Morgunblaðið - 04.11.1977, Síða 19

Morgunblaðið - 04.11.1977, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1977 19 — Veruleg aukning Framhald af bls. 17 leið. Auk þess þarf að gera nýjum atvinnuvegum og gömlum jafn hátt undir höfði i lánamálum, en að þvi hafa vaxtaákvarðanir á þessu ári einmitt miðað. Viðskiptaráðherra hefur falið Seðlabanka íslands að kanna vandlega leiðir til þess að rýmka rétt manna til að eiga gjaldeyri og stofna til gjaldeyrisreikninga við íslenska banka með eðlilegri ávöxtun og yfirfærslueftir- liti, í þvi skyni að fjölga leiðum til að verðtryggja sparnað. Gæti slik nýbreytni bæði aukið gjaldeyrisskil og innlendan sparnað. Enginn vafi leikur á því, að raunhæf láns- og ávöxtun- arkjör eru forsenda aukins frjálsræðis á lánamarkaðn- um, þar sem jafnvægi framboðs og eftirspurnar komi i stað skömmtunar og forréttindakerfis. En slík breyting er líka forsenda þess, að hægt sé að auka frelsi í gjaldeyrisviðskiptum. Sé þetta skref stigið til fulls, svo að peningaeign á Íslandi væri þannig ávöxtuð, að hún væri ætíð jafngild erlendri eign, gæti það reynst jafn afdrifaríkt fyrir efnahagslegt jafnvægi og framfarir og friverslunarbreytingarnar áður. Þetta er sú grundvall- arbreyting í peningaviðskiptum í landinu, sem nauðsyn- legt er, að stefnt sé að. ATVINNUSTEFNA _____________NÆSTU ÁRA____________________ Reynsla siðustu ára og áratuga, með miklum sveiflum í útflutningstekjum og þar af leiðandi tekjuskiptingar- og verðbólguvanda, sýnir ótvírætt þörfina fyrir tvennt: Annars vegar, að Íslendingar hafi einir óskoruð yfirráð auðlinda sjávarins kringum landið, svo að þeir geti nýtt fiskstofnana skynsamlega og tryggt viðgang þeirra, og hins vegar að auka þurfi fjölbreytni atvinnuveganna, ekki síst útflutningsatvinnuveganna. Hið síðara er þeim mun brýnna sem fiskstofnunum eru meiri takmörk sett. Það er augljóst að skjóta þarf nýjum stoðum undir atvinnuvegina til þess að fjölgandi þjóð séu tryggð góð lífskjör. Þannig er það helsta verkefnið i íslenskum atvinnumálum að tryggja framfarir annars vegar á grundvelli sjávarútvegs og annarra hefðbundinna greina, og hins vegar hvers konar iðnaðar, sem hagnýtir orkulindir landsins, sérstök hráefni þess og verkþekk- ingu landsmanna. Þessar leiðir liggja saman, ef rétt er á haldið. í báðum tilfellum ergreiður aðgangur að heims- markaði nauðsynlegt skilyrði fyrir framförum. í sjávarútvegi eru nú tvö verkefni brýnust. Annars vegar verður að leysa rekstrarvanda fiskvinnslunnar í landinu, sem nú glímir við rekstrarhalla vegna örrar kostnaðarhækkunar og breytinga í skiptingu afla milli landshluta. Hins vegar er framtiðarmálið stjórn fisk- veiða, einkum sóknar i þorskstofninn, og til fjárfesting- ar til fiskveiða. Drög hafa þegar verið lögð að lausn rekstrarvanda frystihúsanna með því að viðmiðunarverð til fisk- vinnslustöðva hefur verið hækkað og önnur fyrir- greiðsla aukin til að bæta nýtingu hráefnis, fjármagns ög starfskrafta í fiskvinnslufyrirtækjum, sem átt hafa í rekstrarörðugleikum. Þessar ráðstafanir verða nánar ákveðnar á næstu vikum, en nú er lokið athugun Þjóðhagsstofnunar á stöðu fiskvinnslunnar. En við blas- ir vandi vegna fyrirsjáanlegrar kostnaðarhækkunar. Stjórn fiskveiða hefur verið mjög til umræðu á þessu ári. Nú virðast horfur á, að útilokun erlendra veiðiskipa frá Islandsmiðum og veiðitakmarkanir fyrir islensk skip muni takmarka þorskaflann á íslandsmiðum við um það bil 325 þúsund tonn. Þessi afli er verulega yfir þeim mörkum, sem fiskifræðingar hafa ráðlagt, þ.e. 275 þúsund tonnum, en felur þó i sér 20—25 þúsund tonna minni heildarafla en 1976. Á næstu árum ríður á að takmarka sókn í þorskstofninn, en örva til sóknar i aðra stofna, sem ekki eru ofnýttir. Þetta hefur einmitt tekist að verulegu marki á þessu ári. Ríkisstjórni telur hins vegar, að ekki sé, af félagsleg- um og efnahagslegum ástæðum, unnt að beita svo harkalegri takmörkun sóknar, sem þyrfti til að hald aflanum í 275 þúsund tonnum á ári á næstunni. En hún telur jafnframt að á grundvelli fyrirliggjandi athugana megi byggja þorskstofninn upp hægt og sigandi með því að miða þorskaflann á næsta ári við 315—325 þúsund tonn. Þetta mun takmarka sóknina stórlega á næsta ári, ekki siður en í ár. Með þessum hætti og með því að hægja á endurnýjun flotans og flýta því að ófullkomin eldri skip hætti veiðum, mætti ná hagkvæmri nýtingu þessa mikilvægasta nytjafiskstofns á íslandsmiðum á næsta áratug. Ríkisstjórnin hefur í samræmi við þetta takmarkað mjög lánafyrirgreiðslur til fiskiskipakaupa erlendis. A undanförnum árum hefur verið unnið stórvirki í virkjun fallvatna og jarðvarma. Nú kann að véra ástæða til hægja á ferðinni og undirbúa um leið nýja sókn á þessu sviði, sókn sem ekki ofbýður fjárfestingarstarf- seminni í landinu. Skipulagsumbætur i orkuiðnaði eru einnig í undirbúningi. Almennur iðnaður hefur vaxið mjög á siðustu árum þrátt fyrir aukna samkeppni við innflutning. Þótt sú samkeppni sé bæði holl islenskum iðnaði og þjóðarbúinu, verður að gæta þess að aðstaða hans sé sem sambærilegust við það, sem erlendis gerist. Á þessu ári hefur verið unnið að ýmsum endurbótum á rekstrarskilyrðum iðnaðar og verður þvi starfi haldið áfram á næstunni og Alþingi gerð grein fyrir þvi. Nauðsynlegt er að umhverfisvernd sé jafnan höfð í huga við ákvarðanir um orku- og stóriðju. Á þessu þingi mun rikisstjórnin leggja fram frumvarp til laga um umhverfismál, þar sem gerðar eru tillögur um heildar- stjórn þeirra mála. Á sviði Iandbúnaðar mun ríkisstjórnin beita sér fyrir ráðstöfunum til að draga úr offramleiðslu landbúnaðar- afurða, m.a. með endurskoðun framleiðsluráðslaga og þ.á m. útflutningsuppbóta. Rétt er að geta þess, að skilningur á þessu vandamáli kom fram á fundi Stéttar- sambands bænda í haust. Un'nið verður að því, að verðmyndunarkerfi verzlunar og þjónustu sé gert frjálslegra, þannig aó hagsmunir neytenda séu betur tyggðir en nú er. Jafnframt veróur stefnt að því að afnema misræmi á milli atvinnuveg- anna og á milli fyrirtækja i einkaeign og opinberum rekstri. Nauðsynlegt er að setja ný lagaákvæði um störf sáttasamjara rikisins. Ný heildarlöggjöf um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga hefur Iengi verið í undirbúningi. Vonir standa til þess, að greinargerð nefndar, sem unnið hefur að því verki, verði lögð fram í vetur. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir viðræðum fulltrúa þingflokka um breytingar á kosningalöggjöfinni. Þess hefur verið farið á leit við stjórnarskrárnefnd, að hún geri grein fyrir störfum sínum og tillögum, ekki sist um kosningalög og kjördæmaskipan. Að venju fylgir ræðu þessari skrá yfir helstu laga- frumvörp, sem í undirbúningi eru i einstökum ráðu- neytum og verða væntanlega lögð fram á þessu þingi. Er sú skrá þó ekki tæmandi. LOKAORÐ Forsenda allra framfara í atvinnumálum er jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Jafnvægi næst ekki nema með samstilltu átaki allra, sem áhrif hafa á þróun efnahgs- mála. Stjórnvöld verða að hafa stuðning almennings og samtaka hans til að tryggja þetta jafnvægi og þar með framfarir og batnandi lífskjör í landinu á næstu árum. Slíkt samtarf og stuðningur verður að vera byggt á sameiginlegu mati á þvi hver sé framleiðslugeta þjóðar- búsins. Raunsæi verður að ráða þessu mati en ekki óskhyggja eða gylling á framtíðinni. Ríkisstjórnin lætur nú vinna að undirbúningi þjóð- hagsáætlunar til lengri tíma, þannig að ræða megi á sama grundvelli um tekjuskiptingarvandann í þjóðar- búinu og svigrúmið til framkvæmda, einkaneyslu og opinberra umsvifa og þar með skattheimtu. Þetta verk verður kynnt á þessu þingi. Sú efnahagsstefna, sem hér er lýst, byggist á forsend- um, sem geta brugðist. Ef það gerist, verður nauðsyn- legt að grípa til enn öflugri ráðstafana. Þjóðin öll verður að vera undir það búin. II erra forseti, Þjóðin er vel undir það búin aö leysa viðfangsefni líðandi stundar og verkefni framtiðarinnar. Öryggi landsins og sjálfstæði er tryggt svo sein verða má með varnarsainstarfi og þátttöku i Atlantshafsbandalaginu. Yfirráð yfir fiskiiniðunum. helztu auðlind landsins. eru algerlega i okkar hönduiu Jöfnuði hefur verið komið á i rikisfjármálum. peningamálum og viöskiptum \ iö önn- ur lönd. Kull atvinna hefur haldist og dregiö úr verö- bólgunni. Okkur er vorkunnarlaust aö hérða báráttiina gegn verðþenslunni og búa enn betur i haginn fyrir framtíöina. Carla Hanna Proppé - Minning Fædd: 18. júlí 1912 Dáin: 31. október 1977 í dag fer fram frá Dóm- kirkjunni i Reykjavik útför Cörlu Hönnu Proppé, en svo hét hún fullu nafni. Hún andaðist í Land- spítalanum 31. okt. eftir stutta legu og kom andlát hennar vinum hennar á óvart, þrátt fyrir að hún hefði ekki gengið heil til skógar um nokkurra ára skeið. Carla var fædd á Þingeyri við Dýrafjörð 18. júlí 1912. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Jósafatsdóttir bónda á Kirkjufelli í Eyrarsveit Samsonarsonar og Carl Proppé stórkaupmaður. Þeir Proppé-bræður voru landskunnir athafnamenn á fyrri tugum aldar- innar. 1914 fluttust þau hjón til Reykjavíkur, þar sem börn þeirra gengu til mennta. Carla stundaði nám í Verzlunarskóla íslands, svo og Danmörku og Englandi, og vann við skrifstofustörf jafn- framt- því að halda heimili fyrir yngsta bróður sinn, Jóhannes, er foreldrar þeirra voru látnir. Á friðardaginn 5. maí 1945 giftist Carla Þóri Kristinssyni, vagnasmið, en hann andaðist 31. maí 1971. í minningargrein er ég reit um Þóri vin minn, sagði ég að þau hjón hefðu reist bú sitt um þjóðbraut þvera, því jafnan var gestkvæmt á heimili þeirra og nutu margir góðs af. Þeim Cörlu og Þóri varð fjögurra barna auðið. Elst var telpa, sem dó rétt eftir fæðingu, en hin eru Hanna Dóra, fóstra, gift Helga Danielssyni, málara- meistara, Þorkelssonar. Þau eiga tvær dætur. Hugo Lárus, sem stundar sálfræðinám við Arósahá- skóla og er hans kona Birgette Povelsen og eiga þau einn son. Yngstur þeirra systkina er Þórir Kristinn, útvarps- og sjónvarps- virki, starfsmaður hjá I.B.M. Hans kona er Erla Bjartmarz. Carla var mjög dugleg húsmóð- ir og helgaði lif sitt heimilinu og börnunum og var gestrisni þeirra hjóna alveg frábær, enda vina- hópur stór, og nú höfðu barna- börnin og tengdabörn bæst í þann Framhald á hls 18. Hef opnað rakarastofu mína að HÓTEL LOFTLEIÐUM GÓÐ BÍLASTÆÐI GÓÐ ÞJÓNUSTA Garóar Sigurgeirsson PARISARBUÐIN 'Á- GLÆSILEGUR VELUR FATNAÐUR SLOPPAR - SAMFESTINGAR - BUXUR abecitaf/j Sænsk- Islenska

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.