Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1977 23 sjúkrahúsinu þráði hún að fara heim til sin. Móðir hennar kom þá frá Siglufirði til þess að hjúkra henni og hún hafði þvi eiginmann sinn og móður sina nótt og dag við sjúkrabeð sitt. Hún var umvafin kærleika og blíðu til hinstu stund- ar. Ég bið guð að styrkja Má, for- eldra hennar og systkini. Megi minning hennar lifa í hjörtum ástvina hennar. — Tengdamóðir. I dag fer fram útför Þyríar Hólm. Kynni mín af Þyrí hafa ekki verið löng, en verið mjög ánægjuleg og lærdómsrík og þyk- ir mér sárt að endir skuli bundinn á þau aö sinni. Ég kynntist Þyrí er hún starfaði hjá Jóhanni Ólafssyni og Co. fyrir rúmu ári og átti ég þar mikil og góð samskipti við hana, naut hennar ráðlegginga og aðstoðar í miklum mæli varðandi þau vöru- kaup sem ég hafði þá nýlega byrj- að á. Síðan átti ég viðskipti við hana er hún og eftirlifandi maður hennar, Már Jónsson, stofnuðu Innrömmun Þyríar Hólm og ann- aðist ég þá móttöku og afgreiðslu hluta mynda þeirra og kynntist góðum frágangi og vandaðri vinnu þeirra hjóna og var sérstak- lega eftir því tekið. Einnig átti ég þess kost að koma á þeirra yndis- lega heimaili í Bröttukinn 18 í Hafnarfirði og sjá hve þau höfðu búið heimili sitt smekklega mest með eigin útsjónarsemi enda sam- vinna þeirra hjóna með einsdæm- um. Ævi Þyríar er mér ekki svo kunn, en hún er fædd 21. apríl 1946 á Siglufirði, dóttir hjónanna Þórleifs Hólm og Sesseliu Jóns- dóttur sem eru búsett á Siglufirði. Atján ára giftist hún eftirlifandi manni sínum, Má Jónssyni. Um tíma ráku þau hannyrðaverzlun og prjónastofu i Keflavík, og sið- an starfaði hún um sjö ára skeið hjá Jóhanni Ölafssyni og Co, þar til að hún lét þar af störfum í vor til að aðstoða mann sinn við inn- römmunargerðina vegna mikilla anna þar. í ágúst var hún lögð inn á spítala í smá aðgerð, en kom þá í Ijós að veikindi hennar voru mun meiri og alvarlegri en í fyrstu var talið, lá hún í tæpa tvo mánuði á spítala og var maður hennar henni mjög mikill stuðningur í veikinum hennar. Síðustu vikurn- ar Iá Þyrí heima hjá sér, þar sem hún naut mikillar umönnunar eiginmanns sins og móður. Hún lést að heimili sinu 21. október síðastliðinn. Það er erfitt að sætta sig við að svona ung og hress kona skuli vera horfin okkur um tíma. Með þessum fáu línum vil ég þakka Þyrí fyrir stutt en góð kynni, og bið Guð að varðveita minningu hennar. Ég og fjölskylda mín vottum Má, foreldrum hennar, systur og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð við fráfall hennar. Guðfinna Helgadóttir. þESSI RÝMINGARSALA VERDUR EKKI ENDURTEKIN 30% afsláttur af rýmingarsöluverði, á öllum vörum í dag og fram að hádegi á morgun. V I D LÆKJARTORG '/W\ r*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.