Morgunblaðið - 28.08.1977, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGUST 1977
E
JL—Jftirfarandi viðtal, sem birtist í
„Die Zeit”, hafði franska blaðakonan
Cathérine Chraine hjá „Le Nouvel
Observateur” við Jean-Paul Sartre,
sem varð sjötugur á þessu ári,
en er orðinn heilsulítill og nær
blindur. Hann segir hér frá sambandi
sínu við konur um ævina og svarar
nærgöngulum spurningum um hið
sérstæða samband hans og
skáldkonunnar Simone de Beauvoir.
Alla mína ævi hef ég
elskað konur í ríkum mæh
„Don Juan" og „femme fatale" um 1914. — „Ég var bara of áfjáður í að leika það
hlutverk."
YFIRLEITT telja viðmælendur
yðar sér skylt að ræða við yður
um heimspeki, bókmenntir eða
stjórnmál. Mig langar að gera
undantekningu og tala við yður
um konur, um þann sess, sem þær
hafa skipað í lífi yðar eða gera
enn: Þegar allt kemur til alis, hef
ég það á tiifinningunni, að þér
séuð mjög kvenhollur maður.
JEAN-PAUL
SARTRE:— Það er rétt hjá
yður, alla mína ævi hef ég elskað
konur í ríkum mæli. Hugur minn
hefur snúizt um þær. An nokkurs
vafa voru þær hið mikilvægasta í
hugarheimi mínum, frá því er ég
var lítill, þegar ég var orðinn
fullorðinn maður og eru það
einnig enn, þegar ég er gamall
orðinn. Þó að ég sé að brjóta heil-
ann um hluti, sem snerta konur
ekki beint, hugsa ég samt um
þær.
— Hvernig skýrið þér það?
J.P. SARTRE: — Með því að
fjölskylda mín var að mestu sam-
sett af konum: móður, ömmu og
vinkonum þeirra. Bernsku-
minningar minar einkennast af
konum. Þær voru hið stöðuga
meginefni drauma minna. Fram
að níunda, tiunda aldursári
stelpur að leikfélögum, sem gátu
á þeim tíma hugsanlega orðið eig-
inkonur mínar, þangað til menn
fóru að „trúlofa" mig þeim. Þegar
ég var orðinn 16 ára og upp frá
því kynntist ég mjög mörgum
stúlkum. Þá fór ég aftur til
Parísar. Eftir það hafa þær skipt
mig mjög miklu máli.
— Þegar þér voruð þannig um-
kringdir konum úr fjölskyldunni
og „kærustum", var það þá ekki
einmitt bernska til þess fallin að
ala upp I yður „karlmannlega
sjálfselsku"?
SARTRE:— Það gerðist svo
sannarlega, því að ég Ieit á
stelpurnar og síðan vinkonurnar
sem aukaleikara á sviði, þar sem
allt snerist um mig. Ég var þeim
fremri. En um leið leit ég einnig á
þær sem jafningja.
— Á vissan hátt frjálslyndur i
sjálfselskunni?
SARTRE: Já. Ég hafði fengið
nasasjón af táli og flekun úr bók-
um: Maðurinn dregur konuna á
tálar. Maðurinn leitar á konuna
og með ómótstæðilegum orðum,
sem hann mælir, eða með fram-
komu sinni gagnvart henni,
vinnur hann hylli hennar. Þannig
fer kvennamaðurinn að. En á
þessu tímabili var þó I tízku
nákvæmlega hið gagnstæða, hin
hættulega kona, „femme fatale".
Don Juan og hún voru sögu-
hetjurnar fyrir fyrra stríð 1914.
Og ég var fullur áhuga á kvenna-
manninum og hlutverki hans. Ég
var bara of áfjáður í að leika það
hlutverk, þó að það krefðist eigin-
leika, sem ég bjó alls ekki yfir.
— Þér segið oftast „konurnar",
í fleirtölu. En hafið þér aldrei
sem barn eða ungur piltur ímynd-
að yður kónu, sem yrði konan í
lífi yðar?
SARTRE: Nei, af því að ég vai
frá upphafi fjölkvænismaður. Ég
hef alltaf ímyndað mér kynlíf
mitt frjálst og óbundið. í því efni
hef ég einnig verið „hinn sjálfs-
elski karlmaður": Mig hefur
aldrei dreymt um stúlku, sem
hefði getað orðið hin eina í lífi
mfnu.
— Og tölduð þér, að konurnar
væru reiðubúnar að taka þessu
þannig?
SARTRE: — Það sem ég hef
leitað að alla tíð hjá konu, hefur
verið jafnrétthár félagi, en jafn-
framt varð hún að bæta mig and-
lega og tilfinningalega. Elskan,
ástin, eins og ég hugsaði mér
hana, var tvær manneskjur, sem
föðmuðust og kysstust. Þannig
var það, og þess vegna gat ég ekki
fundið hana hjá ungum mönnum,
því að mér fundust þeir of grófir.
Umgengni min við menn var vin-
samleg, ekkert annað. Aldrei nein
blíða. Þá alúð og ástúð, sem
konurnar í fjöiskyldu minni
sýndu mér frá upphafi, reyndi ég
að finna aftur hjá vinkonum
mínum. Kynlíf mitt var fyrst og
fremst fólgið I því. Sem ungur
maður kunni ég vel við það að
leika hlutverk verndara þeirra
stúlkna, sem til dæmis voru á
göngu með mér f tunglsljósinu,
gagnvart öðrum karlmönnum. En
smám saman missti ég þessa
verndaratilfinningu. Um tvítugt
var hún horfin.
— Hvernig var svo hið daglega
líf hins unga manns með þessar
hugmyndir um konur i kollinum?
SARTRE:— Hvorki sérlega
merkilegt né ríkt. Strákarnir i
menntaskólanum í La Rochelle,
sem vildu standa undir nafni,
þóttust vera að prófa þessa eða
hina. Það hljómaði hvorki siðsam-
lega né ástúðlega, en var algengur
talsmáti þá. Það táknaði raunar
ekki annað en að maður ætti ein-
hyerja vinstúlku, sem maður fór
með út að ganga. Oftast leiddi það
ekki til annars en f mesta lagi
faðmlaga í felum í einhverju
horni. Og siðan sagði maður frá
þvi i stró'hgum trúnaði, sem átti
að gefa allt mögulegt i skyn. Ég
man, að ég sem ellefu ára trúði
ýmsum fyrir þvi, að ég ætti kær-
ustu og við leigðum okkur
stundum herbergi á hótelum.
— Og þá hefur verið gert gys
að yður?
SARTRE:— Já hvort það var.
Auðvitað hefur enginn trúað orði
af því, sem ég sagði, en gert gr'ín
að mér í staðinn. Seinna gaf ég í
Simone de Beauvoir.
— „Allar aðrar konur
( minu lifi hafa verið
númer tvö."
skyn, að ég væri í tygjum við
dóttur útgerðarmanns, og hún
héti Lisette. Það var auðvitað
ósatt með öllu. Þetta átti að vera
gullfalleg stúlka, og þegar ég var
að gorta af þessum kynnum
mínum, þá var það þó sönnun
þess, að ég vildi, að það hefði
verið satt.
— Fanhst yður þér vera lag-
legur eða ófriður?
SARTRE: Það hugsaði ég
ekkert út i. Mér var sama um
líkama minn. Ég var hvorki sá
sterkasti eða sá ónýtasti í mínum
bekk og stundaði nokkuð íþróttir
eins og allir aðrir. Þá var ég þegar
ákveðinn í því að verða frægur
rithöfundur, og guð minn góður,
hvað þurfti ég þá á fegurð að
halda? Enginn skeytti um það, ef
um frægari rithöfund var að ræða,
hvort hann væri fríður eða ekki.
Fyrir mér var það algjört auka-
atriði. Ég var ekki fríður, og þá
það.
— Hvenær urðuð þér svo fyrst
ástfanginn?
SARTRE: 16 ára, i París, í
dóttur Pedells.
— Og hvernig var það svo árið
1920 að vera sextán ára og ást-
fanginn?
SARTRE: Nú, það var undir
lundarfarinu komið. Sumir nutu
alls, vafalaust. En það var þó
fremur sjaldgæft. Það mætti ætla
að þriðjungur nemenda hefði haft
reynslu af kynlífi, kannski einn
fjórði, en við vorum miklu
óreyndari en ungt fólk nú ádög-
um. Við vorum eiginlega börn.
— Þér eruð alinn upp í ströng-
um dyggðum. Höfðuð þér sektar-
tilfinningu?