Morgunblaðið - 28.08.1977, Side 14

Morgunblaðið - 28.08.1977, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977 ■l . ;L f'' ' ■ ■ Indian Ocean 8 f< ..u v~-*- ~Á»T; ; ' w*. Indiíiri Ocean ■ r • t»M<* <«*>♦>>! \ ; „ , ifl-Kv Leiðin sem þeir Burton og Speke fóru Richard Burton 39 ára, vatns- Leiðin sem Speke og Grant fóru 1860—63. John Hanning Speke, Leiðm sem Bakerhjónin fóru 1863—73. samari 1857—59. litamynd. málverk. Rððgálan um upplðk Ndarog ..Ekkert ókannað landsvæði á okkar timum, hvorki hálendi Himalaya né auðnir Suðurheim- skautsins, jafnvel ekki sú hlið tunglsins sem frá okkur snýr, hefur kitlað forvitnina í sama mæli og gátan um upptök Nílar. í að minnsta kosti tvö þúsund ár var deilt og skeggrætt um þetta atriði en án þess að niðurstaða fengizt; og sérhver leiðangur sem sendur uar upp með fljótinu frá Egyptalandi, mátti snúa við án þess að hafa árangur sem erfiði. Um miðja nítjándu öld — fyrir aðeins um 100 árum var því komið svo, að Níl og upptök hennar voru orðin svo notuð séu orð Harry Johnston „mesta ráðgáta landfræðinnar frá því Amerika fannst." Þannig farast brezka blaðamanninum Alan Moorehead orð í formála að bók sinni Hvíta Níl, og þeir sem hafa fylgzt með þáttum sjónvarpsins um leitina að upptökum Nílar hafa fengið greinargóða lýsingu á því hvað landkönnuðir síðustu aldar lögðu á sig til að leysa þessa ráðgátu. Strit þeirra og þjáningar voru þó aðeins lokaþátturinn f lausn þessa mikla leyndardóms, og margir höfðu reynt á undan þeim án þess að verða nokkurs vísari. Heimildir eru fyrir því, að Heródótus hafi tæpum fimmhundruð árum fyrir kristburð siglt upp Níl allt að fyrstu flúðunum og straumflug- inu við Aswan og ekki tekizt að verða sér út um neina óyggjandi vísbendingu um upptök fljóts- ins. Hins vegar voru á kreiki óljósar sagnir um miklar lindir einhvers staðar í myrkviðum Afríku. Neró keisari sendi leiðangur inn f auðnir Nubíu, eins og Súdan hét i þá daga, en hann sneri aftur án þes^ að ná takmarkinu og kváðust leiðangursmenn hafa lent á óyfirstíg- anlegum farartálma, þar sem voru gifurleg fenjasvæði Aldirnar liðu, Evrópumenn kynnt- ust Kfna og menningunni þar; Ameríka og Ástralfa fundust og heimsálfur og heimshöfin voru kortlögð og teiknuð ekki ósvipað þvi og nú þekkist. En jafnvel árið 1856 var miðhluti Afríku og ráðgáta hans um upptök Nilar jafn lítið þekktur og á tímum Heródótusar. James Nokkur Bruce hafði þó um 1770 fylgt farvegi Bláu Nilar frá upptökum hennar allt til Khartoum, þar sem Bláa Níl og Hvfta Níl renna saman, en allt fram til 1856 hafði landkönnuð- um ekki tekizt að fylgja Hvitu Nil lengra inn í landið en í nágrenni bæjarins Juba, sem liggur á fimmta breiddarbaug norður. Þar voru könn- uðirnir enn víðsfjarri upptökunum en komust ekki lengra vegna flúða, þétts skógar papýrur- trjáa, hitabeltissjúkdoma, og óvinveittra ætt- flokka Þeikingarleysið um landsvæðið, sem þarna tók við, hafði komið á kreik ævintýraleg- um sögnum um að þarna væri heimkynni alls kyns ófreskja, dverga og mannæta með hala, kynjadýr og um viðáttumikil höf inn f miðju landi og fjöll svo há að hitabeltisloftslagið náði ekki að bræða snjóhettuna á hvirfli þeirra. Sagnirnar um vötnin tvö Engu að slður voru sumar þessara kynja- sagna studdar sannsögulegum frásögnum Áleitnasta sögnin greindi frá för grfsks kaup- manns að nafni Diogenes þegar á fyrstu öld eftir Krist, sem átti að hafa lagt leið sfna frá austurströnd Afriku, lítið eitt norður af Zanzi- bar og inn í landið Eftir 25 daga ferð komst hann f sjónmál við tvö geysistór vötn og snæviþakinn fjallahring „þaðan sem tvenn upptök Nílar eru komin," eins og segir f fornum heimildum um þessa ferð Eftir þessari frásögn gerði Ptolemy, helzti landfræðingur og stjörnufræðingur síns tima, annálaðan upp- drátt sinn af farvegi Nilar um mija aðra öld. Það sýnir farveg fljótsins beint til suðurs frá Miðjarðarhafi að miðbaug og Nil er þar látin eiga upptök sín á tveimur vötnum, sem aftur eiga að fá vátn sitt frá hrygg hárra fjalla — Lunae Montes eða Fjöllum mánans. í um það bil 1 700 ár var þessi uppdráttur einn af furðuverkum landfræðinnar, endalaust var um hann deilt en sjaldan voru þó beinlinis bornar á hann brigður. En réít um miðja 19. öld kemur Johann Rebmann, einn fyrsti trú- boðinn i Austur-Afríku, með þær stórfréttir, að hann hafi sjálfur tekizt á hendur ferð inn í landið frá austurströndinni og rekist á geysi- mikið fjall, er nefndist Kilimanjaro og væri það þakið snjó ofan til. Ári síðar kvaðst svo annnar trúboði, Johann Ludwig Krafp, hafa séð úr fjarlægð annan snæviþakinn fjallstind, Kenya- fjall, litið eitt norður af Kilimanjaro. Þriðji trúboðinn, J.J. Erhardt, kom svo fram á sjón- arsviðið með uppdrátt, er sýndi mikið stöðu- vatn og hann kallaði.Uniamesihaf. Snemma á sjötta áratugnum komu einnig fram önnur gögn til viðbótar, sem leiddu til þess að áhugi á uppdrætti Ptolemys vaknaði að nýju. Þau lögðu til arabískir þrælaveiðarar og fílabeins- kaupmenn, sem komu til Zanzibar eftir að hafa leitað fanga langt inni í landinu, en þeir sögðu frá tveimur stórum stöðuvötnum þar um slóðir, annað sem þeir nefndu Ujiji og hitt Nyanza. Að auki var orðrómur um þriðja vatnið — Nyasa, lengra suður af. Öll þessi vitneskja var þó heldur óljós og ruglingsleg Voru öll þessi vötn I raun eitt og sama vatnið? Voru Kilimanjaro og Kenyafjall þá Fjöll mánans, sem fornar sagnir greindu frá eða var annar fjallahryggur lengra inn í land- inu? Og hvernig komu þessi vötn og fjöll heim og saman við farveg Nílar, sem haldið var að væri á þessum slóðum? Það var I leit að svörum við þessum spurningum sem þeir Richard Francis Burton og John Hanning Speke héldu til Afríku árið 1856 og eins og rækilega hefur verið tíundað í sjónvarpsþáttun- um undanfarna miðvikudaga varpaði þessi ferð þeirra að mörgu leyti nýju Ijósi á þetta landsvæði, enda þótt ráðgátan um upptök Nílar væri hvergi nærri leyst. Ferð Speke og Grants litlu síðar og síðan leiðangur Samuels Bakers og konu hans urðu enn til að stórauka þekkingu Evrópumanna á þessum „hulduheimi", þó að haldið væri áfram að deila um Hvítu Nil og upptök hennar. Konungs- dæmin þrjú Áður en lengra er haldið er þó rétt að átta sig lítið eitt á aðstæðum á vatnasvæðinu, sem bæði Speke og Baker beindu að athygli sinni i leitinni að upptökum Nllar. Landsvæði þetta telst nú Uganda og ekki eru til neinar skráðar heimildir um ibúa þess fyrir miðja 19. öld Svo virðist þó sem einhvern tima fyrr á öldum hafi leitað þangað herskár ættbálkur frá sléttum Eþiópiu,sem stundaði búfjárrækt í töluverðum mæli og þeir sem töldust til hans mynduðu eins konar yfirstétt meðal svertingjanna sem fyrir voru á nyrðri og vestarí bakka Viktoriu- vatns í kringum 1 860 höfðu myndast þarna þrjú sjálfstæð konungsdæmi, Bunyoro I norðri, Buganda í miðið og Karagwe sunnan tíl á vestri bakkanum. í menningarlegu tilliti voru konungsdæmi þessi á hreinu steinaldarstigi að flestu leyti en þó vegnaði þeim býsna vel á öðrum íbúarnir stóðu framar flestum nágrönn- um sinum i húsagerð, smiði hljóðfæra og þeir sigldu um vatnið á kanóum, sem voru allt upp f 20 metrar á lengd. Fæða þeirra samanstóð bæði af fiski, kjöti og grænmeti og var vel útilátin. og það var háttur ibúanna að þvo hendur sinar áður en matast var og öll Hát voru þvegin. Engu að siður hafði þeim ekkert miðað á öðrum sviðum frá steinöld, ritmál þekktist ekki, þeir kunnu ekki skil á tölum eða tlmatali og tilvera þeirra einkenndist af göldrum. kukli og hjátrú. Landkostirnir i konungsdæmunum voru mis- munandi og kóngarnir sem þarna réðu rikjum voru ólikir innbyrðis. Bunyoro i norðri var hrjóstugast og þar rikti Kamrasi, hjátrúarfullt hörkutól. sem beindi hatri sinu fyrst og fremst gegn Bugandakonungi i suðri. Karagwe lá syðst, gróðursælt og opið landsvæði og þar rfkti Rumanika, hávaxinn og vingjarnlegur maður, sem tók vel á móti aðkomumönnum, eins og ferðafélagi Speke, Grant, fékk að reyna meðan hann dvaldist hjá honum, er fótsár hans voru að gróa Rumanika stóð höllum fæti gagnvart nágrönnum sinum beggja vegna og reyndi þvl að halda friðinn Buganda, norðan til á vesturbakka vatnsins, er fyrst og fremst frumskógarland og þar hélt Mutesa um stjórn- völinn. Árið 1860 er Speke náði fundum hans, var Mutesa innan við þritugt og hafði þá nýlega hrifsað tíl sln völdin Hann hafði búið um sig inn i landinu nokkrar'milur frá vatninu, í fjallshlið ekki fjarri þar sem nú stendur Kampala Samkvæmt ýmsum samtímaheimild- um virðist Mutesa hafa verið um margt óvenju- legur persónuleiki, sem hafði töluverð áhrif á þá Evrópumenn sem sóttu hann heim Yfir honum var alla jafnan einhver virðuleg reisn, sem vakti virðingu hinna síðmenntuðu gesta hans, en þeir kynntust venjulega fljótlega hinni hliðinni á honum, sem geymdi blóðþyrstan villimann Varla leið sá dagur að ekki væri einhver líflátinn og venjulega þá fyrir einhverj- ar minniháttar misgjörðir, en jafnvel slíkt þurfti ekki til Mutesa var þó engan veginn upphafs- maður þessa blóðbaðs, þvi að allir fyrirrennar- ar hans höfðu meira og minna farið eins að og manndrápin gátu þvi talizt til stjórnarfarslegra Þyrping litilla þorpa i norðurhluta Uganda Minningartafla viðRiponfossa um J.H. Speke

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.