Morgunblaðið - 28.08.1977, Síða 1
48 SÍÐUR
190. thl. 64. árg.
SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Oður maður
skaut sex
manns til bana
Hackettstown 26. áí*. Reuter
MAÐUR nokkur gekk
berserksgang f morgunsárid og
skaut sex manns til bana með
riffli, og síðan sjálfan sig,
þegar lögreglan hafði króað
hann af.
Byssumaðurinn virðist hafa
skotið þá sem á vegi hans urðu
í einberu æði. Eitt hundrað
lögreglumenn eltu hann með
hundum og höfðu brátt uppi á
honum í þéttum skógi vestur
af Newark.
Jarðskjálfti á
Samlokueyjum
Washinj'ton 27. ír. Reuter.
SNARPUR jarðskjálfti, sem
mældist um 7.2 stig á Richter-
kvarða, varð í grennd við Sam-
lokueyjar sem eru austsuð-
austur af syðsta odda S-
Amerfku. Eyjarnar eru strjál-
býlar og hefur ekki frétzt
hvort manntjón eða skemmdir
hafi orðið.
Gallabuxur og
fjármál eiga
ekki saman
Chicago 27. ágúst Reuter.
FORRÁÐAMENN verðbréfa-
markaðarins í Chicago gáfu í
gærkvöldi út tilskipun um að
starfsfólki þar væri eftirleiðis
óheimilt að ganga í gallabux-
um. Var sú skýring gefin að
frjálslegur klæðnaður væri
ekki traustvekjandi í þessu
fjármálamusteri. Verðbréfa-
markaður i Bandaríkjunum
hefur verið með lélegra tnóti
undanfarið.
HASSfyrir
520 millj. kr.
Den Helder, Hollandi
27. ágúst Reuter.
HOLLENZKA lögreglan hand-
tók f gærkvöldi tvo menn, sem
grunaðir eru um að hafa
smyglað 2 lestum af hassi með
tveimur gúmmfbátum inn f
höfnina í Den Helder í N-
Hollandi. Er verðmæti hassins
talið um 520 milljónir fsl. kr.
Vilja fá að
reisa kirkju
ÍVIoskvu 27. ágúst Reuter-AP.
RÉTTTRUNAÐARMENN f
borginni Gorky f Sovétríkjun-
um hafa safnað 2000 undir-
skriftum til yfirvalda um að
leyfa þeim að opna nýja kirkju
f borginni.
I Gorky og úthverfum búa
um 1.3 milljónir manna og er
borgin þriðja stærsta borg
Sovétríkjanna, en þar eru að-
eins þrjár sveitakirkjur, sem
guðsþjónustur eru haldnar í. í
yfirlýsíngu frá trúarréttinda-
baráttunefnd rétttrúnaðar-
manna segir, að yfirvöldum
hafi verið sent sama erindi fyr-
ir 10 árum en þá hafði því
verið hafnað og þeim, sem er-
indið ráku, verið vikið úr störf-
um. Segir að nefndin muni
snúa sér til öryggismálaráð-
stefnu Evrópu í Belgrað í
haust ef yfirvöld hafni erind-
inu nú.
AP—símamvnd.
Eldsvoðinn í bandarfska sendiráðinu í Moskvu. Myndin var tckin skömmu fyrir
hádegi á laugardag og logaði þá enn glatt á efstu hæðum og hluti þaksins var fallinn.
Geysilegar skemmdir á
efstu hæðum sendiráðs
Bandarikjanna í Moskvu
Eldurinn blossaði upp hvað eftir annað fram eftir laugardegi
lYloskvu 27. ág. AP. Reuter.
GlFURLEGUR eldur var á þrem-
ur efstu hæðum bandarfska
sendiráðsins í Moskvu aðfarar-
nótt laugardags og fram eftir
laugardegi. Enginn slasaðist f eld-
inum, en óhemju miklar
skemmdir urðu á byggingunni.
Starfsmenn sendiráðsins könn-
uðu sérstaklega hvort sérstök
leyni- og öryggisskjöl hefðu
skemmzt svo og fjarskiptadeild
sendiráðsins og samkvæmt frétt-
um um það bil sem Mbl. fór í
prentun virðist sem geymslur
þessara skjala hefðu staðizt eld-
raunina. Eldurinn mun hafa
kviknað út frá rafmagni að þvf er
sagði f sfðustu fréttum.
Enn rauk úr byggingunni upp
úr hádegi á laugardag og eldurinn
var að blossa upp á þremur efstu
hæðunum alltaf öðru hverju frá
sólarupprás. Hafði verið talið að
slökkviliðsmenn hefðu komizt
fyrir eldinn og sagði sendiherr-
ann svo vera. Nokkru síðar var
ljóst að svo hafði ekki verið og
hófst þá baráttan við eldinn á ný.
Hluti þaks sendiráðsins er fall-
inn. Sérstök sendinefnd á vegum
utanríkisráðuneytisins er farin
frá Washington til Moskvu að
kanna málið.
Allmargir sendiráðsstarfsmenn
sem bjuggu f norður- og suður-
álmum sendiráðsbyggingarinnar
fengu að fara aftur til heimila
sinna um hádegi á laugardag, en
miðhluti byggingarinnar, þar sem
skrifstofur eru aðallega, var
vendilega lokaður og rafmagn og
gas var tekið af þeim hluta.
Enda þótt skýrt hafi verið frá
því að leyniskjöl hafi ekki brunn-
ið var ekki ljóst hvort hið flókna
og fullkomna fjarskiptakerfi
sendiráðsins væri virkt.
Stefnuboð-
skapur
frá Carter
í vamar-
málum
WashinRloii 27. ágú*t- Rcuter.
CARTER Bandaríkja
forseti sendi frá sér
gærkvöldi stefnuboð
skap um áframhaldand
sterka kjarnorkuvopna
hindrun gegn sovézkr
árás og að bardagahæfn
bandaríska hersins í V
Evrópu yrði bætt, að því
er talsmenn forsetans
sögðu í gær. í boðskapn-
um er einnig kveðið á
um að útgjöld til hern-
aðarmála í Bandarfkjun-
um verði aukin um 3%
ef NATO-ríkin geri hið
sama.
1 boðskapnum eru fyrirmæli
til bandariskra hernaðaryfir-
valda um að tryggja að hernað-
arstaða Bandaríkjanna verði
nægilega sterk til að tryggja
sem hagstæðust hugsanleg
stríðslok fyrir Bandaríkin þó
svo að ekki takist að hindra
kjarnorkuárás Sovétríkjanna.
Einnig að halda sterkum,
hreyfanlegum reglulegum her-
sveitum i viðbúnaðarstöðu til
að mæta ógnunum í hinum
ýmsu heimshlutum, einkum
Miðausturlöndum og Asíu.
Talsmenn forsetans sögðu
gærkvöldi að í boðskapnum
segði að koma yrði í veg fyrir
að Sovétmönnum tækist að
byggja upp nægilegan hernað-
arstyrk til að neyða Banda
ríkjamenn til að falla frá beit-
ingu reglulegra herja á svæð-
um, sem talin eru lífsnauðsyn-
leg fyrir varnir Bandaríkj-
anna. Segja talsmennirnir að
þetta kveði niður allar vanga
veltur um að Bandaríkin
kunni að vera tilbúin til að
gefa Varsjárbandalagsríkjun
um eftir stór landsvæði í V
Þýzkalandi ef þau gerðu árás
að fyrra bragði.
Ceausescu með-
algöngumaður?
Vfnarborg 27. ág. Reutcr
NICOLAE Ceausescu, forseti Rúmenfu, bauðst f gærkvöldi til að
gerast meðalgöngumaður í deilum ísraela og Araba um stjórnun á
hernumdu svæðunum, að þvf er diplómatar f Búkarest skýrðu frá.
Þar er Menachem Begin, forsætisráðherra lsraels nú í opinberri
heimsókn.
Veringa reynir stjórn-
armyndun í Hollandi
Ilaan 27. ág. Reuter
JÚLÍANA Hollandsdrottning
óskaði eftir þvf f morgun, að
Gerhard Veringa, fyrrverandi
menntamálaráðherra, reyndi að
mynda nýja rfkisstjórn f landinu
og er hann talinn eins konar
málamiðlun sem hugsanlegt sé að
aðilar sætti sig við. Veringa er úr
flokki kristilegra demókrata, sem
er næst stærsti flokkur landsins.
en Veringa er ekki formaður
flokksins, þótt hann sé f forystu-
sveit hans.
Val drottningar kemur í kjölfar
þess að Joop den Uyl, fyrrv. for-
stæisráðherra, hefur greint frá
því að tilraunir hans til að mynda
rikisstjórn sósíalista, kristilegra
demókrata og demókrata, sem er
smáflokkur til vinstri, hafi mis-
Framhald á bls. 47
Ceausescu tók hins vegar skýrt
fram að hann héldi áfram að
þrýsta á að ísraelar drægju herlið
sitt frá þessum hinum sömu
svæðum. Begin kvaðst þiggja
aðstoð Ceausescu við milligöngu,
en hann gerði það lýðum ljóst, að
ísraelar myndu ekki líta á
Rúmeníu sem neins konar sátta-
semjara i málinu. Hins vegar taldi
Begin að Ceausescu gæti komið að
liði vegna tengsla Rúmenfu við
ýmis Arabalönd, en samtimis þvi
er Rúmenía eina Austur-
Evrópulandið sem viðurkennir
ísrael.
Begin og Ceausescu hafa átt
með sér hreinskilningslegar
viðræður segir í fréttum, og
Manescu, utanríkisráðherra
Rúmeniu, hefur og setið flesta
fundi þeirra. Manescu sagði í
skálaræðu í gærkvöldi að friður
myndi ekki nást i Miðaustur-
löndum fyrr en israelar hefðu
horfið á brott frá hernumdu
svæðunum. Hann krafðist þess
sömuleiðis að Ísraelar endur-
skoðuðu þá afstöðu að neita að
PLO fengi aðild að Genfar-
fundunum um Miðausturlönd.
Begin svaralði þesu með þvi að
benda á að PLO gæti ekki öðlazt
Framhald á bls. 47