Morgunblaðið - 04.11.1977, Page 3

Morgunblaðið - 04.11.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1977 Bráðabirgðavegur lagð- ur vestan Bjarnarflags? Ljósm. Mbl. Frióþjófur. Mvndin þessi er tekin af vegavinnu á leiðinni frá Re.vkjahlíð niður að Skútustöðum, en þær framkvæmdir ganga vel. Reynihlfð, 3. nóvember frá Ágústi I. Jónssyni, blaðamanní Morgunblaðsins. VEGURINN í gegnum Bjarnar- flag er mjög vandfarinn vegna hins mikla gufuútstreymis þar og hylur gufan veginn alveg á köfl- um. Vegna þessa eru uppi hug- myndir um að leggja bráða- birgðaveg fyrir vestan gufu- svæðið. Akvörðun þefur þó ekki verið tekin um hvort af þessari framkvæmd verður. Að sögn Jóns Illugasonar oddvita formanns Almanna- varnarnefndarinnar í Mývatns- sveit, þykir vegurinn um Bjarnar- flag hættulegur yfirferðar eins og þar er nú ástatt. Þvi hefði verið haft samband við vegamálastjóra um lagningu bráðabirgðavegar vestan gufusvæðisins. Kæmi hann þá trúlega á milli Létt- steypunnar í Bjarnarflagi og Jarðbaðshólanna þar vestur af. Vegagerð úr Reykjahlíð að Geit- eyjarströnd gengur vel og er reiknað með, að henni ljúki á næstu dögum. Þá er eftir að ganga frá fjórum stuttum vegar- köflum á leiðinni til Skútustaða, en verði tið góð næstu daga ættu þær framkvæmdir ekki að taka langan tíma. Rafmagnslinur til Léttsteyp- unnar í Bjarnarflagi sigu mjög i dag vegna ísingar og var talin hætta á að þær myndu gefa sig undan þunganum. Starfsmenn rafmagnsveitnanna voru fengnir til að hreinsa línurnar. Að sögn Jóns Illugasonar er algengt að ísing setjist á linur i Bjarnarflagi. Eftir að gufustreymi jókst þar, hefur hætta á slíku aukist til muna. Kapallinnn frá gufuafl- stöðinni í Bjarnarflagi er hins vegar í jörðu á þessu svæði. Almannavarnanefndin í Mývatnssveit flutti nýlega í nýtt húsnæði skammt fyrir ofan sjálft Reykjahlíðarhverfið. Áður hafði nefndin haft aðsetur i símstöðinni í Reykjahlíð. Sagði Jón Illugason í dag, að greinilega hefði komið í ljós í gærmorgun er óróa varð vart á jarðskjálftamælum hver nauðsyn hefði verið á sérstöku húsnæði fyrir nefndina. Áður hefði mikið álag lent á simstöð- inni, en i hinu nýja húsnæði voru þrir sjálfvirkir símar auk þriggja handvirkra, en einn' þeirra var tengdur beint til Almannavarna í Reykjavík i gær. Það helzta sem vantaði í nýju stjórnstöðina, sagði Jón, væri aukið rými fyrir lögreglu, björg- unarsveit og fréttamenn, sem þyrftu að fá upplýsingar um framvindu mála. Eftir hrinuna í september var símalinum úr Mývatnssveit fjölgað um þrjár en þrátt fyrir það var þá mikið álag á símstöðinni í gærmorgun. Radíó- áhugamenn hafa verið fengnir til að koma norður í Mývatnssveit ef likur eru taldar á hættuástandi. Komu þeir fljúgandi norður í gærmorgun og settu upp tæki sín. Þetta fyrirkomulag er þó aðeins til bráðabirgða, þar sem ekki er hægt að treysta á að flugveður sé, þegar þörf er á radíóáhugamönn- unum. Hefur almannavarna- nefndin sótt um fé til að kaupa sterkar talstöðvar til að setja upp i stjórnstöðinni. Að sögn Jóns Ulugasonar er það fjölmennur hópur sem er tiltæk- ur til að sinna ákveðnum verkefn- um, ef hættuástand skapast, t.d. vegna eldgoss. Og má nefna, auk almannavarnarnefndarinnar sjálfrar, slökkvilið, björgunar- sveitina Stefán, slysavarnadeild kvenna og kvenfélagskonur — sem betur fer hefur ekki komið til þess að þurft hafi að kalla til starfa alla þessa hópa, sagði Jón Illugason. Kortsnoj segist ekki geta verið með í Reykja- víkurskákmótinu VIKTOR Kortsnoj hefur nú svarað boði Skáksambands ts- lands um þátttöku f Reykja- vfkurskákmótinu. Segist Kortsnoj þvf miður ekki koma því við að taka þátt í skákmót- inu, en segir, að sér Iftist mjög vel á fyrirhugað keppnisfyrir- komulag. Þá hefur S.I. fengið staðfest að Smejkal mun taka þátt f mótinu f stað Horts, en júgó- slavarnir Lubojevik og Kura- jika geta ekki tekið þátt i mót- inu vegna þátttöku f júgó- slavneska meistaramótinu. Hins vegar buðu júgóslavar upp á alþjóðlega meistara með hálfan stórmeistaratitil, Marianovicc, en S.í. hefur ekki hug á að fá hann til móts- ins. Stjórn S.l. hefur ákveðið að skrifa Hiibncr og bjóða honum þátttöku í mótinu. Spennistöðin í Breiðholti : T jón af völdum brunans var lítið „FJARHAGSLEGT tjón af völd- um brunans i spennistöðinni í Breiðholti var mjög Iftið, það var aðeins hluti af streng innan spennistöðvarinnar sem brann og er þegar búið að skipta um hann. Aðalverkið hefur farið f að hreinsa spennistöðina að innan. en sót lagðist yfir allt,“ sagði Aðalsteinn Guðjohnsen raf- magnsveitustjóri Reykjavfkur í samtali við Morgunblaðið f gær. Að sögn Aðalsteins hefur komið i ljós, að orsökin fyrir því að það kviknaði i strengnum, var, að of mikið álag var á honum. Sagði hann að þegar yrði settur niður sverari strengur til að fyrirbyggja að svona nokkuð kæmi fyrir aft- ur. Eldurinn i spennistöðinni kom upp um kl. 19 í fyrrakvöld, og þá strax fór rafmagn af Breiðholti 3. Eftir skamma stund var rafmagni hleypt á hluta af hverfinu og var rafmagn komið á allt hverfið um kl. 21.30 eða 2!4 klst. eftir að rafmagnið fór. Þú notarhendurnarekki bara í uppþvottinn ...svo það er eins gott að fara vel með þær. Nýi Palmolive uppþvotta lögurinn varnar því að húðin þorni oggerir hendurnarfallegri og mýkri í hverjum uppþvotti. Taktu eftir hvernig þú notar hendurnar. Þú tjáir með þeim tilfinningar þínar, sorg og gleði. Farðu þess vegna vel með þær. í nýja Paimolive uppþvottaieginum er protein, sem verndar húðina og gerir hendurnar fallegri og mýkri i hvert skipti, sem þú þværð upp. Nýi Palmolive uppþvottalögurinn er mjög drjúgur, aðeins nokkrir dropar og diskarnir verða skínandi hreinir. Nýi Palmolive uppþvottalögurinn með protein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.