Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1977 19 Brunnar og vatnsból þornuðu við Mývatn Rafmagnslaust og símasambandslaust í gær Björk. Mývatnssveit 27. okt. LAUST fyrir hádegi í gær var viðvörunarkerfi Kísiliðjunnar reynt. Að því er bezt er vitað tókst það vel og allt starfsfólk yfirgaf staðinn á skömmum tíma. Einnig var viðvörunarkerfi símans próf- að. I dag var hið versta veður hér fram yfir hádegi, hvöss norðaust- anátt og bleytuhríð, en miklu betra veður síðdegis. Ég hef að því spurnir, að vatnsból og brunn- ar hafi sums staðar þornað í nótt við austanvert Mývatn t.d. við dælustöðina í Helgavogi, enn- fremur hér i Vogum. Má vafa- laust um kenna hve vatnsborð hefur verið lágt hér að undan- förnu vegna hinnar hvössu NA- áttar, sem verið hefur i dag. Raf- magnslaust var hér í Mývatns- sveit í dag í ll4.klst. og að því er bezt er vitað mun lina hafa bilað — Bankamenn Framhald af bls. 2. Gunnar sagði að fram á sunnu- dag eða mánudag reyndi endan- lega á það, hvort samkomulag tækist áður en sáttatillaga kæmi fram. Færi það hins vegar svo — sagði Gunnar, að samkomulag næðist ekki fyrir sáttatillögu, þá væri þó ekki fokið í öll skjól, þvi að yrði sáttatillagan felld, er hún kemur fram, væri að sjálfsögðu möguleiki á samningaviðræðum milli atkvæðagreiðslu og þar til boðað verkfall kemur til fram- kvæmda. ----» « «-- — 1000 lög- reglumenn Framhald af bls. 1 reglumenn reyndu að komast að nöfnum nokkur hundruð manna, sem efndu til mótmælagöngu að útförinni lokinni. Foreldrar Guð- rúnar Ensslins og móðir Baaders voru viðstödd útförina svo og fjöl- margir vinstrisinnaðir lögfræð- ingar, sem margir hverjir halda því fram aó þremenningarnir hafi verið myrtir i fangelsi. Hefur þetta m.a. leitt til árása á v-þýzk fyrirtæki og sendiráð erlendis. Segja lögfræðingarnir að 4. hryðjuverkamaðurinn, sem sagt er að hafi reynt sjálfsmorð i fang- elsinu, Irmegard Möller, neiti að hafa ætlað að ráða sér bana og að fangarnir hefðu gert með sér sjálfsmorðssamkomulag. — Callaghan Framhald af bls. 1 fréttakýrendur kalla kosninga- fjálög þar sem talið er að nýjar kosningar fari fram í vor eða sumar. Hins vegar geta bolla- leggingar um fjárlögin og orð- rómur um skattalækkanir hafa hjálpað Verkamannaflokkn- um. Samkvæmt könnuninni hef- ur bjartsýni á efnahagsstefnu stjórnarinnar aukizt og færri en áður minntust% á verðbólgu og atvinnuleysi þegar spurt var um vandamál þjóðarinnar. I skoðanakönnuninni i júlí studdu 49% Ihaldsflokkinn, en aðeins 34.5% Verkamanna- flokkinn. Frjálslyndi flokkur- inn hefur líka tapað fylgi. Fjárlagafrumvarpi brezku stjórnarinnar hefur yfirleitt verið vel tekið i Bretlandi og hafa talsmenn Frjálslynda flokksins og íhaldsflokksins fagnað skattaiækkununum þótt ekki séu þeir sammála um hverju þakka megi batnandi ástand i efnahagsmálum. Tais- maður frjálslyndra, en 13 at- kvæði þeirra á þingi hafa hald- ið stjórninni við völd, sagði að sjá mætti handbragð frjáls- lyndra á frumvarpinu, en tals- maður Ihaldsflokksins í fjár- málum, sir Geoffrey Howe, sagði að Verkamnnaflokkur- inn ætti velgengni i efnahgs- málum að þakka leiðarljósi Al- þjóða gjaldeyrissjóðsíns og hér væri um „iðrunarfjárlög" að ræða. niðri við Laxárvirkjun. Ennfrem- ur bilaði síminn á Hólasandi í dag, en viðgerð mun nú vera lok- ið, en sambandslaust var út úr sveitinni meginhluta dagsins. 1. vetrardag var haldinn í Skjól- brekku hinn árlegi slægjufundur Mývetninga. Hófst hann með guðsþjónustu. Sóknarpresturinn séra Örn Friðriksson prédikaði. Ræðu dagsins, slægjuræðuna, flutti Helgi Jónasson hreppstjóri á Grænavatni. Þá var samleikur á fiðlu og harmónikku, Garðar Jak- obson frá Lautum í Reykjadal og Einar Kristjánsson frá Akureyri léku saman. Síðan var upplestur Starra í Garði, almennum söng stjórnaði Þráinn Þórisson skóla- stjóri. Að iokum var sýnd mynd frá eldgosinu i Vestmannaeyjum. Um kvöldið var dansleikur. Föl- menni var á þessari samkomu. Unnið er af krafti við að koma upp hraunkælibúnaði á varnar- garðinn umhverfis Kisiliðjuna. Miðar þessum framkvæmdum vel og er efni komið á staðinn. Kristján. — Heildaraflinn Framhald af bls. 32. 36,581 tonn, en endanleg tala varð þá 15,207 tonn. Allmiklu minni síldarafli er nú en fyrstu 9 mánuði ársins í fyrra. Nú er aflinn 4.325 tonn, en var í fyrra 8.608 og þegar endanlegar tölur fengust reyndist hann hafa orðið 8.950 tonn. Af rækju segja bráðabirgðatöl- urnar að nú hafi veiðzt 4.684 tonn, en í fyrra 4.362 tonn. Endanleg tala í fyrra sýndi 4.636 tonn. Fyrstu 9 mánuði þessa árs hafa 2.770 tonn af humri veiðzt sam- kvæmt bráðabyrgðayfirliti Fiski- félagsins. I fyrra voru tonnin 2.757 en endanlegar tölur sýndu þá 2.780 tonn. I ár hafa veiðzt 2.117 tonn af hörpudiski, en sambærileg tala frá í fyrra var 2.398 tonn. Endan- leg tala þá varð 2.494 tonn. Þá segir loks i þessu bráða- birgðayfirliti Fiskifélags íslands að gífurleg aukning hafi orðið á kolmunnaveiðum. I ár hafa veiðzt 11.343 tonn af kolmunna, en í fyrra samkvæmt bráðabirgðatöl- um aðeins 628 tonn. Endanleg tala þá reyndist 569 tonn. Annar fiskafli, spærlingur o.fl., er nú 17.711 tonn, var i fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum 12.779 tonn, en endanlegar tölur reyndust verða 13.220 tonn. — Þjóðaratkvæði um áfengt öl Framhald af bls. 32. um á núgildandi áfengislöggjöf. Flutningsmaður þessarar þings- ályktunartillögu flutti þá tillögu i sambandi við umrætt frumvarp, sem gerði ráð fyrir því að núgild- andi áfengislögum skyldi breytt á þann veg, að framleiðsla og sala áfengs öls yrði heimiluð. Örlög umrædds frumvarps urðu hins vegar þau, að það komst aldrei úr nefnd og dagaði uppi í þinginu, og reyndi þvi aldrei á hvort þingvilji væri fyrir þvi að leyfa framleiðslu og sölu áfengs öis eða ekki. Næsta ár fara fram almennar þingkosningar. Flutningsmaður er þeirrar skoðunar, að í máli því, sem hér er til meðferðar, sé ekki óeðlilegt að leitað sé eftir þvi að fá vitneskju um hver sé hinn raunverulegi þjóðarvilji i jafnum- ræddu máli og hér er fjallað um. Auðveld leið og kannski sú mark- tækasta er að mati flutnings- manns að láta fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Og þar sem almennar þingkosningar eru á næsta leiti, telur flutnings- maður sjálfsagt að nota það tæki- færi, sem þannig býðst. Flutn- ingsmaður telur sjálfsagt, að miða þátttöku i væntanlegri þjóðarat- kvæðagreiðslu við 18 ára aldur og vill með því leggja áherzlu á þá skoðun sína, að ákvörðun um frameiiðsiu og sölu á áfengu öli er eKKi siour mai ungu Kynsiooar- innar en hinnar eldri, og því ekki nema eðlilegt, aó unga fólkið fái að láta i ljós álit sitt á málinu". Að lokum spurói Morgunblaðið Jón G. Sólnes í gær, hvort hann teldi það ekki i raun meira um- stang að hafa annan aldur til við- miðunar í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni en i alþingiskosningunum, þar sem þá þyrfti sérstaka kjör- skrá fyrir þjóðaratkvæðið. Hann kvað það ekkert vandamál á þeirri tölvuöld, sem nú væri, að láta gera sérstaka kjörskrá fyrir þjóðaratkvæðið. — Nýtt flug til íslands? Framhald af bls. 1 þar sem Erickson hefði staðfest að Northwest hefði sótt um leyfi til Islandsflugs, sagði hann að því miður gæti hann ekki gefið ákveðið svar annað en að alvara hefði legið að baki umsókninni. Northwest Air- lines er i hópi stærstu flugfé- laga Bandaríkjanna og flýgur m.a. mikið til Austurlanda fjær, þá undir einkennisstöfun- um Northwest Oríent Airlines. I tillögum bandaríska flug- ráðsins er lagt til að Northwest Airlines fái að fljúga beint flug milli borganna Seattle, Port- land, Los Angeles, Chicago, New York, Boston, Detroit, Washington og Minneapolis og íslands, Danmerkur, Skotlands, Svíþjóðar, Finnlands og Nor- egs. I stað Norðurlandaflugs- ins, sem lagt er til að tekið veroi at Fan Am, a telagið að fa leyfi til beins flug milli tveggja borga í Texas og Evrópu. — Lausnar- gjaldið Framhald af bls. 1 um. Auk peninganna var 6 hryðjuverkamiinnum í Rauða hernum sleppt úr fangelsum í skiptum fyrir gíslana 150, sem ræningjarnir höfðu á sínu valdi. Alsírstjórn hafnaði beiðni Jap- ansstjórnar um að'framselja ræn- ingjana og skila lausnargjaldinu, þar sem ræningjunum hefði að- eins verið leyfð landganga í Alsír eftir að Japansstjórn hafði heitið að fara ekki fram á að þeir yrðu framseldir né lausnargjaldinu skilað. Japansstjórn bað þá Alsír- stjórn um að sjá til þess að ræn- ingjarnir fengju ekki að fara úr landi né að féð yrði notað til að fjármagna frekari hryðjuverka- starfsemi. — Netatjón í fárviðri Framhald af bls. 2 kom hingað 1968. Sagði hann veð- urhæðina hafa verið stöðuga 12 vindstig en gustað upp í 14 vind- stig. Bátar slitnuðu frá bryggju hér í höfninni, en tókst þó að bjarga þeim þar sem áhafnirnar voru nærtækar. I landi urðu þó tiltölu- lega litlar skemmdir. Nokkrir vinnuskúrar fuku og vinnupallar við hus, og þak skemmdist á hlöðu í Bjarnanesi í Nesjum. Einnig fuku þar geymsluskúrar. I morg- un kviknaði í heyi í hlöðu i Arna- nesi I Nesjum, en búið var að slökkva eldinn um hádegisbil. A morgun eru væntanlegir hingað menn frá Marinland í Frakklandi til þess að líta á háhyrninginn sem hér hefur verið geymdur undanfarnar vikur og ákveða hvernig verður með flutninga á honum. — Elías. — Loðnuveiði Framhald af bls. 32. loðnuskipið og með því sem Sig- urður fékk i gær er skipið búið að fá 16.050 lestir í sumar og haust. Gísli Arni og Gullberg VE koma næst með rétt innan við 10 þús. lestir, Kap 2. VE er kominn meó 8.325 lestir og Börkur NK með 8.400 lestir auk 3500 lesta af kol- munna, sem skipið fékk einnig í sumar. Má því segja að Börkur sé næsthæsta skipið með um 11.900 lestir. — Sútunar- iðnaðurinn Framhald af bls. 2 hefði verið að vinna 250 þús. skinn á þessu ári og sama magn á næsta ári, en vafasamt væri hvað úr yrði þar sem verðlagið hefði verið skrúfað upp. „Við teljum eðlilegt að við fáum gærur innan- lands á heimsmarkaðsverði," sagði Jón, „en verðákvörðunin er ekki i neinu sambandi við það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.