Morgunblaðið - 28.08.1977, Side 36

Morgunblaðið - 28.08.1977, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 28. ÁGUST 1977 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Teljid þér rétt, ad ungt fólk yfirgefi heimili sfn og fari að búa út af fyrir sig? Einkadóttir mfn og vinkona hennar eru að ráðgera þetta. Hún segist vilja læra að vera sjálfstæð. Er þetta rétt? Hún er að verða tvítug. Kannski er hún enn þá lítil telpa! En að því kemur, að mæður verða að láta börn sín sleppa pilsfaldinum og standa á eigin fótum. Dóttir yðar er að nálgast þann aldur, þegar hin eðlilega þörf á sjálfstæði gagntekur fólk fram í fingurgóma. Fátt er eins sárt og að sjá tvítuga stúlku, sem er svo mjög undir handarjaðri foreldra sinna, að hún fær varla að kynnast öðru fólki. Ég skil vel foreldra-tilfinningu yðar, og það er yður til hróss, að þér viljið halda dóttur yðar heima. En lífið stefnir í gagnstæða átt. Minnizt þess, að hún verður enn þá dóttir yðar, þegar hún gerir sér grein fyrir því, aö hún er óháð öllum. Og ef þér snúizt nú rétt við þessari þróun í lífi hennar, þá mun hún elska yður og virða jafnvel meira en áður. Yður gefst meiri tími til að sinna húsi Guðs og þjóna þeim, sem eru hjálpar þurfi. Hafið í huga varðandi fjölskyldumál eins og í öllum öðrum aðstæðum lifsins: „Þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs“. Elskið dóttur yðar. Biðjið með henni. Ræðið um þetta og leitið vilja Guðs um yður og hana. Ef þið gerir báðar vilja Guðs, verðið þið hamingjusamar. Margrét dóttir — í goí<num árauga sambýli dáðist ég oft að því, hvíliur styrkur þcim systrum, Steinunni og Margréti Valdimarsdætrum, var að sam- heldni sinni. Ungar að árum lögðu þær fyrir sig starfsgrein, matreiðslu, sem með mikilli vinnu og hyggindum veitti þeim fjárhagslega aðstöðu til að koma sér upp heimili eftir sínum smekk, og þar sem þær gátu veitt heimilisfólki sínu og gestum hinn be/.ta aðbúnað. Margrét lét þau orð falla við mig, að óhjákvæmilegt væri að leggja áher/lu á fjáröflun, til þess að geta staðið styrkum fótum i lífs- baráttunni, þær höfðu glöggt fjár- málavit og þess hafa skjólstæðing- ar þeirra notið í ríkum mæli. Þær voru atorkumanneskjur og svo kappsamar við vinnu, að þær uggðu ekki að sér. Það var ríkt í eðli þessara systra að vera drottn- ingar í ríki sínu, en halda því ríki innan þeirra takmarka, sem þeim voru sett. Af hyggjuviti sinu höfðu þær fundið þann lífsstíl er þeim hentaði og héldu fast við þær reglur, sem þær höfðu skap- að. A aðfangadagskvöld jóla höfðu þær stórt fjölskylduboð, á jöladagsmorgunn komu þær til okkar til þess að öska okkur gleði- legra jóla, því að síðdegis kom fjiilskyldan saman á heimili Elínar og Karls Benders, en ára- mötafagnaður var haldinn á heim- ili föstursysturinnar, Guðlaugar Valdimars. Systrunum var það mikið áhugamál að fjölskyldan væri saman á hátíðastundum. Þá var sumarhcimili þeirra systranna, Dalakofi i Kjös, mikil fjölskyldumiðslöð. Systurnar giftust ekki né eign- uðust afkomendur, en ölu upp fimm hörn. Fyrst skal telja Dísu okkar, þennan kvíka, glaða geilsa á heimilinu. Valdís Ilildur Valdi- mars hét hún, um hana hef ég skrifað grein, þar sem ég minnist á menntun hennar og þann kær- leika og umhyggju, sem hún naut. Valdimars- Minning Þeir sem þetta mál er skylt, mumu eiga þessa grein en til ann- arra á hún ekki beint erindi. En þess vil ég aðeins geta, að þó að Dísa væri sett til húsmæðranáms erlendis, þá varð drýgst það heimafagra veganesti, sem hún hafði lil heimilishalds. — Þegar Valdis eignaðist sitt fyrsta barn var hún aðeins tvítug. Þegar ég brá mér í heimsókn til að samfagna og sjá litlu stúlkuna, sagði Steinunn með slíkum inni- leika, að það snart mig dýpra en svo að gleymdist: „Litla systir." Það var sterkt systra-samfélag, sem litla stúlkan fæddist inn í, og það átti eftir að reyna mikið á systurhæfileika hennar. Steinunn Margrét er nafn hennar. Þessi litla stúlka var ekki aðeins velkomið barn, heldur varð hún, er stundir liðu fram, sterkur aðili að heimilinu. Hæfi- leikar hennar voru fjölbreyttir og með ágætum, hún var skylduræk- in og staðföst. Við fráfall Valdísar (1964) tóku systurnar, Steinunn og Margrét, algerlega að sóf þrjú ung börn, er hún hafði eignazt með eiginmanni sínum, Einari Jónssyni. 1 minningargreinum um Margréti í dag hefur verið getið um mennt- un systkinanna, eiginmann Stein- unnar Margrétar og konuefni Jóns Þórs, yngri systkinin heita Hilmar og Sigríður Helga. Minna þykir athyglisvert og lofsvert en það, að tvær aldraðar og slitnar konur taki að sér mörg börn, til þess að veita þeim alla forsjá. Það gengur kraftaverki næst, hve vel þetta tókst, öll börn- in hafa verið búin undir gott og gagnsamt lífsstarf. Þau munu allt sitt líf búa að því :ð hafa verið alin upp í trú, von og kærleika. En hversu mikilvægt sem gott uppeldi er, er það ekki einhlýtt, öll eru börnin vel gefið mann- kostafólki. - Báðar eiga þær Steinunn (d. 1972) ómældar þakkir fyrir fram- lag sitt til íslenzks þjóðlífs, þvi meira er að þakka, þar sem við lifum á upplausnartímum, er svo mörg fjölskyldubönd bresta með hörmulegum afleiðingum. Þegar ég, eftir nokkurra ára fjarveru, fluttist aftur að Guðrún- argötu 7, til þess að reyna að bæta úr ýmsu er úrskeiðis hafði farið, mætti ég hlýju og samúð af hálfu Margrétar, hún skildi hver að- staða min var. Eg hefði viljað hitta hana oftar, en ofar var mér í hug, að ómaka hana sem sjaldnast til dyra, hún var þungfær og gekk við staf. Hún sagði mér frá því með gleðibragði, að enn gæti hún hugsað um heimilishaldið, en vissulega gaf það henni styrk, að hún átti börnin að bakhjarli, hvenær, sem á reyndi. Síðast þeg- ar ég sá hana sárþjáða í Landa- koti lagði hún það á sig að spyrja mig tíðinda af dóttur minni, nöfnu sinni, sem er búsett í Árós- um. Banalegan var erfið, en eigi að síður er vert að hugsa til þess, að Margréti var hlíft við þeirri raun að vera svift starfskröftum, og hennar nánustu var hlíft við því, að sjá hana brotna undan fargi áranna. — Eg held að ég hafi ekki vikið að dulrænni reynslu minni á prenti nema i ljöðinu: Dáni vinur í bókinni Elfarniður. Það atvik, sem ég minnist nú er smátt i frásögn, en stærra það, sem á bak við felst. Daginn, sem Margrét lézt sótti á mig slíkur drungi rétt fyrir hádegi að ég varð að leggjast fyrir. Skyndilega er sem ég komist til fullrar vit- undar við það að svefnherbergis- dyrum er lokið upp og Margrét kemur inn. Hún var mikið breytt, allur sá þungi, er lengi hafði þjak- að hana, var horfinn, hún var í fallegum aðskornum kjól með blá- um blómum á dökkum grunni, af andliti hennar stafaði mikilli birtu og bros hennar var glatt. , — Er þetta Margrét? spurði ég. — Já, svaraði hún, en horfði síðan á mig með talandi þögn. Mér fannst sem hún hefði flutt mér boðskap. Þetta atvik snerti mig svo sterkt, að ég gat ekki látið vera að hringja til elskulegrar systur Margrétar, frú Elínar Bender, sem sagði jnér nákvæmlega frá því á hvaða stundu lifslogi Mar- grétar hefði sloknað. — Ég var erlendis, þegar Stein- unn dó og kunni ekki við að minn- ast hennar, þegar nokkuð var lið- ið frá láti hennar. En þessi minn- ingarorð eiga að ná til þeirra beggja. Ég vottá öllum samúð, sem nú syrgja, en „... Minningarnar mætar mýkja hverja þraut.“ Blessuð sé minning systranna, Margrétar og Steinunnar. Ritað 25. ágúst. Þórunn Elfa Magnúsdóttir. — 1 mánuður í fangelsisvíti Framhald af bls. 20 mig um njósnir og um að hafa ógnað öryggi rfkisins og að hafa móðgað sig persónulega með fréttasendingum af fyrirhug- aðri krýningu. Hann sagði að lokum að ég myndi dvelja í landinu i tvo daga til viðbótar undir lögregluvernd og síðan fengi ég að fara með fyrstu flugvél til Parísar. Lögreglu- verndin var þrír lögreglumenn, sem sváfu í hótelherbergi minu, en ég ^hreyfði að sjálf- sögðu engum mótmælum. Kl. 8 að sunnudagsmorgni var mér aftur ekið til keisarahallarinn- ar, þar sem ég var færður fyrir keisarann í gullslegum salar- kynnum, að viðstöddum 20 börnum hans og 12 ráðherrum. í þrjár klukkustundir hélt hann yfir mér ræðu, þar sem hann sagði að þar sem hin mikla ást konu minnar hefði orðið til að bjarga lifi mínu hefði hann ákveðið að líta á okkur bæði, sem hluta af föru- neyti sínu. Hann fjallaði um allan stjórnmálaferil sinn og lagði stöðusgt áherzlu á að völd hans væru alger og ótakmörk- uð. Þegar að því kom að flug- vélin i Bangui, 100 km í burtu, var farin að biða eftir mér, stóð keisarinn upp og kvaddi mig með þvi að kyssa mig þrisvar á hvorn vanga.“ Birting afmælis- og minning- argreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast i sið- asta lagi f.vrir hádegi á mánu- dag og hliðStætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu líiuibili. + Eigimmaður minn og faðir GUÐMUNDUR INGIMUNDARSON Húsasmfðameistari Háaleitisbraut 37 Verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31 ágúst kl 3 Jóhanna Þórðardóttir, Sigurður Guðmundsson + Bálför föður okkar JÓNS KRISTÓFERSSONAR Norðurbrún 1 fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30 ágúst kl 1 30 e h Blóm afbeðin, en þeím sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Uknarstofnanir Hanna G. Jónsdóttir, Anna J. Krason, Ragna Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir. + MARTEINN GUÐMUNOSSON sem andaðist að Hrafnistu 22.8 , verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, miðvikudaginn 31 8 kl 13.30siðd Fyrir hönd vtna og vandamanna. Björg Jónsdóttir + Þökkum öllum þeim mörgu sem styrktu okkur i sorg okkar og jarðarför okkar hjartkæru dóttur og systur, HALLDÓRU ÁSTVALDSDÓTTUR, Holtsgötu 9, Rvk við fráfall Ástvaldur Eirfksson, Ásdls Ástvaldsdóttir, Eygló Ástvaldsdóttir Ragna Pálmadóttir, Kolbrún Úlfarsdóttir, Guðrfður Jónsdóttir, Guðbjorg M. Helgadóttir. Magnús Ástvaldsson. Svanhvft Ástvaldsdóttir, Sigþór Magnússon. Jón Jóhannesson. Hallgrfmur Markússon, og systrabörn + Útför móður okkar, JÓNÍNU DAGNYJAR ALBERTSDÓTTUR, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð Fyrir hönd vandamanna, . 7 Margrét Þorsteinsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir Henrette, Þórir Þorsteinsson.. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við útfö tengdaföðurs og afa föður okkar, stjúpföðurs. JÓNS GRÍMSSONAR Vigdfs Ó. Jónsdóttir, Friðvin Þorbjörnsson Stefán G. Jónsson, Þorbjörg Hannesdóttir Bragi Jónsson, Ásta Hartmannsdóttir Logi Jónsson, Unnur Jónsdóttir Aðalheiður Tryggvadóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu KRISTÍNAR SVEINBJÖRNSDÓTTIR húsfreyju Hrafnabjörgum, Arnarfirði. Guðjón Ármann Eyjólfsson, Guðjón Jónsson, Anika Ragnarsdóttir, Gu*múndurR»arSdÓ,t'r Guðmu.iu". Ragriarsson, Gunnar Ragnarsson, Höskuldur Ragnarsson. Sigrlður Ragnarsdóttir, og bamabörn. Anna Skarphéðinsdóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.