Morgunblaðið - 29.10.1977, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKTOBER 1977
23
Brldge
Umsjón: ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgesamband
Austurlands
Eins og fram hefir komið hélt
Bridgesamband Austurlands
barometerkeppni um slðustu
helgi með þátttöku 28 para og
var einu pari boðið frá Reykja-
vik. Voru það Hjalti Eliasson og
Einar Þorfinnsson sem fóru og
kepptu við heimamenn.
Röð efstu para varð þessi:
Ásgeir Methúsalemsson —
Þorsteinn Ölafsson 229
Hjalti Eliasson —
Einar Þorfinnsson 224
Steinþór Magnússon —
Sigurjón Jónasson 204
Þorleifur Kristmundsson —
Olafur Bergþórsson 199
Aðalsteinn Jónsson —
Sölvi Sigurðssin 191
Mótið fór hið besta fram en
alls voru spiluð 108 spil eða 6
spil við hvert par.
Forseti BSt, Hjalti Elíasson,
kom með um 40 bókatitla sem
sambandið hefir til sölu, til að
sýna heimamönnum og gerði
Reyðarfjarðarhreppur sér lítið ^
fyrir og keypti allan bunkann
og gaf Bridgesambandi Austur-
lands. Var vel'að þvi staðið og á
hreppurinn miklar þakkir
skildar fyrir velvildina.
Bridgefélag
Suðurnesja
Þriggja kvölda hraðsveita-
keppni félagsins lauk nýlega. 7
sveitir tóku þátt í keppninni.
Sveit Marons Björnssonar frá
Sandgerði sigraði örugglega
með 686 stig. Keppnin var mjög
jöfn og til marks um það má
nefna að sveit Gísla Torfasonar
hafnaði i öðru sæti en var i
næst neðsta sæti eftir tvö
kvöld.
Röð efstu sveita:
Sveit Marons Björnssonar
Sandgerði 686
Sveit Gisla Torfasonar
Keflavik • 653
Sveit Sveinbjörns Berentss.
Sandgerði 651
Sveit Haralds Brynjólfss.
Keflavik 641
Aðalsveitakeppni félagsins
hófst sl. þriðjudag. 8 sveitir
taka þátt i keppninni og er
staða efstu sveita eftir eina um-
ferð þessi:
Sveit Haralds Brynjólfss.
Keflavík 20
Sveit Jóhannesar Sigurðss.
Keflavík 18
. Sveit Gunnars Sigurgeirss.
Grindavík 16
Fram til áramóta verður spil-
að á fimmtudögum i Stapa og
verður önnur umferðin spiluð á
fimmtudaginn kemur.
Barðstrendinga-
félagið í Reykjavík
4 kvöldum af fimm er nú lok-
ið i Bridgekeppni félagsins.
8 efstu eru þessir:
Birgir Magnússon —
Viðar Guðmundsson 931
Einar Bjarnason —
Kristinn Öskarsson 916
Eggert Kjartansson —
Ragnar Þorsteinsson 899
Finnbogi Finnbogason —
Þórarinn Arnason 887
Haukur Zophoniasson —
Viðar Guðmundsson 880
Einar Jónsson —
Gisli Benjamínsson 856
Hermann Olafsson —
Sigurður Kristjánsdson 846
Edda Thorlacius —
Sigurður Isaksson 835
Hraðsveitarkeppni félagsins
hefst 7. nóv. í Domus Medica kl.
19.45 stundvislega.
Af Göflurum
Að loknum þremur umferð-
um af fjórum í tvimmennings-
keppni BH. er staða efstu
manna þessi:
Björn Eysteinsson —
Magnús Jóhannsson 593
Kristján Ölafsson —
Ölafur Gislason 591
Jón Gislason —
Þórir Sigursteinss. 550
Einar Árnason —
Þorsteinn Þorsteinss. 545
Albert Þorsteinsson —
Sigurður Emilsson 545
Bjarni Jóhannsson —
Vilhjálmur Einarss. 529
Árni Þorvaldsson —
Sævar Magnússon 525
Dröfn Guðmundsd. —
Einar Sigurðsson 518
Þeir Björn — Magnús og
Kristján — Ölafur hafa sem sjá
má illu heilli tekið þá ákvörðun
að hle.vpa hinu fólkinu ekkert
að í toppbaráttuna. Öllu fleiri
berjast um 3. sætið og er það
vei. Siðasta umferðin verður
spiluð n.k. mánudag.
Bridgefélag Akraness
Firmakeppni félagsins sem jafnframt var einmenningskeppni
vetrarins er fyrir nokkru lokið og urðu úrslit þessi:
Tveggja kvölda einmenningur:
Kjartan Guðmundsson 213
Jón Z. Sigriksson 213
Alfreð Viktorsson 210
Þorvaldur Guðmundsson 206
Andrés Ölafsson 202
Jón Alfreðsson 199
Valur Sigurðsson 198
Björgvin Bjarnason 197
GuðniJónsson 196
Karl Alfreðsson 193
Guðjón Guðmundsson 192
Alfreð Kristjánsson 189
Firmakeppnin:
Fyrirtæki:
1. Skagaver h.f.
2. Sildar & Fiskimjölsv.
3—4. Verzl. Valfell
3— 4. Fiskiðjan Arctic
5. Nötastöðin h.f.
6— 7. Landsbankinn
6— 7. Fatagerðin h.f.
8. Ura & Skartgr.v. H.J.
9—10. Þorgeir & Ellert h.f.
9—10. Skagaprjón
11. Verzl. Einar Ölafss.
12. Bifr. Brautin
13. Prentv. Akraness
14. Hótel Akraness
15. Akraneskaupstaður
Keppandi: Stig:
Kjartan Guðmundss. 111
Aifreð Kristjánss. 110
Jón Alfreðss. 109
Alfreð Viktorss 109
Jón Z. Sigríksson 107
Andrés Ölafsson 106
Jón Z. Sigríksson 106
Guðni Jónsson 103
Guðjón Guðmundss. 102
Kjai tan Guðmundss. 102
Alfreð Viktorsson 101
Valur Sigurðsson 100
Eirfkur Jónsson 99
Valur Sigurðsson 98
Björgvin Bjai nason 97
Einar H. Ásgrímsson: I NY KOSNINGASKIPAN
Stóru kjör-
dæmin hafa
rofið per-
sónnlegu
tengslin milli
þingmanna
og kjósenda
Alþingismenn eru kosnar af
landsmönnum til að stjórna
þjóófélaginu i þágu lands-
manna. Til að vita vilja lands-
manna er þingmönnum nauð-
syn á nánum persónulegum
tengslum við fólkið í kjördæm-
unum. Þar nægir ekki að neinu
leyti milliganga sjónvarps eða
flokksbláða.
Þjónustustarf
Sem betur fer veljst sjaldan
aðrir i framboð en menn, sem
bera í brjósti svo sterka þrá
eftir völdum, að þeir eru reiðu-
búnir að leggja dag við nott til
þess að inna þetta vandasama
þjónustustarf af hendi, að
stjórna rikinu í þágu lands-
manna. Það kostar mikla elju
að bæta þvi við fullan vinnudag
að kanna sjálfur hugsunarhátt
almennings í hverju aðsteðj-
andi úrlausnarefni.
Hverjum eiga svo þingmenn
að veita forystu og að stjórna?
Að sjálfsögðu þessum sömu
landsmönnum sinum. Af þeirri
ástæðu er þingmönnum enn
meiri nauðsyn á traustum
persónulegum tengslum við
fólkið i kjördæminu.
Misbrestur
Því þingmaðurinn verður
fyrst að ganga úr skugga um, að
hann geti unnið fylgi þess fólks
sem hann þekkir við hugmynd,
sem hann hyggst fá alla lands-
menn til að tileinka sér.
Til þess þarf þingmaðurinn
að þekkja kjósendur í kjör-
dæminu sinu svo vel, aó honum
sé ljóst, hyenær þaó er ytri skel
kjósandans, sem endurómar
sleggjudóma flokksblaða, út-
varps eða sjónvarps, og hvenær
orð kjósandans koma frá hans
innra manni og mótast af hugs-
un hans einni og Iífsviðhorfi.
Einungis þá eru orð kjósandans
gild sem skoðun hans sjálfs og
vísbending um líkleg viðbrögð
annarra landsmanna.
Á svo nánum tengsium þing-
manna við kjósendur hefur því
miður viljað verða misbrestur
síðan kjördæmin voru stækkuð.
Framsóknarmenn vöruðu
réttilega, fyrirfram við þessum
alvarlega galla á kosningar-
skipaninni frá 1959, að stóru
kjördæmin myndu rjúfa
persónuleg tengsl þingmanna
við kjósendur. Samt hefur þess-
3. grein
um galla verið skammarlega lít-
ill gaumur gefinn, þangað til
þetta er nú orðió alvarlegt
vandamál.
Vágestur
Sannarlega er þaö kald-
hæðnislegt, að stóru kjördæmin
hafa getið af sér vágest, sem
alls ekki á heima hér á landi i
voru fámenna og tiltölulega
fábrotna þjóðfélagi. Hér er átt
við það háskalega fyrirbæri,
hve mjög þingmönnum og sér-
staklega ráðherrum hættir til
að slitna úr tengslum við kjös-
endur og lífsviðhorf þeirra, en
þess í stað lokast inni i hugs-
unarheimi þrýstihópanna.
í einræðisrikjum er þessi
vandi valdhafans óleysanlegur.
1 stóru lýðræðisríkjunum er
glíman við þennan vanda
höfuðviðfangsefni ráóherr-
anna.
I voru fámenna landi ætti
þetta ekki að vera neitt vanda-
mál, en hefur orðið allskeinu-
hætt ráðherrum úr öllum flokk-
um, eftir að kjördæmin urðu
óviðráöanlega stór.
Stellingar
Það hefur gert illt verra* að
sjónvarpió virðist hafa séð sér
þann leik á borði til að bæta úr
tilfinnanlegum skorti sínum á
innlendu efni, áð setja sig í þær
stellingar i hverju einu póli-
tísku máli, sem upp kemur, að
þykjast túlka vilja fólksins í
landinu fyrir valdhöfunum.
Svo ömurlegir sem þeir til-
burðir sjónvarpsins eru, þá eru
þeir stórhættulegir lýðræðinu i
landinu, og er það sárgrætilegt,
hve ráðþrota þingmenn og ráð-
herrar standa gagnvart þeim,
en þar er engu um að kenna
nema því, að tengsl þeirra við
kjósendur eru slitin.
Ógæfuhlið
Að sumu leyti hefur kosn-
ingaskipanin frá 1959 reynst
þokkaleg. Hún náði að jafna til
muna kosningarétt landsmanna
þött aftur sé farið að síga á
ógæfuhliðina í því efni, nú að
nær tveimur áratugum liðnum.
Fyrri áratuginn sá kosninga-
skipanin frá 1959 lýðveldinu
fyrir bezta stjórnarfari, sem ís-
lendingar höfum kynnst. Og sú
spá Framsóknarmanna, aö hún
myndi orsaka landauðn i dreif-
býliskjördæmum landsins,
reyndist ekki á rökum reist.
Varamenn
Hvimleiður gallí á núverandi
kosningaskipan er, að litió skuli
á landskjörna þingmenn sem
séu þeir hálf utanveltu við þau
völd og áhrif sem þeim ber til
jafns við kjördæmakosna þing-
menn, því þetta eru einmitt
þróttmestu þingmennirnir, sem
standa í baráttusætunum.
En hvimleiðari galli er, hve
stríður straumur varamanna er
inn á Alþingi allt þinghaldk).
Þeir eru ekki búnir að heilsa
öllum þingmönnum, þegar þeir
mega fara að kveðja aftur, og fá
þvi aldrei tíma til að setja sig
inn í þingstörfin. Samt er það
svo, að oftsinnis heyrist ekki af
Alþingi dögum saman nema
fréttir af varaþingmönnum.
Þær sannfæra landsmenn um,
að tengsl þeirra við Alþingi séu
svo gjörsamlega slitin, að þeir
viti ekki einu sinni hvað þing-
menn heiti.
Eins bráðnauðsynlegir og
varamenn eru til að tryggja
starfhæfan stjórnafmeirihluta
milli kosninga, þá er þetta fyr-
irkomulag meingallað, hve
margir þeir eru og hve fáa daga
hver og einn situr þingið.
Benedikt Gunn-
arsson sýnir
100 málverk á
Kjarvalsstöðum
BENEDIKT Gunnarsson heldur mál-
verkasýningu á Kjarvalsstöðum dagana
29. október til 6. nóvember n.k. Er þetta
14. einkasýning Benedikts, en þær hefur
hann verið með víðs vegar um landið og
eina í París.
Benedikt stundaði nám á árunum 1945—1953 við
Myndlista- og handíðaskóla íslands. Konunglega
listaháskólann í Kaupmannahöfn og listaskóla R. P.
Böyesens i Rikislislasafninu i Kaupmannahöfn.
Ennfremur listnám í Frakklandi og Spáni. Mynd-
listakennarapróf frá Myndlista- og handiðaskóla
íslands og Kennaraskóla islands. Hann var kennari
við Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1959—1968
og Kennaraskóla Islands siðan 1965. Benedikt er
nú lektor við Kennarahásköla islands.
Eins og áður sagði hefur Benedikt verið með 14
einkasýningar, en þar að auki hefur hann lekið
þátt i fjölda samsýninga viðs vegar, bæði hér á
landi og erlendis.
Málverk eftir Benedikt eru m.a. í Lislasafni
islands, Listasafni A.S.Í., Listasafni Kópavogs,
Listasafni Keflavíkur og mörgum einkasöfnum er-
lendis. Einnig hefur Benedikt gert ljölda vegg-
mynda og skre.vtinga viðs vegar um land.
Sýning Benedikts verður opin daglega lrá
14.00—22.00, nema mánudaga en þá eru Kjarvals-
staöir lokaðir.