Morgunblaðið - 28.08.1977, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977
— Ráðgátan um
upptök Nílar
Framhald af bls. 15
heimsfrægur á svipstundu. Hann gleymdi ekki
að efna fyrirheit sitt við Livingstone og sendu
honum 57 burðarmenn, sem komu til Tabora í
ágúst 1872.
Fáeinum dögum slðar hélt Livingstone af
stað á nýjan leik Hann hafði nú fengið þá
hugmynd að upptök Nílar væri á sem rynni í
Bangweolovatn, sem hann hafði fundið fjórum
árum áður. í april 1873 var hann staddur
suður af vatninu í leit að einhverri ársprænu
sem í það rynni og I gegnum það út í
Lualbafljót, sem ef til vill rynni siðan í Alberts-
vatn, sem Baker hafði fundið Að visu sóttu að
honum þær efasemdir að hugsanlega væri
Lualba ein af upphafsám Kongofljóts en hann
varpaði þeim jafnóðum frá sér Landið þarna
var heldur óskemmtilegt, að miklu leyti fen og
aftur fen, og nærri þorpi einu þar sem höfðingi
að nafni Chitambo ríkti var Livingstone orðinn
svo veikburða að menn hans urðu að bera
hann. Þar andaðist hann siðan árla dags hinn
1. mai 1873. Gátan um upptök Nílar var enn
óráðin.
Stanley
snýr aftur
Nú var komíð til kasta Stanleys Árið 1874
var hann með áætlun um nýjan leiðangur á
prjónunum, sem á margan hátt átti eftir að
verða merkilegastur þeirra, sem hann tók sér
fyrir hendur. Hann las allt. sem hann komst
yfir um miðhluta Afriku, og setti sér þrjú
markmið: hann hugðist sigla með ströndum
kringum Viktoriuvatn og ganga úr skugga um
að vatnsflaumur Riponfossa væri einasta útrás
þess og á sama hátt hugðist hann taka fyrir
Tanganyikavatn og hrekja endanlega kenningu
Burtons en að þvi búnu ætlaði hann að Ijúka
fyrirætlan Livingstone, setja bát á flot á Lualba
fljót og fylgja þvi til strandar
Stanley réð þrjá harðsnúna Breta sem ferða-
félaga og þeir héldu frá Zanzibar i átt að
ströndinni í nóvember 1874 með 352 burðar-
menn, átta tonn af vistum og þar á meðal
fjörutiu feta trébát, sem þeir nefndu Lady
Alice Þegar þeir náðu Viktoriuvatni þremur og
hálfum mánuði síðar var einn af hinum hvitu
samfylgdarmönnum Stanleys látinn og hann
hafði einnig misst nærri 100 menn af völdum
sjúkdóma, harðræðis og átaka við herskáa
ættflokka Þeir komu að Viktoriuvatni sunnan
til, nærri Mwanza, þar sem Speke hafði komið
16 árum áður og getið sér til að vatnsflæmið
framundan væri upptök Nílar. Stanley lét sér
ekki nægja getgátur heldur setti bát sinn á flot
og hóf könnun Viktoriuvatns. Hafði hann með
sér 1 1 ræðara en skildi báða Bretana og
meirihluta burðarmannanna eftir. Þetta var i
byrjun marz 1874 og rétt tæpum mánuði siðar
gekk Stanley á fund Mutesa, konungs i Bug-
anda. Miklar breytingar höfðu orðið á högum
konungs frá þvi á dögum Speke Konungs-
dæmið teygðí sig nú röska 200 km. eftir
norðvesturhluta bakkans og ibúatalan var orð-
in vel á þriðju milljón. Stanley fannst mikið til
Mutesa koma, enda virðist hafa farið allvel á
með þeim. Hvergi i skrifum sinum vikur Stan-
ley að grimmd konungs, enda þótt vitað sé að
Mutesa lét um þetta leyti slátra um 40 manns
til að fagna senimanni landstjórans i Súdan,
sem sótti hann heim meðan Stanley var þarna
gestur.
Stanley hvatti mjög Mutesa til að taka
kristna trú og mun konungur ekki hafa tekið
því fjarri.
Stanley hélt siðan förinni áfram og 6 mai
1875 kom hann aftur til þess staðar, sem
hann hafði lagt upp frá og gat þá staðfest að
Viktoriuvatn var eitt stöðuvatn og Riponfossar
eina útrás þess. Speke hafði haft rétt fyrir sér.
Meðan hann var i burtu hafði annar samferða-
manna hans frá Bretlandi látist en Stanley hélt
ótrauður áfram og i júni 1876 setti hann bát
sinn á flot i Ujiji á Tanganyikavatni. Eftir 2ja
mánaða siglingu umhverfis vatnið gat Stanley
einnig sýnt fram á. að þar var ekki neitt fljót að
finna. sem rann úr vatninu og gat þannig verið
upptök Nilar. eins og Burton hafði haldið fram
I ágúst 1876 eða tveimur árum eftir að hann
hafði lagt upp frá strönd Austur-Afríku var
komið að þriðja áfanga leiðangursins Hann
setti Lady Alice á flot á Lualaba-fljóti og þar
með hófst siðasta og líklega ævintýralegasta
ferð Stanleys Hann lenti i hinum mestu hrakn-
ingum, bátur hans brotnaði. hann tapaði vist-
um sinum og leiðangursmenn sultu, urðu fyrir
árásum herskárra ættflokka og þriðji og siðasti
ferðafélagi hans frá Bretlandi drukknaði Níu-
hundruð niutíu og niu dögum eftir að leiðang-
urinn hófst braust Stanley út úr frumskóginum
við mynni Kongófljóts, þar sem fáeinir
evrópskir kaupmenn voru fyrir og tóku Stanley
að sér Af 356 leiðangursmönnum i upphafi
ferðarinnar voru aðeins 1 14 eftir.
í millitiðinni hafði margt skýrzt um upptök
Nilar. Foringjar i liði Gordons landstjóra i
Súdan höfðu fylgt Nll frá Riponfossum allt að
landamærum Súdan. Franskur könnuður hafði
fylgt upptökunum allt að Karumafossum i
miðri Uganda og italskur landkönnuður hafði
kannað Albertsvatn og fylgt útfalli þess til
norðurs allt að landamærunum við Dufilé. En
Stanley hafði unnið mesta afrekið og svör
höfðu fengizt við öllum helztu spurningunum
Lualaba rann i Kongófljót, sem streymdi siðan
um þvera Afriku og út i Atlantshaf Nil byrjaði I
Viktorluvatni og rann um Albertsvatn til norð-
urs til Egyptalands. Auðvitað má hártoga þessa
skilgreiningu og halda þvi að fyrstu upptök
Nilar séu fljótið Kagera, sem leggur Viktoriu-
vatni til mesta vatnið Ef farvegi Kagerafljóts
og siðan tveimur upphafsám þess, Niavarongo
og Ruvuvu, er fylgt andstreymis nokkur hundr-
uð kllómetra að upptökum þeirra kemur í Ijós
að þessi upptök eru um 6 þúsund feta hæð i
fjöllunum rétt norður af Tanganyikavatni, svo
að Burton var þá ekki langt frá hinu rétta,
þegar hann hélt að upptök Nilar væru á
þessum slóðum En þá má lika halda hártogun
skilgreiningarinnar áfram og segja að upptök
Nilar séu i regni skýjanna á þessum slóðum!
(b.v.s. tók saman og byggði á bókinni The
White Nile eftir Alan Moorehead, og i hana eru
einnig myndir og kort sótt.)
Allt til skólans
Þú parft ekki að leita vióar
EYHUNDSSON
Austurstræti 18 Sími 13135
Ritföngin
Námsbækurnar
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
ÞL' ALGLÝSIR l M AI.LT
LAND ÞEGAR Þl AIG-
LÝSIR í MORGUXBLAÐINL
ORÐ í EYRA
Af skóla-
nefndar-
fundi
Heill og sæll, Jakob minn.
Sjálfsagt hefur þú fengið
einhvern pata af ráðningu
skólastjórans nýja. Hún hefur
ekki farið það lágt enda er
hann víst í sjöunda himni,
manntötrið, eða vel það. Og
sum sunnanblöðin hafa meira
að segja birt viðtöl við hann.
Með því þú ert allur f menn-
ingunni má ég til með að segja
þér frá skólanefndarfundin-
um.
Oddvitinn á nú að heita for-
maður en hann er sem kunn-
ugt er lítill mælskumaður og
vitmaður enn minni.
Við vorum búnir að auglýsa
einum þrisvar sinnum en allt
kom fyrir ekki. Það sótti eng-
inn þó við byðum gull og
græna skóga og alls konar fríð-
indi, svo sem ókeypis kartöflur
í heilan vetur og fleira. — Að
vfsu er hér gamall kennari
sem hefur bara gefist vel og
krökkunum þýkir vænt um.
En hann kom ekki til greina að
áliti Okkar. — Þvf var það að
Oddviti kom með tillögu um
það á skólanefndarfundi að við
fengjum þennan margfræga
Stein til að taka að sér starfið.
Sumir héldu þvf reyndar fram,
sagði Oddviti, að svokallað
mannorð hans væri ekki upp á
það besta. Til að mynda kærðu
þeir í Flóahreppi sig ekkert
um að njóta starfa hans — þó
svo hann væri skattþegn þar í
byggð. A hinn bóginn væri
hann bróðursonur tengdamóð-
ur sinnar og aldeilis ágætur
æskulýðsleiðtogi að eigin sögn
og annarra. —
— Að loknu máli Oddvita
kvaddi ég mér hljóðs og mælt-
ist vel að vanda. — Eg benti á
að ekki kæmi það okkur við þó
Flóhreppingar ættu í útistöð-
um við Stein þenna. Vitnaði ég
í Jón forföður minn Hregg-
viðsson og sagði: „Hver hefur
drepið mann og hver hefur
ekki drepið mann? Hvenær
drepur maður mann og hve-
nær drepur maður ekki
mann?“ — Og þó svo mann-
auminginn hafi misséð sig á
einhverjum smámunum, hélt
ég áfram, hvurju skiptir það?
Hann getur verið stórkostleg-
ur leiðbeinandi æskunnar þar
fyrir. Og þó svo gamli kennar-
inn hafi svokölluð réttindi að
landslögum pfpunf við bara á
slfkt Hjarna. — Maður getur
sko kunnað sfna hlutí og rúm-
lega það þó hann hafi eldrei á
sinni Iffsfæddri ævi opnað
nokkra skruddu um uppeldis-
fræði.
Þetta sagði ég og svo sam-
þykktum við ráðingu Steins
með öllum greiddum atkvæð-
um.
Lftið um góðan kveðskap
núna. Rætist úr seinna.
Ævinlega blessaður,
Filipus Vara-Oddviti.
jazzBQLLeccskóLi Búnu
líkoffl/mkl
Dömur athugið
★ Fjögra vikna haustnámskeið
hefst 5. september.
★ Likamsrækt og megrun fyrir
dömur á öllum aldri.
ir Morgun-, dag- og kvöldtimar.
if Timar tvisvar eða fjórum sinnum I viku.
if Sérstakir matarkúrar fyrir þær sem eru I megrun.
if Sturtur — Sauna — Tæki — Ljós.
if Ath. Sér tlmi fyrir þær dömur sem vilja rólegar og léttar
likamsæfingar.
★ Nýtt. Nýtt. Nú er komið nýtt og fullkomið sólaríum. Hjá
okkur skin sólin allan daginn. alla daga.
if Innritun og upplýsingar i sima: 83730 alla næstu viku.
jazzBaLLeccsköLi Búru