Morgunblaðið - 02.11.1977, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977
Nlyndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Hundrað myndir og fimm
betur, gæti verið undirtitill á
sýningu þeirri, sem Benedikt
Gunnarsson hefur komið fyrir í
Vestursal Kjarvalsstaða. Þar
getur að líta aðallega tvær gerð-
ir mynda, olíumálverk og past-
elmyndir. Samkvæmt sýningar-
skrá eru olíumálverkin 55 að
tölu, og eru því pastelmyndir
álíka margar. Benedikt hefur
verið mikill vinnuþjarkur að
undanförnu; hann hefur lagt
stund á skreytingar víðs vegar
um land ásamt því að gegna
lektorsstarfi við Kennarahá-
skóla íslands. Af þessu má
gerla sjá, að Benedikt Gunnars-
son hefur ekki setið auðum
höndum að undanförnu.
Sýningar Benedikts eru nú
orðnar fjölmargar, og hann hef-
ur tekið þátt í enn fleiri sýning-
um, enda er hann enginn byrj-
andi í myndlist. Margþjálfaður
víða um lönd og löngu búinn að
skapa sér vissan svip sem
myndlistarmaður, sem haldist
hefur, hvort heldur hann hefur
unnið abstrakt (eins og hann
gerði hér áður fyrr) eða
fígúratíft, eins og verið hefur
nú seinustu árin. Það er eins
með Benedikt og marga aðra,
að á seinni árum hefur hann
meira og meira hneigst til
fígúratífrar myndgerðar, sem
er þess eðlis að byggt er á þeirri
Benedikt
reynslu, sem fengin hefur veríð
með abstraktri myndgerð, en
vissir hlutir og áhrif frá sjálfri
náttúrunni koma greinilega til
skila í túlkun listamannsins.
Benedikt Gunnarsson hefur
alltaf sýnt tilhneigingu f þá átt
að tjá trúarlegar tilfinningar og
jafnvel örlað fyrir trúarlegri
mystík, ef manni leyfist að nota
svo óíslenskt . orð. Þetta atriði
kemur greinilega fram á þess-
ari sýningu Benedikts, og vísa
ég til pastelmyndar nr. 87
„Kristur í Getsemane“ máli
mínu til stuónings. Enn fremur
má lesa dulhneigð úr sumum
öðrum verkum, einkum og sér I
lagi úr listameðferð Benedikts.
Þetta er stór og umfangsmik-
il sýning, eins og segir í upp-
hafi þessa máls. Það eru nokk-
uð misjafnir hlutir hér á ferð,
og er það eins og oft vill verða,
að listamaðurinn hefði getað
náð betra samhengi í þessa sýn-
ingu, ef hann hefði valið meir
úr verkunum. En þetta er synd,
sem við allir brennum okkur á
meira og minna, svo að ekki
Sýning
Rudolfs
Weissauer
Ekki hef ég hugmynd um,
hve margar sýningar Rudolf
Weissauei's eru orðnar í rauða
húsinu hjá honum Guðntundi
Ainasyni við Bergstaðastiæti,
en ekki furðaði mig á því, að
þær væru farnar að nálgast
tylftina eða jafnvel meir.
Weissauer hefur haldið mikilli
t.ryggð við staðinn og Guðmund
Arnason, enda er maðurinn að
nokkru fluttur hingað til lands
og stundar jafnframt því að
fremja myndlist, kennslu í
tæknibrögðum sínum við skól-
ann i Skipholtinu. Er ekki að
-efa, að skólanum er mikill feng-
ur í svo miklum kunnáttu-
manni sem Weissauer er, og
segja mætti mér, að hann punt-
aði svolítið upp á tæknikunn-
áttu hjá sumum, sem þar eru í
atvinnu. Að öllum ólöstuðum
held ég, að það sé hvalreki fyrir
okkur hér að fá tilsögn hjá jafn
færum manni á sínu sviði og
Rudolf Weissauer er. Hann er
Benedikl Gunnarsson setur upp sýningu sína.
Gunnarsson sýnir
skal ég erfa það að ráði við
Benedikt. Þau verk, sem vöktu
óskipta eftirtekt mína á þessari
sýningu, voru til dæmis: Olíu-
málverk eins og nr. 17, 20, 30,
38, 45, 50. Af pastelmyndunum
eru mér minnisstæðastar: nr.
71, 81, 87, 88. Einnig voru
hengdar á gangi nokkrar
pastelmyndir, og nr. 102, 90, 98.
97, voru allt verk, sem mér
fannst bera af og hefðu átt að
vera á betri stað að mínu áliti.
Það er áberandi í þessum verk-
um Benedikts, að hann hugsar
mikið um landslagið og vélvæð-
inguna. Hann sýnir okkur
geimfara, lögreglumenn með
hjálma og verkamenn með
höfuðhlífar. Verksmiðjur og
mengun fá einnig sitt. Veður-
far, vindar og ljósaskipti eru
einnig í þessum verkum. Eld-
arnir í Eyjum virðast einnig
hafa haft sín áhrif á listferil
Benedikts, og mörg verk efu
byggð á þeim miklu hamförum.
Það er fyrst og fremst andrúms-
loft þessa atburða, sem Bene-
dikt tjáir i myndgerð sinni, en
ekki er hér um að ræða ná-
kvæmar og smásmugulegar
eftirlíkingar af sjálfum atburð-
unum. Það er einnig einkenn-
andi fyrir þessa sýningu Bene-
dikts, hve hann virðist hafa
miklu fastari tök á sjálfri teikn-
ingunni í þessum verkum en
litameðferð. Honum tekst oft
vel með vissa tóna, en það kem-
ur líka fyrir, :ð hann ræður
ekki við þann ofsa, er hann
sleppir lausum í sumum þess-
ara verka.
Þetta er um margt skemmti-
leg sýning, en nokkuð misjöfn
að mtnum dómi. Hún sýnir vel
þá elju, sem Benedikt er hald-
inn við vinnu sína, og hún er
honum til sóma um flest. Eins
og sjá má af þessum línum
nöldra ég ofurlítið, en hvað um
það, hlutirnir geta verið öðrum
mikils virðí fyrir það, og varla
kemur það fyrir, að menn séu
algerlega sammála um listir.
Það er einmitt þetta atriði, sem
gefur listum líf og gerir þær
ómissandi i tilveru fólks.
Valtýr Pétursson.
löngu fullmótaður listamaður,
sem hefur skapað sinn stíl og
aðíerðir. Hann hefur enga löng-
un til að frelsa heiminn, en
vinnur verk sín af mikilli alúð
og þekkingu. Hann er einn af
þeim mönnum, sem hafa efni á
að vera hljóðlátur og lítillátur,
en sannir í verki og hug.
Á þessari sýningu hjá Guð-
mundi Árnasyni eru um þrjátíu
verk, unnín í ýmisleg efni:
Olíukrít, vatnsliti, Línoleum-
skurð, Aquatinlu (Monotýpur).
Weissauer er nýlega kominn úr
hringferð með strandferðaskipi
og hefur gert mikið af þessum
verkum í því ferðalagi, og bera
flest verk á þessari sýningu
þess merki, að hann hefur haft
mikla ánægju af þessu ferða-
lagi og séð margt, er kom hon-
um til að tjá skammdegi við
íslandsstrendur. Það eru þor.p-
in, fjöllin, bátarnir og mannlíf-
ið, sem tekið hefur hug hans,
en samt eru þessi verk öll í stíl
Framhald á bls. 19.
Hörku-
spennandi
unglinga-
meistaramót
í síðustu viku fór fram í
Reykjavík Unglingameistara-
mót íslands f skák. Þátttökurétt
höfðu .allir sem fæddir eru eftir
1. janúar 1957.
Þátttakendur voru 30 talsins
og eins og búist hafði verið við
var keppnin um efsta sætið
mjög hörð, enda til mikils að
vinna, sigurvegarinn fékk
nefnilega þátttökuréttindi á al-
þjóðlegt unglingaskákmót í
Hallsberg um næstu áramót.
Fyrir fram voru þeir Jóhann
Hjartarson og Þorsteinn Þor-
steinsson úr Taflfélagi Reykja-
víkur álitnir hafa mesta mögu-
leika, enda stóðu þeir sig báðir
með ágætum í B-riðli á Haust-
móti TR. á dögunum. Eftir
fimm umferðir hafði þó Arn-
grímur Gunnhallsson skotið
þeim báðum ref fyrir rass og
var einn efstur með 4'A vinn-
ing. í sjöttu umferð missti hann
þó þráðinn og tapaði fyrir Þor-
steini í hinni raunverulegu úr-
slitaskák mótsins. Arngrímur
átti þó enn möguleika á sigri,
en í sfðustu umferð varð hann
að lúta í lægra haldi fyrir Karli
Þorsteins, T.R. Karl er aðeins
13 ára og mjög efnilegur skák-
maður. Á meðan gerði Þor-
steinn baráttulítið jafntefli við
Hauk Bergmann, Skákfélagi
Keflavíkur.og þótt þeir Jóhann
og Karl hefðu náð honum að
vinningum var hann hinn
öruggi sigurvegari á stigum.
Þorsteinn er 17 ára gamall.
Hann tók þátt í síðasta Halls-
berg-móti og stoð sig þá með
miklum ágætum, hlaut fimm
vinninga af níu mögulegúm og
tapaði engri skák.
Jóhann Hjartarson olli
nokkrum vonbrigðum á mót-
inu, en eftir tap fyrir Hauki
Bergmann í fjórðu umferð voru
möguleikar hans næsta litlir.
Röð efstu manna á mótinu
varð annars þessi: 1. Þorsteinn
Þorsteinsson. T.T. 5!4 v. (25,5
stig). 2. Karl Þorsteins, T.R. 5V4
v. (24,0 stig). 3. Jóhann Hjart-
arson, TR. 5‘/2 v. (23.0 stig).
4.—6. Haukur Bergmann, S.K.,
Jóhann Ragnarsson, T.R., og
Ásgeir H. Guðmundsson, T.
Norðfj. 5 v. 7. Arngrimur Gunn-
hallsson, T.A. 4‘A v. 8.—12.
Stefán G. Þórisson, T.R., Arnór
Björnsson, T.R., Haukur Ara-
son, T.R. og Björn Ævarsson, T.
Eskifj. 4 v.
Loks kemur hér ein skák frá
hendi sigurvegarans:
Hvítt: Þorsteinn Þorsteinsson
Svart: Arngrímur Gunnhalls-
son
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Re3 — Rc6, 3. g3
— e6,
(Öllu viðurkenndari leikaðferð
er hér 3. . . g6)
4. Bg2 — Rf6, 5. f4 — d5, 6. e5
— Rd7,
(Engu síðri leikur er hér
Þorsteinn Þorsteinsson
Jóhann Hjartarson
6.. . d4! ? Framhaldið gæti orð-
ið: 7. exf6 — dxc3, 8. bxc3 —
Dxf6, 9. Rf3 — Dd8, 10. 0-0 —
Be7, 11. Re5! og hvítur hefur
heldur rýmra tafl)
7. d3 — Be7, 8. Rf3 — 0-0, 9. 0-0
— a6,
(Eðlilegri áætlun virðist
9.. . Hb8 og síðan b7 — b5 strax
í kjölfarið)
10. Del — f6? !
(Betra var 10. . . b5, en svartur
hefur ekki viljað sitja auðum
höndum á kóngsvæng. Þessi