Morgunblaðið - 15.11.1977, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1977
Námabær
á
Svalbarða
Norski stjórnmálasérfræd-
ingurinn Willy östreng hefur
að undanförnu haldið fyrir-
lestra ( Norræna húsinu í
Reykjavfk, annars vegar um
Svalbarða og hins vegar um
stjórnmálaviðhorfin ( Noregi
að loknum þingkosningunum f
haust. Hann kennir stjórnmála-
fræði við Öslóar-háskóla, auk
þess sem hann starfar við
Fritjof Nansen-stofnunina. Um
þessar mundir vinnur hann að
ritverki um þróun öryggismála
á Ishafssvæðinu, en áður hafa
komið út bækur og birzt blaða-
greinar eftir hann um þetta
efni og önnur skyld.
1 viðtalinu sem hér fer á eftir
gerir Willy östreng grein fyrir
þeim vandamálum sem Norð-
menn eiga við að strfða á norð-
urslóðum, auk þess sem fjallað
er um sameiginlegan sjóð
NATO-rfkjanna, en hann hefur
„Rússar ganga eins langt og
hægt er, en láta í minni
pokann þegar Norðmenn
halda rétti sínum til streitu"
- segir norski stjórnmálafrædingurinn Willy Östreng um sambúdina á Svalbarda
það hlutverk að standa straum
af framkvæmdum við mann-
virki f þágu samræmdra varna
bandalagsins.
Eins og kunnugt er hefur
Svalbarði algjöra sérstöðu f al-
þjóðalögum. Svalbarða-
sáttmálinn, sem undirritaður
var árið 1920 og 39 rfki eiga
aðild að, felur f sér viðurkenn-
ingu á fulfum og óskoruðum
yfirráðarétti Norðmanna á
Svalbarða og innan lögsögunn-
ar umhverfis eyjaklasann, þó
með nokkrum skýrt afmörkuð-
um og afdráttarlausum undan-
tekningum. Tíl einföldunar má
skipta þessum undantekning-
um f tvo megin þætti:
í fyrsta lagi eiga sáttmála-
þjóðirnar jafnan aðgangsrétt að
eyjunum og auðlindum þar, og í
öðru lagi má aldrei nota Sval-
barða í hernaðarlegum tilgangi.
Willy östreng var fyrst
spurður um sambúð Sovéta og
Norðmanna á Svalbarða, en
þetta eru einu sáttmálaþjóðirn-
ar sem þar hafa fasta búsetu:
— í stórum dráttum verður
að teljast að sambúðin hafi
gengið vel, en þó leikur enginn
vafi á þvi að Sovétmenn reyna
að ganga eins langt og frekast
er unnt i þvi skyni að draga úr
yfirráðum Norðmanna án þess
að brjóta beinlínis i bága við
Svalbarasáttmálann. Ég gef
nefnt smádæmi: Fyrir nokkr-
um árum kom það fyrir að
sovézkir borgarar voru staðnir
að gæsaveiðum, en gæsir eru
alfriðaðar á Svalbarða. Norski
sýslumaðurinn, sem er æðsta
vald á eyjunum, ákvað að láta
þetta mál hafa eðlilegan gang
og var hinum brotlegu gert að
greiða sekt, sem raunar var
smávægileg. Sovétmenn mót-
mæltu þessari málsmeðferð, en
féilust þó að lokum á að greiða
sektina. Þetta mál er dæmigert
fyrir það sem gerist þegar
ágreiningur kemur upp á Sval-
barða. Rússar ganga eins langt
og hægt er en láta í minni pok-
ann þegar Norðmenn halda
rétti sínum til streitu, — í
þessu tilviki að framfylgja
norskum lögum eins og Sval-
barða-sáttmálinn gerir ráð fyr-
ir. Það er nokkurs konar þegj-
andi samkomulag að láta ekki
stórmál valda ágreiningi, held-
ur nota smáatriði til að gera
ljósa afstöðu sína og leggja
áherzlu á að ekki verði hvikað
frá ríkjandi ástandi.
— N'ú hafa sumir látið i ljós
þá skoðun að Sovétmenn hafi í
raun og veru komið sér upp
hernaðarlegri aðstöðu á Sval-
barða þótt leynt fari. Hvert er
álit þitt á þessu?
— Ég held að það sé af og
frá, að vísu eru þeir með þyrlu-
flugvöll og hafnarmannvirki
sem hægt er að nota í hernaðar-
legum tilgangi. Þá hefur fjöldi
Sovétmanna á Svalbarða vakið
vissar grunsemdir um að starf-
semi þeirra fari út fyrir eðlileg
mörk. Þeir eru um 3000, enda
þótt afraksturinn af náma-
vinnslu þeirra á eyjunum sé
mun minni en þeirra
1000—1200 Norðmanna, sem
þarna eru að jafnaði. Hvað
mannvirkjunum viðkemur má
með sánngirni halda því fram
að Norðmenn hafi líka komið
sér upp aðstöðu sem unnt sé að
nota i hernaðarlegum tilgangi.
— í þessu sambandi er dálít-
ið fyndið að fylgjast með hegð-
un Rússanna, hélt Willy
örstreng áfram. — Þegar Norð-
menn hefja einhverjar fram-
kvæmdir á Svalbarða bera þeir
fram eindregin mótmæli en
láta þar við sitja. Svo spyrja
þeir hvorki kóng né prest þegar
þeir ætla að gera eitthvað. Þeir
hafa sem sé í frammi ýmsa til-
burði, einungis í því augnamiði
að undirstrika nærveru sfna og
minna á sig, en meina ekki bók-
staflega það sem þeir segja. Það
er þó fullkomin ástæða til að
fylgjast með framvindu mála á
Svalbarða, því að frjálsleg túlk-
un þeirra á Svalbarðasáttmál-
anum, sem að sjálfsögðu er
jafnan þeim sjálfum í hag, mið-
ar markvisst að því að draga úr
yfirráðarétti Norðmanna, og
þessu til vitnis er ekki einungis
framkoma þeirra á Svalbarða,
heldur og greinar og yfirlýsing-
ar, sem birtast í sovézkum
blöðum og tímaritum.
— En hvað með hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna?
Nú greinir Norðnenn og Sovét-
menn á um yfirráð yfir 200
nílunum umhverfis Svalbarða.
— Já, Norðmenn álíta að ut-
an landhelginnar við Svalbarða
sem nú er 4 mílur, eigi þeir
yfirráðaréttinn á landgrunninu
og í Svalbarða-sáttmálanum sé
einungis kveðið á um sameigin-
legan rétt á eyjunum sjálfum
og landhelginni. Sovétmenn
halda þvi á hinn bóginn fram
að ákvæði sáttmálans eigi einn-
ig að gilda innan 200 mílnanna
þegar viðurkenning á þeim í
alþjóðalögum er fyrir hendi.
Óhætt er þó að segja að flestir
séu þeirrar skoðunar að hver
sem úrslitin verði á hafréttar-
ráðstefnunni fái Norðmenn
yfirráð yfir 200 mílunum við
Svalbarða. I þessu sambandi er
ástæða til að benda á að Norð-
menn hafa jafnan gætt þess að
halda viðræðum um Svalbarða
og skiptingu Barentshsafsins
aðskildum, enda þótt enginn
vafi leiki á að Sovétmenn líta á
þessi tvö mál sem eina heild,
ekki sízt í hernaðarlegu tilliti.
— Norðmönnum er mjög í
mun að viðhalda því friðsam-
lega ástandi, sem lengi hefur
ríkt á þessum slóðum. Sval-
barði er á varnarsvæði NATO,
og þótt svæðið sé herlaust
hljóta að liggja fyrir áætlanir
um hvernig vörnum þess skuli
háttað ef í odda skerst, enda
liggur i augum uppi, að herleys-
ið girðir ekki fyrir að hægt sé
að skipuleggja varnir svæð-
isins. Þó yrðu slikar áætlanir
sjálfsagt erfiðar í framkvæmd
þar sem heræfingar geta ekki
farið fram og sérstök hernaðar-
mannvirki eru engin, sagði
Willy östreng.
— Á vegum NATO er sjóður
sem veitir fé til framkvæmda í
þágu sameiginlegra varna að-
ildartíkjanna. Hvað um hlut-
deild Norðmanna í þessum
sjóði?
— Norðmenn hafa á liðnum
árum greitt verulega fjárhæðir
i þennan ,,Infrastruktur“-sjóð
NATO, sem svo er nefnur. Hlut-
verk sjóðsins er að safna saman
á einn stað fé sem veitt er til
varnarmannvirkja í þeim til-
gangi að auðvelda samræm-
ingu. Aðeins þau riki, sem
greiða framlög í sjóðinn, fá
fjárveitingar úr honum. Nú er
það að visu svo að Norðmenn
hafa á liðnum árum fengið
meira úr sjóðnum en þeir hafa i
hann lagt, en ástæðan er sú að
sérstakar aðstæður eru fyrir
hendi í Norður-Noregi. Fénu
hefur verið varið til flugvalla-
hafna- og vegagerðar, sem
nauðsynleg hefur verið með til-
liti til framlinuvarna í Norður-
Noregi.
Greiðar samgöngur eru algjör
forsenda viðunandi varnarbún-
aðar, og strjálbýlið i Norður-
Noregi er ástæðan fyrir því að
sjálfir hafa Norðmenn ekki
staðið þar fyrir þeirri mann-
virkjagerð, sem varnarsam-
starfið krefst, og er ekki sízt
nauðsynleg af því að Norðmenn
hafa ekki viljað hafa erlendar
hersveitir og atómvopn í land-
inu á friðartímum. Norður-
Noregur er mjög mikilvægur
staður í varnarkerfi NATO, og
þar er gert ráð fyrir að hægt sé
að veita beint viðnám en ekki
er einungis um að ræða viðvör-
unarstöðvar. Það er ástæða til
að undirstrika að það er ekki
verið að framkvæma neina
norska byggðapólitík með fjár-
framlögum úr „Infrastruktur"-
sjóðnum, heldur er um að ræða
mannvirkjagerð, sem er nauð-
synleg fyrir sameiginlegar
varnir Atlantshafsbandalags-
ins.
— Hver eru framlög Norð-
manna í sjóðinn og hversu mik-
ið hafa þeir fengið úr honum?
— Því miður h^f ég þessar
tölur ekki við höndina hér, en
um er að ræða verulegar fjár-
hæðir. Framkvæmdirnar hafa
átt sér stað á löngum tíma og
mun nú að mestu lokið.
í lok samtalsins var vikið að
almenningsáliti og opinberum
umræðum um öryggismál:
— Umræður um öryggismál
fara vaxandi í Noregi, og það
tel ég vera til mikilla bóta. Slik-
ar umræður hafa verið i lág-
marki, og ástæðan fyrir því er
liklega sú, að frá því að Noreg-
ur varð aðili að Atlantshafs-
bandalaginu má segja að algjör
eining hafi verið milli helztu
stjórnmálaflokkanna um örygg-
is- og utanríkismál. Allar ríkis-
stjórnir hafa lagt áherzlu á
samstöðu um þessi mál, og
Atlantshafsbandalagið hefur
verið nokkurs konar horn-
steinn utanríkismálastefnu
Norðmanna. Hér skiptir að
sjálfsögðu meginmáli að NATO
er varnarbandalag, og reynslan
hefur kennt Norðmönnum að
varnir eru nauðsynlear, þannig
að fyrir hendi er almennur
skilningur á því að varnarvið-
búnaður verði að vera fyrir
hendi.
Þrátt fyrir samstöðuna innan-
lands í utanríkis- og öryggis-
málum tel ég afar mikilvægt að
stöðugar umræður um þau eigi
sér stað, og að þær takmarkist
ekki við fámennan hóp sérfræð-
inga og einstakra áhugamanna,
eins og var til skamms tima. Að
visu eru öryggismál — bæði
hugmyndafræðilega og her-
fræðilega — svo flókinn mála-
flokkur að þess er vart að
vænta að allur almenningur
verði sérfræðingar á því sviði,
og kannski er þáð líka af þeirri
ástæðu sem umræðurnar hafa
afrharkast við lítinn hóp
manna. Ég tel þetta hafa verið
bæði hættulegt og skaðlegt.
Öryggismál snerta öll svið þjóð-
lífsins, því að hvað er verið að
verja? Það er um það að ræða
að viðhalda þjóðernislegu og
efnahagslegu sjálfstæði þjóða,
og vernda þær fyrir utanað-
komandi ásælni og yfirráðum.
Þar í felst forsendan fyrir þvi
að þjóðfélög fái staðizt, og því
er brýnt að almenriingur sé vel
upplýstur og hafi aðstöðu til að
mynda sér skoðanir á stefnu
stjórnvalda sagði Willy
östreng.
-Á.R.