Morgunblaðið - 28.08.1977, Page 15

Morgunblaðið - 28.08.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977 15 ' .«■ :1>W - ■ Sv*1 'Srv v S \ s& . ....0c indíðn öcean Samuel Baker. Ijósmynd Könnunarslóðir Livingstoena 1866—73 eru Dr. David Livingstone frá 1805. sýndar meS brotinni linu og leið Stanley 1871 er sýnd sem óbrotin lina. LeiSin sem Stanley fór 1874—77. írið 1864. H.M. Stanley I fullum skrúSa landkönnuSarins. mennirnir sem leystu hana leikreglna Ógnaröldin var aðeins aðferð leið- togans til að halda þegnum sinum i skefjum eða verða ella undir, og væri ráð að gefa þessum bakgrunni gaum. þegar menn lita á feril Idi Amins, sem nú ræður rikjum á þessu landsvæði, en hann er kominn úr röðum almúgans en ekki hinnar menntuðu yfirstéttar, sem Bretar afhentu völdin þegar Uganda hlaut sjálfstæði Baker skýrir sumt en flækir annað Við þessi þrjú konungsdæmi þurftu land- könnuðir þessa landsvæðis að skipta, og í siðasta þætti sjónvarpsins um leitina að upp>- tökum Nilar greindi einmitt frá viðskiptum Samuels Baker og Kamrasi, konungs nyrzta konungsdæmisins, og siðan hvernig Baker og kona hans fundu Albertsvatn. Leiðangur Bakers hafði mikil áhrif. Hann ritaði fljótlega eftir heimkomuna bók um ferðina, sem varð feikilega vinsæl og honum tókst það sem bæði Burton og Speke hafði mistekizt — hann gerði þessa myrkviði Afríku hverjum manni skiljan- lega og brúaði bilið milli upphaflegra furðu- sagna og þess veruleika, sem þarna var að finna. Mið-Afríka var ekki lengur kveikja ímyndunaraflsins eða eyða á landakortinu heldur vanþróað en vel byggilegt land, þar sem lifði ósköp venjulegt fólk, sem Mú- hameðstrúarmenn eða íslamar kúguðu og arð- rændu af hreinni villimennsku og grimmd. Níl var því farin að vekja áhuga í öðrum skilningi en hinum landfræðilega — hún hafði fengið pólitíska, mannúðarlega og viðskiptalega þýð- ingu, og Baker benti dyggilega á, að ef Eng- land tæki þarna ekki I taumana, myndu þræla- veiðararnir ganga að þessu áleitlega landsvæði dauðu og það glatast hinum kristna heimi með öllu. Hins vegar var ekki auðvelt að taka ákvarðanir um viðbrögð fyrr en ráðgátan um náttúru þessa lands og hins mikla fljóts þess hefði verið skýrð, og • þeim efnum hafði Baker ekki orðið ýkja mikið ágengt — fundur Al- bertsvatns hafði hvergi nærri fært mönnum heim sanninn um upptök Nílar og ef eitthvað var þá hafði hann flækt málið enn frekar. Baker hafði líkt og Speke fundið mikið stöðuvatn og komist að þeirri niðurstöðu, að það lægi áfram upp undir það óendanlega til suðurs, jafnvel mörg hundruð kílómetra. Það gat hann þó alls ekki sannað, því að hann hafði ekki fylgt því eftir. Hið eina sem hann gat sýnt fram á var að straumflugið, sem Speke hafði séð renna til vestur úr Víktoriuvatni að Karumafossum, rann innl Albertsvatn, er hann hafði fundið og síðan áfram úr þvi til norðurs. En hvort þar færi í raun og veru Nil gat hann ekkert um sagt. Önnur spurning og ekki siðri vaknaði þá: Ef þetta var Nll, hvort vatnið lagði fljótinu þá til meginvatnið — Viktoríuvatn eða Albertsvatn? Ef hið siðarnefnda lá svo langt suður sem Baker vildi meina, þá hlaut það að teljast forðabúr Nílar. Baker hliðraði sér hjá að taka afdráttarlausa afstöðu i þessu efni og sagði aðeins að Albertsvatn væri í það minnsta vestari upptök fljótsins og Nil með fullu vatns- magni hæfist ekki fyrr en með útstreyminu úr Albertsvatni. Landfræðingar i London tóku þessa röksemd Bakers til greina en gátu þó ekki fyllilega gert upp hug sinn, en andstæð- ingar Speke voru aftur á móti ekki lengi að gleypa við þessum rökum ■fa Hrakningar Livingstone Þá er rétt að kalla dr Livingstone til sögunn- ar. Honum bauðst nú af Hinu konunglega brezka landfræðifélagi að takast á hendur leið- angur, sem endanlega átti að skera úr um þetta atriði, og hann stóðst ekki freistinguna að halda áfram þvi starfi sem hann hafði einsett sér — að berjast enn einu sinni gegn þræla- haldinu um leið og hann leysti ráðgátuna miklu um vötnin og fljótasvæðið í miðri álf- unni. Og likt og Burton var Livingstone orðinn þeirrar skoðunar, að lykillinn að gátunni væri raunverulega að finna í hinnni fornu sögn Heródótusar um botnlausa uppsprettu við ræt- ur hárra fjalla einhvers staðar i miðri álfunni í marz 1866 fór hann frá Zanzibar og tók land i minni Rovumafljóts. sem nú skilur Tanzanlu og Mósambique og ákvað hann að halda inn i landið töluvert sunnar en yfirleitt var farið Tók hann stefnuna beint á hið ókannaða landsvæði fyrir sunnan Tanganyikavatn, sem þeir Burton og Speke komu að i fyrstu ferð sinni Livingstone var betur búinn til þessarar farar en fyrr, þegar hann sigraði Kalhari- éyðimörkina og er hann fór ferðina miklu þvert yfir Afríku. En nú gekk allt á afturfótunum, snemma á leiðinni missti hann nær alla menn sina og skepnur, og það sem verra var — meðalakassann sinn. í lok ársins reikaði hann upp undir suðurenda Tanganyikavatns, þar sem arabiskir þrælaveiðarar tóku hann undir forsjá sína um leið og þeir gerðu honum ókleift að halda ferðinni áfram, þvi að hér eins og í Súdan höfðu þeir vakið hatur ættbálkanna og þess vegna var þess enginn kostur að fá burðarmenn Engu að siður tókst honum að hefja ferðina að nýju og hélt nú vestur að Lualabafljóti. síðan suður að Bangweolovatni. sem enginn hvitur maður hafði áður augum litið og þá norður á nýjan leik að Tanganyika- vatni. I marz 1869, þremur árum eftir að hann hóf ferðina frá ströndinni, kom hann i Ujiji næstum tannlaus og nær dauða en lifi af malaríu og öðrum sjúkdómum. Þar komst hann að þvl að öllum vistum hans hafði verið rænt, þannig að ekkert var eftir — ekki kínin og það sem verra var enginn póstur, sem hann hafði átt von á með vistunum. Hann kom heldur engum fréttum frá sér, þvi að Arabarnir neituðu að taka bréf hans með sér, enda vissu þeir gjörla, að þau myndu geyma heldur ófagrar lýsingar á þeim sjálfum. Svo að það var ekki annað aþ gera en halda ferðinni áfram og aftur var stefnan tekin á Lualabafljótið, sem Livingstone var tekinn að hallast að að hlyti að vera Nfl. Þessi ferð fékk þó dapurlegan enda í bænum Nyangwe. þegar Livingstone varð vitni að þvi morgun einn að arabísku þrælahaldar- arnir murkuðu lífið úr hundruðum ibúa án þess að fá nokkuð að gert. Þar með var líka borin von að fá bát og ræðara til að fylgja ánni og Livingstone sneri aftur til Ujiji illa til reika Eftir tveggja ára fjarveru frá Ujiji var Livingstone allslaus og varð nú að mestu að lifa á ölmusu frá aröbunum, forvígismönnum þrælaverzlun- arinnar. Og það var þarna sem Stanley fann hann 1 0. nóvember 1871. ^ Stanley finnur Livingstone Alllöngu áður hafði blaðakóngurinn James Gordon Bennett, útgefandi New York Herald, þar sem Stanley starfaði, kallað hann fyrir sig á Grand Hotel I Paris og gefið honum eftirfarandi fyrirmæli. „Ég vil að þú verðir við opnun Súezskurðar og haldir siðan upp Nil Sendu okkur itarlega lýsingu um allt það sem má vekja áhuga bandariskra ferðamanna Farðu síðan til Jerúsalem, Konstantinóple, Krimskagans. Kaspiahafsins, um Persíu allt til Indlands Að þvi búnu geturðu farið að leita að Livingstone Ef hann er dauður komdu þá aftur með allar þær sannanir sem þú getur orðið þér úti um dauða hans ". Þessa viðamikla verkefni lauk Stanley á 14 mánuðum, hann var við opnun Súezskurðar pg fór upp Nil, þar sem hann átti viðtal við einn af leiðangursmönnum Bakers, kannaði vígvelli Krimskagans, fór til Persiu og lýsti þar fornum minjum og siðan fátæktinni i Indlandi Nú var hann kominn til Ujiji eftir átta mánaða ferð frá störndinni og nánasti samstarfsmaður hans var Bombey, sá hinn sami og Burtön og Speke höfðu haft með sér á ferðum sinum Það urðu fagnaðarfundir með þeim Stanley og Livingstone þótt þeir væru menn ólikir, og um leið og Livingstone hafði náð heilsu könnuðu þeir í sameiningu Tanganyikavatn, og komust að því, að Burton hafði haft rangt fyrir sér — Rusizifljót rann í Tanganyikavatn en ekki úr þvi Eftir það hallaðist Livingstone enn frekar að þvi að Lualaba hlyti að vera Nil. Til þess að ganga úr skugga um það þurfti hann frekari vistir og burðarmenn. svo að hann og Stanley héldu i sameiningu til Tabora, sem var næsti staður þar sem slíkt var að fá Það brást þó og varð þá úr að Livingstone varð þar eftir en Stanley hélt að nýju til strandarinnar til að útvega þar vistir og menn fyrir Livingstone Meðferðis hafði Stanley ómetanlegan fjársjóð — allar ferðalýsingar og dagbækur Living- stone og til Zanzibar kom Stanley eftir aðeins 54 daga eða ótrúlega skamman tima Heimur- inn fékk þar með fréttir af Livingstone, mann- raunum hans og hinni ægilegu þrælaverzlun, sem viðgekkst i miðhluta Afriku Stanley varð Framhald á bls. 38 Stanley og Livingstone hittast og hin frngu orð: „Dr. Livingstone býst ég við." 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.