Morgunblaðið - 29.10.1977, Page 27

Morgunblaðið - 29.10.1977, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977 27 Þjódvegir í snjóahéruðum: Of mikfl bensinhækkun hæpin f járöflunarleið sagði Ingólfur Jónsson á Alþingi í gær Uppbygging þjóðvega í snjóahéruðum Ingi Tryggvason (F) mælti í gær í sameinuðu þingi fyrir tillögu til þingsályktunar um að flýta uppbyggingu þjóð- vega í snjóahéruðum landsins. Tillöguna flyt- ur hann ásamt 7 öðrum þingmönnum Sjálfstæð- is- og Framsóknarflokks úr svokölluðum strjál- býliskjördæmum. Tillag- an felur það í sér að ríkisstjórnin láti gera kostnaðaráætlun um uppbyggingu þjóðvega- kerfis í snjóþyngri hér- uðum landsins með það fyrir augum að þjóðvegir verði byggðir upp og gerðir vetrarfærir á næstu 4—6 árum. Kostn- aður verði greiddur úr Vegasjóði en fjár til framkvæmda aflað með innlendum og erlendum lántökum. Þingmenn, sem til máls tóku, Tómas Árnason (F), Sigur- laaug Bjarnadóttir (S), Ingólf- ur Jónsson (S), Karvel Pálma- son (SFV) og Öddur Ólafsson (S) voru velviljaöir þeim til- gangi, er í tillögunni felst. Sum- ir fögnuðu aukinni tekjuöflun til Vegasjóös gegn um hækkað benzfnverð. Oddur Ólafsson (S) vakti þó athygli á því, að fjöldi fólks í þéttbýli þyrfti að aka allt að 15 til 20 km til og frá vinnu. Þetta fólk greiddi bróðurpart tekna Vegasjóðs gegnum bensinverð. Eðlilegt væri því að tillit sé tekið til aðstæðna þess sem og um- ferðarþunga á vegum (þ.e. arð- semi framkvæmda) við Tíma- röðun verkefna í vegagerð. Of mikil bensín- hækkun kynni að verka öfugt við tilgang Ingólfur Jónsson (S), fyrrv. samgönguráðherra, sagði framkomna tillögu góðra gjalda verða. Hins vegar væri slík áætlun, sem hér um ræddi, til hjá Vegagerð ríkisins. Þá áætl- un þyrfti að vfsu að endurskoða og færa út, miðað við aðstæður í dag. Taka þyrfti tillit til hvors tveggja: vegaþarfa í snjóþyngri byggðum og varanlegrar vega- gerðar á fjölförnustu stofn- brautum. Fjárhagsgeta þyrfti þó að ráða ferð framkvæmda. Ingólfur sagði að ríkisstjórn- in þyrfti að standa við fyrirheit um endurskoðun vegaáætlunar og fjármagnsaukningu til vega- gerðar. Hins vegar er vafasamt, sagði þingmaðurinn, að sú hækkun bensíngjalds, sem ráð- gerð væri í fjárlagafrumvarpi, værí heppilegust tekjuöflunar- leið. Hækkun bensínlítra um kr. 15.00, með tilheyrandi sölu- skatti og álögum á verð, þýddi sennilega allt að kr. 20.00 hækkun i reynd. Lög gerðu ráð fyrir að bensín hækkaði i hlut- falli við byggingavísitölu. Hækki byggingavisitala á næsta ári um 35%, þýddi sú vísitöluhækkun bensinhækkun um tugi króna. Enn gæti bætzt við verðhækkanir vegna gengis- sigs íslenzkrar krónu og verð- hækkana erlendis. Með þessu væri stefnt í bensínverð, sem fólk réði naumst við, og leitt gæti til verulegs samdráttar i kaupum og notkun þess. Tæp- lega yki slíkt tekjur vegasjóðs til að standa undir stórátaki í vegamálum. Athuga þyrfti þvi rhjög vel, hverjar leiðir aðrar væru tiltækar til að afla Vega- sjóði nauðsynlegra tekna. dilkinn, þá endar það líka i ófarn- aði, því að frá upphafi vega hafa þessar listgreinar stutt hvor aðra. Tónlist hefur komið við sögu við hvers konar leiklist, hvort heldur orð eru þar viðhöfð eða um leik- ræna líkamstjáningu er eina að ræða eins og í dansi og látbragðs- leik. Enda er gert ráð fyrir þvi í frumvarpi, sem fyrir liggur, að hluti af vinnuskyldu sinfóníu- hljómsveitarmanna skuli leystur af hendi með störfum fyrir Þjóð- leikhúsið. Ég get ekki fallist á það með hæstvirtum síðasta ræðumanni, hæstvirtum 8. landsk., (Sighv. Björgvinssyni) að þetta hljóti endilega að koma svo misjafnt niður á tónlistar- mönnunum, að slíkt verði ófram- kvæmanlegt af þeim sökum, því að kröfur leikhússins eru svo fjöl- breyttar, að þó að eitt leikverk og tónlist, sem því fylgir, krefjist ákveðinna hljóðfæraleikara, þá krefst tónlist með öðru verki allt annarra hljóðfæraleikara, svo að þetta er að mínu viti ekki gild ástæða til þess að þetta frumvarpsákvæði þurfi að standa. En enn er eitt, sem hæstvirtur 5. þingmaður Vesturl. klykkti út með í ræðu sinni, að það væri nú eiginlega til mikils vansa, að sinfóníuhljómsveitin væri sífellt að leika gamla meistara og þar á ofan steindauða, enxekki íslensk lifandi tónskáld. Ég sé síður en svo ástæðu til að amast við því, að í tónleikasal komi mjög við sögu fyrri menn af liðnum kynslóðum, sem aldirnar hafa sýnt, að hafa borið af öðrum í listferli þeirra þjóða, sem aðhyllast sömu tón- listarmenningu og við. Þetta á ekki síður við um leikhúsið eins og hæstvirtur þingmaður hlýtur að sjá af sinni miklu þekkingu á‘ leiklist, ef hann leiðir að því hugann. Þá hefur hæstvirtur þingmaður sýnt það með vali tón- listar, sem hann hefur sjálfur annast við sín leikverk, að hann er ekki fyrst og fremst að hlaupa til íslenskra tónskálda sem nú starfa til að afla þeirrar tónlistar. Hann fer að visu ekki heldur til gömlu meistaranna, en til samtimamanna þejrra, þeirra tón- listarmanna í Irlandi og á Bret- landi, sem á miðöldum og á Elísa- betartímanum og á tímum Karl- anna 1. og 2. bjuggu til tónlist sem lifað hefur á vörum fólksins alla tíð síðan og hefur hrifið hv. 5. þingmann Vesturl. svo, að hann hefur gert hana að meginuppi- stöðu í leikverkum sinum, ásamt auðvitað þeim texta, sem hann hefur samið af sinni kunnu leikni. Ég vil einnig vara sérstaklega við því viðhorfi, sem kom fram i máli hæstvirts 5. þingmanns Vestf. (Karvel Pálmasyni) að það skipti ekki höfuðmáli fyrir starf- semi sinfóníuhljómsveitar, hvort þar starfi fleiri menn eða færri. Hann komst svo að orði, ef ég hef tekið rétt eftir, að tiltölulega myndarleg sinfóníuhljómsveit gæti leyst af hendi störf sín með tiltölulega fáum-hljómlistarmönn- um. Nú veit ég ekki, hvað hann telur vera tiltölulega myndarlegt og tiltölulega fáa menn í þessu sambandi. En hann útskýrði þetta með þvi, að þarna þyrfti bara að reyna meira á hvern einstakling og af því hefðu þeir nú bara gott að spreyta sig á þennan hátt. Það . er ekki ástæða til að efast um það, að í sinfóníuhljómsveit islands er fjöldi afbragðs tónlistarmanna, það hafa menn fengið að reyna á liðnum árum, sem sótt hafa tón- leika hennar. En að þeir séu slíkir afreksmenn, að þar séu til að mynda fiðluleikarar, sem hafi hæfileika til að leika á tvær eða fleiri fiðlur samtimis, því á ég mjög bágt með að trúa, svo ekki sé nú talað um sellóleikara sem tækju að sér tvö selló eða blásara sem tækju að sér tvær eða fleiri túbur. Þó að sjálfsagt sé að gera háar kröfur og strangar til lista- manna, þá er fjarstæða að ætlast til þess að þeir geri það sem allir sjá við nánari athugun, að er gjör- samlega ómögulegt. Mergur málsins varðandi mann- fjölda i sinfóníuhljómsveit er auðvitað sá, að það fer eftir fjölda hljómlistarmanna, sem hljóm- sveitin ræður yfir, hvaða verk hún getur valið, og þetta hefur breyst í sögu tónlistarinnar. Á 18. öld var samin sinfónísk tónlist, sem gjarnan má flytja með sin- fóníuhljómsveitum, sem eru skipaðar tiltölulega fáum mönnum. Smátt og smátt þróaðist gerð sinfóntskrar tónlistar á þann veg, að meiri og meiri fjölbreytni og margbreytni varð í hljóðfæra- vali. Það var sóst eftir fleiri strengjaleikurum, það var sóst eftir margháttaðri blásturshljóð- færum á 19. öldinni og þetta hefur haldið áfram í sama farvegi svo sú tónlist þessarar aldar, sem þegar hefur hlotið viður- kenningu, t.d. tónlistarmanna eins og Mahlers, Stravinsky og Schönbergs og annarra slíkra, gerir kröfur til enn fleiri hljóð- færaleikara í sinfóniskri hljóm- sveit heldur en t.d. þarf til að skýra þær, sem fá ráðið við verk manna eins og Beethovens og Brahms frá siðustu öld. Þetta úrlausnarefni er fólgið í eðli þeirrar litgreinar sem tónlistar- menn fást við, og þetta er mál, sem menn verða að líta á, þegar ákveðið er hversu miklu fé eigi að verja til starfsemi sinfóniskrar hljómsveitar. Það er inntakið í því ákvæði, sem hér hefur verið mjög rætt, hvort hægt er að tryggja sinfóníuhljómsveitinni ákveðinn fjölda starfsmanna i lögum eóa hvort það á að vera undir hælinn lagt frá ári til árs, hvort hljómsveitin blátt áfram vegna starfsmannafjölda ræður við ákveðin verk eða jafnvel verk frá heilum timabilum í tónlistar- sögunni. Ég hef nú orðið lang- orðari um þetta efni en ég ætlaði mér, þegar ég kvaddi mér hljóðs, en ég tel mjög brýnt að menn misskilji ekki, þegar um svo þýðingarmikið mál er fjallað sem starfsemi sinfóniuhljómsveitar- innar, grus.dvallaratriði varðandi starfsskilyrði, sem sú listgrein skapar sem sinfóniuhljómsveit færir mönnum í þeim veglegasta búningi sem tónskáld hafa valið verkum sínum. BLOM áVN. VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. MOTTUR Þegar ég var við garð- yrkjunám í Noregi fyrir 3—4 áratugum vorum við látin binda ósköpin öll af mottum til þess að skýla gróðrinum með. Þar var líka af nógu efni að taka þar sem hálmur- inn var. Bestur til þess- ara nota þótti rúghálmur, hann var seigur og moln- aði ekki eins fljótt og bygghálmur. Svo var það í snjóleys- inu s.l. vetur að ég fór að hugsa um það í alvöru að koma mér upp einhvers konar mottum til þess að leggja yfir blómabeðin til skjóls, en vandinn var mestur að fá hentugt efni í þær. klippur af trjám og runn- um, rótarsprota og hvers kyns efni sem til fellur. Til þess að binda með notaði ég svokölluð ,,baggabönd“, en hálm- motturnar voru bundnar með tvöföldu segl- garni.. . Mottur hafa marga kosti umfram annað sem notað er til skjóls. Það er fljótlegt að breiða þær yfir og taka þær af. Þær eru það gisnar að plöntur kafna ekki undir þeim, einnig hlífa þær fyrir sól- inni og draga þannig úr þeirri hættu að jurtirnar komi alltof snemma upp og farist svo í næsta hreti. Þá má og nota þær til þess að skýla með ZO - 20 -20-20 ím. * ~ / / ' '—/-- B/n ■it < • \r PLANK! > Bandið er fest á naglana í bitanum að ofan og brugðið um naglana í plankanum að neðan. Þá er fyrsta viskin tekin og lögð ofan á naglana og bundið að með einum hnút, fyrst miðbandið og síðan hin og síðan koll af kolli eins og myndin sýnir. En svo kom lausnin. Þannig vildi til að ég var að lesa söguna Svanirnir 1 í Ævintýrum Andersens og flaug mér þá allt í einu í hug hvort ekki væri reynandi að nota stöngla af brenninetlu til þess að vinda úr mottur. Ég setti þegar upp langbönd og fór að binda og gekk það ágætlega. Síðan hef ég reynt stöngla af fleiri tegundum: regnfangi, randagrasi og meira að segja af njóla, en af hon- um er víst nóg til, ekki síst á höfuðborgarsvæð- inu og ef hann væri skor- inn áður en fræið þrosk- ast og fýkur út um allt sparaðist áreiðanlega talsverð vinna í görðum sem eru í nágrenni við njólaskóginn. í motturn- ar má einnig nota af- snemmblómstrandi runn- um. Norðmenn hlífðu þeim með grenigreinum en þær eru varla fáan- legar hér á landi til slíkra nota. Fyrir þá sem sæmilega aðstöðu hafa t.d. í bílskúr eða geymslukjallara er vel þess virði að reyna við þessa mottugerð. H.P.. Fornhaga Með teikningunni. sem fylgir er gerð tilraun til þess að gefa hugmynd um aðferðina við að binda motturnar. Þá munu þeir sem áhuga hafa getað fengið að sjá sýnishorn á skrifstofu félagsins á Amtmanns- stíg 2, Reykjavík. Skrif- stofa G.í. er opin á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 2—6 og á fimmtudags- kvöldum kl. 8—10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.