Jónasdóttir Hreinn Kristjénsson, barnabörn og bamabarnabarn Lokað mánudaginn 8. ágúst eftir hádegi vegna jarðarfarar Steingríms Guðjónssonar. Fasteignaþjónustan Austurstræti 1 7. grein, aðeins minnast á það helsta. Þá er fyrst að nefna vinn- una og heimilið. Vinnustaður hans á Landspítalanum var staður er Steingrímur naut sín á, ekki eingöngu við að Iagfæra og endur- nýja það sem úr sér gekk, heldur og ekki síður til að fegra í kring- um spitalann og ber trjágarður- inn fyrir sunnan gamla spítalann þess glöggt vitni. Heimakær var Steingrfmur, þar leið honum bezt hjá konu og sonum sínum. Stein- grímur var fjallamaður er hafði næmt auga og djúpar tilfinningar fyrir náttúrufegurð landsins, hvort heldur var í stórhrikaleika öræfanna eða gróðursæld dal- anna. Myndavélina hafði hann ávallt með ser og tók myndir og þannig undirbjó hann sig undir langan vetur og bauð þá gjarnan kunningjum og vinum til sín á köldum vetrarkvöldum. A þeim kvöldum var gaman að vera leidd- ur i sól og birtu heima i stofu hjá honum og tók hann þá fólk með sér inn í furðuheima islands með heillandi frásögnum, þvf hann þekkti landið og sögu þess. Margt fleira mætti segja um áhugamál hans en hér læt ég staðar numið. Steingrímur var fæddur f Litlu- Brekku í Geiradal. Foreldrar hans voru Guðrún Magnúsdóttir og Guðjón Jónsson. Guðjón var bæði bóndi og trésmiður í sinni sveit. Steingrímur ólst upp í for- eldrahúsum til tuttugu ára ald- urs, en innritaðist þá í Hvítár- bakkaskóla og stundaði nám þar í þjrá vetur. Varð siðan sýsluskrif- ari hjá föðurbróður sfnum Ara Arnalds á Seyðisfirði í tvö ár, en flyst þaðan til Reykjavikur 1930 og hóf störf fyrst sem skrifstofu- maður hjá Landspitalanum en síðar sem umsjónarmaður, eins og fyrr getur. Steingrimur átti átta alsystkin, fjóra bræður og fjórar systur, einn uppeldisbróður sem var systursonur þeirra og var hann ávallt tekinn í systkina- hópinn. Tvö systkini hans eru nú látin, Þau Jón og Jóhanna. Að leiðarlokum langar okkur til að þakka Steingrími og konu hans fyrir dóttur okkar en hún er gift Þorsteini. Þær tengdir urðu lil þess að ég og fjölskylda mfn kynntumst þessu ágæta fólki. Við munum minnast Steingrims um ókomna ævi. Þökkum honum hlýju handtökin og mildu brosin sem hann átti svo létt með að gefa. Konu hans, sonum og öðru venslafólki vottum við dýpstu samúð. Aðalheiður Skaptadðttir, Þorgrfmur Einarsson. Fyrir rúmum sjö mánuðum komu saman í borðstofu Land- spítalans um sjötíu starfsmenn hans til að kveðja umsjónarmann spítalans, Steingrím J. Guðjóns- son. Steingrímur hafði átt sjötugs afmæli hinn 30. nóvember og ætl- aði að hætta störfum hjá Land- spítalanum við áramótin. Með Steingrími, á þessari kveðju- stund, var, auk starfsmanna Landspítalans, kona hans, frú Margrét Hjartardóttir. Við, sem þá tókum þátt í þessu kveðjuhófi, sem haldið var til heiðurs Stein- grimi og konu hans Margréti, héldum, að nú væri fram undan hjá Steingrími nokkur róleg ár og þægilegt ævikvöld, eftir mjög erilsama og langa starfsævi hjá Landspítalanum. En nú eins og svo oft áður er erfitt að sjá fyrir þau atvik, sem ráða örlögum, og ævikvöld Steingríms varð miklu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.