Morgunblaðið - 28.08.1977, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977
Frásögn Michaels
Goldsmith, frétta-
manns AP, af fang-
elsisdvöl hans í
BANGUI þar sem
BOKASSA I ræður ríkjum
„1 mánuður í fangeLsis-
vítí BOKASSAI keisara
Brezki blaðamaðurinn Michael Gold-
smith, sem starfar hjá bandarísku frétta-
stofunni AP, var nýlega látinn laus úr
fangelsi í Bangui, höfuðborg Mið-
Afríkukeisaradæmisins, þar sem hann
hafði dúsað í einn mánuð að fyrirskipun
Bokassa keisara, eftir að hinn síðar-
nefndi hafði móðgazt yfir fréttum, sem
Goldsmith sendi um fyrirhugaða krýn-
ingu hans 4. desember nk, sem mun
kosta eitt fátækasta ríki í heimi milljónir
dollara. Frásögn Goldsmiths fer hér á
eftir.
„Ég vár á leið í kvöldverðar-
boð með Grant Smith, sendi-
ráðsritara við bandarfska sendi-
ráðið í Bangui, höfuðborg Mið-
Afríkukeisaradæmisins, að
kvöldi 14. júlí, er við komum
aðeins við á hótelinu, sem ég
bjó á. Smith beið úti í bíl meðan
ég ætlaði að skjótast inn. 1 and-
dyri hótelsins biðu eftir mér 4
vopnaðir en óeinkennisklæddir
lögreglumenn, sem handtóku
mig. Þannig var upphafið að
fjórum vikum í helvíti, þar af
sex dögum sem ég lá handjárn-
aður og oft hlekkjaður í glugga-
lausri fangelsisholu, með opin
sár á andliti, höndum og Ifkama
á nærbuxum einum saman með
steingólf fyrir hvílustað.
Lögreglumennirnir, sem
handtóku mig, voru kurteisir
en þögulir, og af því litla, sem
þeir sögðu, skildist mér að ég
væri grunaður um að vera út-
sendari leyniþjónustu S-
Afrfku. Lögreglumennirnir
handjárnuðu mig og óku mér
síðan 100 km vegalengd til
Berengo, sem er fæðingar- og
dvalarstaður Bokassa I, keisara
Mið-Afríkukeisaradæmisins.
Keisarinn var fréttaefni mitt í
ósköp venjulegu verkefni fyrir
AP, að skrifa grein um þennan
fyrrum ofursta f franska ný-
lenduhernum, sem hafði skipað
sjálfan sig keisara og eyddi
milljónum dollara í fyrirhug-
aða krýningu sína 4. desember
nk.
Barinn með staf
Við komum á áfangastað um
kl. 22.00 og þá voru handjárnin
tekin af mér og ég var einnig
færður úr jakkanum og vasar
mínir tæmdir. Því næst stóð ég
fyrir utan höllina með lögreglu-
menn við hlið mér f u.þ.b. 30
mínútur. Þá sá ég lítinn hóp
manna ganga f átt til okkar og
þekkti þar keisarann sjálfan,
sem eins og alltaf bar hinn
þunga staf, sem hann notar sem
tákn hátignar sinnar. Ég hafði
án árangurs reynt að ná við
hann viðtali og gladdist þvi yfir
að sjá hann, taldi víst að ég gæti
í fáum orðum leiðrétt misskiln-
inginn. Mennirnir staðnæmd-
ust fyrir framan mig og mér
fannst ég sjá djöfullegan
glampa f augum keisarans, er
ég hneigði mig og sagði „yðar
hatign . þetta voru sfðustu orð-
in, sem ég mælti af munni fram
næstu 24 klukkustundir. Keis-
arinn lyfti staf sinum án þess
að segja aukatekið orð og barði
honum af öllu afli vinstramegin
á enni mér þannig að stórt sár
opnaðist og blóðið fossaði út.
Arásin var svo snögg að ég gat
engum vörnum komið við og
hné meðvitundarlaus til jarðar.
Nokkrum augnablikum sfðar
rankaði ég við mér og man
óljóst eftir þvi að keisarinn og
skósveinar hans spörkuðu i
mig. Ég sá gleraugu mín liggja
á jörðinni og heyrði einhvern
hrópa „brjótið þau“ og stígvél
keisarans muldu þau mélinu
smærra. I því missti ég aftur
meðvitund, til allrar hamingju.
Ég var meðvitundarlaus í 24
klukkustundir og þegar ég
vaknaði var ég handjárnaður í
litlum, dimmum klefa og blóð
lagaði úr sárum mínum. Það
var ekki fyrr en 10 dögum
seinna að ég gerði mér grein
fyrir að mér hafði verið ekið
þessa sömu nótt til baka til
Bangui og settur i ríkisfangels-
ið þar.
Handjárn
hert um sárið
Einu sinni á dag var þykka
stálhurðin fyrir klefanum opn-
uð og verðirnir réttu inn skál
með vatni í og örlftið af Manioc,
sem er bragðlaus rót, sem mikið
er borðuð í Afríku. I hvert
skipti sem hurðin var opnuð sá
ég 6 hermenn vopnaða vélbyss-
um, og allir miðuðu þeir vopn-
um sínum á mig. Ég reyndi að
tala við verðina á frönsku og
bað þá árangurslaust um
læknisaðstoð eða að fá að tala
við fulltrúa bandarfska sendi-
ráðsins, því að þótt ég væri
Bokassa keisari
starfsmaður bandarfskrar
fréttastofu, var ég brezkur
þegn og svo óheppinn að land
mitt átti engan diplómatfskan
fulltrúa í Bangui. Daginn eftir,
laugardaginn 16. júlí, fyrirskip-
aði yfirmaður fangelsisins,
Ngongo major, að ég yrði
hlekkjaður á fótum og hann
herti af ásettu ráði handjárnin
yfir opið sár á vinstri ulnlið
mínum.
Ég vissi að umheimurinn
hlyti að vita af handtöku minni,
því að Grant Smith hafði orðið
vitni að henni og að eitthvað
væri verið að vinna f máli mínu
þótt svo að ég fengi aldrei vit-
neskju um slíkt. Þegar örvænt-
ingin greip mig sem mest
reyndi ég að hughreysta mig
við að e.t.v. yrði ég náðaður í
tilefni krýningarinnar, nema
ég dæi áður af sárum mfnum.
Aðstæður
breytast
21. júlí breyttust aðstæður
mfnar svo skyndilega til hins
betra. Ég var fluttur í stærri
klefa og f fyrsta skipti fékk ég
tvær ábreiður. Engin skýring
var gefin á þessu. Tveimur dög-
um sfðar kom hjúkrunarmaður,
sem ég sfðar komst að, að var
persónulegur hjúkrunarmaður
keisarans og veitti mér fyrstu
læknisaðstoð, sem ég hafði
fengið frá handtökunni. Hann
saumaði sárið á enninu saman
með sex sporum, hreinsaði önn-
ur sár og gaf mér penicillin-
sprautur og þetta gerði hann
daglega fram til 1. ágúst.
Ég grátbændi verði mfna um
að fá að senda orðsendingu til
konu minnar í Lo' >n og
aldraðar móður minriar, en án
árangurs. I þrjár vikur, sem
aldrei virtust ætla að taka enda,
lá ég f klefanum án þess að vita
hvað biði mfn. Það hressti mig
að vfsu mjög mikið andlega að
er ég var fluttur í stóra klefann
fékk ég daglega eina heita
evrópska máltfð, sem var búin
til á Safarihótelinu í Bangui,
sem er i eigu rfkisins. öfund-
uðu verðirnir og aðrir fangar
mig mjög af þessum lúxus. Ég
komst seinna að því að það var
keisarinn sjálfur, sem haðfi
gefið fyrirmæli um að ég fengi
þennan mat.
Rottur og
kakkalakkar
Þessi matur, læknishjálpin
og ábreiðurnar tvær voru eini
lúxusinn, sem ég naut. Klefinn
var kaldur og fullur af rottum,
risastórum kakkalökkum og
moskftóflugum, sem gerðu
heiftarlegar árásir á mig á
hverri nóttu. Til að drepa tím-
ann og missa ekki vitið f
örvæntingu hóf ég að marg-
falda ýmsar tölur f huganum og
daglega fór ég á flugnaveiðar
og gaf stig fyrir hvgrja drepna
flugu, dró eitt stig frá ef ég
hitti ekki og 4 stig fyrir tvær í
einu höggi. Ef ég náði 20 stig-
um á dag þýddi það að veiðarn-
ar höfðu gengið mjög vel.
Að morgni 11. ágúst var ég f
fyrsta skipti færður út úr klef-
anum, ekið með mig niður í bæ
á skrifstofu Michel Gbezera-
Bria utanríkisráðherra, sem tók
mér einkar hlýlega. Hann
kynnti mig fyrir sérlegum
sendimanni Omars Bongos, for-
seta Gabons og formanns
Éiningarsamtaka Afrfku, sem
bersýnilega hafði verið sendur
til að spyrjast fyrir um mig.
Ljósmyndari tók af mér mynd-
ir, þar sem ég sat í blóðdrifinni
skyrtu, skeggjaður og hand-
járnaður. Sfðan var ég án frek-
ari skýringa sendur aftur f
fangelsið.
Keisarinn
hrærður,
kossar í
kveðjuskyni
Daginn eftir var mér skipað
að klæðast og fyrsti vonargeisl-
inn skein á mig. Mér var ekið til
Berengo, þar sem hópur ráð
herra úr stjórn Bokassa las fyr
ir mig skeytasendingar, sem
fram höfðu farið milli keisar-
ans og konu minnar, og sögðu
að Bokassa hefði orðið svo
hrærður af beiðnum hennar, að
hann hefði ákveðið að sleppa
mér. Keisarinn kom sfðan sjálf-
ur og talaði yfir mér stanzlaust
í tvær klukkustundir og lagði
áherzlu á að það hefði verið
þáttur konu minnar, sem hefði
ráðið úrslitum. Hann sakaði
Framhald á bls. 36