Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÖBER 1977 Laugarásbíó: Rooster Cogburn Rútínuvestri þar sem gamlir góðvinir okkar af tjaldinu í gegnum tíðina, Katharine Hep- burn og John Wayne, bjarga sýningunni. Tónabíó: Imbakassinn Misgóður gálgahúmor af ekki ósvipuðum toga og áramótaskaup sjónvarps. ÁNÆSTUNNI Nýja Bíó Alex and The Gipsy Að ollum líkindum verður það mjog nýleg, bandarísk mynd ALEX AND THE GIPSY sem verður næst tekin til sýninga í Nýja Biói Með aðalhlutverkin fara útvalsleikararnir Jack Lemon og Genevieve Bujold Lemon leik ur miðaldra kaupsýslumann sem skilur við sinar fyrri lifsvenjur þegar hann kynnist ungri og bráðfallegri sigaunastúlku (Bujold) Raímagn- að, þrnm- andirokk AUSTURBÆJAR- BÍÓ: LED ZEPPELIN („The Song Remains The Same“) LED ZEPPELIN eru, Roberl Plant, söngur; Jimmy Page, gítar; John Paul Jones, hljóm- bord/bassi; John Bonham, trommur. í upphafi ber að geta þess að THE SONG RE- MAINS THE SAME höfðar næstum eingöngu til LED ZEPPELIN aðdáenda og annarra velunnara kraff- mikils rokks. i eyrum og augum annarra getur myndin sjálfsagt virkað Ifkt og þrfkrossað eitur. En ef þú ert svo heppinn að teljast í hópi hinna fyrr- nefndu, þá ertu lukkunnar pamfíll og ættir að drffa þig hið fyrsta í Austurbæj- arbfó. Þvf bæði hafa hljóm- leikamyndir gengið hér með fádæmum illa (að WOODSTOCK undanskil- inni), og eins er á ferðinni frábær mynd sem sýnir eina af langbestu rokk- hljómsveitum á tónleika- höldum í sannkölluðu banastuði. T.S.R.T.S. er tekin ,,live“, á hljómleikum LED ZEPPELIN í Madison Square Garden í New York á árinu 1973. Þeir taka ... jafnvel teikningar af albúmunum öðlast Iff... mörg.af sínum gömlu, góðu lögum líkt og„Dazed and Confused“, „Black Dog“, „Whole Lotta Love“, og lagið sem rís hæst á glæst- um tónlistarferli þeirra, perluna „Stairway To Heaven", auk fjölda- margra annarra, eins og titillagið. Og tónlistin er flutt af slíku kyngimagni aó hér nýtur maður hennar á algjörlega nýjan máta. Á milli atriða beint af senunni í Madison Square Garden (sem er langmest- ur hluti myndarinnar) er brugðið upp galsafengnum svipmyndum af hljóm- listarmönnunum og einS Shelley Duvall er álitin sigurstrangleg við afhendingu næstu „Oscarsverðlauna fyrir bestan leik f aðalhlut- verki f nýjustu mynd Altmans, THREE WOMEN. VIÐ KYNNUM: SHELLEY DUVALL Nafnið og andlitið koma kunnuglega fyrir, ekki satt, en hvaðan? Jú, Duvall er einmitt ein af leikkon- unum í leiksmiðju Robert Altman, og nú fer minnið að skýrast. Fyrsta myndin sem hún lék í var mynd Atlmans, BREWSTER MCCLOUD, gerð árið 1970. Altman rakst einfaldlega á stúlk- una einhvers staðar niðri í Texas, leist vel á yfirbragð- ið og bauð henni hlutverk. Síðan hefur þessi tág- granna stúlka verið ein af eftirlætis-skjólstæðingum hans. Upp frá því hefur hver myndin rekið aðra: 1 McCABE AND MRS MILLER lék hún við- kvæma eiginkonu, pantaða í pósti; því næst vinkonu bankaræningaja f THIEVES LIKE US; í NASHVILLE var hún klunnaleg „groupie“ og í BUFFALO BILL AND THE INDIANS lék hún hafðarfrúna mrs. Grover Cleveland. En öðru fremur er Duvall getið hér vegna leiks sfns í nýjustu mynd Altmans, THREE WOMEN, sem flestir spá að muni færa henni Oscarsverðlaunin að vori. Leggið þvf nafn hennar á hiinnið. eru leiknir kaflar sem byggðir eru á textum við lög þeirra félaganna. Jafn- vel teikningar á albúmum öðlast líf. Að venju, á hljómleikum sem þessum, er gengið frá því sem visu að áhorfendur yfir höfuð séu á sýru,,trippi“ eða vel reykt- ir. Ýmsir effektar í mynda- tökunni/gerðinni benda og til þess að reiknað sé með því að sjáendur myndar- innar njóti hennar einnig betur hálfskakkir. En það er svo önnur saga. Ekki þarf að tíunda ágæti þessarar heims- þekktu hljómsveitar, hún hefur meira að segja hald- ið minnisstæða hljómleika hér í Laugardalshöllinni. En L.Z. er fyrst og fremst „hljómleikagrúppa", þ.e.a.s. hún byggir vinsæld- ir sfnar eingöngu á tón- leikahaldi og L.P. plötum sem fylgja í kjölfar hinna stórkostlegu hljómleika- ferða þeirra. Tveggja laga ,,hit“-plötur þekkjast ekki á bænum þeim. Það skyldi því engum bregða yfir kunnáttusemi þeirra á sviðinu; hér kunna allir tökin á sfnu hlutverki og vita hvers er af þeim krafist. Hver hreyfing fell- ur hnitmiðuð inn í þennan brjálæðislega rythma sem hefur gert hljómleika LED ZEPPELIN aó stór- viðburði 'í „poppheimin- um“ (fáránlegt orð). Þeir félagar Jimmy Page og Robert Plant fara á kostum að venju. Snilli og tækni Page er slík að engin orð fá lýst þeim tökum sem hann nær stundum á áheyrendum. Plant stendur honum lítt að baki í galdrinum; þau hljóð sem hann nær að framkalla eru með miklum ólíkindum. Allt frá mildum, blíðum, næstum kvenlegum tónum upp í hráslagaleg, sargandi vítisorg demónsins sem þrumar yfir stjörfum áheyrendum. Minnir oft á Janis Joplin. Bonham og Jones eru engu minni listamenn á sínu sviði, og Bonham á eitt svo þrælmagnað trommusóló í myndinni að það skekur áhorfandann fram á stólbrúnina. Að mínu viti eru hljóm- gæði hússins hin ákjósan- legustu, altént á þeirri sýningu sem undirr. sá, eftir gagngerðar breyting- ar á hljómburðartækjum hússins, sem voru endur- nýjuð auk annarra gagn- gerra breytinga á hús- næóinu f tilefni þrítugs- afmælisins. ... And if you listen very hard The time will comti to you at last. When all are one and one is all To be a rock and not to roll. LED ZEPPELIN! „Stairway to Heaven“. Fimm anra brand- arar NÝJA BÍÓ: HR. BILLJÓN LEIKSTJÓRI og handrits- höfundur HR. BILLJÓN er einn af þeim lánlitlu leik- stjórum sem fær mann til að brosa — þegar best læt- ur, en sjaldan að hlæja. Kaplan og hans nótar ættu að snúa sér að öllu öðru en gerð gamanmynda. Miklar vonir voru bundnar við HR. BILLJÓN í upphafi. Henni var stillt upp í vor sem páska- aðdráttarafli í stærsta kvikmyndahúsi veraldar, Radio City Music Hall í N.Y. Þar gekk hún aðeins í hálfan mánuð, tæpan, sem er ömurlegt skipbrot, að maður tali nú ekki um að um páskamynd var að ræða. Aðalgallinn við HR. BILLJÓN er sá að hvergi örlar á umtalsverðum frumlegheitum, maður hefur séð obbann af þessu einhvers staðar áður. Og brandararnir eru fæStir meira en fimm aura virði. Eina ástæðan til þess að sjá HR. B. er Terrence Hill, þar er leikari á ferð sem á eftir að auka hróður sinn til muna áður en langt um líður. En vafasamt verður að teljast að HR. B. eigi þar nokkurn hlut að máli. Margir ágætisleikarar koma fram í myndinni, eins og Valerie Perrine, (LENNY), Jackie Gleason og Slim Pickens. Hæfileik- um þeirra er einfaldlega sóaó. iLLLiJJLLimiIAT (Whrre Th« Nicc Guy* Flni*h Fir»t For A ChangtJ TERENCE HILL VALERIE PERRINF "MR.BILLION"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.