Morgunblaðið - 11.08.1977, Page 19

Morgunblaðið - 11.08.1977, Page 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977 19 fMtfvgPUitliútafeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorhjórn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sTmi 10100. Aðalstræti 6, sfmi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Bræðralag Brezhnevs og Pinochets Það hefur verið ákaflega fróðlegt að fylgjast með þvl, hverjir mest hafa kvartað undan mannréttindastefnu Carters Bandaríkjaforseta og þeirri auknu áherzlu, sem Bandaríkjamenn leggja nú á baráttu fyrir auknum mannréttindum viðs vegar um heim Mótmæli gegn stefnu Bandaríkjaforseta I mannréttindamál- um hafa fyrst og fremst komið úr tveimur áttum: frá leiðtogum Sovétríkjanna og frá ýmsum éinræðisherrum I Mið- og Suður- Amerlku. Leiðtogar Sovétríkjanna með Brezhnev I fararbroddi hafa kvartað sáran undan mannréttindabaráttu Bandaríkjamanna Þeir hafa talið þessa viðleitni Bandaríkjaforseta til þess að tryggja aukin mannréttindi víða um heim fjandskap við Sovétríkin, og þeir hafa haft í hótunum um að efna til nýs kalda stríðs við vestræn lýðræðisríki, ef Bandaríkjaforseti láti ekki af baráttu sinni fyrir auknum mannréttindum Þegar Bandaríkjaforseti hóf baráttu sína fyrir auknum mannréttindum var spjótunum ekki beint sérstaklega að Sovétríkjunum eða austantjaldslöndum og þess vegna er þeim mun athyglisverðara, að þessir aðilar hafa tekið þessa mannréttindabaráttu til sin. Það bendir ótvírætt til þess, að víða sé pottur brotinn I hinum sósíalísku ríkjum austan járntjalds- ins og raunar þarf ekki frekari vitna við um það Öllum er Ijóst að mesta og skipulegasta kúgun mannsandans I allri veraldarsög- unni er nú stunduð I ríkjum þeim, sem kenna sig við sósíalisma I Austur-Evrópu. Ásamt Brezhnev eru það svo ýmsir einræðisherrar I Mið- og Suður-Ameríku, sem yfirleitt hafa komizt til valda I skjóli vopna- valds með stuðningi hersins í viðkomandi landi, sem mest hafa kvartað undan mannréttindabaráttu Bandaríkjaforseta, enda eru almenn mannréttindi fótum troðin í flestum ríkjum rómönsku Ameríku og er það ekki ný saga Það er hins vegar alveg nýtt i utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sem að sjálfsögðu eiga mikil samskipti við ríkin í þessum heimshluta, að strangar kröfur séu gerðar til þessara nágrannarikja í mannréttindamálum. Þetta hefur komið einræðisseggjunum i rómönsku Ameríku jafn mikið á óvart og einræðisseggjunum i hinum svonefndu sósíalistaríkjum austan járntjalds. Þess vegna hefur nú myndazt samstaða milli tveggja aðila um baráttu gegn mannréttindastefnu Carters. Þeir, sem hafa tekið höndum saman i þessari baráttu eru forystumenn sósialísku ríkjanna i austri og einræðisseggirnir í rómönsku Ameríku, menn á borð við Pinochet í Chile og aðra slíka, sem standa fyrir kúgun og ófrelsi í þeim heimshluta Þessir aðilar, Brezhnev og félagar hans og Pinochet og félagar hans hafa lengi átt margt sameigin- legt, sérstaklega þó kúgun og ófrelsi, þótt þeir hafi ekki fyrr tekið höndum saman á alþjóðavettvangi eins og þeir í raun gera nú, þegar þeir berjast um á hæl og hnakka til þess að verja þau ómannúðlegu þjóðfélög, sem þeir hafa byggt upp í austri og ! Mið- og Suður-Ameríku. Auðvitað er skortur á mannréttindum víða í heiminum Hann er í Afríkulöndum, bæði hvítum og svörtum, og hann er í Asíulönd- um. En engir hafa brugðizt jafn ókvæða við og þeir tveir aðilar, sem hér hafa verið nefndir Rætt er um það, hvort Bandaríkja- stjórn muni hverfa frá stefnu sinni í mannréttindamálum til þess að riá betra samkomulagi við Sovétríkin. Tíminn á eftir að leiða það í Ijós, en sannleikurinn er auðvitað sá, að mannréttindahug- sjónin er svo sterk og áhrifamikil og hefur svo víðtæk áhrif um alla heimsbyggðina, að eftir að athyglinni hefur verið beint að mannréttindamálum í jafn ríkum mæli og gert hefur verið undanfarna mánuði getur ! raun og veru enginn stjórnmálamað- ur, hversu valdamikill sem hann er, snúið við blaðinu Mann- réttindabaráttan er komin á skrið og það verður ekki hægt á henni úr þessu, jafnvel þótt Carter Bandaríkjaforseti vildi, sem ekkert bendir þó til Emræðisherrar í austri og Mið- og Suður-Ameríku, i Afríku og Aslu verða að gera sér greín fyrir þessu. Þeir eru verndarar kúgunar og ófrelsis, sem fólkið í heíminum er ekki tilbúið til þess að sætta sig við „Þár hafið... stuðlað að friði og bættum sambúðarháttum" fíædadr. Krístjáns Eldjárns, forseta ís/ands, í veiztu tilheiðurs Urho Kekkonen, forseta Fmniands Herra forseti, Mér er það sönn gleði og ánægja að bjóða yður velkominn til íslands ásamt föruneyti yðar. Konu minni og mér er það per- sónulegt gleðiefni að fá nú tæki- færi til að endurgjaida það heim- boð, sem þér gerðuð okkur árið 1972 og þær höfðinglegu viðtök- ur, sem þér og frú Kekkonen og þjóð yðar veittuð okkur. Við fund- um það glöggt þá, og það fundu margir með okkur, að í Finnlandi andaði hlýju I garð tslands og Islendinga, og þess nutum við i ríkum mæli. Nú er það einlæg ósk min og von, að þér mættuð finna hér hið sama hlýja vinarþel, nú þegar þér komið hingað I annað sinn sem opinber fulltrúi þjóðar yðar. Ég veit, að íslenzka þjóðin tekur undir með mér þegar ég segi, að þér séuð aufúsugestur. Hér á landi þarf ekki að kynna Kekkonen Finnlandsforseta. ís- lendingar kunna góð skil á tii- komumiklum þætti yðar í nútima- sögu vinaþjóðar vorrar i Finn- landi. Og meira en það, þér hafið lagt af mörkum drjúgan skerf til þess að saman megi draga i þeim málum, sem þjóðir heimsins eiga erfitt með að koma sér saman um, og þannig stuðlað að friði og batn- andi sambúðarháttum, sem vér öll þráum og vonum að framtíðin megi bera í skauti sér. Þér eruð hluti af samtíð vorri. Þér eigið í þessu landi marga aðdáendur. Finnska þjóðin á lika marga vini og aðdáendur á íslandi. Til hennar leitar nú hugur margra íslendinga þessa dagana, í tilefni af komu yðar hingað til lands. Það er einkennileg og merkileg stað- reynd, að milli þjóða, sem ekki hafa átt sérlega mikil eða löng samskipti, sprettur stundum upp það, sem kalla mætti sjálfkrafa samkennd. Slíkur samhugur ætia ég að hafi á tiltölulega stuttum tíma skapazt milli Finna og ís- lendinga. Ég held, að virðing og vinarhugur íslendinga í garð finnsku þjóðarinnar eigi sitt fyrsta upphaf í verkum nokkurra finnskra skálda og rithöfunda 19. aldar, verkum, sem þjóðþekkt og vinsæl fslenzk skáld snéru á ís- lenzku og gerðu þannig á vissan hátt að islenzkri þjóðareign. Saga og barátta Finna fyrir frelsi lands sins, eins og hún er túlkuð i þess- um verkum, snart margan íslend- ing djúpt. Jarðvegurinn var þann- ig frjór og vel undir búinn, þegar umtalsverð kynni hófust með þjóðum vorum. Margir munu taka undir með mér þegar ég segi að skoðanir og tilfinningar Finna og íslendinga fari mjög oft saman. Vér finnum til þess á svipaðan hátt, að þjóðir vorar eru útverðir Norðurlanda, önnur i austri, hin i vestri. Vér finnum til þess, að vér tölum tungumál, sem ekki skiljast auð- veldlega af öðrum Norðurlanda- búum. Vér finnum til þess, að i löndum vorum báðum eru lýð- veldi. Lönd vor eru ólik, þvi fátt er sameiginlegt með landi vatna og skóga fyrir austan Eystrarsalt og hrjóstrugri eldfjallaey langt vestur i Atlantshafi. Vér erum tvær þjóðir Norðurlanda, sem fjærst búa hvor annarri. En allt það, sem ég áður nefndi og vér eigum sameiginlegt er þess megn- ugt að jafna það, sem ólikt er með oss og byggja brú yfir langar fjar- lægðir, og er þó með þessum orð- um á engan hátt dregið úr mikii- vægi þeirra margvíslegu tryggða- banda, sem tengja oss, hvora um sig, við aðrar Norðurlandaþjóðir. Mér er ljúft að minnast þess við þetta hátíðlega tækifæri, að ís- lenzka þjóðin á finnsku þjóðinni margt gott upp að inna. Vér höf- um fylgzt með framvindu mála í landi yðar, og margir íslendingar hafa hrifizt af menningu þjóðar yðar, ekki sizt i mörgum listgrein- um, og gert sér far um að kynnast henni og njóta góðs af henni. Þetta sést meðal annars á þvi, að allmargir íslenzkir stúdentar hafa nú undanfarið sótt til náms í landi yðar og ekki látið það standa i vegi, að þeir hafa orðið að leggja á sig að nema hið göfuga en harla torsótta finnska tungumál. En einnig sú þrekraun hefur orð- ið þeim menningarauki. Ég vil einnig minnast þess hér, að finnska þjóðin hefur hlaupið drengilega undir bagga með oss þegar vér höfum verið í vanda stödd. Hér hef ég einkum i huga hve stórmannalega finnsk stjórn- völd og alþýða manna í Finnlandi kom til liðs við oss þegar jörð brann í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum, með þeim afleið- ingum, sem gátu orðið mjög alvar- legar fyrir þjóð vora. Fyrir þá hjálp færi ég nú fram þakkir um leið og ég læt í ljós virðingu mína fyrir finnsktri menningu og þjóð- lífi. Sjálfur hafið þér, herra forseti, sýnt það í orði og verki, að þér eruð góður vinur islenzku þjóðar- innar og talið hennar máli þegar á þarf að halda og færi gefst. Öllu öðru fremur vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að nefna á hve virkan og áhrifamikinn hátt þér komuð málstað vorum til liðs með nokkrum orðum, sem þér létuð falla i ræðu yðar í Helsinki þegar konan min og ég sóttum yður heim 1972. Þá var hin örlagaríka deila um fiskimiðin kringum land vort að komast i algleyming. Þér sögðuð i ræðu yðar: „Ef nokkur þjóð hefur rétt til að draga björg í bú úr sjónum, þá eru það íslendingar. Það er rétt- ur, sem þróun nútimatækni og alþjóðastjórnmál eiga ekki að fá að takmarka. Ut frá þessu sjónar- miði hefur Finnland með miklum samhug fylgst með viðleitni íslendinga til að tryggja framtíð aðalatvinnuvegar sins, fiskveið- anna, og vill, innan takmarka raunhæfra möguleika, styðja þá á alþjóðlegum vettvangi.“ Þessi drengilegu orð vöktu mikla athygli og mikla gleði hér á islandi, og það er alveg víst að þau vöktu einnig athygii viðar um lönd. Það er tekið eftir þvi sem Kekkonen Finnlandsforseti segir í alvarlegum deilumálum eins og landhelgisdeilunni. Nú, fimm ár- um síðar, hafa mikil tiðindi gerzt i þessum málum öllum. Þegar vér hugsum til baka, sjáum vér betur en nokkru sinni, hversu merkileg og raunar á undan sinni samtið þau orð voru, sem þér mæltuð i heyranda hljóði i höfuðborg Finn- lands árið 1972. Þegar saga land- helgismálsins verður öll færð i samfellt letur, munu ummæli yð- ar verða talin með hinum stóru tíðindum. Herra forseti. Ég fagna þvi, að þér dveljizt hér sem gestur vor í nokkra daga og vona, að þeir verði yður til gleði. Ég lyfti glasi minu fyrir yður og fyrir heill og velgengni vinaþjóð- ar vorrar i Finnlandi. Hef talið mikils virði að eiga persónulegt samband við ísland fíæða Urho Kekkonens forseta Finniands * í veiziu forseta /s/ands ígærkvekii Herra forseti, frú Halldóra Ingólfsdóttir. Leyfið mér að flytja yður djúp- ar og innilegar þakkir fyrir yðar hlýju orð, er þér buðuð okkur, finnska gesti, velkomna til tslands. Við vitum að á íslandi ríkir einlæg hlýja í garð Finn- lands. Það var með óblandinni gleði, að ég heyrði að þér, herra forseti og eiginkona yðar, eigið bjartar minningar frá opinberri heimsókn yðar til Finnlands fyrir fimm árum. Við metum mikils framlag yðar til styrktar tengsl- um milli landa okkar. Ég hef jafn- an talið það mikils virði að ég hef : fengið tækifæri til að binda og eiga persónulegt samband við Island og íslendinga. Fögur, en óblíð náttúra islands hefur haft djúp'stæð áhrif á okkur Finna. Aðdáun okkar á Islendingum hef- ur og vaxið þegar það er í huga haft að við þessi hrjúfu náttúru- skilyrði, sem útheimt hafa mikla vinnu og strangt erfiði, hefur þró- azt einstæð menning í þúsund ár. Á siðari timum höfum við fylgzt með því okkur til gleði að sam- skipti landa okkar hafa orðið fjöl- þættari og meiri. Þessi lýðveldi tvö, á sitt hvoru horni Norður- landanna, hafa með jákvæðum samskiptum getað veitt hvor ann- arri örvun sem sprottin er af sér- kennum landanna. Samkenndin sem ríkir millum þjóða íslands og Finnlands byggir á norrænni sam- vinnu, menningarhefð og skyld- um hugsunarhætti. Á síðari tim- um hafa öll Norðurlöndin getað lagt fram sinn skerf til mjög ná- ins samstarf á nánast öllum svið- um almennra samskipta. Ölikt viðhorf til öryggis og viðskipta- mála okkar hefur ekki komið í veg fyrir að lönd okkar hafa oft tekið samhljóða afstöðu á alþjóða- vettvangi. Finnland hefur byggt stefnu sina í öryggismálum á þvi sem miðar að varðveizlu friðar, fylgt virkri hlutleysisstefnu, en island hefur á hinn bóginn gengið í At- lantshafsbandalagið. Ég vil taka fram að við i Finnlandi leggjum sérstaka áherzlu á að Norður- landaþjóðir verði ekki bitbein spákaupmennsku i öryggismál- um. Við Við litum á hinn bóginn svo á að það sé nauðsyn nú að gera ráðstafanir, sem miða að því að tryggja friðinn og öryggið, hvort sem er á Norðurlöndum eða annars staðar i heiminum. Þetta er tímabil æ meiri fjöl- breytni í alþjóðasamskiptum. Meir að segja smáþjóðir á borð við lönd okkar hafa möguleika á að leggja fram skerf til þessarar framþróunar. Ef áfram verður haldið á braut friðarviðleitni, ef áfram ríkir gagnkvæmt traust, er það bezta trygging fyrir þvi að við getum styrkt stöðu þjóðernis okk- ar og eflt þjóðlegan metnað okk- ar. Við i Finnlandi sjáum engan annan skynsamlegan kost i þess- ari þróun. Árangur af öryggismálaráð- stefnu Evrópu hefur fram til Kekkonen kemur til kvöldverðarboðs forseta Islands I gærkvöldi. Ljósm. Mbl. RA\ þessa verið mjög jákvæður og mikilvægur, hvort sem hann er skoðaður í evrópsku ljósi eða víð- ara samhengi. Þó er ástæða til að hafa hugfast að hér er um að ræða hægfara þróun. Þau tvö ár, sem eru liðin síðan samningurinn um frið og öryggismálasamstarf Evrópuþjóða var undirritað hefur það sýnt sig að þessi þróun er hafin. Hana ber að efla samtimis því sem keppt er að þvi að ná frekari árangri. Ég tel það meiri háttar mál að við látum hvergi deigan síga í viðleitni okkar til að hraða þessari þróun á allan hátt. Samningurinn sem var undirrit- aður i Helsinki leggur traustan grundvöll að slíku starfi. Hin auknu samskipti á sviði alþjóða- mála gera og meiri kröfur bæði til Finnlands og islands. I þeirri þróun verðum við umfram allt að heyja okkar eigin réttlátu baráttu og reyna að koma á samvinnu, sem er fullnægjandi fyrir alla að- ila. Hvert land hefur sín sérkenni. Eins og ég hef áður fullreynt og þér nefnduð herra forseti nú áð- an, setur Atlantshafið óvenjulega sterkt mark á alla þróun, hvað Íslandi viðkemur. Forsendur fyrir lífsafkomu íslands eru fisk- veiðarnar á miðunum umhverfis landið. Við höfum með miklum skilningi fylgzt með baráttu is- lendinga til að nýta þessar nátt- úruauðlindir. Á alþjóðavettvangi hefur þessi stefna í rfkum mæli reynzt hafa fylgi að fagna og við álitum að á þriðju Hafréttarráð- stefnu S.Þ. sem verður í P’inn- landi — og vonandi lokaráðstefna — náist lausn sem tryggi hags- muni tslands. Hvað Ísland og Finnland varðar býður þetta alþjóðlega samstarf — innan Norðurlan'danna og í við- ara skilningi — upp á möguleika til að bæta lifsskilyrði og auka fjölbreytni atvinnulífsins. Við vonum innilega að við getum eflt samskiptin á milli landa okkar á öllum sviðum, þjóðum okkar til gæfu. Herrar minir og frúr. Ég lyfti glasi minu fyrir forseta Islands, eiginkonu hans, framtið Íslands, velferð þess og gæfu. Kekkonen snæddi hádegisverð að Bessastöðum I gær. Hér er hann f fylgd forseta Islands og forsetafrúar og að baki þeim er Guðlaugur Þorvaldsson rektor Háskóla tslands, sem er fylgdarmaður Kekkonens hér á meðan á heimsókninni stendur. Finnlandsforseta fagnað við komuna til Reykjavíkur KLUKKAN 11.30 I gærmorgun lenti Falconþota Kekkonens Finnlandsforseta á Reykjavfkur- flugvelli. Veður var milt og hæg- ur sunnan andvari, þegar Finn- landsforseti steig út úr vélinni á rauðan dregil og heilsaði forseta íslands, dr. Kristjáni Eldjárn og forsetafrú Halldóru Eldjárn. Lftil brosmild stúlka f fsienzkum bún- ingi, Katrfn Sverrisdóttir, færði Kekkonen rauðar og gular rósir. Lúðrasveit Reykjavíkur hóf að leika finnska og sfðan fslenzka þjóðsönginn strax að þessum mót- tökum loknum. 1 fylgd með Kekkonen voru Paavo Váyrynen utanrfkisráðherra Finnlands, Lars Lindeman sendiherra Finn- lands á Islandi og f Noregi, Yrjö Blomstedt, Pentti Halonen, Ossi Sunell, Paavo Rantanen, Henrik Antilla og Lasse Wáchter. Lögregian stóð heiðursvörð á flugvellinum. Eftir að þjóðsöngv- ar beggja landanna höfðu verið leiknir, gekk Kekkonen i fylgd forseta Íslands og heilsaði ráð- herranum og fleiri háttsettum embættismönnum, sem viðstaddir voru móttökuna. Auk íslenzkra blaðamanna og ljósmyndara, voru á flugvellinum finnskir ljósmyndarar, útvarps- menn og blaðamaður frá stærsta dagblaði Finnlands, Helsingin Samomat. Munu þeir fygljast með heimsókn Kekkonens hér á landi. Er móttökunum var lokið steig Kekkonen upp í bifreið forseta Islands. 1 næstu bifreið voru frú Halldóra Eldjárn og fylgdarmað- ur Kekkonens í þessari heimsókn, Guðlaugur Þorvaldsson, rektor Háskóla íslands. Var síðan haldið að ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Í kringum Tjörnina blöktu íslenzkir og finnskir fánar við hún. Fyrir framan ráðherra- bústaðinn hafði safnast saman nokkur mannfjöldi og hópur barna sem veifaði fánum beggja þjóðanna. Kekkonen gekk siðan i fylgd forsetahjónanna upp tröppurnar í ráðherrabústaðnum og stað- næmdist við innganginn til að veifa hópnum, sem fyrir utan stóð. I ráðherrabústaðnum var höfð fremur stutt viðdvöl og rétt fyrir klukkan 13 hélt Kekkonen og fylgdarlið til Bessastaða, þar sem snæddur var hádegisverður. Að hádegisverðinum loknum sneru Kekkonen og fylgdarlið aft- ur til Reykjavikur. Klukkan 17.30 í gær tók Kekkonen á móti erlendum sendi- Framhald á bls. 20. Frá Reykjavfkurflugvelli hélt Kekkonen ásamt fylgdarliði til Ráó- herrabústaóarins við Tjarnargötu. Þar var hópur manns og fjöldi barna, sem veifaði finnskum og Islenzkum fánum. Ljósm. Emilia. Við hádegisverðarborðið að Bessastöðum. Kekkonen situr á milli frú Halldóru Eldjárn, sem er við borðsendann, og frú Hólmfrfðar Jónsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.