Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÖBER 1977
19
Samkomulag um
umbætur á Spáni
Tito ráð-
lagt að
hvíla sig
Bulf’rad. 28. október. Reuter.
TITO forseti þjáist af þreytu og
læknar hafa ráðlagt honum að
hafa hægt um sig að því er júgð-
slavneska fréttastofan Tanjug
skýrði frá I dag.
Flokksleiðtogi I Bosnfu, Branko
Mikulic, sagði hins vegar á blaða-
mannafundi f Sarajevo að forset-
inn væri ekki veikur og að engin
ástæða væri til að hafa áhyggjur
af heilsufari hans.
Tito er 85 ára og hefur nýlega
farið til Moskvu, Norður-Kóreu,
Peking, Lissabon og Algeirsborg-
ar. Egypzka sendiráðið sagði frá
þreytu forsetans þegar það til-
kynnti í gærkvöldi að fyrirhug-
aðri heimsókn Anwar Sadat for-
seta hefði verið aflýst, en yfirlýs-
ing Tanjug er fyrsta fréttin sem
hefur verið birt innanlands um
heilsu hans.
Tito forseti virtist vera við góða
heilsu þegar hann kom heim frá
Alsir fyrr í vikunni, en að sögn
egypzka sendiráðsins hafa læknar
hans ráðlagt honum að hvila sig i
þrjár vikur.
í september veiktist Tito af
lifrarsjúkdómi, en embættismenn
sögðu að hann hefði náð sé að
fullu og hvílt sig í nokkrar vikur
við Suður-Adriahaf. Veikindi
hans urðu til þess að fresta varð
fyrirhugaðri heimsókn Valery
Giscard d’Estaing Frakklandsfor-
seta.
James M.
Cain látinn
New York. 28. október. Reuter.
BANDARlSKI rithöfundurinn
James M.Cain lézt í gærkvöldi, 85
ára að aldri.
Meðal kunnustu bóka hans voru
„Pósturinn hringir alltaf tvisvar”,
„Double Indemnity” og „Mildred
Pierce“ sem voru allar kvikmynd-
aðar í Hollywood.
Albert Camus sagði, að hann
hefði lært að skrifa skáldsögur af
lestri bóka eftir Cain. Cain hefur
verið kallaður fyrirrennari nú-
tímahöfunda eins og Ross
MacDonalds. Ritstfl hans var líkt
við stíl Ernest Hemingways.
Madrid. 28. okt. — Reuter.
RlKISSTJÓRN Spánar
hefur með stuðningi
tveggja helztu stjórnarand-
stöðuflokkanna — sósía-
lista og kommúnista — lagt
fram áætlanir, er miða að
því að leysa efnahagsvanda
landsins og útrýma síðustu
minjum Franco-isma. Voru
áætlanir þessar samþykkt-
ar á spænska þinginu í
gær. Sagði Adölfo Suarez
forsætisráðherra við það
tækifæri, að samkomulag
flokkana um efnahagsmál-
in, náðun pólitískra fanga,
og tilraunir ríkisstjórnar-
innar til að sinna óskum
minnihlutahópa í landinu
mætti teljast góður árang-
ur í starfi frá því stjórnin
tók við völdum eftir kosn-
ingarnar i júní s.l.
í efnahagssamkomuíag-
inu er meðal annars gert
Frakkar
hóta hörku
París, 27. okt. — Reuter.
Suarez
Bílasmiðiur hagnast
Itnt I-..ÍI •>« nlfi _ Unntnr ”
Detroit, 28. okt. — Reuter.
BÍLASMIÐJUR Fords og
General Motors í Banda-
ríkjunum hafa báðar
skýrt frá þvi að hagnaður
þeirra á þriðja ársfjórð-
ungi yfirstandandi árs
hafi slegið öll met. Hjá
Ford nam hagnaðurinn
þrjá mánuðina fram að
30. september 267 millj-
ónum dollara, en hjá GM
402 milljónum dollara.
ráð fyrir að kauphækkanir
verði ekki meiri en 22%,
en á móti koma skattalækk-
anir og lækkanir á kennslu-
og tryggingagjöldum.
Felipe Gonzales, leiðtogi sósía-
lista, sagði það skyldu flokks síns
að biðja flokksmenn að styðja
samkomulagið, og Santiago Car-
illo leiðtogi kommúnista kvaðst
styðja samkomulagið af heilum
hug. Skömmu áður en samkomu-
lagið var samþykkt birti við-
skiptaráðuneytið skýrslu þar sem
dregið er í efa að það beri tilætl-
aðan árangur. Segir i skýrslunni
að allt bendi til þess að verðhækk-
anir á næsta ári verði mun meiri
en þau 15%, sem rikisstjórnnin
gerir ráð fyrir, og að atvinnuleys-
ingjum muni fjölga um meir en
100 þúsund, eins og ríkisstjórnin
reiknar með.
Kínverski kommúnistaleiðtoginn Hua Kuo-feng klappar við setningu skóla kín-
verska kommúnistaflokksins sem hefur verið opnaður aftur I Peking.
Öryggisaðgerðir á Spáni til
að koma í veg fyrir flugrán
Beirut Madrid,
28. okt. — Reuter.
EFTIRMALA flugránsins á Luft-
hansa-þotunni fyrr I þessuni mán-
uði er alls ekki lokið. 1 Lfbanon
hefur nú verið skýrt frá því að
flugræningjarnir hafi verið félag-
ar f sérstökum skæruliðaflokki,
sem klofmað hefði út úr Frelsis-
samtökum Palestfnumanna,
PFLP, og eru ræningjarnir nafn-
greindir.
í Madrid skýrði José Llado sam-
göngumálaráðherra frá því að eft-
irlit yrði mjög aukið á spænskum
flugvöllum á næsta ári, og yrði
einum milljarði peseta (um 2.500
milljónum króna) varið til að
auka flugvallaöryggið þar i landi.
Lufthansa-þotunni var rænt á
leiðinni frá Mallorca til Frank-
furt, og tóku ræningjarnir áhöfn
og farþega, alls 86 manns, í gísl-
ingu, en ráninu lauk í Mogadishu
í fyrri viku, sem kunnugt er, með
frelsun gíslanna, allra nema flug-
stjórans, sem var myrtur.
í fréttinni frá Libanon segir að
foringi nýja skæruliðaflokksins
sé dr. Wadi Haddad, sem áður var
félagi í PFLP, og þá oft viðriðinn
flugrán. Er sagt að hann hafi
stofnað sín eigin samtök og sagt
sig úr PFLP eftir að Frelsissam-
tökin lýstu sig fráhverf flugrán-
um fyrir fjórum árum.
Flugræningjarnir þrír, sem
felldir voru við frelsun gislanna í
fyrri viku voru þau Nabil Ibra-
him, tvítugur Líbani, sem gekk í
PFLP árið 1972, Zuhair Yussef
Okasha, 23 ára og félagi i PFLP
frá 1969, og Nadia Shahada Duai-
ber, sem var tvitug og nemandi á
þriðja ári i hagfræði. Hún var
fædd i Palestínu. Þess er getið að
Okasha sé eftirlýstur i Englandi
fyrir morðið á Kadi Abdullah al-
Hagri fyrrum forsætisráðherra
Norður-Yemen í London i apríl
s.l.
í tilkynningu Llados samgöngu-
málaráðherra í Madrid segir m.a.
að komið verði fyrir nýjum raf-
eindatækjum á spænskum flug-
völlum til að leita á farþegum og í
farangri, aðsetur fiugstjórna
verði lokuð, og unnt verði að loka
bæði sérstökum flugvallasvæðum,
og samgönguleiðum til flugvalla
og frá þeim.
Þá sagði ráðherrann einnig að á
næsta ári yrði tekinn í notkun nýr
flugvöllur á Tenerife í Kanarí-
eyja-klasanum, en mesta flugslys
sögunnar varð á Los Rodeos flug-
vellinum á Tenerife í marz s.l.
þegar tvær flugvélar rákust sam-
an og nærri 600 manns fórust.
Ray dæmd-
ur fyrir að
flýja úr
fangelsinu í
Tennessee
Wartburg, Tennessee,
28. okt. — AP, Reuter.
JAMES Earl Ray var I gær
dæmdur fyrir flótta úr Brushy
Mountain rfkisfangelsinu I
Tennessee, þar sem hann hefur
verið að afplána 99 ára fangels-
isdðm fyrir morðið á dr. Martin
Luther King árið 1968.
Ray hlaut eins til tveggja ára
fangelsisdóm fyrir flóttann, en
honum tókst að strúkja úr fang-
elsinu 10. júni s.l., en náðist
aftur eftir tvo daga. I yfir-
heyrslu vegna flóttans sagði
Ray að hann hefði strokið úr
fangelsinu til þess að geta lagt
meiri áherzlu á kröfu sina um
ný réttarhöld vegna morðmáls-
ins.
Lögmaður Rays í flóttamál-
inu er Mark Lane, landskunnur
lögfræðingur, sem mikið hefur
unnið á eigin vegum að rann-
söknum á morðunum á dr. King
og John F. Kennedy fyrrum
forseta. Þegar Lane spurði Ray
James Earl Ray
hvers vegna hann hefði strokið,
svaraði Ray: „Það var ætiun
min, eftir að hafa gengið laus
um nokkurt skeið, að reyna að
komast að samkomulagi við
Griffin Bell dómsmálaráðherra
um ný réttarhöld í King-
rnálinu.” Taldi Ray að ekki
hefði verið um neina aðra leið
að verlja til að fá málið tekið
fyrir að nýju.
12 vikur á
valdi mann-
ræningja
Sherbrooke, Quebec, 28. okl. — Reuter.
CHARLES Marion, 57 ára
bankastarfsmaður, sem rænt
var 6. ágúst s.I., var látinn laus
f gærkvöldi, og lauk þar með
12 vikna fangavist hans I ræn-
ingja höndum. Að sögn lög-
reglunnar var Marion látinn
laus eftir að sonur hans
greiddi mannræningjunum 50
þúsund dollara lausnargjald
seint I fyrrakvöld.
Þrisvar sinnum áður hefur
verið reynt að koma lausnar-
fénu til mannræningjanna, en
í öll þau skipti hafði lögreglan
umkringt staðinn, þar sem
peningarnir voru skildir eftir.
I þetta skiptið virðist lögreglan
ekki hafa haft nein afskipti af
málinu.
Marion fannst á göngu
skammt frá flugvelli við Sher-
brooke eftir að hringt hafði
verið til fjölskyldunnar og til-
kynnt hvar bæri að leita hans.
YVON Bourges varnarmálaráð-
herra sagði í dag að ekki væri
útilokað að franska hernum yrði
beitt til að leysa úr haldi franska
borgara, sem skæruliðar f Norð-
ur-Mauritanfu hafa rænt. For-
dæmdi hann mannránin, sem tal-
ið er að Polisario-skæruliðar, er
berjast fyrir sjálfstæði Vestur-
Sahara, standi að, og krafðist þess
að mennirnir yrðu tafarlaust látn-
ir iausir.
Tveir franskir járnbrautar-
tæknifræðingar hurfu á miðviku-
dag, og sex járnbrautarstjórum
var rænt fyrr á þessu ári. í bæði
skiptin gerðist þetta við námu-
bæinn Zouerate. Sagði Bourges i
ræðu á fundi brezk-franska blaða-
mannasambandsins i Paris að
unnið væri að því að fá gislana
látna lausa i gegnum opinbera
aðila, en bætti þvi við að franski
herinn hefði á takteinum áætlan-
ir til að mæta alls kyns vandamál-
um, „og vil ég ekki útiloka neina
þeirra“, sagði ráðherrann.
ERLENT