Morgunblaðið - 11.08.1977, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 11. AGUST 1977
7
r
Traust
fjármálastjórn
borgarinnar
Borgarstjóm Reykjavtk-
ur hefur nú samþykkt um-
talsverðar sparnaðaraS-
gerðir, sem m.a. leiða til
frestunar á áður sam-
þykktum framkvæmdum
eða minni framkvaemda-
hraða. Þetta gerir borgar-
stjórnin tilknúin — vegna
breyttra ytri aðstæðna, er
hafa veruleg áhrif á út-
gjöld hennar. Þar má
nefna sýnilegan útgjalda-
auka vegna kaupgjalds-
hækkunar ( landinu og
verðlagsbreytinga, er (
kjölfar hennar hljóta að
fylgja. Þessi útgjaldaauki
var metinn með hliðsjón
af tekjum borgarinnar á
Kðandi rekstrarári. er nú
liggja Ijósar fyrir eftir
álagningu útsvara og að-
stöðugjalda, og breytingar
gerðar á fjárhagsáætlun
borgarsjóðs ! samræmi við
það. „Það er sárt að þurfa
að draga úr hraða fram-
kvæmda" ( borginni,
sagði borgarstjórinn, Birg-
ir Ísleifur Gunnarsson. En
Reykvíkingar mun örugg-
lega meta það meira, að
fjármálum borgarinnar sé
Breyting á fjárhagsáætlun borgarinnar:
„Sárt að þurfa að draga
úr hraða framkvæmda”
1
stýrt I samræmi við
breyttar fjárhags- og
rekstraraðstæður en efnt
verði til umtalsverðs
hallarekstrar á borgar-
samfélaginu eða viðbótar
skattlagningar.
Kosningaár
Það hefur á stundum
verið talið að sveitar-
stjórnarmenn ækju
eyðsluvagni sínum hraðar
eftir framkvæmdavegin-
um á slðasta ári kjörtfma-
bils. þegar kosningaár
væri framundan. en I ann-
an t(ma, til að sýna
„framtakssemi" áður en
gengið er að kjörborðinu.
Hvað sem öðru Kður er
það ekki auðgengin spor
að draga úr framkvæmda-
hraða ýmissa aðkallandi
verkefna, sem borgarbúar
hafa bersýnilega áhuga á
að sinnt verði. Sú ákvörð-
un borgarstjórnar Reykja-
vikur, sem nú liggur fyrir,
er þeim mun virðingar-
verðari, sem „pólitískar
aðstæður" eru erfiðari til
sKkrar ákvarðanatöku.
Hér er það sett á oddinn
að halda vörð um trausta
fjármálastjórn borgarinn-
ar og sigla borgarskútunni
i samræmi við rikjandi að-
stæður ( efnahagssjóum
samtimans.
Kröfur borgara á hendur
sveitarfélagi og r(ki fara
að visu vaxandi, en hinn
þögli meirihluti, sem
(hugar mál og skoðar ofan
i kjölinn, gerir fyrst og
fremst kröfur til ábyrgrar
stjórnar á samfélagsmál-
um. Það er lika skylda
hvers ábyrgs borgara að
Ijá aðhaldsstefnu lið,
hvort heldur sem um er að
ræða fjármál sveitarfélags
eða rikis, við ríkjandi
efnahagsaðstæður i þjóð-
félaginu. Nóg er þegar úr
böndum i efnahagslifi
okkar, þó að Reykjavíkur-
borg bætist ekki i hópinn
og neiti að horfa fram á
veginn. Fyrirhyggja og
framsýni borgarstjórnar-
meirihlutans á eftir að
bera sinn árangur, hvern
veg. sem á mál er litið.
Stalínisminn
segir til sín
Ein af „mannvitsbrekk-
um" Þjóðviljans segir svo
í gær: „Á sama hátt er
söguleg málamiðlun
italskra kommúnista ekk-
ert annað en tilboð til
borgarastéttarinnar um að
endurbæta italskan kapí-
talisma. í þvi skyni hefur
flokkurinn lagt fram mikla
sparnaðaráætlun. þar sem
bent er á, að nú sé nauð-
synlegt að færa vissar
fórnir (e.k. ,. lifað um efni
fram" kenning) og um
leið að gera auðvalds-
skipulagið fljótvirkara. . .
Um slika áætlun er öllum
„lýðræðis og alþýðu-
öflum", þar með talinn
flokkur kristilegra demó-
krata, sem samsvarar
Sjálfstæðisflokknum,
boðin samvinna". — Já.
Ijótt er ef satt er, sagði
karlinn. Og þessa „villu-
kenningu", hælir Þjóðvilj-
inn sér (stundum) af, að
hafa flutt út og gróðursett
i Evrópu sunnanverðri.
þar sem vaxtarskilyrði
skrautjurta eru öll betri en
hér við norðurpólinn! í
annan stað kemur sá
Stalínismi, sem alla
„endurskoðun" fordæm-
ir. er skýtur upp kolli i
áminnstri Þjóðviljagrein.
Þar er sum sagt fordæmt
að „teoria" kommúnista-
flokka (Alþýðubandalagið
meðtalið) sé „aðlöguð
praxis þeirra", eins og
„mannvitsbrekkan" orðar
það.
Þetta er
myndavélin
fyrir yður!
Og verðið
er líka í sérflokki:
YASHICA 35/MF
er ný 35 mm.
aðeins 33.960 kr.
vél með sjálfvirkri Ijósstillingu og innbyggðu
rafmagnsflassi. Tekur afbragðs myndir
bæði úti og inni.
• Sjálfvirk Ijósstilling
• 250 flassmyndir á sömu rafhlöðu
• Ljóssterk linsa f, 2.8/38 mm. • Auðveld fjarlægðarstilling
• Hraði 1/60 — 1 /250 sek. • Innan við 400 gr. að þyngd
lÆrIð vélritun
Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 11. ágúst.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna.
Upplýsingar og innritun í síma 4131 1.
Vélritunarskólinn
Suðurlandsbraut 20.
Lokun
Skrifstofa mín verður lokuð til 28. ágúst.
Einar Viðar hrl.
Túngötu 5.
Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skírteini
Svipmyndir sf.
Hverfisgötu 18 • Gegnt Þjódleikhúsinu
Lítið inn — við erum á 3 stöðum í
borginni, til þess að spara yður sporin.
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI — GLÆSIBÆ
AUSTURVERI
Ruggustólar
fráJúgóslavíu
irumarkaöurinn ht7
sgagnadeild 6112.