Morgunblaðið - 29.10.1977, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977
I NÆSTU viku mun verktaki Oddsgarðsganganna Ijúka sfnum verkþætti og að þvf er Björn Ölafsson
verkfræðingur hjá Vegagerðinni tjáði Morgunblaðinu í gær, er gert ráð fyrir að göngin verði formlega
opnuð til umferðar kringum 20. nóvember, en að sögn Björns mun veður ráða mestu um hvenær
göngin verða vígð. í samtalinu við Mbl. sagði Björn, að starfsmenn Vegagerðarinnar væru nú að ganga
frá rafmagni, hurðabúnaði og fleiru og væri gert ráð fyrir, að því verki lyki fyrir 20. nóvember. Ekki
verður þó fyllilega lokið við göngin f vetur, heldur verður beðið með að steypa eða malbika
gangnabotninn þar til næsta sumar og í- vetur mun koma í Ijós, hvort þörf er á að lengja
gangnamunnana beggja vegna við göngin.
Slippstöðin kaupir skrokk í Svíþjóð:
Lengdur á Akranesi -
innréttaður á Akureyri
SLIPPSTÖÐIN á Akureyri keypti
fyrir skömmu stóran skipsskrokk
af sænskum aðila og kom hjörg-
unarskipið Goðinn með skrokk-
inn til landsins fyrir skömmu.
Skrokkurinn verður nú lengdur
um 6 metra hjá Skipasmíðastöð
Þorgeirs og Ellerts á Akranesi og
ennfremur verður byggt yfir þil-
farið þar og smfðuð brú á skipið.
Sfðan verður skrokkurinn dreg-
inn til Akureyrar, þar sem hann
verður innréttaður á næsta ári, en
skipið á að búa til nóta- og flut-
vörpuveiða.
Stefán Reykjalín hjá Slippstöð-
inni á Akureyri sagði í samtali við
Morgunblaðið f gær, að skrokkur-
inn væri 40 metra langur og 8
metra breiður, og eftir lengingu
og yfirbyggingu ætti skipið að
bera 800—840 lestir af loðnu eða
kolmunna.
Stefán kvað ástæðuna fyrir þvi
að Slippstöðin hefði keypt þenn-
an skipsskrokk vera þá, að yfir
vetrartimann hefðu viðgerðar-
deildir fyrirtækisins ekki alltaf
næg verkefni, og mætti þar nefna
rafvirkja, trésmiði og vélvirkja.
Hins vegar hefðu plötusmiðir fyr-
irtækisins ekki undan i skrokka-
smíði. „Við keyptum á símum
tima togaraskrokk frá Noregi, og
reyndist það mjög vel, og það má
segja, að þetta sé framhaldið á
því.“
Framhald á bls. 22
Forustumenn
9 bæiarstarfs-
mannafélaga:
Gagnrýni BSRB-
forustunnar óréttmæt
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi yfirlýsing frá for-
svarsmönnum starfsmannafélaga
f nfu kaupstöðum, þar sem þeir
telja gagnrýni forustumanna inn-
an Bandalags starfsmanna rfkis
og bæja á tiltekin bæjarstarfs-
mannafélög óréttmæta og óskyn-
samlega. Yfirlýsingin er svohljóð-
andi:
í tilefni af yfirlýsingu nokkurra
forustumanna í Bandalagi starfs-
manna rikis og bæja vegna samn-
inga tiltekinna bæjarstarfs-
mannafélaga, þar sem þau hafa
verið sökuð um svik við bandalag-
ið, viljum við undirrituð taka
fram eftirfarandi:
1. Samkvæmt gildandi lögum
hefur hvert bæjarstarfsmannafél-
ag sjálfstæðan samningsrétt gagn-
vart viðkomandi sveitarfélagi.
2. Reynsla undanfarinna ára
hefur sýnt fram á, að hinir mis-
munandi aðalkjarasamningar
bæjarstarfsmannafélaga hafa
opnað leiðir fyrir aðra opinbera
starfsmenn hvað viðvíkur mörg-
um þýðingarmiklum kjaraat-
riðum.
Við áteljum framkomna
gjgnrýni sem óréttmæta og jafn-
framt óskynsamlega:
Reykjavík, 28. okt. 1977.
Helgi Andrésson, Starfsmanna-
félag Akraness sign. Albert
Kristinsson, Starfsmannafélag
Hafnarfjarðar, sign. Sigurður J.
Sigurðsson, Starfsmannafélag
Keflavlkur, sign. Haukur Ó. Ar-
sælsson, Félag opinb. starfsm.
Suðurlandi, sign. Þórhallur Hall-
dórsson, Starfsmannafélagi
Reykjavfkurborgar, sign. Einar
Norðfjörð, Starfsmannafélagi
Seltjarnarness, sign. Agnar Arna-
son, Starfsmannafélagi Akureyr-
ar, sign. Frlða Hjálmarsdóttir,
Starfsmannafélagi Vestmanna-
eyja, sign. Einar Kristjánsson,
Félag starfsmanna Mosfells-
hrepps. sign.
Albert
undir feldi
YMSIR hafa spurt Morgun-
blaðið að þvi hvers vegna blað-
ið hafi ekki flutt fréttir af því
að Albert Guðmundsson hygg-
ist hætta þingmennsku og
störfum i borgarstjórn eftir
næstu kosningar og skírskota
til frétta af ummælum hans á
fundum þess efnis.
Morgunblaðið hefur gert
ítrekaðar tilraunir til þess að
fá Albert Guðrnundsson til að
skýra lesendum blaðsins frá
áformum sínum í þessum efn-
um, en svör hans hafa verið
þau að hann vilji ekkert láta
hafa eftir sér um það á þessu
stigi.
K-dagurinn í dag:
Kiwanismenn selja lykla
Gleymum ekki geðsjúkum
MtJMSfMK
teWöVt
imi/m-
nm Lim
á nTomi
VA EftJ
yw
\ m-
-^7- wrn
Heilsugæzlustöðin
á Homafirði opnuð
geósjúkum
OCr NÆSTBR'flMAST ER AP KOMA URp
NÓ6(J 5NA66ARALEGUM 5EPLABANKA
Höfn. Hurnafirði. — 28. oklóber.
VlGSLA heilsugæzlustöðvarinnar
á Höfn I Hornafirði fór fram I dag
að viðstöddum heilbrigðisráð-
herra og öllum þingmönnum
Austurlandskjördæmis og fjölda
annarra gesta. Herman.n Hansson
kaupfélagsstjóri, formáður bygg-
ingarnefndar, bauð gesti vel-
komna og lýsti hann framkvæmd-
um. Fyrsta fjárveitingin til stöðv-
arinnar var veitt á fjárlögum
1972 og 1973 og þá aðeins 500
þúsund kr. hvort ár. Jón Haralds-
son arkitekt var ráðinn til að
teikna húsið, Davíð Arnljótsson
verkfræðingur sá um burðarþols-
teikningu og Kristján Flygenring
allar lagnir aðrar en raflagnir
sem Sigurður Halldórsson verkfr.
teiknaði.
Framkvæmdir við byggingu
hússins hófst á hausti 1974 og var
fyrsti hluti verksins boðinn út.
Nafn litla
drengsins
LITLI drengurinn, sem beið bana
í umferðinni á Selfossi á fimmtu-
daginn, hét Eiður Sævarsson.
Hann var 6 ára gamall, fæddur 2.
febrúar 1971, sonur hjónanna
Valgerðar Kristínar Fried og
Sævars Sigurðssonar, Hjarðar-
holti 6, Selfossi.
Verktaki var Guðmundur JOns-
son, byggingarmeistari á Höfn, og
skilaði hann húsinu fokheldu.
Næsti verktaki var Byggingarfé-
lagið Höfn hf. Hafa þessir verk-
takar hvor um sig skilað verkefn-
um sínum með prýði.
Húsið er 725 fermetrar að
grunnfleti. I húsinu er starfsað-
staða fyrir tvo lækna og sömuleið-
is sérfræðing. Þar er einnig rann-
sóknarstofa, röntgenstofa og fl. I
annarri álmu hússins sem enn er
ekki alveg fullgerð er gert ráð
fyrir aðstöðu fyrir tannlækni,
sjúkraþjálfara o.fl. Heildarkostn-
aður þeirra framkvæmda, sem
lokið er, mun vera um 100 millj-
ónir kr.
1 tengslum við stöðina er gert
ráð fyrir hjúkrunarheimili, sem
rúma mundi 20 sjúklinga sam-
kvæmt tillögu arkitekts.
Að lokinni ræðu Hermanns tók
heilbrigðisráðherra, Matthias
Bjarnason, til máls. 1 lok ræðu
sinnar lýsti hann yfir að stöðin
væri opnuð til afnota og færði
héraðsmönnum hamingjuóskir
með þann áfanga sem þegar hefði
náðst. Því næst talaði Öskar
Helgason, rekstrarformaður
stöðvarinnar, en að ræðu hans
lokinni gengu gestir í húsið og var
síðan öllum viðstöddum boðið til
kaffiveitinga á Hótel Höfn. Þar
voru margar ræður og árnaðar-
óskir fluttar.
Veizlustjóri var Öskar Helga-
SOn. bunnar.
I DAG er K-dagurinn og er kjör-
orð hans: Gleymum ekki geðsjúk-
um.
Kiwanis-hreyfingin hér á landi
stendur fyrir þessum degi og er
þetta í annað sinn sem Kiwanis-
menn helga málefnum geðsjúkra
dag með þessum hætti.
Verkefni dagsins er að afla pen-
inga til hjálpar geðsjúkum og
ennfremur kynning á vandamál-
um þeirra. Fjársöfnunin fpr fram
með sölu á lyklinum, sem er
merki líknarstarfs Kiwanishreyf-
ingarinnar hér á landi og verður
lyiillinn seldur um allt land.
Siðasta K-dag árið 1974 seldust
yfir 40 þúsund lyklar og var sölu-
ágóðinn liðlega sex milljónir
króna, sem allar runnu til mál-
efna geðsjúkra.
Hált á vegum
FÆRÐ á helztu þjóðvegum er
með mjög þokkalegu móti að sögn
Fékk frysti-
húsaskýrsl-
una í gær
MATTHlAS Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra fékk í gærmorgun
skýrslu þá sem Þjóðhagsstofnun
hefur unnið um rekstrarafkomu
hraðfrystiiðnaðarins i landinu. I
gær hafði sjávarútvegsráðherra
ekki kynnt sér skýrsluna og að
því er Morgunblaðinu var tjáð i
gær verður innihald hennar lík-
lega ekki birt fyrr en búið er að
leggja skýrsluna fyrir rikisstjórn-
arfund í næstu viku.
vegaeftirlitsmanna, en vfða er þó
mikil hálka á f jallvcgum.
A Vestfjörðum var t.d. Þorska-
fjarðarheiði ófær í gær en ráðgert
er að moka veginn þar í dag. Auk
þess er talsverð hálka á öðrum
fjallvegum þar vestra. Sömu sögu
er raunar að segja frá Norður-
landi, vegir eru yfirleitt vel færir
en hálka á fjallvegum og t.d. var
ófært um tima til Siglufjarðar en
þar var rutt aftur i gær; Lágheiði
er aðeins fær jeppum og stórum
bílum.
A Norðurausturlandi eru vegir
góðir nema hvað Hólssandur er
orðinn þungfær og Axarfjarðar-
heiði er ófær. Einnig er Vopna-
fjarðarheiði ófær. A Austfjörðum
er ágæt færð en þó er aðeins fært
jeppum, og stórum bílum yfir i
Borgarfjörð eystri.