Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977
29
+ Hinn frægi söngvari, Elvis Presley, á f miklum erfiðleikum með
aukakflðin. Og kannski ekki að undra. Á hverjum morgni borðar hann
4 spæld egg og beikon, sfðan fær hann sér banana og brauðsneiðar með
hnetusmjöri, steiktar f feiti, og að lokum finnst honum mjög gott að fá
sér rjðmafs f eftirrétt. N.B. þetta er aðeins það sem hann lætur f sig
fram að hádegi.
+ Þó svo að hjðnaband milli hvftra og svartra sé litið alvarlegum
augum I S-Afríku, hafa tfzkusýningarstúlkan Bubbles Mpondo og
heilsuræktarstöðvareigandinn Jannie Beetge ákveðið að ganga f það
heilaga einhvern næstu daga. Þrátt fyrir mikla bjartsýni hjðnaleys-
anna er hætt við að erfitt verði fyrir þau að mæta öllum þeim
erfiðleikum sem sennilega verða á vegi þeirra, sérstaklega ef tekið er
tillit til ástandsins þar suður frá nú.
Judie Foster í hlutverki
sfnu f kvikmyndinni TAXI
DRIVER. En sú mynd er
bönnuð börnum, þannig að
hin unga leikkona fær ekki
aðgang nema f fylgd með
fullorðnum.
+ Einn af aðalleikurum
myndarinnar „TAXI
DRIVER“ er hin 14 ára
Judie Foster, sem við þekkj-
um sennilega best úr sjón-
varpsþáttunum Pappfrs-
tungl. — Upphaflega hafði
hún hafnað hlutverkinu, en
við nánari lestur og athugun
féllust hún og móðir hennar
á að hún tæki að sér hlut-
verkið. En það var ekki nðg.
Nú þurfti leyfi barna-
verndarráðs Los Angeles,
því myngin er talin nokkuð
gróf fyrir 14 ára stúlku. Og
áður en leyfið fékkst var
hún send í ðtal viðtöl til
sálfræðings, barnaverndar-
ráð vildi ekki bera ábyrgð á
þvf að siðferðiskennd
stúlkunnar spilltist.
„Það eina sem sálfræðing-
arnir töluðu um var kynlff,
ég held þeim hefði verið
nær að ræða eitthvað hið
mikla ofbeldi sem sést f
myndinni,“ sagði hin 14 ára
stjarna f blaðaviðtali.
Judie býr með mðður
sinni, tveim eldri systrum
og brðður f Hollywood, og er
að sögn ðsköp venjuleg 14
ára stúlka. Helst af öllu vill
hún eyða kvöldunum heima
og hlusta á uppáhalds popp-
stjörnur sfnar, Elton John
og David Bowie. Henni leið-
ast samkvæmi og fer ekki í
þau nema hún sé neydd til.
Þegar hún var spurð um
framtfðaráa'tlanir sfnar
svaraði hún: „Mig dreymir
um að verða góð og fræg
leikkona." Og sá draumur
hennar virðist nú ekki svo
fjarlægur.
Margrét Sigurðardótt-
irnuddkona -Minning
Fædd 9. ágúst 1893
Dáin 7. janúar 1977
Margrét Siguróardóttir, nudd-
kona, var fædd að Hrygg í Hraun-
gerðishreppi. Voru foreldrar
hennar Sigurður Jónsson frá Ölv-
isholti og kona hans, Astriður
Einarsdóttir frá Efri-
Brúnavöllum á Skeiðum. Þau
hjón eignuðust 7 börn. Dóu tvö
þeirra barnung, en þau er upp
komust voru: Guðjón bóndi í
Hrygg, Guðmundur bóndi í Aust-
urkoti, Guðlaug húsmóðir i
Reykjavik og Selfossi, Margrét,
sem hér er minnzt, og Sigriður,
se'm búsett er hjá syni sínum á
Selfossi, og lifir hún ein systkina
sinna.
Margrét ólst upp við fremur
kröpp kjör svo sem tiðast var um
samferðafólk hennar og ung
missti hún föður sinn. Hann lézt
árið 1905 og hefur Margrét þá
verið 12 ára. Hún var yngst syst-
kinanna. Ekki kann ég að rekja
þroskaár Margrétar né hin fyrstu
starfsár hennar, en hún mun vera
meðal hinna fyrstu, sem hófu
nuddlækningar hér á landi.
Að loknu námi sinu fékk hún
leyfi landlæknis til þess að stunda
þetta starf. Mun það hafa verið i
byrjun þriðja áratugs aldarinnar.
Til Seyðisfjarðar kom hún ung
að árum árið 1925 með tæki sín i
ferðatösku og byrjaði þar að
„ganga um kring og gjöra gott“
eftir fordæmi frelsara síns í bók-
staflegri merkingu. Hún var trú-
hneigð kona að eðlisfari og ung
varð hún fyrir sterkum Qg varan-
legum trúaráhrifum hjá aðvent-
istum og þar mun hún einnig hafa
numið nuddlækningar, sem urðu
ævistarf hennar og hún helgaði
sig af trúarlegri hugsjón og sam-
úðarriku hjarta. Hún gekk í hús
og líknaði þjáðum og endurhæfði
fatlaða, farlama og gigtveika.
Þörfin fyrir liknarhendur hennar
var mikil. Lömunarveikin hafði
herjað á marga og látið eftir sig
ömurleg verksummerki.
Margir Seyðfirðingar og aðrir
Austfirðingar hafa getaó vitnað
um þá vonargleði, sem vaknaði
hjá þeim við komu Margrétar
nuddkonu. Fljótlega kom Margrét
sér upp nuddlækningastofu og
smátt og smátt fékk hún sér full-
komnari tæki til lækninga sinna.
Vinkona hennar, Bjargey Magn-
úsdóttir, sem látin er fyrir all-
mörgum árum, flutti til hennar og
gegndi húsmóðurstörfum, og fékk
þá Margrét aukið næði og tíma til
líknarstarfa sinna.
Vinnudagur hennar var langur,
og undraðist ég oft þrek hennar.
Þörfin fyrir hjálp hennar réði
vinnutímanum. Haustið 1944
fluttist Margrét að Selfossi og rak
þar nuddstofu til ársins 1962, er
hún fluttist til Reykjavíkur og
stundaði hún þar lækningar sínar
uns hún missti heilsuna árið 1972.
Margrét dvaldi á Sólvangi í
Hafnarfirði frá árinu 1973 til
dauðadags. Undi hún þar hag sín-
um vel og var þakklát allri um-
önnun á hælinu. Margrét var vin-
sæl kona svo sem að likum lætur
því að margir eru þeir lifs og
liðnir, sem eiga henni þakkir að
gjalda fyrir bætur meina sinna og
er ég, sem þetta rita einn af þeim.
Margrét var trygglynd kona. Að
fyrra bragði rauf hún aldrei vin-
áttu og sleit ekki tryggðabönd.
Hún var að jafnaði glöð og hress.
Henni fylgdi heilsusamleg gleði
þess göfuga lifsviðhorfs, sem hún
tileinkaði sér og helgaði líf sitt.
Hún unni mjög islenzkri náttúru.
naut útivistar og þurfti einnig
þeirrar hressingar, sem útilíf
veitir, vegna starfs sins og heilsu.
Sérstakt yndi hafði hún af góð-
hestum og átti nokkr-a gæðinga
um ævina. Það var henni sönn
lifsnautn að taka hnakk sinn og
hest og þeysa út i guðsgræna nátt-
úruna. Það var henni likamleg
hvild og hressins og andleg nautn.
Hún naut þess mjög að ferðast og
fór nokkrar ferðir til Danmerkur.
Dvaldi hún þá jafnan á heilsuhæl-
inu Skovsbo sér til hressingar og
endurnæringar.
Margrét var látlaus kona i hátt-
um, hégómalausust kvenna, skiln-
ingsrik á vandkvæði manna, 'lík-
amleg sem andlég. Hún dæmdi
ekki, hún afsakaði. Hún leit syst-
urlegum augum á menn, tók ekki
þátt í niðrandi tali, bar í bæti-
fláka, þagði um misgjörðir.
Hún var mikil trúkona, svo sem
áður segir, trú sinni trygg og
herra sínum holl, svo sem syndug
guðsbörn geta verið. Ekki heyrði
ég hana prédika með orðum. Hún
prédikaói með liknsömum hönd-
um sinum, heilindum hugarfars-
ins, traustvekjandi framkomu og
hlýju hjartans. Tryggari kirkju-
gest hef ég ekki átt en hana með-
an leiðir okkar lágu saman, þótt
hún tilheyrði öðrum trúflokki.
Yfir minningu hennar er mikil
heiðríkja, svipuð þeirri, sem fylg-
ir minningu þeirra, sem maður
veit einna bezt hafa lifað, einna
bezt hafa þjónað Guði og mönn-
um.
Margréti var búin hinzta hvíla í
kirkjugarðinum á Selfossi. Fjöl-
menni þakklátra fylgdi henni
hinzta spölinn.
Blessuð sé minning hennar.
Erl. Sigmundsson.
Islandsaften i
Nordens Hus
Torsdag den 1 1. august kl. 20:30
Pianisten Halldór Haraldsson spiller islandsk
klavermusik.
Kl. 22.00 Filmen: „Jörð úr Ægi".
Cafeteriet er ábent kl. 22.00—23.00.
Velkommen Norræna húsið
NORRÍMA HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS