Morgunblaðið - 04.11.1977, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.11.1977, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4 NÖVKMBER 1977 Ævar Kvaran hefur framsagnarnámskeið Sökum þess að margir komust ekki að á námskeiði því, sem nú stendur yfir, verður haldið annað námskeið, sem hefst i næstu viku Upplýsingar í sima: 72430. Flóamarkaður Kvenfélag Laugarnessóknar, verður með flóa- markað, laugardaginn 5. nóv. kl. 2 i kjallara kirkjunnar, Mjög góðir munir. Stjórnin. Bifreióaeigendur athugid í vetur höfum viö opið álla daga Virka daga frá kl. 8—18.40. Sunnudaga frá kl. 9—16.40 Bón- og þvottastöðin h.f., Sigtúni 3. Stjórnunarfélag Islands BÓKFÆRSLAII Er bókhaldið í lagi? Dagana 14. —17. nóvember mun Stjórn- unarfélag íslands gang- ast fyrir námskeiði í Bókfærslu II sem stend- ur í 22 klst. samtals. Á námskeiðinu verður megináhersla lögð á rekstraruppgjöf og rekstraryfirlit fyrirtækja. Sífellt verður erfiðara að reka fyrirtæki á íslandi án þess að fylgjast stöð- ugt og nákvæmlega með gangi rekstursins með aðstoð bókhalds- ins. Stefnt er að þvi að eftir þetta námskeið verði þátttakendur einfærir um að gera rekstraryfirlit, ekki síst þegar um smærri fyrirtæki er að ræða. Leiðbeinandi: Kristján Aðalsteinsson, viðskipta- fræðingur. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Stjórnunar- félagsins að Skipholti 37 í sima 82930 Biðjið um ókeypis upplýsingabækling um starf- semi félagsins. stjórnunarfélag íslands eftir GREGORY GROSSMAN Gregory Grossman er hag- fræðiprófessor við Kaliforniu- háskóla og höfundur margra bóka um hagkerfi Sovétrikj- anna. AR UNDIR RAÐSTJORN áætlanirnar áætluðu hærra en þeim hefði nokkurn tima dottið í hug annars. Skriffinnarnir urðu að réttlæta tilvist sína, og gerðu það með þvi að áætla eins og Stalín víldi. Enn eru gerðar mikl- ar áætlanir. En nú orðið býr ann- að að baki, sem sé það, að hætt yrði við ólgu i landinu, ef ekki væri öllum séð fyrir atvinnu. Kerfið hefur auðvitað bæði kosti og galla. Af kostum má nefna það, að auðvelt er að ein- beita kröftunum að ákveðnum verkefnum, sem mikið liggur á. En ókostirnir eru æði margir. Vörur eru oft og tíðum heldur lélegar og framleiðni lítil. Mikið hráefni fer til spillis og vinnuafl og fjármagn nýtist illa. Eftirspurnin gerir það að verk- um, að Sovétmenn þurfa oft að leita út fyrir landamærin, fá lán Maður er svo undarlega gerður, að honum finnst árin þvi fljótari að líða, þeim mun nær honum sem dregur í timanum. Og ein- hvern veginn virðist manni sið- ustu sextíu árin ekki jafnlangur timi og sum fyrri söguskeið, sem þó voru sannanlega jafnlöng. Það virðist skemmra liðið frá rúss- nesku byltingunni en leið frá þrælastríðinu i Bandarikjunum fram að verðhruninu mikla 1929. Hvað, sem því liður eru Sovét- ríkin orðin 60 ára. Þjóðskipulagið er orðið mótað, kostir þess og gall- ar löngu komnir i ljós, og þar á meðal efnahagskerfisins, sem hér verður gert að umtalsefni í stuttu máli. Efnahagsstefnan í Sovét- ríkjunum var nýmæli á sínum tíma. En nú er komin á hana löng Afleitt hagkerfi — en ekki má hrófla við því reynsla. Og sú reynsla er ekki alls kostar góð. Ég skal ekki fjölyrða um það, hversu upprunalegar hugsjónir byltingarinnar voru sviknar, og ekki heldur það, að milljónum mannslífa hefur verið kostað til þess að koma á þeim „þróaða sósíalisma", sem nú er sagður ríkja austur þarna. Það er líka óþarfi að fjölyrða um það, að bylt- ingin í Rússlandi fór svo sem margar aðrar fyrr og síðar, að litið varð úr jöfnuðinum, sem lofað var, flest loforðin um réttlæti og jafna skiptingu valds og efna brugðust. Efnahagskerfið i Sovétríkjun- um stendur á þremur meginstoð- um (fyrir utan rikiseign atvinnu- tækja): i fyrsta lagi alræði fámennrar klíku flokksmanna og skrifræðismanna. í öðru lagi því, að menn eru hvattir til verka með fyrirheitum um efnisleg gæði ein- göngu, en í þriðja lagi því, að eftirspurn er ævinlega langtum meiri en framboð. Eftirspurn hefur alla tið verið meiri en framboð í Sovétríkjun- um. Að minnsta kosti í hálfa öld, frá því að farið var að gera fimm ára áætlanir og reyna að fram- kvæma þær. Efnahagurinn var af- ar bágur á þeim árum og Stalín ákveðinn í því að hækka hann snarlega — með einhverjum ráð- um. Hann lét út ganga tilskipanir um það, og hann var nú þannig gerður, að mönnum þótti vissast að hlýða honum. Á þeim árum gat gætni og hófstilling í framfara- málum orðið mönnum dýr. Enda fór það svo, að þeir, sem sömdu Sovéskur sjómaður gælir við drenginn sinn:\Harðgert og duglegt fólk en leiðin til betra mannlifs ætlar að reynast æði torsótt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.