Morgunblaðið - 28.08.1977, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. AGUST 1977
47
— Ceausescu
Framhald af bls. 1
viðurkenningu ísraela meðan
samtökin hefðu þá yfirlýstu
stefnu að vinna að útrýmingu
ísraels. Þóttu þetta býsna óvenju
leg orðaskipti i opinberri heim
sókn að sögn fréttamanna.
— Flugleiðir
Framhald af bls. 48
um hugsanlegt flug fyrir Alsír-
menn tilraun i þá átt.
Um Bahrain-flug sagði Sig-
urður, að leyfi Flugleiða hefði
ekki fengizt endurnýjað ennþá,
en hugsanlegt væri að þarlend
stjórnvöld tækju málið til athug-
unar á næstunni. Sem kunnugt er
varð aldrei af því að Bahrain-flug
Flugleiða hæfist áður en leyfin
runnu út.
Þá spurði Mbl. Sigurð um
áhuga Flugleiða á flugi til Beirut
en í viðtali við ræðismann Islands
þar, sem birtist i Mbl. í gær, segir
hann sitt megináhugamál vera að
fá yfirvöld til að veita Flugleiðum
leyfi til lendingar i Beirut.
„Þetta er gamalt mál“, svaraði
Sigurður. „Francois Jabre, ræðis-
maður, hefur haft forgöngu um
að leita eftir þessu og við höfum
verið því fylgjandi. Þessi áhugi
okkar er í sjálfu sér ekki tengdur
neinu öðru. Við teljum bara ekki
saka að fá réttinn, ef hægt er, og
hafa hann i bakhöndinni, ef
hugsanlega væri hægt að nýta
hann eitthvað, þegar um hægist
og eðlilegt ástand kemst aftur á.“
— Norrænir
Framhald af bls. 2
Formaður Kjararáðs er Hjörtur
Hjartarson.
Þátttaka islenzkra kaupsýslu-
manna í hinu norræna samstarfi
hófst á árinu 1972, en slíkir
fundir eru haldnir árlega til
skiptis í þátttökulöndunum.
— Góð síldveiði
Framhald af bls. 2
band við Aðalstein Jónsson, fram-
kvæmdastjóra Hraðfrystihúss
Eskifjarðar, og spurði hann hvort
einhverjir bátar hefðu komið
þangað með síld í gær. Sagði Aðal-
steinn að svo væri ekki þar sem
Hornafjarðarbátar hefðu nú allir
farið heim með síldina og um leið
í helgarfrí.
Morgunblaðið spurði Aðaistein
hvort ekki væri erfitt að frysta
mikið af fjarðasíldinni, þar sem
hún næði tæpast 12% fitumörk-
unum enn.
Orðrétt sagði Aðalsteinn, að sér
hefði orðið á að ónáða einn af
starfsmönnum Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna viðvíkjandi
þessari síld. Hefði starfsmaður-
inn brugðizt hinn versti við og
samtalið hefði endað með því að
hann hefði bent sér á að hafa
samband við sjávarafurðadeild
Sambandsins.
— Veit ekki
Framhald af bls. 3
mörku til fisksjúkdömanefndar,
en nefndin hefði aldrei tilkynnt
honum niðurstöðurnar. Hann
hefði orðið að skrifa til rann-
sóknastofnunarinnar, sem væri í
Árósum til að komast að niður-
stöðum. I lok viðtalsins við Morg-
unblaðið sagði Skúli Pálsson, að
sér fyndist það harla einkennilegt
að Guðmundur Pétursson, sem
ætti að sjá um rannsóknir á fisk-
sjúksómum, hefði aldrei komið i
Laxalónsstöðina, að þvi hann bezt
vissi og Páll A. Pálsson yfirdýra-
læknir hefði aðeins einu sinni
komið í stöðina. „Frá því að þessir
menn og þeirra starfsmenn gáfu
út sjúkdómslýsinguna í stöð
minni, hefur enginn frá fisksjúk-
dómanefd komið í stöðina, en ég
hélt að þessir menn ættu að fylgj-
ast með.“
— Noregur
Framhald af bls. 2'
tima og Vesturlönd hafa heldur
verið treg til slíkra hluta.
— Hvað finnst þér um stöðu
Islands innan NATO?
— Frá mínum bæjardyrum séð
er vera íslands i Atlantshafs-
bandalaginu gífurlega mikilvæg
og er það vegna landfræðilegrar
legu landsins. Hlutverk Islands
innan bandalagsins hefur hin síð-
ari ár orðið æ umfangsmeira i
beinu sambandi við þá miklu upp-
byggingu, sem sovézki flotinn
hefur verið í á Norður-
Atlantshafi. Ef staða Islands
myndi breytast innan NATO, þá
myndi staða Noregs jafnframt
verða gjörbreytt og verri. Sam-
bandið milli Norðmanna og Is-
lendinga hefur ávallt verið gott
og ég vona svo sannarlega að það
breytist ekki í framtíðinni.
— Höfðu Norðmenn áhyggjur
af stöðu Islands á tímum vinstri
stjórnarinnar á Islandi, þegar það
var yfirlýst stefna að segja upp
varnarsamningnum við Bandarík-
in?
— Já, í Noregi höfðu menn
vissulega áhyggjur af þeirri þró-
un, sem þá virtist ætla að verða á
stöðu Islands. Eg geri kannski
ekki ráð fyrir þvi að hinn almenni
Norðmaður hafi mikið hugsað út i
þessa sálma, en stjórnmálamenn
og þeir sem ábyrgð höfðu á varn-
armálum þjóðarinnar höfðu
vissulega áhyggjur. Þá höfðu þeir
Norðmenn, sem gjörla fylgjast
með alþjóðamálum, og sínar
áhyggjur. Ég held að þessar
áhyggjur Norðmanna og þá
norsku ríkistjórnarinnar hafi ef
til vill bezt speglazt i þvi, hve hart
Knut Frydenlund, utanrikisráð-
herra, gekk fram í þvi að koma á
sættum milli íslendinga og Breta.
Það var fyrst og fremst vegna
þeirra óheillavænlegu áhrifa sem
sú deila gat haft á stöðu íslend-
inga innan NATO.
— Veiði
Framhald af bls. 48
færu aldrei suður fyrir miðlínu
og þar fæddust kálfar þessara
hvala. Kvað Jón að nú væri viður-
kennt um allan heim að íslend-
ingar stjórnuðu hvalveiðimálun-
um af mikilli framsýni og því
væri gott fyrir okkur að geta bent
á hvað friðunin á streypireyði og
hnúfubak hefði nú mikið að
segja.
Steypireyður er stærstá skepna
jarðarinnar og stærstu hvalir af
þeirri tegund geta farið nokkuð
yfir 100 tonn að þyngd.
— Skólastarf
Framhald af bls. 48
september og 6 ára nemendur
eiga að koma i skólana föstudag-
inn 9. september. Flensborgar-
skóli verður settur 1. september.
Vilbergur Júliusson, skóla-
stjóri, sagði, að 6—12 ára nem-
endur í Garðabæ ættu að mæta til
innritunar 5. september og
kennsla hefst samkvæmt stundar-
skrám daginn eftir. Nýr skóli,
Hofsstaðaskóli, verður i safnaðar-
heimili kirkjunnar og eiga að
sækja hann 6, 7, 8 og 9 ára börn úr
hverfum austan Vifilsstaðavegar,
en eldri börn þaðan og öll börn í
öðrum hverfum sækja Flatarskól-
a.
Ingvi Þorkelsson, yfirkennari,
sagði að stefnt væri að þvi að
nemendur i grunnskólapróf, það
er 9. bekk, og framhaldsdeild-
anna, byrjuðu 6. september, en
hvenær aðrir nemendur byrjuðu
færi eftir því hvenær, nýbygging
gagnfræðaskólans kæmist í notk-
un. Sagði Ingvi, að menn vonuð-
ust til að úr þvi yrði fljótlega upp
úr 10. september.
Ólafur Öskarsson, skólastjóri á
Seltjarnarnesi, sagði, að að öllu
forfallalausu ættu nemendur
grunnskólans og framhaldsdeilda
að mæta 6. september.
— Friður
Framhald af bls. 25
líf. Kannski er vandamálið við fram-
leiðslu farþegaþotna það að þær eru
svo sterkbyggðar að þær endast og
endast — þess vegna breytum við
um tegundir — og hann hlær við.
Þá fer hann nokkrum orðum um
tækniþróunina og minnist á það að
DC-10 sé mun hljóðlátari en DC-8.
..Fólk er alltafað kvarta undan
hávaðanum, sem þoturnar fram-
leiða. Hljóðið í þeim hljómar i mín
eyru sem tónlist.” segir hann og
skellir upp úr. Þá spyr hann
viðmælanda sinn að aldri og segir
að hann gizki á að hann sé 39 ára.
Nei. þar skakkaði tveimur árum.
Þegar hann fær svarið lítur hann
augnablik niður fyrir sig. rétt eins og
hann verði augnablik hugsi, síðan
reisir hann sig upp og segir: ..Þegar
ég hitti einhvern heima, get ég ávallt
sagt nákvæmlega hve gamall hann
er. Mér gengur ekki eins vel hér á
íslandi. í Vestmannaeyjum i gær
reyndi ég að gizka á aldur fólks og
þar munaði allt að 1 5 árum. Fólkið
var ávallt eldra en ég stakk upp á.
Eina skýringin hlýtur að vera sú að
íslendingar séu svo miklu unglegri
en Bandaríkjamenn og líklegast er
það að þfð lifið heilbrigðara og betra
lífi en við.” Eitt er víst að bæði
blaðamannjnum og Ijósmyndaran-
um kom á óvart, er þeir gerðu sér
grein fyrir því að James S.
MacDonnell var 78 ára, fæddur á
annarri öld eins og hann orðaði það
sjálfur, enda kvað hann kunningja
sína einatt kalla sig gamla
McDonnell.
— Ekki meiri
Framhald af bls. 2
Már sagði að aðstæður hér við
land væru allt aðrar en annars
staðar, þar sem tvílembingsvarpa
hefur verið notuð, og sagði hann
þær aðallega felast í straumum
þeim, sem væru fyrir Austur-
landi.
— Ebenezer
Framhald af bls. 23
Krafa fólksins og þeirra, sem starfa
að verzlun nú, er að meira frjálsræði
verði gefið I álagningarmálum, því
eins og að þeim málum er staðið í
dag er það þröskuldur fyrir framför-
um i verzlunarmálum okkar.
— Sýningar eins og þessi gefa
okkur kaupmönnum tækifæri til að
sýna og kynna vörur okkar á liflegri
hátt en hægt er i verzlununum sjálf-
um. Erlendis undrast menn, sem
starfa að viðskiptum, hversu margir
sækja vörusýningar hér Þannig
kemur nú hingað til lands sölustjóri
frá Bamix-fyrirtækinu ásamt konu
sinni, því hann vildi sjá með eigin
augum hvort það kæmu virkulega
75 þúsund manns á heimilissún-
ingu hér i ekki fjölmennara landi
Hann hélt að við hefðuum bætt einu
núlli við töluna
— Við sem störfum i Vörumark-
aðinum höfum lagt á það áherzlu að
gera góð innkaup og gæta þess að
hafa mikinn hraða i veltunni. þannig
að við liggjum ekki með birgðir
Með þessu hefur okkur tekizt að
lækka vöruverðið og þvi ætti að vera
hægt að ná betri árangri ef heiðarleg
samkeppni fær að njóta sín, sagði
Ebenezer i Vörumarkaðnum að lok-
um.________
— Spánn
Framhald af bls. 48
A'l'A væru tvíþætt, annars veg-
ar stjórnmálalegs eölis og hins
vegar efnahagslegs eðiis. Hann
taldi ekki, að hinn stjórnmála-
legi þáttur myndi standa i vegi
fyrir aðild Spánar að NATO,
þar sem ótvíræður meirihluta-
vilji væri fyrir inngöngunni í
NATO en hins vegar væri efna-
hagsþátturinn vafaatriði, þ.e.
ef inngangan hefði i för með
sér að Spánn þyrfti að stórauka
hernaðarútgjöld sín til að
standa við framlag sitt til
bandalagsins. Taldi hann lik-
legast að aðild Spánar að NATO
yrði með þeim hætti að gert
yrði sérsamkomulag milli
bandalagsins og spænskra
stjórnvalda.
A fundi ATA i gær voru fyrst
almennar umræður, þar sem
Björn Bjarnason, skrifstofu-
stjóri, flutti skýrslu um afstöðu
Islands til Atlantshafsbanda-
lagsins og siðan flutti prófessor
Nils Orvik, forstöðumaður Mið-
stöðvar um alþjóðasamskipti
við Queen-háskólann í Kanada,
erindi um aðalefni ráðstefn-
unnar hér, sem er hvernig
bandalagið skuli bregðast við
vaxandi hernaðarumsvifum og
þrýstingi Sovétríkjanna. Síðan
voru nefndarfundir seinni
hluta dagsins.
— Reynir stjórn-
armyndun
Framhald af bls. 1
tekizt. Binda menn vonir við að
menn geti fellt sig við Veringa, að
minnsta kosti til bráðabirgða.
Hann er 53 ára og var mannta-
málaráðherra árin 1967—1971 og
hefur gegnt fjölda trúnaðar-
starfa.
Atján
lukkiinar painfílar
Sautján fjölskyldur litsjónvarpstæki og ein að auki Flóridaferð.
Oft hafa vinningar í gestahappdrættinu verið glæsilegir —
en aldrei sem nú.
Hverjum aðgöngumiða fylgir ókeypis tvöfaldur happdrættismiði og verða
sýningargestir því sjálfkrafa þátttakendur í happdrætti þar sem dregið
verður út daglega Sharp litstjónvarpstæki frá Karnabæ og einnig í
sýningarlok fjölskylduferð til Flórida á vegum Útsýnar.
Verðmæti vinninga er samtals yfir 5 milljónir króna.
Átján lukkunnar pamfílar — í glæsilegasta gestahappdrættinu.
Geri aðrir betur.
Vinningar í gestahappdrætti:
17 Sharp litsjónvarpstæki frá Karna-
bæ og fjölskylduferð til Flórida á
vegum Útsýnar.
Dregið daglega.
Heimilið'77 ersýninganiðburður ársins
HEIHILW77 jjjjk
d
K