Morgunblaðið - 11.08.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGÚST 1977
21
Farnir í seiða-
rannsóknirnar
Rannsóknaskipin Bjarni
Sæmundsson og Árni Friðriksson
lögðu f gærkvöldi af stað f árlegan
seiðarannsðknaleiðangur, en f
honum verður kannað hvernig
klak hefur tekizt f vetur eins og
hjá þorskinum, en flestir bfða
spenntir eftir þeim niðurstöðum.
Leiðangursstjórar i rannsókna-
Sex skip
með loðnu
SEX skip tilkynntu um loðnuafla
frá þvf kl. 16 f fyrradag fram til
kl. 16 f gær. Felst skipanna fóru
til Siglufjarðar með aflann, en þó
fór eitt til Njarðvfkur, Harpa RE.
Skipin sem tilkynntu um afla eru
þessi: Vfkingur AK 200 lestir,
Hrafn Sveinbjarnarson GK 170,
Harpa RE 430, Gísli Arni RE 450
Sigurður RE 800 og Stapavfk SI
200 lestir.
ferðinni verða fiskifræðingarnir
Hjálmar Vilhjálmsson og
Vilhelmfna Vilhelmsdóttir. í sam-
tali við Morgunblaðið 1 gær sagði
Hjálmar, að leiðangrinum lyki
ekki fyrr en undir mánaðamót, en
athuganir yrðu gerðar á fjölda
fiskseiða kringum Island, í Græn-
landshafi og við Austur-
Grænland. „Það eru einkum þork-
, ýsu-, karfa- og loðnuseiði sem við
athugum, en ennfremur munum
við kanna útbreiðslu síldarstofns-
ins.“
Að sögn Hjálmars verður
Bjarni Sæmundsson við rann-
sóknir á svæðinu frá Hornafirði
að Reykjanesi, úti fyrir Vestur-
landi og í Grænlandshafi og við
Austur-Grænland. Arni Friðriks-
son kannar hins vegar svæðið úti
af Vestfjörðum og úti fyrir Norð-
ur- og Austurlandi. Gert er ráð
fyrir að leiðangrinum ljúki um
næstu mánaðamót.
Fjölsótt söng-
skemmtun á
Saudárkróki
Saudárkróki, 6. áj>ús(.
SIGURLAUG Rósinkranz sópran-
söngkona hélt tónleika í Safna-
húsinu á Sauðárkróki s.l. fimmtu-
dagskvöld. Undirleikari var Ölaf-
ur Vignir Albertsson. A fjöl-
breyttri efnisskrá voru lög eftir
innlenda og erlenda höfunda.
Tónleikarnir voru vel sóttir og
söngkonunni ágætlega tekið og
varð hún að syngja aukalög.
Fréttaritari.
Krefjast
skaðabóta
99
— Álaf oss
í árekstri
Framhald af bls. 36
slitnaði bakborðsakkeri Alafoss
við áreksturinn.
Stefni Alafoss lenti hins vegar i
gegnum yfirbyggingu ferjunnar
og þegar skipin losnuðu í sundur
heyrðist í fólki sem hafði verið
skammt frá þeim stað sem stefnið
kom inn.
Viggó Maack sagði, að skemmd-
ir á Álafossi væru allar ofan við
veðurþilfar og yrði ekki gert við
skipið fyrr en það kæmi til Is-
lands. Álafoss fer frá Helsingborg
til Moss og Kristiansand í Noregi
og er væntanlegur heim eftir
viku. Skipið er 499 nettórúmlestir
að stærð. Það var byggt í Dan-
mörku árið 1971 og var keypt til
íslands fyrir tveimur árum.
veit, var þessi hópur i samstarfi
við aðra vegna sveiflumælinga á
landinu í siðasta mánuði. Ég
heyrði ekki betur en aðeins ætti
að sprengja í einu og það fisk-
lausu vatni á landinu, a.m.k. sagði
útvarpið það. Það er tóm þvæla og
hér i ánni stóðu vatnssúlurnar
hátt i loft upp er sprengt var.
— Baldur ekki
í rekstur
Framhald af bls. 2
neytisins eftir að gert hafði verið
við þær skemmdir, sem urðu i
þorskastriðinu. Ætli við tökum
nokkuð formlega við skipinu, fyrr
en búið er að gera þær breyting-
ar, sem nauðsynlegar eru til að
skipið geti komið okkur að
gagni".
Um þörfina á loðnuleit þann
tima, sem skip Hafrannsókna-
stofnunarinnar eru upptekin við
seiðarannsóknir, sagði Jakob:
„Leit að loðnu er auðvitað góðra
gjalda verð. En það eru fleiri fisk-
ar i sjónum én loðnan og það má
segja að leitar sé þörf á sem flest-
um sviðurn1'.
Framhald af bls. 36
í litilli tjörn við bæinn Litlu
Tjarnir. Þessi tjörn er um 70 m i
radíus og hefur alið sérstaka teg-
und af lítilli bleikju frá þvi menn
muna. Nú er hermt að sprenging-
in hafi drepið hvert kvikindi i
tjörninni og að auki gert gat á
botn hennar yfir hrauni og mun
hún vera að tæmast. Bændur eru
mjög reiðir yfir þessari þróun,
enda hafa þeir lagt rækt við ána
og t.d. settu þeir 10 þús. sumaral-
in seiði i hana s.l. sumar og 3000
gönguseiði. Að auki er einnig
hætta fyrir allt náttúrulegt klak
árinnar. Við erum nú að kanna
þessi mál frekar, en hér er ljóst
að skemmdarverk hafa verið unn-
„Ég veit ekki til þess að Rúss-
arnir hafi haft neitt leyfi til að
sprengja hér f ánni, því enginn
einstakur bóndi getur leyft slikt,"
sagði Olgeir Lúthersson á Vatns-
leysu i Fnjóskadal, formaður
félags veiðiréttarbænda.
Kvað Olgeir Rússana hafa
sprengt skammt frá nýju brúnni
yfir Fjóská, og sér hefði verið tjáð
eftir á, að þetta hefðu átt að vera
örlitlar sprengingar, en stað-
reyndin hefði verið sú, að hús i
margra kílómetra fjarlægð hefðu
nötrað. „Ég hef sjálfur ekki farið
niður að á til að athuga með seiða-
dauða, en mér þykir mjög senni-
legt að seiði hafi drepist í ánni,
enda skammt um liðið siðan við
slepptum seiðunum. Að ég bezt
— Lyfjagjöf CIA
Framhald af bls. 17
menn og rannsóknastofnanir, þár
á meðal 44 háskólar, tóku þátt i
tilraununum að sögn aðmirálsins.
Ef til vill voru það þessar upp-
lýsingar — að leyniþjónustan
beitti fyrir sig þekktum vísinda-
mönnum og stofnunum til að gefa
óafvitandi mönnum jafnt sem
sjálfboðaliðum eiturlyf í tilrauna-
skyni — sem helzt gengu fram af
þingmönnum. Hvatti Edward
Kennedy til þess að ábyrgir yfir-
menn CIA yrðu yfirheyrðir, svo
komizt yrði að því hve margir
hefðu verið tilraunadýr CIA.
„Bandaríska leyniþjónustan héf-
ur gefið bandariskum borgurum
inn eiturlyf án vitundar þeirra
eða samþykkis," sagði Kennedy.
„Þeir eiga rétt á að vita hvernig
og hvenær þetta var gert. Ég ætla
mér að gera allt hvað ég get til að
knýja leyniþjónustuna til að
skýra þessum mönnum að
minnsta kosti frá því hvað gert
hefur verið, svo ekki sé meira
sagt."
— Óttaðist
hefndir
Framhald af bls. 16
Þorði ég ekki að tala af ótta við að
hann mundi heyra mál mitt.
Þegar ég ók svo konu minni I vinn-
una um morguninn þá spurði hún mig
hvað væri eiginlega á seyði. Sagði ég
henni frá ferðinni um nóttina Eg var
nú orðinn verulega hræddur um mig
og mína, og bað því konu mína að
hringja heim tvívegis um daginn
Sagði ég henni að hringja á lögregluna
ming^
Litur brúnt-
c°PPar3loiítra
Rýtt verö
213þús.
Pýmingarverð
1651
ef ég mundi ekki svara á þeim tímum
sem við töluðum um
Ég vakti John er ég kom frá því að
aka konu minni í vinnuna. Bauð ég
honum upp á morgunverð og þáði
hann, en um það leyti fór rafmagnið
Bað John mig þá um að lána sér hnif,
hvað ég og gerði, Með hnífnum skar
hann hlið úr brúsanum sem við höfð-
um sótt til Þingvalla. Kom þá i Ijós að í
brúsanum var mikil fjárfúlga í erlend-
um gjaldeyri. Byrjaði hann að telja
peningana saman í búnt Konan mín
hringdi klukkan 1 2 og tjáði ég henni
þá að allt væri í lagi John hafði um
morguninn beðið mig um að kanna
hvað kostaði að flytja dótið sitt til
Equador, en hjá Eimskip var ég beðinn
um að koma þangað aftur eftir hádeg-
ið, sen\ og við gerðum
Þegar John fékk að vita hvað flutn-
ingurinn kostaði sagði hann það vera
alltof dýrt, og athugaði hann í staðinn
með flutning á dótinu til Englands. Frá
Eimskip fóram við út á Reykjavíkur-
flugvöll þar sem John mælti sér mót
við flugkennara um að fara með hon-
um til Bretlands klukkan fjögur næstu
nótt. Þaðan fóram við í áfengisverzlun-
ina og John keytpi áfengi í kveðjuhóf
sem hann ætlaði að halda okkur Áður
en við fórum heim komum við við í
ibúðinni að Dúfnahólum
Ég fór nú og sótti konuna i vinnuna,
en á meðan sagðist John ætla að
hringja áriðandi símtal til London.
Konan itrekaði enn spurnmgu sina um
hvað væri á seyði Ég sagði henni að
ég væri nú orðinn viss um að John
væri hættulegur, en ég væri hins vegar
í vafa um hvað rétt væri að gera Við
ætluðum til kunningjafólks okkar sem
býr við Laugaveginn kl sjö, og það var
því skammur timi til stefnu John bauð
mér upp á glas, sem ég og þáði, en
sjálfur dreypti hann vart á víninu Ég
fann nú hversu mikill ótti bjó innra
með mér og drakk mjög hratt
Tók peningana til að
vekja athygli
Við fórum upp á Laugaveg I bil
Johns og héldum þar áfram að drekka
Ég vissi að John ætlaði utan næsta
morgun og sótti því fast að mér spurn-
ingin um með hvaða ráðum ég ætti að
draga athygli lögreglunnar að honum
Þar sem að ég vissi að þó að ég færi úr
samkvæminu mundi John vart gera
konu minni mein þar sem i íbúðinni
voru, auk konu minnar, vinkona okkar
og unnusti hennar. Fór ég því út, og
man ekkert eftir mér fyrr en ég er
kominn heim. Tók ég þar nokkuð af
peningunum sem verið höfðu í brúsan-
um, en með þeim ætlaði ég að reyna
að vekja athygli á mér þannig að kallað
yrði á lögregluna Fór ég til nágranna
míns sem ég hafði áður sýnt dagbók
Johns. Ég sýndi honum peningana og
spurði m.a. hvort ég ætti að fara i
bandaríska sendiráðið, en hann svaraði
að mér yrði eflaust hent út þaðan þar
sem ég var drukkinn. Sagði hann mér
þess í stað að fara heim og sofa þetta
úr mér Ég áttaði mig ekki á þvi fyrr en
ég kom út að ég hafði gleymt að segja
honum að maðurinn færi út morgun-
inn eftir.
Mér kom næst til hugar að hafa
samband við kunningja minn sem býr
nálægt veitingahúsinu Glæsibæ, því
ég ætlaði að fá hann i lið með mér og
reyna að koma i veg fyrir að John
kæmist úr landi
Á götunni fyrir utan heimili mitt hitti
ég tvo unga menn á bil og spurði þá
hvort þeir gætu ekið mér að Glæsibæ,
því ég vissi að á föstudagskvöldum
væri kunningi minn gjarnan þar Ég
þarfnaðist lögreglu og einhvers sem
tryði mér Ég reyndi þvi að vekja at-
hygli piltanna með því að bjóða þeim
mörk til kaups og flaggaði framan í þá
peningabúnti Þeir keyptu af mér nokk-
ur hundruð mörk, eftir að við höfðum
komið við á heimili annars þeirra, á
Grettisgötunni að mig minnir, og sótt
þangað islenzka peninga sem þeir
greiddu mörkin með
Þeir óku mér að Glæsibæ og fór ég
inn á barinn og keypti mér sjúss
Drengirnir vöruðu mig þó við að fara
inn i Glæsibæ og sögðu að fólk mundi
reyna að stela peningunum frá mér Ég
sagði þeim að ég óttaðist ekki slikt Á
barnum sló ég um mig með seðlabúnt-
um, en virtist það þó ekki vekja grun-
semdir um neitt óeðlilegt Vin minn
fann ég ekki og fór því út. Ég var ekki
nema rétt kominn út úr húsinu þegar
John rennir upp að hliðinni á mér Var
vinkona okkar sem bjó á Laugavegin-
um með honum í bílnum, og varð það
til þess að ég lét til leiðast að koma
upp í bílinn er John skipaði mér það í
sömu andránni rennir lögreglubifreið
upp að hliðinni á okkur, og eftirleikinn
þekkja víst allir
Óttaðist að hann gæti
mútað lögreglunni
Ég þorði ekki að fara til lögreglunnar
og segja fr^ grun mínum um að John
A/aller væri ef til vill einhver skúrkur
Af því sem ég hafði kynnst þá sýndist
mér hann mundu hafa öll ráð til að
stöðva mig í því, með því t d að múta
lögreglunni, og koma fram hefndum
síðar Þrátt fyrir grun minn vissi ég alls
ekki hver hann væri, þótt hann virtist
hafa yfir milljónum dollara að ráða Ég
óttaðist hefndir gagnvart mér og fjöl-
skyldu minni Ég fór þess i stað og tók
peningana hans til að láta svo líta út að
verið væri að taka mig fastan, því
þannig mundi John Waller álita það
slys eða óheppni að hann skyldi tekinn
fastur, eftir að ég hefði sagt hver væri
eigandi þessara peninga sem ég væri
með
Ég hef aðeins gert það bezta sem ég
gat. Ég er útlendingur og þvi ekki
skilinn á sama veg og innfæddir Fólk
er ffjótara til að dæma og ég vildi ekki
gera neitt sem gæti orðið þess vald-
andi að ég fengi ekki að vera hér
áfram Hér hef ég verið í 18 ár og
aldrei fengist við nokkuð misjafnt Þar
* sem ég er Bandarikjamaður heldur fólk
að ég geti útvegað því dollara, en ég
hef alltaf sagt nei Ég óttaðist alltaf
hefndaraðgerðir, en ég veit að i hugum
íslendinga er slíkt fjarstæða. Erlendis
er hins vegar hægt að rétta manni
peninga og biðja hann um að koma
ákveðnum manni fyrir kattarnef
Ég óttast mjög að Lugmeier eigi enn
eftir, með klókindum sinum og fölsku
yfirbragði, að sleppa úr höndum þýzku
lögreglunnar og hver veit hvað hann
kann að gera þá Ég var hermaður í
tveimur styrjöldum og sá þar margan
blóðugan dauðdagan Ég á von á að
Ludwig Lugmeier eigi eftir, annað
hvort sjálfur eða i gegnum sín undir-
heimatengsl, að skaða mig á einn eða
annan veg. En það eru ekki þær
hugsanir sem halda fyrir mér vöku eða
sækja að mér í draumi, heldur einstök
óhugnanleg atvik úr þessum tveimur
styrjöldum,” sagði Hanry að lokum
Frysti- i ■ g \ \ UPP' í
skapur Litur I I pWOlId" I vél I
grænt-Avogado I I 12 manna.
Rétt verö 213þús. Rétt verð 236 þús.
Rýmingarverð Rýmingarverð
Góðir
greiðsluskilmálar
^II irumarkaöurinn hl.
sími 86117 Ármúla 1A.