Morgunblaðið - 28.08.1977, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977
25
ATA-þing í Reykjavík - ATA-þing í Reykjavík — ATA-þing í Reykjavík
Friður getur
aðeins grundvall-
azt á styrkleika
„ÞIÐ ERUÐ mjög listrænir Islend
ingar,” sagði James S. McDonn-
ell, stjórnarformaður Mcdonnell
og Douglas-fyrirtækisins í Banda-
rfkjunum, sem m.a. er frægt af þvi
að smfða Douglas-flugvélar þær,
sem Loftleiðir hafa notað um all-
mörg ár á leiðinni Luxemburg
Keflavfk-New York. Um leið og
hann sagði þetta benti hann á
borðið, sem við settumst við í
Kjarvalsstöðum, þar sem viðtalið
fór fram og hann sagði: „Hverjum
öðrum en listrænum mönnum
dytti f hug að búa til slfkt borð?"
Borðplatan var vissulega óvenju-
leg og líktist einna helzt fjögurra
laufa smára, en McDonnell hélt
áfram að tala um listræna eigin-
leika íslendinga. Hann sagði:
— Ég er nýkominn frá Vest-
mannaeyjum, þar sem menn hafa
verið að byggja upp eftir náttúru-
hamfarirnar Þar sá ég húsgafl. sem
var allur málaður með fyrirmynd úr
lífi Vestmannaeyinga. Mér var sagt
að börn úr skólum bæjarins hefðu
gert þessa mynd. Já, íslendingar
eru listrænir — sagði þessi aldni
maður, sem okkur lék talsverð for-
vitni á að vita hver væri. Og við
spurðum hann.
— Líf mitt er ofur einfalt —
sagði James S. McDonnell — það
hefur allt snúizt um flug og geim-
ferðir og ég hefi lifað á þessu alla
mína ævi. Ég stundaði nám í eðlis-
og verkfræði við Princeton-
háskólann í Bandarikjunum og síðan
hefur líf mitt snúizt um flug í 56 ár.
Áhugi minn hefur ávallt beinzt að
velferð mannfólksins og mér finnst
ég hafa haft þá hugsjón að reyna að
stuðla að friði og varanleik hans.
Friður verður hins vegar ekki að
veruleika, nema hann sé grundvall-
aður á styrk og staðfestu.
— í fyrirtæki mínu starfa 60 þús-
und liðsmenn. Við köllum þá liðs-
menn (teammates) en ekki launþega
(employees), þar sem okkur geðjast
fíætt við fíugvélaframleidandann James S. McDonneH\
stjórnarformann McDonnell-Douglas-verksmidjanna
siður að þvi orði Sjálfsagt hefðum
við kallað starfsmenn okkar félaga
(comerates), ef Rússarnir hefðu ekki
verið á undan okkur að eigna sér
það heiti. Helmingur af framleiðslu
fyrirtækisins beinist að framleiðslu
flugvéla í friðsamlegum tillangi,
þ e.a.s við framleiðum flugvélar fyr-
ir almenning, sem gerir honum
kleift að komast landa I milli, ferð-
ast Nú eru i umferð á annað hundr-
að DC8 þotur, fjölmargar DC-9 á
vegum um 50 flugfélaga og 37
flugfélög vinna með DC-10 Hinn
helmingurinn er framleiðsia orrustu-
þotna til hernaðarlegra nota, sem
við framleiðum fyrir landher, sjóher
og flugher Bandarikjanna Við höf-
um gert samning við Bandaríkja-
stjörn um framleiðslu þessara þotna
og seljum engum öðrum sllkar flug-
vélar Þetta eru Fantom-þotur, F-19
og fleiri tegundir og vinir minir
spyrja stundum: „Heyrðu McDonn-
ell, gamli Þú segist vera friðarsinni,
en samt framleiðir þú allan þennan
urmul af orrustuþotum Hvernig má
það vera?" Jú, ég er hvergi banginn
við slik rök. Friðu'r verður aðeins
tryggður með styrkleika og með
honum einum er hann verndaður í
sáttmála Sameinuðu þjóðanna er
heimilað að þjóðir stofni með sér
varnarbandalög.
— Ég er fyrrverandi formaður i
aðildarfélagi ATA i Bandarikjunum
og ég hefi einnig verið i forystu i
Atlantshafsráði Bandarikjanna Þetta
er i fyrsta sinn, sem ég kem til
íslands og raunar hef ég ekki tekið,
þátt i störfum ATA að ráði siðan
1 964, að ég sat ársf und, sem þá var
haldinn i Ottawa. Þegar ég frétti að
ársfund 1977 ætti að halda á ís-
landi — sagði ég við konu mina:
„Nú förum við til íslands og hingað
kom ég á þriðjudagskvöldið Við
komum með DC-8 þotu Loftleiða og
ég tók eftir að sætanýting i vélinni
var um 90% Það er vel af sér vikið
hjá Loftleiðum og þeir standa sig
vel
— Já, en nú er vá fyrir dyrum
hjá Loftleiðum, þar sem Laker-
Airways er að hefja ferðir milli Lond-
on og New York á langtum lægri
fargjöldum en Loftleiðir ráða við?
— Það er rétt, að Freddy Laker er
að hefja „airbus" ferðir sinar yfir
Atlantshaf, en hannn notar DC-10,
sem er breiðþota Nú eiga Loftleiðir
bara að fá sér slikar þotur og þá er
ég sannfærður um að þeir standast
samkeppnina við Laker
— En fá þeir þá svo góða
greiðsluskilmála á þotunum, að þeir
geti keypt DC-10?
— íslendingar eru þekktir fyrir
að greiða fyrir það, sem þeir hafa
keypt og það samkvæmt samningi.
Þeir greiða sina reikninga og þeir
krefjast ekki þjórfjár Þeir geta vissu-
lega fengið Douglas-þotur á góðu
verði — sagði þessi aldna kempa
og hló við
— En Douglas hefur ekki aðeins
fengizt við flugvélasmiði. Þeir hafa
einnig fengizt við gerð geimfara
— Já, við smiðuðum fyrsta ein-
mannaða geimfarið, sem fór út i
geíminn.fyrir NASA. Við smíðuðum
lika fyrsta tveggja sæta geimfarið.
Gemini, sem bar John Glenn á spor-
baug um jörðu Hann var þá foringi
í flotanum Þetta var i febrúar 1962,
en nú er hann senator fyrir Ohio og
stendur sig með hinni mestu prýði
— Annars eru Bandarikjamenn
þannig lundaðir að ef þeir telja sér
ógnað á einhvern hátt, þá standa
þeir saman sem einn maður Þannig
var það, þegar Kennedy fór fram á
fjárframlög til þess að setja mann á
tunglið Þá héldu menn að Sovétrík
in hefðu þetta markmið og menn
vildu verða fyrri til. Kennedy fékk
20 milljarða Bandaríkjadala til þess
að framkvæma þetta Þetta er eins
og ef einhver ógnaði Bandarikjunum
og styrjöld yrði óumflýjanleg. þá
standa Bandarikjamenn saman, rétt
eins og þeir gerðu í siðari heims-
styrjöldinni Þetta verða hinir
sovézku vinir okkar að gera sér Ijóst
og jafnframt að bandaríska þjóðin
vill ekki strið Hún er i raun friðelsk-
andi í Asiu sáu Bandarlkjamenn þó
ekki tilganginn. þvl fór sem fór ATA
er meiður af varnarbandalagi vest-
rænna þjóða í þvi koma þátttökuriki
bandalagsins fram og styrkur þeirra
er þeirra bezta vörn Styrkleikinn er
grundvöllur friðarins eins og ég hefi
áður sagt
Og þessi 78 ára gamli maður
heldur áfram að tala um þotur og
flugvélar, sem verið hafa allt hans
Framhald á bls. 47
um sínum við þjóðfélagsfræði-
deild Háskólans hefði mátt ætla,
að andsvör þeirra við grein Hann-
esar Gissurarsonar hefðu byggzt
eingöngu á því að rekja stað-
reyndir um námsefni og kennslu-
gögn eins og þær koma þeim fyrir
sjónir, sem við deildina starfa. En
svo undarlega bregður við, að
tónninn í svari kennaranna ein-
kennist ekki síður af hávaða,
brfgzlyrðum og pólitísku skít-
kasti, en það eru einmitt þær
ávirðingar, sem þeir lelja einna
alvarlegastar i skrifum Hannesar
Gissurarsonar. Þannig tala há-
skólakennararnir um „níðblaða-
mennsku", ,,rógskrif“, ,,rógsiðju“,
„persónunið", „stílbrögð rógber-
ans“, „aurkast", „æsiblaða-
mennsku" og svo framvegis. Þá
taka þessir heiðursmenn sér fyrir
hendur að ásaka Morgunblaðið
um að „dreifa rógskrifunum" og
telja sig þess umkomna að setja
sig á háan hest og komast að
þeirri niðurstöðu, að birting á
greinum Hannesar Gissurarsonar
sé ekki „samboðin virðulegu og
málefnalegu blaði sem Morgun-
blaðið vill vera“.
Ekki er ástæða til að nefna
fleiri dæmi um þá tóntegund, sem
einkennir þessi skrif háskóla-
kennaranna. Um efnisatriði máls-
ins verður ekki fjallað hér, enda
er Hannes Gissurarson fullfær
um að svara fyrir sig og meira en
það, og gerir það í Morgunblaðinu
í dag, laugardag. En aðeins skal á
það bent, að með því að velja sér
þennan tón í skrif sín hafa þeir
Ólafur Ragnar Grimsson, Svanur
Kristjánsson, Þorbjörn
Broddason og Haraldur Ólafsson
fallið í þá sömu gryfju og þeir
ásaka Hannes Gissurarson um. I
stað þess að hafa „háleit markmið
fræðimennsku og visinda að
leiðarljósi“ hafa „freistingar æsi-
blaðamennsku orðið þeim að
fótarkefli". Þetta sýnir, að
kennarar við þjóðfélagsfræði-
deild Háskólans eiga erfitt með að
greina á milli starfa sinna við
Háskóla íslands og stjórnmála-
baráttunnar. Öðrum þræði eru
það þrír Alþýðubandalagsmenn i
pólitiskum ham, sem svara grein
Hannesar Gissurarsonar i
Morgunblaðinu. Úr þvi að þeim
tekst ekki að greina þar á milli i
einni blaðagrein, þar sem þeir
svara gagnrýni á kennsluhætti við
deild þeirra, hljóta þeir að skilja,
að þeir sem fyrir utan standa
velta því fyrir sér, hvort þeir geti
greint á milli fræðimennsku og
pólitíkur í kennslu sinni við Há-
skólann og við val á kennslugögn-
um. Þetta er kjarni þess vanda-
máls, sem þessi unga og nýja
háskóladeild stendur frammi fyr-
ir. Þangað hafa valizt kennarar,
sem fyrst og fremst tilheyra ein-
um stjórnmálaflokki. Tortryggni
ríkir í þeirra garð og þeim hefur
ekki tekizt að draga úr henni,
kannski fremur aukið á hana með
þessum síðustu skrifum. Vilji
þeir í raun og veru byggja upp
háskóladeild, sem nýtur trausts
út á við hljóta þeir að tileinka sér
önnur vinnubrögð en þau að velja
sem kennara í kommúnistiskum
fræðum tvo kunna Alþýðubanda-
lagsmenn, Svan Kristjánsson og
Hjalta Kristgeirsson. Þeir hljóta
að skilja, að breiddin í kennslu-
kröftum verður að vera meiri i
þessari deild, ef hún á að njóta
þess trausts, sem þeir vafalaust
telja að hún eigi tilkall til.
• •
Oldurnar lægir
Heldur friðsamlegar horfir nú
um þessa helgi i sambandi við
vandamál frystihúsanna en útlit
var fyrir um siðustu helgi, þegar
forsvarsmenn fyrstihúsa á Suður-
landi og Vesturlandi höfðu gefið
opinberar yfirlýsingar um, að
þeir mundu loka húsunum 29.
ágúst, þ.e. á mánudag, ef ekki
hefðu fyrir þann tima verið gerð-
ar ráðstafanir til þess að tryggja
frystiiðnaðinum rekstrargrund-
völl.
Nú er ljóst, að tiltölulega fá
frystihús munu loka og þá fyrst
og fremst þau, sem voru illa stæð
fyrir. Sú ákvörðun frystihúsa-
manna að halda rekstrinum
áfram, þannig að riksistjórninni
gefist nokkurt svigrúm til þess að
fjalla um vanda frystiiðnaðarins
eru fagnaðarefni og í þeim anda
eiga menn auðvitað að vinna að
lausn vandamála í okkar litla
samfélagi.
Frystihúsamenn áttu i vikunni
viðræður við Geir Hallgrimsson,
forsætisráðherra og i kjölfar
þeirra viðræðna var tilkynnt, að
afurðalánin hefðu verið hækkuð i
sama hlutfall og þau voru fyrir
fiskverðshækkunina hinn 1. júlí
s.l. en lækkandi hlutfall afurða-
lána hafði skapað mjög alvarleg
greiðsluvandamál hjá frystihús-
unum. Þótt hækkun afurðalána
verði til þess að bæta greiðslu-
stöðu frystihúsanna ber að hafa
í huga, að það er engin lausn
á hinum raunverulega rekstrar-
vanda þeirra. Og einnig hitt, að
innlánsbinding Seðlabankans
dugar engan veginn til þess að
fjármagna þessa hækkun, þannig
að þar er óleystur vandi, sem ráða
verður fram úr.
Við tslendingar stöndum nú
frammi fyrir þeirri einföldu stað-
reynd á næstu mánuðum og miss-
erum, að atvinnureksturinn getur
ekki staðið undir þeim kaup-
gjaldshækkunum, sem á hann
voru lagðar með síðustu kjara-
samningum. Rekstrarvanda
frystihúsanna verður að leysa, því
að þau eru grundvöllur alls ann-
ars athafnalifs i þessu landi. Við
skulum lika gera okkur grein
fyrir þvi strax, að tiðar kaup-
gjaldshækkanir, m.a. i formi vísi-
töluuppbóta á næstu mánuðum
munu hafa í för með sér tíðar
verðlagshækkanir og þar með
kostnaðarauka fyrir atvinnuveg-
ina. Við erum enn i sama gamla
vítahringnum og áður og kannski
enn þrælslegar nú en fyrr. Þess
vegna verður það vandasamt verk
að halda á stjórn efnahagsmála á
næstu misserum og miklu skiptir,
að þar verði traust og sterk for-
ysta, sem heldur um stjórnvölinn.