Morgunblaðið - 28.08.1977, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977
GAMLA BÍÓ: ELVIS Þokkalega gerð heimildarmynd um hljóm-
leikaferð rokkstjörnunnar miklu og er „endursýnd i minningu um
hinn fræga söngvara", (sic).
LAUGARÁSBÍÓ: GABLE OG LOMBARD Minningu stórstjarn-.
anna er lítill greiði gerður með þessari yfirborðskenndu mynd sem
ervíðsfjarri raunveruleikanum.
NÝJA BÍÓ: LUCKY lady Stórmynd með víðfrægu stjörnuliði, en
tilgangurinn og mestöll fyndnin hefur því miður orðið eftir heima.
TÓNABÍÓ: ROLLERBALL Sem S-F kvikmynd oftast bærileg
afþreying, en missir marks sem ádeila vegna ómarkvissrar
framsetningar.
ÁNÆSTUNNI
IIAI NAKIÍIO: OK.MW l l( Nl I / I
I l{.
(.. I'hr Kaulu llas l.ainlrtl" )
l.riksl.j.: Jolui Slurnfs. lirc/k. I'r.á
1077. S>ninyailími: l.‘{2 mín.
AiUilhltilu'i'k: MicliaH ( amc. Dmialil
SuilicilaiKl. Kulicii l)u\all.
A iKcsiiinm miin llarnaihíú licfja
s\nini;ai á |M'ssan hcimsfraat;ii siríús-
nivncl. scm aúcins cr fárra niánaúa
uuinul. Mfiii hciinar. cr mor.mim kiinn-
nul af lcsiri samncfnclrar mclsuliihúk-
ar scm kuin úl á íslcn/ku fyrir júlin í
f\rra. Iln i siuiiu máli fjallar liiin uni
kaansknlci;a lilrann l>.júú\cr.ja aú
ncma Winsiun Chiirchill á hruil úr
s\cila|)urpi í Nurfulk hcraúi.
LOKSINS I
SJÓNMÁLI
Einn óánægður kvik-
myndaunnandi kom að
máli við síðuna og kvaðst
orðinn ærið langeygður
eftir Oscarsverðlauna-
myndunum tveim sem von
Plakat myndarinnar ONE
FLEW. . .
er á i Tónabió, þ.e. ONE
FLEW OVER THE
CUCKOO’S NEST og
ROCKY. Hann og aðra,
sem farnir eru að þreytast
á biðinni, get ég upplýst að
báðar þessar ágætu myndir
eru nú í sjónmáli.
Haukur Skúli, fram-
vkæmdastjóri kvikmynda-
hússins, tjáði undirrituð-
um að stefnt væri að því að
...CUCKOO’S NEST yrði
jólamyndin í ár, en
ROCKY yrði að öllum lík-
indum stillt upp sem
páskamynd að ári. Þó gæti
vel farið svo að hún yrði
sýnd fyrr, eða jafnvel strax
eftir áramótin ‘77—8.
En það eru mörg ljón í
veginum í kvikmyndahús-
rekstri. Erfitt er að segja
fyrir um hvenær umsamin
filmueintök koma til lands-
ins, þar sem varasamt er að
treysta orðum þeirra
manna sem sjá um dreif-
ingu myndanna, ofvel.
Vegna þessarar og margra
annara ástæðna eiga ís-
lenzk kvikmyndahús í erf-
iðleikum með að setja upp
ákveðna sýningaráætlun
langt fram í timann.
UrROCKY
Leikstjóri myndarinnar GABLE AND LOMBARD. Sidney J. Furie, á tali við aðalleikarana
SANNKÖLLUÐ
SÁPUKÚLA
LAUGARASBÍÓ:
GABLE OG LOMBARD.
Leikstjóri: Sidney J.
Furie, framleiðandi:
Harry Korshak, handrit:
Barry Sandier, kvikmynda-
taka: Jordan S. Cronen-
weth, tónlist: Michael Le-
grand.
Clark Gable og Carole
Lombard voru einar skær-
ustu stjörnur síns tima og
samdráttur þeirra var blás-
inn útí eitt mesta hneyksl-
ismál í sögu kvikmynd-
anna. Eftir langt og
stormasamt ástarsamband
fengu þau loks leyfi til
þess gð giftast, en fyrri
kona Gables neitaði honum
löngum um skilnað.
Hjónaband þeirra varð
skammvinnt, þar sem að
Lombard fórst skömmu
síðar i flugslysi, langt fyrir
jaldur fram.
Myndin hefwt á kyrr-
mynd af Carole Lombard
og Clark Gable úr einu
kvikmyndinni sem þau
léku í saman, NO MAN OF
HER OWN. Gable var löng-
um nefndur „konungur
Hollywood" og Lombard
hafði verið vinsælasta
gamanleikkonan vestra um
árabil, þegar hún fórst. Af
þessum tveim dáðu nöfn-
um, stafar jafnvel enn svo
miklum ljóma að það verð-
■ir að teljast fremur hæpið
ráðabrugg að ætla sér að
gera þau að féþúfu. A.m.k.,
hefði þá orðið að halda
mun betur á spilunum en
hér er gert. Bæði er stað-
reyndum hagrætt eftir geð-
þótta handritshöfundar og
leikstjóra, t.d. er því komið
á framfæri að Lombard
.lafi aldrei gifzt örðum en
Gable, en sannleikurinn er
sá, að hún og William Pow-
ell voru gefin saman árið
1931 og stóð hjónaband
þeirra í rúm tvö ár.
Stærri galli myndarinn-
ar er sú einföldun sögu-
þráðar og klaufaleg með-
ferð hans, næstum barna-
leg, sem blasir við í mörg-
um atriðum. Astarsam-
band hinna þekktu leikara
minnir ósjaldan á senur úr
ódýrum kvennareyfurum
þar sem að efnið er hrað-
soðið oní kröfulitla lesend-
ur. Rifrildin eru mörg, og
flestum lýkur þeim á þann
hátt að Gable, (James Bro-
lin) vefur Lombard, (Jill
Clayburgh), örmum. Eða
þá hún tælir hann uppí
næsta sófa. Og að hætti
jréttnefndra „sápuópera“,-
þá eiga þau að vera, þegar
að öllu er á botninn hvolft,
ósköp venjulegir krakkar
sem aldrei höfðu orðið ást-
fangin fyrr en þau fundu
hvort annað.
Myndin á þó sín góðu
augnablik. Þau eru aðal-
lega að þakka frábærum
leikmyndum, leiksviðs- og
búningahönnun Harry
Korshak. Eins á hin efni-
lega Ieikkona Jill Clay-
burgh, góða spretti, þó að
handritið leggi henni oft-
ast afleitar línur.
Mikið er lagt uppúr því
hversu James Brolin líkist
hinni föllnu stjörnu, og
það undirstrikað með lýs-
ingu o.fl. En það er ekki
nóg; heldur er hann
klaufalegur í hlutverki
kóngsisns. Og næstu furðu-
legar eru tilraunir hans til
að ná hinu syfjulega og
dreymandi augnatilliti
Gables, sem ásamt Monu
Lisu brosinu var hans
vörumerki. Hitt er annað
mál, að óvíst er að aðrir
hefðu gert miklu betur,
það er erfitt að klæða þjóð-
sögn holdi. En ég er ekki í
neinum vafa um að kvik-
myndahúsgestum hefði
verið meiri greiði gerður
með því að endursýna
heldur mynd þeirra elsk-
endanna, NO MAN OF
HEROWN.
VIÐ
KYNNUM:
WOODY ALLEN
Einn af þekktustu leik-
stjórum Bandaríkjamanna
í dag, jafnt utanlands sem
innan, er háðfuglinn
Woody Allen. Margir líkja
honum við gömlu meistara
grínmyndanna, eins og
Marx bræður, Mae West og
V.C. Field. Hér hafa allar
myndir hans, að þrem
þeim nýjustu undanskyld-
um, verið sýndar við æ
betri undirtektir.
Allen er fæddur i Brook-
lyn árið 1935, og fór
snemma að vinna fyrir sér
í skemmtiiðnaðinum. Fyrst
kom hann nálægt kvik-
myndum árið 1965, við
gerð myndarinnar What’s
new pussycat? en hann
bæði lék í henni og samdi
handritið. Sfðan rekur
hver myndin aðra: 1966:
What’s up, Tiger Lily?,
handrit, leikstjórn. 1969:
Take The Money and Run.
Handrit og aðalhlutverk.
1971: Bananas. Handrit,
leikstjórn og aðalhlutverk.
1972: Everything You
Always Wanted to Know
About Sex... Handrit, leik-
stjórn, leúkur. 1973:
Sleeper. Handrit, tónlist,
leikstjórn og aðalhlv. 1975:
Love and Death. Handrit,
leikstjórn og aðalhlv. 1976:
The Front. Aðalhlutverk.
1977: Annie Hall. Handrit,
með öðrum, leikstjórn og
aðalhlv.
Woody Allen