Morgunblaðið - 28.08.1977, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977
45
„ ai
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
H&JJéfa'vtvpí''ujx'v ir
þekkingu sem flestir íslenzkir
þjálfarar i þessum greinum hafa.
Svo haldið sé áfram með erlend
samskipti, þá er hægt að gera
miklu meira af því að láta móta-
haldara erlendis bjóða Islending-
um til keppni sér að kostnaðar-
lausu. Ef skipulögð er keppnisför
t.d. 4—5 frjálsiþróttamanna á
nokkur mót erlendis má beita af-
reksmönnum á borð við Hrein
Halldórsson sem „móðurskipi" til
að koma hinum inn. Þannig
myndi hver mótshaldari t.d.
greiða 1 farmiða frá Islandi, auk
uppihalds, svo að með nokkrum
mótum fengist allur kostnaður
greiddur.
Annað vil ég nefna sem er
afreksfólki í iþróttum þungur
fjárhagslegur baggi, en það eru
sérstakar kröfur um mikið og
vandað mataræði. Má þar nefna
neyzluvörur eins og kjöt, egg,
undanrennu, vítamin, Tropicana
o.fl., sem afreksfólk neytir í marg-
falt meira magni en hinn almenni
borgari. Þar sem um mikla of-
framleiðslu er að ræða á dilka-
kjöti og hinu margfræga undan-
rennudufti, sem stundum er selt
úr landi á 10 kr. kilóið, ætti
stjórnvöldum ekki að verða skota-
skuld úr því að gefa fslenzku
afreksfólki hluta af offram-
leiðslunni. Hverjum manni ætti
að nægja svo sem 100 kg af
undanrennudufti og 1500 egg á
ári. Þar sem það er nú helzta
umkvörtunarmál framsóknar-
manna eins og alþjóð er kunnugt,
að þjóðin sé ekki nægilega dugleg
við að snæða landbúnaðarvörur,
gæti afreksfólkið jafnvel goldið
fyrir sig með því að auglýsa
þessar vörur erlendis.
Þá vil ég nefna eitt enn sem er
mjög léleg þjónusta við afreks-
fólk sem meiðist. Timinn er dýr-
mætur og þvi mikilvægt að geta
komizt undir hendur góðs sjúkra-
þjálfara strax. Læknar skipta
engu máli I þessu sambandi því
þeir gera oft illt verra þegar
iþróttameiðsli eiga í hlut. Oftast
klóra þeir sér I hausnum og segja
mönnum að hvíla sig því þetta
jafni sig. Bezt væri ef hægt væri
að nota hluta af fé Slysa-
tryggingasjóðs iþróttamanna til
þess að reka sjúkraþjálfunarstofu
er eingöngu sinnti íþróttameiðsl-
um og væri opin kvöld og helgar.
Að lokum vildi ég nefna að upp-
bygging íþróttamannvirkja hefur
einkennzt allt of mikið af þörfum
leikfimikennslu í skólum og
„músarholusjónarmiðum" sveit-
arfélaga. Flest iþróttahús eru al-
veg eins, bara misstór. Það er
ekkert fimleikahús til á landinu,
ekkert lyftingahús og ekkert
frjálsíþróttahús sem gagn er að.
Varðandi músarholusjónarmið vil
ég nefna, að á höfuðborgarsvæð-
inu öllu eru 40—50 manns sem
æfa hlaup af einhverri alvöru.
Þar eru hvorki meira né minna en
5 hlaupabrautir, en nær hefði ver-
ið að hafa bara eina eða tvær úr
gerviefni.
Það er á þessum sviðum sem ég
held að afreksmannanefndir inn-
an iþróttahreyfingarinnar ættu
að starfa, auk baráttu fyrir aukn-
um opinberum styrkjum. En það
er að bera í bakkafullan lækinn
að ræða slikt frekar.
Velvakandi þakkar bréfritara,
og öðrum bréfriturum sem brugð-
ið hafa vel við áskorun um að
leggja orð i belg um málefni af-
reksíþrótta. Vonandi er að enn
fleiri eigi eftir að kveða sér
hljóðs, þvi málefnið er flókið og í
mörg horn að líta. Fróðlegt væri
að heyra viðbrögð forystumanna
innan iþróttahreyfingarinnar, en
I þeim bréfum sem birzt hafa
hefur verið viða komið við. Senni-
lega hefur íþróttahreyfingin til-
efni til að efna til ráðstefnu um
málefnið, þvi á slíkum samkom-
um kemst meira fyrir heldur en i
skoðanaskiptum í blöðum. Fróð-
legt væri að heyra hvort Iþrótta-
hreyfingin hafi efnt til slíkra um-
ræðna um afreksiþróttir meðal
iþróttafólksins, eða hvort slikt sé
fyrirhugað.
I>essir hringdu . . .
takist vel, því þetta eru fyrstu
kynnin sem börnin fá af leikhúsi.
Jóni E. Guðmundssyni tókst mjög
vel upp á ferð sinni um leikvell-
ina, og veit ég til þess að hann
hefur vakið upp eldmóð og áhuga
meðal barnanna. Kunnu börnin
vel að meta það að fá brúðuleik-
hús Jóns i garðana og má því
segja að honum hafi tekizt vel
upp með að færa leikhúsið til
barnanna, svo að ekki sé nefnt
hversu þetta lífgar nú upp á starf-
ið á leikvöllunum. Hvern krakka
kvaddi hann með sérstakri tré-
ristu af Pétri páfagauk, einu dýr-
anna i brúðuleikhúsi hans.
Eiga Jón E. Guðmundsson og
leikvallanefnd Reykjavíkurborg-
ar miklar þakkir skildar fyrir
þetta merkilega menningarfram-
tak og ég held ég tali fyrir hönd
flestra húsmæðra nú, er ég læt i
ljósi von um að framhald verði á
þessu ingarstarfi næsta sumar og
næstu sumur.
% Merkilegt menn-
ingarframtak
Móðir I Barða-
vogi hringdi: I sumar
heimsótti Islenzka brúðuleikhús-
ið leikvelli Reykjavíkurborgar á
vegum leikvailan'efndar. Var
þetta athyglisvert og lofsvert
framtak, sem mér finnst orðið
timabært að við mæðurnar þökk-
um fyrir. Ég er mjög þakklát fyrir
þetta merka menningarframtak,
sem börnin á leikvellinum hér í
Barðavogi a.m.k. kunnu vel að
meta. Mikilvægt er að svona lagað
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákmóti i Sovétríkjunum i
ár kom þessi staða upp í skák
þeirra Bondarez, og Korsunskis,
sem hafði svart og átti leik.
^---g-
i i i
H0GNI HREKKVISI
a.l/ © 1977
" McNaught Synd., Inc.
Hvað er að maður — Þetta er ekki hrossakjötj
53? SIG6A V/öGÁ £ A/LVEft4N
Norsk gædavara
AKARN
fyrir hurðir 185—254
og 31 6—345 cm. á haeð
Verðfrá kr 1 8 000
H slmi 51103
heimasfmi 52784
C Hafnarfirði.
LYSTADÚN húsgagnasvampurinn.
wmm m 4 ■■ r m m
Efm til að spa i
Svampurinn veitir
nánast fulikomið
hugmyndafrelsi í hönnun.
Svampurinn er ódýrt efni.
Skólafólk
Skólafólk er nú aö koma sér fyrir til vetrarins.
LYSTADÚN húsgagnasvampurinn getur verið
á margan hátt nytsamur á því sviði.
Komdu með hugmyndir
þínar.Við bendum þér á
hvernig hagkvæmast og
ódýrast verður að útfæra
þær
hafir þú enga hugmynd
þá komdu samt. Við
höfum nokkrar sem
gætu hentað þér.
y-, 1 ~ \ [ *** -*■ J 1 ^ /f> . x pc [ifi
? . A
LYSTADÚN húsgagnasvampur er efni til að spá í.
LYSTADÖN
8
Áklæði bjóðum við líka, t.d. flauelsáklæði á sérlega
hagstæðu verði. Þú getur svo saumað, eða við, alveg
eins og þú óskar.
LYSTADÚNVERKSMIÐJAN DUGGUVOGI 8 SlMI 84655
18 ... Rxb4!, 19. Rxd3 — Rxd3,
20. He2 — Rxc5+, 21. Ka3 — bð!
22. Rd2 (Hvítur var varnarlaus!
T.d. 22. Bcl Rd3+ og meiri-
hluti hvita liðsins fellur) Ra6+
23. Kb3 — a4. Mát.