Morgunblaðið - 28.08.1977, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977
Útgefandi
Framkvæmdastjófi
Ritstjórar
R itstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiSsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuSmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Árni GarSar Kristinsson.
ABalstræti 6, sfmi 10100.
ASalstræti 6, sfmi 22480.
Áskriftargjald 1300.00 kr. á mðnuSi innanlands.
j lausasölu 70.00 kr. eintakiS.
Eftir rúman mánuð kem-
ur Alþingi saman tíl fundar
á ný og verður það síðasta þing
fyrir næstu alþingiskosningar,
sem fram fara sumarið 1978
Þessa þings biða mörg verkefni
en eitt hinna brýnustu er
tvímælalaust að afgreiða nýja
löggjöf um verðlagsmál eins og
ríkisstjórnin hefur gefið fyr-
irheit um. Það virðist samdóma
álit margra í röðum stjórnar-
sinna og stjórnarandstæðinga
og í hópi vinnuveitenda og
verkalýðsmanna, að núverandi
verðlagskerfi, sem byggir á
prósentuálagningu, sé úrelt
orðið og þjóni engan veginn
því hlutverki að tryggja hags-
muni neytenda. Ekki verður
heldur séð af verðbólguþróun-
inni hér síðustu árin, að
verðlagshöftin hafi orðið til
þess að hamla gegn verðlags-
hækkunum.
í megindráttum er núverandi
verðlagskerfi þannig upp byggt
að heildsölu, smásölu og
hinum ýmsu þjónustugreinum
er skömmtuð tiltekin álagning,
ákveðin prósenta á innkaups-
verð og þau gjöld sem leggjast
á vöruna við flutning hennar til
landsins. Það gefur auga leið,
að þetta kerfi vinnur beinlínis
gegn hagkvæmum innkaup-
um. Við getum hugsað okkur
tvo innflytjendur, sem flytja inn
ákveðið magn af karlmanna-
skyrtum, svo að eitthvað dæmi
sé nefnt Annar þeirra hefur
lítið fyrir hlutunum og pantar
inn frá hefðbundnum
verzlunarsamböndum og
leggur leyfilega prósentu ofan
á. Hinn leitar hins vegar fyrir
sér um hagkvæmari innkaup
t.d. í þeim Asíu-löndum, sem
nú flytja ódýrar vörur til
Evrópu. Hann flytur vöruna inn
á margfalt lægra verði en fær
líka margfalt minna í sinn hlut
vegna álagningarkerfisins,
m.ö.o. mönnum er beinlínis
refsað fyrir að gera hagkvæm
innkaup. Menn sjá auðvitað í
hendi sér, að i þessu kerfi felst
lítil hvatning til innflytjenda um
að gera hagkvæm innkaup og
alls engin trygging fyrir
neytandann, að hann njóti
hinna beztu kjara.
Öðrum þræði stuðlar þetta
álagningarkerfi einnig að hærra
matvöruverði. Þar sem
kaupmönnum er gert að selja
sumar algengar matvörur með
svo lágri álangingu, að það
stendur engan veginn undir
kostnaði, er þeim leyft að selja
aðrar matvörur með hærri
álangingu til þess að vinna
tapið upp. Þetta ýtir undir
hærra verð en eðlilegt er á
sumum matvörutegundum og
jafnframt verður verðmunur
óeðlilegur.
Þegar færa má óhrekjanleg
rök fyrir því að núverandi verð-
lagskerfi tryggi ekki hag neyt-
enda og stuðli beinlínis að of
háu vöruverði og ekki verður
séð að það hafi nokkur minnstu
áhrif ! þá átt að draga úr verð-
bólgunni er augljóst, að það er
ástæða til að reyna eitthvað
nýtt. Reynslan af verðlags-
höftunum er slík, að engin
áhætta sýnist tekin frá hags-
munasjónarmiði neytenda
enda þótt gerð yrði tilraun með
að gefa álagningu frjálsa og sjá
hvaða áhrif það hefði á vöru-
verðið. Ef sú tilraun gæfist illa
hefur löggjafinn alltaf í hendi
sér að breyta til á ný.
Stundum hafa komið fram
raddir um að ekki sé hægt að
treysta verzlunarstéttinni fyrir
frjálsri álagningu. Verzlunar-
stéttin sjálf hefur afsannað þá
kenningu. Stórmarkaðir, sem
risið hafa upp í Reykjavík á
undanförnum árum, hafa tekið
upp verðsamkeppni sín á milli
með því að bjóða neytendum
mjög hagstætt verð á tilteknum
vörutegundum og einnig veru-
legan afslátt, ef keypt er í
stærri skömmtum. Þessi verð-
samkeppni stórmarkaðanna
hefur smátt og smátt breiðzt út
til minni kjörbúða, sem hafa
tekið þátt i henni. Nú er svo
komið, að fólk út á landi, sem á
ekki kost á viðskiptum við aðra
en kaupfélög, telur borga sig
að fara til Reykjavíkur til þess
að gera hagkvæm innkaup í
stórmörkuðum, þar sem
verðlag er bersýnilega lægra en
í kaupfélagsverzlunum. Er
þetta lýsandi dæmi um það,
hverju einkaframtakið getur
fengið áorkað, og hvílíkt
aðhald það veitir einokunar-
verzlunum samvinnuhreyf-
ingarinnar á landsbyggðinni.
Í þessu Ijósi ber ríkisstjórn og
Alþingi að fjalla um verðlags-
málin á næstu mánuðum. Öll
skynsamieg rök hníga að því að
losa um þessa síðustu fjötra,
sem eru á verzlun landsmanna,
og láta á það reyna, hvort hún
getur með þeirri hvatningu,
sem í því felst, náð mun hag-
kvæmari innkaupum en nú er
og hvort verðsamkeppni milli
verzlana muni e.t.v. tryggja
hag neytenda margfalt betur
en hin úreltu verðlagshöft.
Sá verðbólguvandi, sem við
íslendingar búum við, er svo
mikill og alvarlegur að við hljót-
um að leita nýrra leiða til þess
að vinna á honum. Ein þeirra
leiða ætti að mati Morgun-
blaðsins að vera að gefa verzl-
unina alveg frjálsa og sjá hvort
með þeim hætti tekst ekki að
ná þeim árangri, sem að hefur
verið stefnt með verðlagshöft-
um en hefur gersamlega mis-
tekizt.
Þegar innflutningshöft voru
afnumin 1 960 og margvislegar
aðrar hömlur í athafnalífi lands-
manna, fór ferskur andblær um
íslenzkt þjóðfélag. Dyrnar voru
opnaðar og nýtt og hressandi
loft streymdi inn. Nú er tíma-
bært að stíga slíkt skref á ný.
Við höfum byggt upp alltof
stórt og viðamikið opinbert
bákn, sem leggur alltof miklar
hömlur á lif fólks í landinu
dregur úr athafnaþrá þess og
lifskrafti. Við skulum opna
dyrnar á ný og hleypa nýju lofti
inn, afnema síðustu leifar hins
gamla haftakerfis, sem tröllreið
hér húsum eftir stríð, og létta
hömlum af athafnaþrá fólksins.
Þá leysast af sjálfum sér mörg
vandamál, sem virðast svo
erfið úrlausnar nú.
Gefum verzlun-
ina frjálsa
Rey kj aví kurbréf
Laugardagur 27. ágúst
*
Tengsl Islands
við Brasilíu
Fyrir víku bírtist hér í Morgun-
blaðinu greiri eftir sendiherra
Brasiiíu á íslandi J.O. de Meira
Penna, en grein þessi birtist upp-
haflega í dagblaði i Brasiliu, sem
nefnist „Jornal do Brasil“ og
fjallar sendiherrann í grein þess-
ari um ferðir íslendinga til
Brasilíu á siðustu öld og afkom-
endur þeirra, sem þar tóku sér
bólfestu. í grein þessari segir
sendiherrann m.a.: „Kristján ís-
feld var einna íyrstur til Brasilíu.
Kristján lézt i Rio de Janeiro árið
1874; hann lét eftir sig dóttur
gifta Brasilíumanni. En fjórir ís-
lendingar aðrir höfðu komið til
Brasilíu 1863, meðal þeirra Jónas
Hallgrímsson, sem hafði verið
settur til þess af yfirvöldum að
kanna aðstæður til búsetu í Brasi-
líu. Jónas sagði farir sínar og fé-
laga sinna ekki sléttar, loftslags-
breytingin hefði leikið þá grátt,
heilbrigðisástand væri bágborið,
þjóðtungan torlærð og ekki hlaup-
ið að því að finna gott land undir
byggð. Einna bezt leizt þeim á sig
í Curitiba í Paranau-fylki suður í
landi. Jónas réð löndum sínum þó
að bíða frekari upplýsinga, en
hann lézt því miður úr gulu árið
1870. Málið var nú mikið rætt
áfram í hópi þeirra, sem hugðu á
útflutning og komu þá ýmsir ann-
markar í ljós. Dönsk yfirvöld lögð-
ust heldur á móti Brasiliuförum;
auk þess komu trúarvöflur á
suma, þar eð ísiendingar voru
lútherskir en kaþólska rikistrú i
Brasiliu. Samt tóku enn nokkrir
íslendingar sig upp árið 1873 og
héldu frá Kaupmannahöfn áleiðis
til Brasiliu. Þeir komu til
Paranau hinn 8. janúar árið eftir.
Þar tók á móti þeim Jónas nokkur
Friðfinnsson eða Jónas F. Bardal
(nú búa í Curitiba sex fjölskyldur
með þessu nafni Bardal eða Bar-
dall); Jónas hafði áður verið í
ferðalögum og m.a. numið portú-
gölsku, en ferð félaganna frá
Kaupmannahöfn hafði tekið
fimm mánuði. Hin keisaralegu
yfirvöld (Brasilía var í þann tíð
keisaradæmi undir stjórn Brag-
anca-ættarinnar) tóku innflytj-
endunum vel, úthlutuðu þeim
land skammt fyrir utan Curitiba
og tóku þeir þegar tii að yrkja
jörðina. Þeir áttu erfitt uppdrátt-
ar framan af; loftslag og aðstæður
allar voru svo gjörólíkar þvi, sem
þeir áttu að venjast heima. Marg-
ir úr þessum hópi blönduðust
þýzkum landnemum lútherskum,
sem voru að flytjast til Suður-
Brasilíu í nokkrum mæli um þetta
leyti. Að þvi er Þorsteinn Þor-
steinsson segir, virðast Islending-
ar hafa dreifzt út um landið smám
saman. Innflytjendurnir munu
aldrei hafa orðið fleiri en 40, en
árið 1937 voru nokkrir þeirra enn
álífi.“
Um þessar ferðir íslendinga tih
Brasilíu fyrir rúmlega 100 árum
hefur lítið verið fjallað hér, a.m.k.
á síðari árum. Sendiherrann skýr-
ir frá því í grein sinni, að á árinu
1937 hafi komið út bókín „Ævin-
týrið frá íslandi til Brasiliu" eftir
Þorstein Þorsteinsson. En vissu-
lega væri fróðlegt að komast að
raun um, hvað orðið hefur um
afkomendur hinna íslenzku inn-
flytjenda til Brasilíu og hvernig
þeim hefur vegnað þar i landi,
hvort þeir hafa enn einhverja
hugmynd um hinn íslenzka upp-
runa sinn og hvort þeir hafa hald-
ið einhverjum tengslum við ís-
lenzka tungu. Þetta efni hlýtur að
þykja forvitnilegt, ekki sízt nú
þegar samskipti okkar.við afkom-
endur íslenzkra útflytjenda i
Kanada og Bandaríkjunum hafa
aukizt svo mikið sem raun ber
vitni. Væri vissulega ánægjulegt,
ef grein sendiherra Brasiliu á ís-
landi yrði til þess að vekja áhuga
einhverra á því að kanna þessi
mál frekar en nú þegar hefur
verið gert og hafa upp á þessum
afkomendum íslendinganna, sem
héldu til þessa fjarlæga lands
fyrir meira en öld.
Kennsla í þjóð-
félagsfræðum við
Háskóla íslands
Sl. vetur og vor var að því vikið
i forystugreinum Morgunblaðs-
ins, að hætta kynni að vera á því,
að hin nýja kennslugrein um sam-
félagsfræði, sem hefur rutt sér til
rúms í framhaldsskólum landsins
á undanförnum árum yrði tilefni
til þess að pólitískt sinnaðir kenn-
arar misnotuðu aðstöðu sína og
notuðu þetta námsefni til þess að
reka dulbúinn eða ódulbúinn
áróður í kennslustundum, póli-
tískum skoðunum sinum til fram-
dráttar. Helzta tilefni þessara að-
vörunarorða Morgunblaðsins var
frægt dæmi frá slíkri kennslu í
framhaldsskóla í Kópavogi, þar
sem kennari í þessu fagi tróð upp
á nemendur áróðurspésa frá Fylk-
ingunni og notaði sem kennslu-
bók. Forystugreinar Morgun-
blaðsins urðu til þess, að nokkrir
vinstri sinnaðir kennarar réðust
fram á vígvöllinn tii þess að mót-
mæla staðhæfingum blaðsins. En
svo undarlega brá við, að hver
greinin á fætur annarri, sem send
var Morgunblaðinu til birtingar
eða birt var í öðrum blöðum varð
til þess að fletta ofan af vinnu-
brögðum þessara manna og sýnaj
fram á, að ástandið var þá þegar
orðið alv^rlegra en Morgunblaðið
hafði gert ráð fyrir. . j
Fyrir viku birtist hér i blaðinu
grein eftir Hannes Gissurarson,
þar sem hann fjallaði um kennslu
í þjóðfélagsfræðideild Háskólans.
í grein þessari gagnrýndi greinar-
höfundur harðlega val náms-
efnis á námskeiði í kommún-
istískum fræðum við háskólann,
sem fram fer undir hand-
leiðsiu tveggja kunnra Alþýðu-
bandalagsmanna og val kennara.
Grein Hannesar Gissurarsonar varð
kennurum við þjóðfélagsfræði-
deildina tilefni til andsvara, sem
birt voru í Morgunblaðinu sl.
fimmtudag. Nú skal ekki dregið í
efa, að það sé út af fyrir sig vilji
forsvarsmanna þessarar ungu há-
skóladeildar að standa þannig að
uppbyggingu hennar, að ekki
þyki aðfinnsluvert, og að strangar
kröfur verði gerðar til gæða þeirr-
ar kennslu og þess náms sem þar
fer fram. Engu að siður hlýtur
þeim sjálfum að vera ljóst að sú
staðreynd, að þrír af fjórum kenn-
urum þessarar deildar eru virkir
meðlimir i Alþýðubandalaginu,
og hafa mjög látið að sér kveða á
þeim vígstöðvum, hlýtur að skapa
vissa tortryggni í garð deildarinn-
ar og starfshátta hennar, sérstak-
lega þar sem námsefnið er raun-
verulega pólitik. Nú hefur það að
vísu oft gerzt áður, að kennarar
við deildir Háskólans hafa jafn-
framt haft mikil stjórnmálaaf-
skipti, en hér er sá munur á, að
þjóðfélagsfræðideildin er ung og
er enn á uppbyggingar- og mótun-
arskeiði og kennsluefnið mun ná-
tengdara stjórnmálum og stjórn-
málabaráttu en önnur námsefni
við Háskóla íslands.
Þegar gengið er út frá þvi sem
vísu, að það sé persónulegur vilji
þeirra háskólakennara, sem hér
eiga hlut að máli, að vinna heiðar-
lega og hlutdrægnislaust að störf-