Morgunblaðið - 29.10.1977, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977
Starfshættir Alþingis:
Fyrirspumir taka síauk-
inn tima frá þingstörfum
— sagði forseti efri deildar í umrædu á Alþingi
Tillaga til þingsályktunar um
bætta starfshætti Alþingis, sem
Benedikt Gröndal flytur, kom til
umræðu í sameinuöu þingi 18.
október. 1 umræðum þessum fjall-
aði Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son nokkuð um málið.
Þorvaldur Garðar kvað tillögu
þessa athyglisverða og hér væri
vissulega um merkilegt mál að
ræða. Það hlytu allir að hafa
áhuga á því að stuðla að bættum
starfsháttum Alþingis. Vék hann
síðan nokkuð að þeim atriðum,
sem upp eru talin í þingsályktun-
artillögunni og kveða á um breyt-
ingar á starfsháttum Alþingis.
Þingsályktunartillagan gerir
ráð fyrir breytingu á skipan og
verkefnum fastanefnda þingsins,
fækkun þeirra verulega og að
hverjum þingmanni verði gert
kleift að einbeita sér að einni eða
tveimur nefndum. eins og það er
orðað.
Ef við viljum bæta starfshætti
þingsins, sagði Þorvaldur Garðar,
þá ber okkur ekki sízt að beina
athyglinni að þvi, hvað má gera i
sambandi við starf fastanefnda
þingsins. Hann kvaðst hins vegar
fyrir sitt leyti ekki viss um, að það
væru úrræði í þessu efni endilega
að fækka nefndum og að það sé
skilyrði fyrir því, að þingmenn
geti beitt sér að sínum verkefn-
um, að nefndirnar séu færri. Ef
gengið væri út frá sama mála-
fjölda eða verkefni nefndanna
væru óbreytt, þá virtist sér að það
hefði ekki svo mikla þýðingu að
fækka nefndunum. Hann teldi, að
menn gætu einbeitt sér við störf í
nefndum, þó að þeir séu i fleiri en
einni nefnd. Nefndafjöldinn
skipti því ekki höfuðmáli í þessu
efni.
Þá gerir þingsályktunartillagan
ráð fyrir, að fastanefndir þingsins
starfi miili þinga. haldi fundi
utan þingstaða, fylgist með fram-
kvæmd laga hver á sinu sviði og
hafi frumkvæði um lagasetningu
eða breytingu laga. Þorvaldur
Garðar kvað það vafasamt, að það
hefði neina verulega þýðingu til
að bæta starfshætti Alþingis að
hafa nefndarfundi milli þinga,
eða um hásumarið. Það kynni
hins vegar að vera rétt, að heim-
ild væri til þess að hægt væri að
halda fundi á milli þinga og þá
jafnvel utan þingstaða, eins og
þarna væri gert ráð fyrir. Þá kvað
ræðumaður það bæði verðugt og
nauðsynlegt viðfangsefni þing-
nefnda að fylgjast með fram-
kvæmd laga hver á sínu sviði og
hafa frumkvæði um lagasetningu
eða breytingu á lögum.
Þá gerði þingsályktunartillagan
ráð fyrir, að sett yrði i þingsköp
reglur varðandi umræður utan
dagskrár. Þorvaldur Garðar kvað
hér myndi vera átt við fyrst og
fremst reglur um það, hvað fyrir-
spyrjandi gæti talað lengi og hvað
hann gæti talað oft. Þetta væri
auðvitað vandamálið og um þetta
væru ekki reglur i þingsköpum
nú. Aftur á móti væru reglur um
skriflegar fyrirspurnir og það
hefði stundum verið Ieitazt við að
beita þeim i framkvæmd við um-
ræður utan dagskrár. En það
hefði verið allur gangur á því og
sér virtist, að það væri ákaflega
erfitt að setja reglur um, hvað
lengi leyfist að tala utan dag-
skrár. Það gæti verið svo ákaflega
mismunandi, sem um væri að
ræða. Mál gæti verið svo mikil-
vægt, að engri átt næði að hafa
nokkrar hömlur á umræðum, eða
hvað menn mættu tala lengi.
Málið gæti hins vegar haft svo
takmarkaða þýðingu, að ekki
kæmi til greina annað en að hafa
takmarkaðar umræður. Ræðu-
maður spurði, hvernig ætti að
setja reglur i þingsköp um þessi
efni eða öllu heldur, hvort nauð-
synlegt væri að setja nokkrar
reglur. Það ætti ekki að leyfa
fyrirspurnir utan dagskrár nema
um væri að ræða mál, sem þyldu
ekki bið til næsta dags. Ef sú
regla yrði framkvæmd þá virtist
sér, að oftast nær mundi það
fylgja, að um mjög þýðingarmikil
mál væri að ræða. Þó gæti verið
misbrestur á því. En miðað við
eðli fyrirspurna utan dagskrár
eða umræðum utan dagskrár væri
erfitt að koma við föstum reglum
um þessi efni í þingsköp, það yrði
að gera ráð fyrir þvi, að forseti
hefði vald til að ákveða, hvað um-
ræður yrðu lengi í hvert sinn og
það væri forseta að meta það.
Kvaðst hann ætla, að sú regla
væri mjög í anda þess sem tíðkað-
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
forseti efri deildar Alþingis.
ist i öðrum þjóðþingum, þar sem
samanburður gæti átt við. I þessu
sambandi minntist fyrirspyrjandi
á skriflegar fyrirspurnir sam-
kvæmt dagskrá. Kvað hann ekki
síður þörf á að taka það mál til
athugunar með breytingu á þing-
sköpum. Það væru nú ákveðin
fyrirmæli í þingsköpum hvernig
fara skuli með skriflegar fyrir-
spurnir. Fyrirspyrjandi mætti
tala tvisvar fimm minútur i hvort
skipti, ráðherra mætti tala tíu
mínútur, svo mætti hver og einn
þingmaður, sem biður um orðið,
tala i tvær minútur. Það væru
þessar fyrirspurnir, sem færu i
sívaxandi mæli alltaf meir og
meir með tíma þingsins. Það væri
sin skoðun, að þessar reglur, erns
og þær væru núna, þyrftu breyt-
ingar við. Það ætti ekki að leyfa
öðrum að taka til máls en þeim.
sem spyr og þeim sem spurður
væri. Það væri vafasamt, hvort
þeir ættu að fá að tala jafn legni
eins og nú er gert ráð fyrir í
þingsköpum. Það ætti ekki að
leyfa, að aðrir þingmenn kæmu
inn í umræðurnar.
í þingsályktunartillögunni var
gert ráð fyrir, að tekin yrði upp
forsætisnefnd, sem stjórni mál-
efnum Alþingis með auknum
völdum og aukinni ábyrgð. Þor-
valdur Garðar benti á, að um slika
nefnd væri að ræða þar sem for-
setar þingsins héldu reglulega
fundi til þess að ræða þingstörfin
og til þess að skipuleggja þau.
Kvað hann þar fyrst og fremst um
formsatriði að ræða, ef ætti að
fara að kalla forseta þingsins,
þegar þeir kæmu allir saman, for-
sætisnefnd, og legði hann ekki
sérlega mikið upp úr því.
Loks gerði þingsályktunartil-
lagan ráð fyrir, að staðfest yrði
með lögum sú hefð, að þingforset-
ar gegni störfum milli þinga og
jafnvel þegar þing væri rofið.
Þorvaldur Garðar kvað þetta ekki
vera annað en formsatriði og það
kynni að vera, að ekkert væri á
móti því að staðfesta þetta með
lögum. En hann yrði að segja það,
að sér fyndist enginn galli á þvi,
þó að sumt í þingsköpum og
stjórnskipunarlögum mótist af
hefð. Það gæti alveg verið jafn-
haldgott eins og að hafa það í
lögum. Og sú hefði verið tíðin, ef
það væri ekki svo enn, að þar sem
þingræði hefði verið talið mest til
fyrirmyndar, hefði ýkja margt
verið byggt á hefð og ekki á skrif-
legum lögum eða jafnvel skrif-
legri stjórnarskrá. Sagðist ræðu-
maður hér eiga við brezka þing-
ræðið.
Þingmaðurinn lauk ræðu sinni
með því, að hann vænti þess, að
þessi þingsályktunartillaga fengi
góða og vandaða meðferð í þeirri
þingnefnd, sem fengi hana til
meðferðar.
Magnús Torfi Ólafsson:
Stéttarleg túlkun
á Ólafi liljurós
Þingræda um Sinfóníuhljómsveit
ÞINGSÍÐA Mbl. hefur birt
efnislega úrdrátt úr
ræðum þingmanna um
framkomið stjórnarfrum-
varp um Sinfóníuhljóm-
sveit íslands (fyrri hluti
umræðu). Allir þeir, sem
til mál tóku um frumvarp-
ið í neðri deild Alþingis
léðu því lið, þrátt fyrir
minniháttar skoðana-
ágreining. Fram kom hins
vegar í máli Jónasar Arna-
sonar (Abl) og Karvels
Pálmasonar (SFV) — sem
studdu frumvarpið — að
leiklist, einkum hjá áhuga-
leikhúsum, væri hornreka
fjárveitingavalds, m.a. í
samanburði við Sinfóníu-
hljómsveitina. Magnús
Torfi Ólafsson var á önd-
verðum meiði í þessu efni.
Vegna athyglisverðra
efnisþátta í ræðu hans þyk-
ir þingsíðu Mbl. rétt að
birta ræðu hans í heild,
eins og hann mælti hana af
munni fram s.l. þriðjudag.
(Yfirskrift þingræðu er
Mbl.).
Þar sém ég á sæti í nefnd þeirri,
sem mun fá frv. til laga um
Sinfóníuhljómsveit íslands til
meðferðar, mun ég ekki iengja
þessa umræðu með því, að ræða
sérstaklega um einstök atriði í
frumvarpinu. En ég vil ekki láta
hjá líða, að lýsa ánægju minni
yfir, að þetta frumvarp er fram
komið á Alþingi. Eins og
hæstvirtur 9. þingmaður Reykja-
víkur (Gylfi Þ. Gíslason) vék að
hefur oft verið dökkt í álinn hjá
Sinfóníuhljómsveit Islands á því
tímabiii sem hún hefur starfað,
og ég tel ekki ofsagt, að að öðrum
ólöstuðum muni hann eiga einna
drýgstan þátt í því, að hún hefur
orðið eins lífsseig eins og raun
hefur á orðið. En þar hafa unnið
að margir góðir menn og nú er svo
komið, eins og þessar umræður
bera meó sér, að það er almanna-
rómur hér á Alþingi að Sinfóníu-
hljómsveitin sé ómissandi
menningarstofnun í þjóðlífinu,
en þess er ekki mjög iangt að
minnast, að það var nú öðru nær
en að einróma væri lokið upp um
það munni á Alþingi að Sinfóníu-
hljómsveit bæri að starfa og hafa
bæri að efla, en þetta er eitt af því
sem áunnist hefur með því ötula
starfi, sem tónlistarmennirnir og
stuðningsmenn þeirra hafa unnið
siðustu áratugi.
Það er fagnaðarefni, að þetta
frumvarp er fram komið og ég vil
leyfa mér að taka undir þá von,
sem hæstvirtur menntamálaráð-
herra lét í ljós, að það nái
afgreiðslu á þessu þingi svo hægt
verði að taka tillit til ákvæða þess
við afgreiðslu fjárlaga. En það
sem ég hef fyrst og fremst ætlað
mér að gera hér að umtalsefni eru
ummæli, sem fallið hafa í þessum
umræðum og ég tel ekki, að að
rétt sé að láta fram hjá sér fara
athugasemdalaust. Annars vegar
eru það ummæli i ræðu hæstvirts
5. þingmanns Vesturl. (Jónas
Arnason) sem ég fékk ekki skilið
á annan veg, þótt hann léti viður-
kenningarorð falla um starfsemi
Sinfóníuhljómsveitarinnar, en að
hann teldi í rauninni eftir það fé,
sem til hennar væri varið og
ætlunin væri að verja, vegna þess
að hann teldi svo illa búið að
leiklistinni i landinu, að þar væri
í rauninni frá henni tekið. Hæst-
virtur þingmaður vitnaði í tölur í
nýkomnu fjárlagafrumvarpi og ég
skal gera það líka. Þar er liður
973, Þjóðleikhúsið, framlög, það
eru 359 millj. 53 þús. Næsti liður,
liður974 er Sinfóniuhljómsveitin.
Þar er upphæðin 82 millj. 236
þús. Til Þjóðleikhússins er sem
sagt ætluð fjórfalt hærri upphæð
og ríflega það heldur en til
Sinfóníuhljómsveitarinnar, svo
þarna get ég alls ekki fallist á að
leiklistinni sé skipað á óæðri bekk
en tónlistinni, og skal ekki út í
það farið, sem mörgum hefur
orðið hált á, að reyna að gera upp
á milli listgreina og bera þær
saman i tignarröð. Ég tel, að
þessar tölur sýni, að það sé ekki
réttmætt, að halda því fram, að
framlög til Sinfóniuhljómsveitar
Islands séu á kostnað hliðstæðra
framlaga til meginstofnunar
þjóðarinnar, sem leiklist annast,
því vissulega eru Þjóðleikhús og
Sinföníuhljómsveit að vissu leyti
hliðstæðar stofnanir, þær hljóta
að vera máttarstólpar hvor sinnar
listgreinar í landinu.
En annað atriði í máfi hæstvirts
5. þingmanns Vesturl. er þó ekki
síður athyglisvert. Hér í borginni
kemur út blað, sem nefnist Þjóð-
viljinn og við 5. þingmaður
Vesturl. erum vel kunnugir frá
fornu fari, vegna starfa okkar við
það málgagn. í þessu blaði hefur
þess gætt á síðustu misserum, að
upp eru risnir spámenn, sem lítt
gætti í okkar tíð á þeim vigstöðv-
um, sem eru svo harðir í fræðun-
um, að þeir hafa kenningu á
reiðum höndum um alla hluti og
hafa skilið efnislega söguskoðun
á þann veg, að enginn hlutur sé
rétt metinn nema það sé gert
fyrst og fremst frá stéttarlegu
sjónarmiði. Sem dæmi um það út í
hverjar ógöngur menn geta lent
þegar þeir taka svona kreddutrú
má nefna það, að ekki eru margir
mánuðir síðan í þessu blaði var
lofsamlega getið kvikmyndar
einnar, og hún hafði verið kynnt í
sama blaði af hálfu aðstandenda
og höfunda og gerð fyrir því sér-
stök grein hversu hið stéttarlega
sjónarmið væri hanterað í
sögunni af Ólafi liljurós.
Höfundur gat þess, að hið st,éttar-
lega sjónarmið hefði verið leitt til
öndvegis í þessari túlkun á Ólafi
liljurós á þann hátt, að þar væru
sýndar þrár alþýðunnar til saur-
lífis og gripdeilda. Þótti mörgum
að hið stéttarlega sjónarmið væri
alllangt leitt í þessu dæmi. Nú
virðist mér hæstvirtur 5. þing-
maður Vesturl. kominn a.m.k.
með aðra litlu tána ofan í þá
AIÞinGI
Magnús Tofi Ólafsson, fyrrv.
menntamálaráðherra.
gryfju sem getur gleypt menn
svona hremmilega, eins og dæmið
um kvikmyndina um Ólaf liljurós
sýnir. Hann vill gera það að mæli-
kvarða á starfsemi Sinfóníu-
hljómsveitar Islands, og líklega
annarra stofnana, sem við listir
fást, hver sé stéttarleg sam-
setning þess fólks, sem sækir
hljómleika hjá Sinfóníuhljóm-
sveit Islands, og þá vafalaust líka
sýningar í Þjóðleikhúsinu og hjá
Leikfélagi Reykjavíkur. Þetta tel
ég stórhættulegt sjónarmið og ég
vænti þess, að hæstvirtur 5. þing-
maður Vesturl. sjái að sér áður en
hann fer lengra á þeirri braut, að
framlög og stuðningur við list-
greinar skuli fara eftir því hvaða
þjóðfélagshópar sérstaklega njóti
þessara listgreina. Vissuleg^ er
æskilegt, og að er mín reynsla að
sú sé raunin, að tónlist jafnt og
aðrar listir njóti hylli fólks af
öllum stigum í þjóðfélaginu, en að
ætla að fara'að gera upp á milli
listgreinanna eftir þvi í hvaða
tekjuflokk eða metorðaflokki í
þjóðfélaginu njótendur þeirra
skipast, það er braut, sem ég tel
leiða til ófarnaðar.
Það er líka mála sannast, að éf á
að fara að reyna að draga tónlist
og leiklist algjörlega sína í hvorn